Þjóðviljinn - 19.06.1982, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 19.06.1982, Blaðsíða 31
Helfein 19Í-2Ó.' jiíiíi 1982 ÞJóbVÍLjlNf>i — SIÐA 31 Greinilegur árangur í orku- sparnaðarmálum Bensíneyðsla á bfl hefur mínnkað 25% 70% minni olía til húshitunar Sala á gasolíu til húshit- unar hefur dregist saman um tæp70% á síðustu 12 ár- um og á sama tíma hefur bensíneyðsla á hverja bif- reið minnkað úr 1800 lítr- um áári 1973 í 1400 lítra ár- ið 1981, eða um fjórðung. Þessar upplýsingar koma fram í gögnum sem orkusparnaðarnefnd iðn- aðarráðuneytisins hefur tekið saman um áhrif ým- issa aðgerða sem gripið hef ur verið til á síðustu ár- um til að bregðast við hækkandi olíuverði. Sala á eldsneyti hefur lítillega aukistá síðastliðn- um áratug en hins vegar hefur verðmæti þess í inn- flutningi vaxið úr6.7% árið 1972 í 15,3% 1981. í árslok 1980 brenndu 99 fiski- og f lutningaskip svartolíu og hefur sala á svartolíu liðlega tvöfaldast á síðustu 10 árum. Orkusparnaðarnefnd telur að talsvert haf i áunn- ist með þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna síhækkandi olíu- verðs. Nefndin vill þó leggja áherslu á að hraðað verði framkvæmdum til nýtingar innlendra orku- gjafa til húshitunar með hitaveitum, fjarvarma- veitum og beinni rafhitun. Einnig verði nýting inn- lendra orkugjafa í at- vinnugreinum aukin og áhersla lögð á hagkvæmari orkunýtingu. Þar má nefna sem dæmi að allt að helmings munur er í olíu- notkun á hráefnistonn milli bestu og verstu fiskimjöls- verksmiðjanna. Einnig er Ijóst að mikill munur er á milli olíunotkunar ein- stakra húsa og stafar sá munur fyrst og fremst af lélegri einangrun, van- stilltum hitakerfum, olíu- kynditækjum og ýmsu fleira, eins og segir í frétt frá orkusparnaðarnefnd. — Ig. Þetta er þaö eina sem stendur uppi af gömlu kirkjunni I Heydölum. t baksýn er nýja kirkjan sem tekin var i notkun áriö 1975. A innfelldu myndinni er gamla kirkjan eins og hún leit út fyrir brunann. Mynd — AÞJ. Brann til kaldra kola Gamla kirkjan I Heydölum i Breiödal bránn til kaldra kola siö- degis á 17. júni, og er taliö nokkuö vist aö um ikveikju hafi veriö aö ræöa. Tilkynnt var um eld i kirkjunni, um kl. 13.15, og var kirkjan alelda þegar slökkviliöiö á Breiödalsvik kom á staöinn og fékk ekkert viö ráöiö. Prestshjönin voru aö heiman þegar eldurinn kom upp, en bróö- ir prestsins, Helgi Hóseasson smiöur úr Reykjavik, var einn heimaviö. Þar sem ekkert raf- Bróðir prestsins handtekinn en látinn laus aftur magn er tengt kirkjunni, beindist fljótt grunur aö þvi, aö Helgi ætti hlut aö eldsvoöanum. Var hann fluttur suöur til yfirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglu rikisins. Aö sögn Arnars Guömundssonar deildarstjóra hefur Helgi ekki sagt eitt orö I yfirheyrslum, og hefur honum veriö sleppt úr haldi. „A þessu stigi gerum viö ekki kröfu um gæsluvaröhald”, sagöi Arnar. Gamla kirkjan i Heydölum var smiöuö 1856, en var farin aö láta nokkuö á sjá. Hún haföi nýlega veriö sett á fornleifaskrá og ákveöiö aö gera hana upp og flytja inn á Noröfjörö. Bæöi altari og predikunarstóll voru jafngöm- ul kirkjunni auk þess sem tvær merkar klukkur frá 17. öld voru i kirkjunni. A annarri þeirra er áletrunin: „Hans Knutzen 1678 deo, sole deo gloria.” AÞJ/ — lg. Guðbjörg ÍS með 210 tonn af þorski eftir 8 daga Mikil karfa- veiði á Fjalla- svæðinu „Þetta er ekkert umtalsvert, þaö er búið að vera reitingur á Halanum frá þvi um mánaða - mót”, sagði Guðbjartur Asgeirs- son skipstjóri á skuttogaranum Guðbjörgu frá Isafirði, sem land- aði 210 tonnum af þorski i heima- höfn i vikunni eftir 8 sólahringa úthald. Aðrir togarar af Vestfjörðum hafa landað siðustu daga um 80—100 tonnum hver. Mokveiði hefur verið á karfa á Fjallasvæðinu úti fyrir Vestfjörð- um undanfarna viku. Engey og Ingólfur Arnarson komu til Reykjavikur á þriðjudag bæöi með yfir 300 tonn af karfa og ufsa, og sigldu áleiðis til Þýskalands þar sem aflinn verður seldur i Cuxhaven. Jón Baldvinsson seldi i Hull á dögunum 140 tonn, mestmegnis þorsk og fékk ágætisverð fyrir aflann. Allir togarar Bæjarútgerðar Reykjavikur eru komnir aftur á miöin eftir að ljóst var að ekki yrði af verkföllum i bráð. -lg 0,3% atvinnu- leysi í maí Skráöir atvinnuleysisdagar i siöasta mánuöi voru 7.457 á land- inu öllu sem svarar til þess 344 landsmenn hafi veriö án atvinnu allan mánuöinn. Þaö er um 0.3% af áætluöum mannafla á vinnu- markaöi sem er sama hlutfall og fyrir ári siöan. Frá þvi i april haföi atvinnu- leysisdögum fækkaö um 813, en þá voru skráöir atvinnuleysis- dagar 8.270. Um 59% af skráöu at- vinnuleysi i maimánuöi féll til hjá konum. Mest aukning á atvinnuleysi I mai miöaö viö siöasta ár var i Noröurlandi vestra en þar fjölg- aöi skráöum dögum um 1.639. Hins vegar fækkaöi þeim i Norð- urlandi eystra um fjórðung. Ljóst er aö vegna óvissu um gerö kjarasamninga hefur vinnu- framboð verið nokkru minna á þessu vori, og hefur það komiö haröast niöur á skólafólki, eink- um i Reykjavik. -lg- Fíkniefnasendingin „Tiltekna fyrirtækið” var Eimskip Einsog kunnugt er boðuðu toll- stjóri, lögreglan i Reykjavik og dómari i ávana og fikniefna- málum til blaðamannafundar i miðri þessari viku. Þar var frétt Þjóðviljans um stærstu fikniefna- sendingu sem borist hefur hingað til lands staðfest. Hins vegar er nokkrum spurningum um þetta mál enn ósvarað. Sendingin var einsog kunnugt er stiluð á „tiltekið fyrirtæki” sem af einhverjum ástæðum var ekki nafngreint þó hart væri knúið á um svar hjá blaðamanna- fundum. Þó engin ástæða sé i sjálfu sér til að gruna fyrirtækið, sem sendingin var stíluð á, þá er það eftirtektarvert að nafnsins skuli ekki getið þegar embættin opinbera málið. Þessu tiltekna fyrirtæki er að sjálfsögðu enginn greiði gerður, m.a. vegna þess að nafn þess sem Þjóðviljinn fékk staðfest i gær fer nú sem logi um akur: Eimskip. A blaðamannafundinum var birt fréttatilkynning þar sem segir að lögreglumenn frá um- ferðarlögreglunni hafi verið sendir á vettvang i Keflavik þegar sendingin barst til landsins til að fylgjast með flutningi hans til Reykjavikur. Astæða þess að lögregluþjónarnir voru einmitt frá þeirri deild lögreglunnar var tilgreind sú, að aðrir væru of þekktir. „Var þvi talið óheppilegt að láta starfsmenn rannsóknar- deildar sem vinna að fikniefna- málum, vera nærri þessum þætti aðgerðanna,” segir i fréttatil- kynningunni. Eftir þeim heimildum sem Þjóðviljinn hefur aflað sér, þá mun það hafa verið sjálfur Bjarki Eliasson yfirlögregluþjónn sem fór upp á völl og geta menn svo spurt, hvort ekki hefði mátt finna minna þekktan mann til þess að nálgast þessi efni. Var farið með efnin beint i vöruskemmuna i Bildshöfða eftir að skipt hafði verið á efnunum og voru kassarnir tómir eins og haldið var fram á blaðamanna- fundinum'? Eftir þvi sem heimildir herma var kössum þessum ekið niður á lögreglustöð. Þar var hóað i mann sem kom akandi inn i port lögreglunnar með hey i kerru. Skipt var á heyi og fikniefnum og siðan var kössunum komið fyrir i vörugeymslu Flugleiða á Bilds- höfða. Þess skal getið að maður- inn meö heyið mun ekki hafa vitað um tilgang þessa heyflutn- ings og þvi hafi aðflutningurinn ekki farið sérlega leynt,- hól/óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.