Þjóðviljinn - 19.06.1982, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 19.06.1982, Blaðsíða 25
’ríri ttiSfaH vv.\t iiViW.'i - i 4*»? **«• ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 25 bridge Koma þeir á óvart? Umsjón Olafur Lárusson Landslið okkar í opnum flokki hélt utan til Finn- lands í gær, til þátttöku í Norðurlandamótinu í sveitakeppni. I liðinu eru 4 af .okkar bestu spilurum í dag, nv. fslandsmeistarar í sveitakeppni, svo og Reykjavíkurmeistarar og Bridgefélagsmeistarar BR. Þar utan er annað parið nv. ísl.meistarar i tvímenning, annað árið í röð. Ekki f áir titlar það, að baki eins landsliðs. Þessar kempur eru að sjálfsögðu; Jón Baldursson, Valur Sig- urðsson, Þorlákur Jónsson og Sævar Þorbjörnsson, sem jafnframter fyrirliði. I Finnlandi keppa allar Noröur- landaþjóöirnar, og búast viö aö róöurinn veröi þungur hjá strák- unum, þvi Sviar, Danir og Norö- menn eru ansi hátt skrifaöar i al- þjóölegum bridge. Og Finnar á heimavelli geta slegiö frá sér. Þátturinn mun birta niöurstöð- Litríkur persónuleiki 1 flestum greinum iþrótta myndast oft litrikir persónu- leikar sem sögur fara af. Einn af þeim litrikari er hinn kunni útgerðarmaður á Eskifirði, Að- alsteinn Jónsson (Alli riki). Hann hefur um árabil verið ein skæðasta stjarna þeirra austanmanna,-. jafnvel þó viðar væri leitað. Alli hefur sýnt hug sinn til bridgehreyfingarinnar oftar en einu sinni, en slikt fer jafnan ekki hátt þegar hógværir menn eiga i hlut. Ekki er hægt að minnast svo á Aðalstein, að ekki sé getið félaga hans, Sölva Sigurðssonar. Þar fara tveir góðir saman. Aöalsteinn er nýkominn frá Portoroz ásamt félögum sinum en þangað hafa leiðir þeirra fé- laga m .a. legið hin seinni ár, þvi einsog einhver sagði, þá eru sumir staöir of þröngir fyrir stórhuga menn. Þátturinn óskar Alla og félögum góðs gengis á komandi tið. Aðalsteinn Jónsson (Alli riki) ur mótsins um næstu helgi, ef eitthvað berst aö utan. Bikarkeppnin Þættinum er kunnugt um úrslit i tveimur bikarleikjum sem lokið er. Sveit Jóhannesar Sigurössonar Keflavik, sigraöi sveit Aöalsteins Jörgensen Hafnarfiröi með yfir- buröum, eða 101 gegn 33. Aö sögn haföi sveit Jóhannesar forystu allan leikinn gegn hluta af lands- liöi okkar i flokki yngri spilara, sem sáu ekki ljós i þessum leik. 1 sveit sigurvegarans eru gam- alreyndir kappar af Suöurnesj- um. Auk fyrirliöans eru þeir: Al- freð G. Alfreösson, Guömundur Ingólfsson, Einar Jónsson, Logi Þormóðsson og Gisli Torfason. Sveit Hannesar Gunnarssonar Þorlákshöfn sigraöi sveit Kristj- áns Kristjánssonar Reyðarfirði örugglega, meö 96-81. Það sama var upp á teningnum hér. Sveit Hannesar hafði forystu allan leik- inn, þó lokatölur séu mun jafnari en i fyrri leiknum. 1 sveit Hannesar eru auk hans: Ragnar óskarsson, Gunnlaugur Oskarsson, og Helgi Einarsson. Óskarssynir og Helgi eru gam- alreyndir keppnismenn úr TBK, en fyrirliöinn ku vera efnilegur á svæðinu. Þátturinn itrekar þá ósk sina að fyrirliðar eöa aörir hafi samband við umsjónarmann og tilkynni úr- slit leikja, svo hægt sé aö birta þau með nöfnum spilara og loka- tölum. Siminn er: 43835 Ólafur Lár. Sumarbridge Sumarbridge veröur framhald- iðnk. fimmtudag i Hótel Heklu og hefst spilamennska kl. 19.30, i siö- asta lagi. Allir velkomnir meöan húsrúm leyfir. Alþýðubandalagið á Vestf jörðum Horft til Ketildala Sumarferð um Arnarf jörð 3. og 4. júlí Alþýöubandalagiö á Vest- fjöröum efnir til sumarferöar um Arnarfjörð þann 3. og 4. júli n.k. Farið verður i hópferðar- bflum frá öllum þorpum og kaupstöðum á Vestfjörðum og safnast saman i Trostansfiröi fyrir hádegi á laugardag. Þaðan verður ekið sem leiö liggur um Suðurfirði og Ketil- dali i Selárdal. A laugardagskvöld veröur tjaldaö i Bakkadal og þar efnt til kvöldvöku en siöan dansaö i gamlasamkomuhúsinuá Bakka viö undirleik harmóniku. A sunnudag verður ekið um Auökúluhrepp á noröurströnd Kvöldvaka í Ketildölum Arnarfjaröar, allar íærar leiöir, og viðastaldraðviðá eyðibýlum og byggðum bólum m.a. skoðað safn Jóns Sigurössonar á Hrafnseyri. A sunnudagskvöld skilja leiðir og heldur þá hver heim til sin. Meö i ferðinni verða sérfróðir menn um staöhætti og sagna- fróöleik úr byggðum Arnar- fjarðar en þar þrýtur seint söguefnin. Þátttakendur i feröinni hafi meö sér viðleguútbúnað, góöan klæönaö og nesti. Þátttökugjald kr. 375,- fyrir fullorðna og kr. 150 fyrir börn 12 ára og yngri. Innifalinn er flutningur i Arnar- fjörð frá öðrum stööum á Vest- fjöröum og þátttaka öllum heimil, lika fólki utan Vest- fjarða. Fararstjórn: Aage Steinsson, Isafirði, Guðvarður Kjartans- son, Flateyri, Halldór Jónsson, Bfldudal og Kjartan Ólafsson, ritstjóri. Þátttaka tilkynnist sem fyrst einhverjum eftirtalinna manna: Alþýðubandalagið á Vestfjörðum isafjöröur: Aage Steinsson simar 3680 og 3900, Elin Magnfreðsdóttir simi 3938 og Þórunn Guðmundsdóttir simi 3702 Bolungarvik: Kristinn H. Gunnarsson simi 7437 Inn-djúpiö: Elinborg Baldvinsdóttir, Múla Nauteyrarhreppi Súöavik: Ingibjörg Björnsdóttir, simi 6957 Súgandafjöröur : Þóra Þórðardóttir, simi 6167 Flateyri: Agústa Guö- mundsdóttir, simi 7619 Þingeyri: Davið H. Krist- jánsson, simi 8117 Bfldudalur: Halldór Jónsson simi 2212 Tálknafjöröur: Lúðvik Th. Helgason simi 2587 Patreksfjöröur: Guðbjartur Ólafsson simi 1452 Reykhólasveit: Jón Snæ- björnsson Mýrartungu Strandasýsla: Jóhann Thorarensen, Gjögri Pálmi Sigurðsson, Klúku Bjarnarfirði Hörður Asgeirsson Hólmavik simi 3123 Sigmundur Sigurösson Óspakseyri Iteykjavik: Guörún Guðvarðardóttir, simar 20679 og 81333 Dagskrá Listahátíúar íReykjavík Laugardagur 19. júni kl. 20:30 Leikfélag Reykjavíkur Skilnaöur Frumsýning á nýju leikriti eftir Kjartan Ragnarsson, sem einnig er leikstjóri Laugardagur 19. júni kl. 9:30 og 14.00 Norræna húsið Föndurvinnustofan Opin öllum (hámarksf jöldi barna þó 15, aldur 3-6 ára) Laugardagur 19. júni kl. 117:00 Kjarvalsstaðir Hafliöi Hallgrímsson: Fimm stykki fyrir pianó (Halldór Haraldsson, píanó) Guðmundur Hafsteinsson: Brunnu beggja kinna björt Ijós (Nora Kornblueh, selló.óskar Ingólfsson, klarinett, Snorri S. Birgisson, píanó) Sunnudagur 20. júni kl. 14:00 Kjarvalsstaðir Þorkell Sigurbjörnsson: 1) Níu lög við Ijóö eftir Jón úr Vör Ólöf K. Harðardóttir, söngur, Þorkell Sigur- björnsson, píanó) 2) Petits Plaisirs (smáglens) (Rut Ingólfsdóttir, f iðla, Unnur María Ingólfs- dóttir, fiðla, Inga Rós Ingólfsdóttir, selló,Hörður Áskelsson, sembal) ath. breyttan tónleikatíma Sunnudagur 20. iúni kl. 17:00 Laugardalshöll Tónleikar Sinfóniuhljómsveit Islands ásamt söngsveitinni Fílharmoniu Stjórnandi Gilbert Levine Einsöngvari Boris Christoff, bassi Sunnudagur 20. júni Leikfélag Reykjavíkur Skilnaður Ónnur sýning á nýju leikriti eftir Kjartan Ragnars- son Sunnudagur 21. júni kl. 10.00 Gönguf erð á vegum Arkitektafélagsins Gangan hef st við Gróðrastöðina Alaska. Mánudagur 21. júni kl. 18.00 Norræna húsið fyrirlestur: „Að mála — börn og listamenn" Jens Matthíasson frá Svíþjóð Klúbbur Listahátíðar 19. júní: Karl Sighvatsson og Soyabaunabandið 20. júni: Kvartett Kristjáns Magnússonar Matur frá kl. 20:30 Opið frá kl. 18:00—01:00 alla daga nema laugar- daga og sunnudaga frá kl. 18:00—03:00. Matur f ramreiddur f rá kl. 20:30. Miðasala i Gimli við Lækjargötu. Opin alla daga frá kl. 14-19.30. Sími Listahútíöar 29055 Dagskrá Listahátíðar fæst í Gimli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.