Þjóðviljinn - 19.06.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.06.1982, Blaðsíða 3
heigin Í9.-2<h jdni 1982 þjóÐVILJINN ó Rajatabla í Reykjavík: i*'33iKO t oröabókinni minni stendur aö oröatiltækiö a rajatabia þýöi ,,af fremsta megni, hvað sem það kostar, til hins ýtrasta”. Leik- hópur sem ber þetta nafn hlýtur aö keppa fast aö ákveönu marki, honum hlýtur aö liggja mikiö á hjarta. Enda var ekki langt liðiö á fyrstu sýningu hópsins i Þjóöleik- húsinu 11. júni s.l. þegar i Ijós kom að hér var á ferðinni fólk með áhrifamikinn boöskap og haföi alla buröi til aö koma hon- um á framfæri, jafnvel þótt áhorfendur skildu fæstir orö af þvi sem sagt var á sviðinu. Sýningar hópsins á Bólivar og Forseta lýöveldisins eru ólikar um margt og sýna fjölhæfni hans, en eiga þó það sameiginlegt að fjalla á óvæginn hátt um þjóð- félagsástand i Suður-Ameriku. Þetta er pólitiskt leikhús af bestu gerð, vandað og listrænt og laust við klisjur og slagorðaflaum. 1 Bólivar er goðsögnin um frelsishetjuna Simon Bólivar tek- inn til endurskoðunar. Bólivar fæddist i Caracas árið 1783, sonur vellauðugs landeiganda, og var alinn upp i frönskum byltingar- anda af fremstu uppeldisfröm- uðum Suður-Ameriku. Hann var ljóngáfaður, snjall herforingi og nefndurFrelsarinn — Libertador. Hann frelsaði stóran hluta Suður- Ameriku undan Spánverjurn, kom á fót rikinu Stór-Kólumbiu sem átti að verða einskonar sam- bandsriki og visir að sameinaðri Suður-Ameriku. En það tókst ekki að halda þessu viðlenda riki sam- an, nokkrir liðsforingjar Bólivars risu upp gegn honum, hann flæmdist i útlegð og dó bitur og vonsvikinn 47 ára að aldri, árið 1830. Rajatabla-hópurinn hefur ekkert á móti Simoni Bólivar, öðru nær. Það sem deilt er á i leikritinu er misnotkun sú á goð- sögninni um Bólivar, sem lengi hefur tiðkast i rikjum álfunnar. örgustu harðstjórar eigna sér hann, taia fjálglega um hann á þjóðhátiðum og reisa honum styttur i hverri borg. Þeir hinir sömu bregðast þó ókvæöa við i Óttinn og eymdin hvert sinn sem einhver raunveru- legur arftaki BóliVars kemst á dagskrá. Fögur orð um frelsið eiga að fela kúgun og ófrelsi. Sagan og nútíminn Sagan af Simoni Bólivar er sett i ramma sem um margt hlýtur að minna á Marat-Sade eftir Peter Weiss. Leikurinn gerist i fanga- búðum, þar sem pólitiskir fangar eru að æfa leikrit um frelsishetj- una fyrir þjóðhátiðardaginn. Fangarnir eru krúnurakaðir og bera ekki nöfn heldur númer, og óttinn sem þeir búa stöðugt við minnir á ótta og öryggisleysi sjúklinganna i Marat-Sade. Einn fanganna er skáld og hefur samið textann sem æfður er. Fanga- verðirnir sjá þó um að strika burt þær setningar sem snerta sann- leikannum Bólivar og frelsishug- myndir hans. Blikkiðjan Asgaröi 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmíöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiöi. Gerum föst verðtilboð SÍMI53468 Eskifj arðarb ær auglýsir lausa stöðu forstöðumanns dag- heimilis Eskifjarðar, frá og með 1. ágúst 1982 — 1. ágúst 1983. Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofuna fyrir 25. júni n.k. Bæjarstjóri Aulýsing um löggildingu á vogum Athygli skal vakin á þvi að óheimilt er að nota vogir við verzlun og önnur við- skipti, án þess að þær hafi hlotið lög- gildingu af Löggiidingarstofunni. Sama gildir um fiskverkunarstöðvar og iðnað, þar sem vogir eru notaðar i þess- um tilgangi. Löggildingarstofa rikisins, 12. júni 1982. ísuðri En Bóllvarer engin stæling á Marat-Sade, fjarri fer þvi. Ramminn sem höfundurinn, Jose Antonio Rial, setur verkinu á fullan rétt á sér og gegnir þvi hlutverki að tengja söguna við nútimann og sýna hvernig frelsis- hugmyndir eru troðnar i svaðið, læstar i fangabúðum, einnig á okkar timum. Bólivar er flókin og marg- slungin sýning, bæði tæknilega og hugmyndalega. Tónlist Juan CarlosNunez er mjög áhrifamikil og sterk og á ekki litinn þátt i að magna upp spennu sem aldrei dettur niður — þaö er reyndar aðdáunarvert einkenni á báðum sýningunum hversu frækilega tekst að halda dampi allan tim- ann. Leikhljóðum er beitt af mik- illi kúnst og veröur úr öllu saman nútimaleg og áhrifasterk sin- fónia. Um leikarana verður ekki annað sagt hér en að þeir stóðu sig mjög vel og sýndu frábæran samleik, auk þess sem likamleg þjálfun þeirra kom að góðum notum. Minnisstæðust eru mér þau Roberto Moll og Pilar Rom- ero i hlutverkum Bólivars og Manuelu Saenz, konunnar sem hann elskaði meira en aðrar konur og gerði að höfuðsmanni i her sinum, og segir sagan að hún hafi ekki verið neinn eftirbátur hraustustu hermanna hans. Eymdin og óttinn Roberto Moll leikur lika eitt stærsta hlutverkið i Forseta lýðveldisins, Cara de Angel (Engilsandlit). Þetta eru gjörólik hlutverk og var skemmtilegt að sjá sama leikarann túlka annars- vegar hetjuna Bólivar og hins- vegar gjörspilltan trúnaðarmann forsetans, sem er „fagur og illur einsog Satan sjálfur”. Forseti lýðveldisins fannst mér jafnvelenn áhrifameiri sýning en Bólivar. Viðfangsefni hennar er manni vissulega hugstæðara, eftir áralöng kynni af skáldsögu Miguel Angel Asturias i þýðingu Hannesar Sigfússonar. Einnig fannst mér leikhópurinn orðinn hagvanur á sviði Þjóðleikhússins á þessari fjóröu og siðustu sýningu, og dáðist óspart að hnit- miöuðum og öruggum hreyf- ingum leikaranna, sem undir handleiðslu Carlos Gimenez virt- ust'aldrei stiga eitt skref án þess að það væri þaulhugsað og æft. Leikritið er sagt vera frjálsleg útfærsla á efni skáldsögunnar, en mér sýndist það fylgja sögunni allvel og vera nokkuð nákvæm túlkuná henni. Umfram allt þótti mér sýningin nálgast furðuvel það andrúmsloft botnlausrar skelfingar sem rikir i skáld- sögunni. En vissulega er munur á þessu tvennu, sögunni og sýning- unni. Betlararnir i Fordyri Herr- ans eru t.d. orðnir að þjónustu fólkiForsetans Mikla.og fer vel á þvi. Þannig fær eymdin ekki eins myndræna og leikræna meðferð á sviðinu, og engin hætta er á að tötrar betlaranna verði óperettu- legir einsog oft vill verða i leik- húsum. Eymdin og óttinn eru þó ræki- lega gefin til kynna, enginn er öruggur i landi þar sem harð- stjóri með ofsóknarbrjálæði situr aleinn að völdum. Slikt ástand kallar lika á spillingu af öllu tagi. Forseti lýðveldisins fjallar um ástand sem þvi miður er enn dag- legur veruleiki miljóna manna i Rómönsku Ameriku. Opinská gagnrýni Venezuela er eitt fárra landa i Rómönsku Ameriku þar sem ein- hverskonar lýðræði rikir nú um stundir, þött þjóðin hafi fengið sinn skerf af einræðisstjórnum gegnum tiðina, og þetta tiltölu- lega meinlausa stjórnarfar virð- ist gera það að verkum að leikhús einsog Rajatabla fær að þrifast óáreitt. Gagnrýnin sem fram kemur i þessum tveimur sýning- um er merkilega opinská, ekki falin bakvið torræð tákn og myrkar meiningar einsog verða vill i þeim löndum þar sem tján- ingarfrelsið er af skornum skammti. Ef til vill hafa yfirvöld i Venezuela skilið að það getur verið gott til afspurnar að leyfa mörgum blómum að blómstra, og jafnframt að ekki þurfi að hafa svo miklar áhyggjur af áhrifum þessa leikhúss á þá sem allt eiga að vinna og engu að tapa. Varla streyma þeir á sýningar Raja- tabla fátæklingarnir úr pappa- kassakofunum i hliðunum um- hverfis Caracas, og þótt þeir' kæmust á sýningu er ekki við þvi að búast að þeir hafi forsendur til að meðtaka þann róttæka boð- skap sem þar er fram reiddur. Stéttaskipting og menningarlegt misrétti sjá fyrir þvi. Nei, ætli það sé ekki menntuð millistétt sem sækir leiksýningar i Caracas einsog viðast annars- staðar. Hilt er vist, að Rajatabla á allsstaðar erindi, lika hér á norðurhjara, og hali þeir Lista- hátiðarmenn þökk íyrir að veita hingað þessum heita straumi úr suðri. lngibjörg Ilaraldsdóttir ÍSSKAPA- OG FRYSTIKISTU VIÐGERÐIR Breytum gömlum ísskápum i frystiskápa. Góð þjónusta. oatvaFh REYKJAViKURVEGI 25 Hafnarfirði sími 50473 'V Hitaveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða járniðnaðarmann van- an pipusuðu. Vinnan felst i almennu við- haldi dreifikerfis. Krafist er hæfnisvott- orðs i pipusuðu, rafsuðu og logsuðu frá Rannsóknastofu iðnaðarins. Upplýsingar um starfið veitir örn Jensson að bækistöð Hitaveitu Reykjavikur aö Grensásvegi 1. Atvinnurekendur Hjá atvinnumiðlun námsmanna eru skrá- settir nemendur úr öllum framhaldsskól- um landsins. Fjölhæfir starfskraftar á öllum aldri. Atvinnumiðlun námsmanna Stúdenta- heimilinu v/Hringbraut simi 15959. Opið frákl.9—17. Laus staða Við Menntaskólann að Laugarvatni er laus til umsóknar kennarastaða i efnafræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 15. júli n.k. — Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ 15. júni 1982

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.