Þjóðviljinn - 19.06.1982, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 19.06.1982, Blaðsíða 24
24 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.-20. júnl 1982 Hússtjórnarskólar I. —Eins vetrar nám og hálfs vetrar nám. Hússtjórnarskólarnir á Laugarvatni og á Varmalandi gefa kost á: a) Námi i almennum hússtjórnargreinum. Námið er við- urkennt sem hluti af matartæknanámi og er einnig undirbúningsnám fyrir kennaranám i hússtjórn og handmenntum. b) Sú nýjung verður tekin upp að veita nemendum hag- nýtan undirbúning, þ.e. i meðferð lins, ræstingu á her- bergjum, framreiðslu i sal og gestamóttöku. Námið er skipulagt i samráði við Samband veitinga- og gistihúsa. c) Nemendur geta einnig valið 1/2 vetrar nám i hússtjórn- ar- og/eða handmenntagreinum. II. — Fimm mánaða nám og námskeið. Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað gefur kost á: a) Fimm mánaða námi i almenntum hússtjórnargrein- um. Námið er viðurkennt sem hluti af matartækna- námi og undirbúningsnám fyrir kennaranám i hús- stjórnar- og handmenntagreinum. Námstimi jan.-mal 1983. Hússtjórnarskólinn Ósk á ísafirði gefur kost á: a) Námskeiðum i matreiðslu, handavinnu og vefnaði i sept.-des. 1982. b) Fimm mánaða námi i almennum hússtjórnargreinum. Námið er viðurkennt sem hluti af matartæknanámi og undirbúningsnám fyrir kennaranám i hússtjórnar- og handmenntagreinum. c) Námi i hótelstörfum sbr. námsframboð á Laugarvatni og á Varmalandi. Námstimi jan.-mai 1983. Hússtjórnarskólinn i Reykjavík gefur kost á: a) Námskeiðum, mismunandi löngum i matreiðslu, handavinnu og vefnaði, fyrir og eftir áramót. b) Fimm mánaða námi i almennum hússtjórnargreinum. Námið er viðurkennt sem hluti af matartæknanámi og undirbúningsnám fyrir kennaranám i hússtjórnar- og handmenntagreinum. Námstimi jan.-mai 1983. III. — Matartæknanám og fimm mánaða nám og námskeið i hússtjórnar- og hand- menntagreinum. Hússtjórnarskólinn á Laugum gefur kost á: a) Matartæknanámi i samvinnu við Héraðsskólann á Laugum. b) Námskeiðum fyrir áramót, i matreiðslu, handavinnu og vefnaði. c) Fimm mánaða námi i almennum hússtjórnargreinum. Námið er viðurkennt sem hluti af matartæknanámi og undirbúningsnám fyrir kennaranám i hússtjórnar- og handmenntagreinum. Námstimi jan.-mai 1983. IV. — Matartæknanám og námskeið. Hússtjórnarskólinn á Akureyri gefur kost á: a) Matartæknanámi i samvinnu við aðra framhaldsskóla á Akureyri. b) Námskeiðum fyrir og eftir áramót i matreiðslu, handa- vinnuog vefnaði. Námskeiðin eru viðurkennd sem und- irbúningsnám fyrir kennaranám i hússtjórnar- og handmenntagreinum. c) Matsveinanámskeiðum fyrir fiski- og flutningaskip. Umsóknir skal senda beint til viðkomandi skóla fyrir 15. júli næstkomandi. Menntamálaráðuneytið. 18. júni 1982. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið i Hafnarfirði Jónsmessuvaka Að gömlum og góðum sið ætlar Alþýðubandalagsfólk i Hafnarfirði að vaka framúr og skemmta sér viðsöng og gleði á Jónsmessunótt. Undirbúningsnefnd hefur fjallað um málið siðustu vikur og ákveðið að vakað verði við Urriðakotsvatn rétt fyrir norðan Setberg.Þar er öll aðstaða hin ákjósanlegasta, fallegar lautir i fallegu umhverfi. Safnast verður saman á planinu við Sólvang, norðanmegin, kl. 21.30 miðvikudagskvöldið 23. júni. Þaðan verður gengið upp að Urriðakotsvatni, ca. 20 min ganga. Við vatnið verður tendraöur varðeldur og útbúið grill, söngur og önnur skemmtan fram eftir nóttu. Þátttakendum er bent á að taka með sér viðbit á grillið og drykk, og ekki er verra að taka mér sér teppi. Menn eru beðnir að tilkynna helst þátttöku til einhvers eftirtalinna: Páll Árnason: 54065 Margrét Friðbergsdóttir: 53172, Lúðvik Geirsson: 50004 Ofangreind gefa einnig frekari upplýsingar um tilhögun Jónsmessu- vökunnar. Munið viðbit, drykk og teppi. Annað sér nefndin um. Allir Alþýðu- bandalagsmenn i Hafnarfirði og aðrir stuðningsmenn meira en vel- komnir. Munið að við ætlum að hittast við Sólvang kl. 21.30 á miðviku- daginn. Nefndin skák Þegar sænski stórmeistarinn Ulf Anderson var að taka sin fyrstu spor i keppni við bestu skákmenn heims vakti það eigi litla athygli hversu sókndjarfur Sviinn ungi var. Islendingar muna eftir frægri skák sem hann vann af hinum látna sovéska stór- meistara Leonid Stein. Þar var hverjum manninum fórnað á fætur öðrum og sigur vannst. Siðar þegar piltur var kominn til vegs og virðingar tók skákstill hans gifuriegum stakkaskiptum. I staö fjörugra baráttuskáka tók við, að þvi er flestum fannst, þrautleiðinlegur skotgrafa- hernaður. Ulf virtist hafa unun af þvi að stilla mönnum sinum þannig, að enginn þeirra hætti sér út fyrir 3-reitarröö og síðan gat Ulf Anderson og Karpov. Þeir sigruðu á mótinu i London Að gera sér mat úr litlu Helgi Ólafsson skrifar hann beðið timunum saman eftir þvi að andstæöingum yröu á mis- tök. Slikt gerðist e.t.v. ekki i fyrstu setu, jafnvel ekki i annarri, en oft komu þau þó. Kannski ekki fyrr en i kringum 100. leikinn. Fyrir vikið hefur Anderson hvar- vetna orðið þaulsetnastur skák- manna. Hann hefur að visu að miklu ieyti horfið frá skotgrafa- hernaðinum innan 3-reitaraöar, en i staðinn er þaö orðin hans árátta að leitast eftir drottningar- uppskiptum við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Endatöfin er hans ær og kýr. A skákmótinu sem haldið var i London fyrir nokkru siðan vann Anderson margar skákir i þeim stil. Sigur hans yfir einhverjum mesta sérfræöingi Sikileyjar- varnarinnar, Efim Geller, vakti þar alveg sérstaka athygli. Hvitt: Efim Geller (Sovétrfkin) Svart: Ulf Anderson (Sviþjóð) Sikileyjarvörn 1. e4-c5 6- Be2-Be7 2. Rf3-d6 7. 0-0-0-0 3. d4-cxd4 8. f4-Rc6 4. Rxd4-Rf6 9. Be3-e5 5. Rc3-e6 10. Rb3-exf4 (Fræðibækurnar minnast ein- ungis á 10. -a5. Anderson á hinn bóginn hefur aðrar áætlanir á prjónunum. Hann vill einangra e4 — peð hvits.) 11. Hxf4-Re8! (Hugmynd Portisch úr Najdorf — afbrigðinu I Sikileyjarvörn. Svartur hyggst koma kóngsbisk- up sínum á framfæri. Eins og þessi skák ber með sér á svartur ekki i miklum vandræðum með að jafna taflið.) 12. Dd2-Bf6 13. Hf2-Be5 14. Bg5-Rf6 15. Hafl? (Furðuleg yfirsjón hjá jafn reyndum skákmanni og Geller. Hann gat leikið 15. De3 og 15. Bd3. Nú þvingar Anderson fram, NB, betra endatafl.) 15. ..-Bxc3! 16. Dxc3-Rxe4 17. Bxd8-Rxc3 18. bxc3-Rxd8 19. Hdl (Hvítur nær peðinu aftur en veik- leikarnir I peðastöðunni sitja eftir. Anderson teflir endatafiið óaðfinnanlega. I raun og veru skýra leikirnir sig sjálfir.) 19. ..-Be6 20. Hxd6-Hc8 21. Hd3-He8 22. He3-Kf8 23. Bb5-He7 24. Hd2-Hec7 25. Be2-a6 26. Bf3-Ke7 27. Hdd3-g6 28. Rd4-Kf6 29. Rxe6-Rxe6 30. Bg4-Ke7 31. Bxe6-fxe6 32. Hh3-h5 33. Hhg3-Hg8 34. Kf2-Hc5 35. Ke2-Ha5 36. Kd2-Hxa2 37. Hd4-Ha5 38. c4-Hc5 39. Hb3-Hb8 40. Hg3-g5 41. Hgd3-Kf6 42. h3-Hbc8 43. Hf3-Ke7 44. Hb3-b5 45. cxb5-Hxc2+ 47. He4 46. Kd3-Hxg2 Og 47. ..-Hd8+ 48. Kc4-Hc2+ 49. Kb4-Hb8 — Hvitur gafst upp. MYNDAVEL Til sölu er lítiö notuö Practica myndavél með linsum 50 og 28. Verö kr. 3.000, sem telst gjaf- verð. Uppl. í síma 72465. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Kjördæmisráðstefna á Austurlandi 19.-20. júni Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi heldur Vorráðstefnu á Hallormsstað (Hússtjórnarskólanum) um helgina 19,—20. júni Rædd verða m.a., sveitarstjórnarmál, samgöngumál og önnur hags- munamál kjördæmisins. Alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson verða á ráð- stefnunni. Fulltrúar i kjördæmisráði, nýkjörnir sveitastjórnarmenn og forystu- menn Alþýðubandalagsfélaganna eru hvattir til að sækja ráðstefnuna. Kjördæmisráð Ungir sósialistar — Þórsmerkurferð Æskulýðs- nefndar Alþýðubandalagsins ÆnAb stendur fyrir skemmtiferð I Þórsmörk helgina 25.-27. júni nk. Allt stuöningsfólk Alþýðubandalagsins er hvatt til að taka þátt I ferð- inni og láta skrásetja sig hjá ÆnAb á Grettisgötu 3 — Simar: 17504 og 17500 Fyrirhugað er aö halda til I Húsadal I tvo sólarhringa við söng, glens og gaman og farið i góða göngutúra undir leiðsögn fróðra manna. —Ferðahópur Æskulýðsnefndar. Suðumesjamenn athugið Alþýðubandalagið mun efna til fjöl- skylduferðar um Hvalfjörð laugardag- inn 26. júnl. Boöið verður upp á styttri sem lengri gönguferð- ir. Gengið verður upp að Glym og farin verð- ur Sfldarmannagata fyrir þá sem vilja lengri gönguferð. Glymur Fjörðurinn verður skoöaður beggja handa undir öruggri leiösögn Jóns Böðvarssonar, skólameistara. Sameiginleg grillveisla verður ef veður leyfir um miðjan dag i Brynjudal, þar sem tóm gefst til leikja og almennrar útiveru. Lagt verður upp frá bið- stöðvum S.B.K. kl. 8.00. Nánari upplýsingar og skráning eru I sima 92-1948 (Sólveig) sima 92-3096 (Bjargey) og 92-3191 (Alma). Pantið timanlega, það auöveldar allan undirbúning. Alþýöubandalagsfélag Keflavfkur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.