Þjóðviljinn - 19.06.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.06.1982, Blaðsíða 11
" Helgin 19.-20. júni 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 EYÐIBÝLIÐ Ég er staddur i afskekktum eyöifiröi. Siösumarskvöld. Mildur sunnanandvari, aöeins litlar gár- ur á firöinum. Nokkrir selir stinga endrum og eins upp koll- inum. Annars algjör kyrrö. Kjarri vaxin hliö. Hér er dásam- lega friösælt. Þaö er eitthvaö sem töfrar og lokkar. Þaö varö aö samkomulagi aö fara ekki lengra þann daginn. Viö tjölduöum og bjuggum okkur undir aö gista þarna. Seinna um kvöldiö geng- um viö inn aö dalbotninum. Þar rákumst viö á gamlar rUstir. Gamalt eyöibýli. Greinilega sást fyrir húsaskipan og græni iblett- urinn umhverfis sýndi greinilega mörk túnbleöilsins. Meira aö segja sást enn glögglega hvar gamla brunnhúsiö haföi staöiö.. Ég verö alltaf gripinn einkenni- legri kennd er ég geng um rústir eyöibýla. Þaö eru svo margar spurningar sem leita á hugann. Hverjir háöu hér sina lifsbaráttu? Hvernig voru lifskjör fólksins og lifsskilyröi? Allir kannast viö stöku Matthiasar: Hver einn bær á sina sögu, sigurljóöog raunabögu. Timinn langa dregur drögu dauða og lifs er enginn veit. Mér komu i hug þessar ljóölinur Ölinu Jónasdóttur: Gakktu hljótt um garöa hjá gömlum tóftarbrot- um, einnig kom fram i huga minn ljóö Guömundar Böövarssonar: Hér bjó afi og amma eins og pabbi og mamma. Eina ævi og skamma eignast hver um sig. En þú átt aö muna alla tilveruna aö þetta land á þig. Túniö á þessu eyöibýli hefur ekki veriö stórt og auövitaö allt kargaþýft. Mjög erfitt hefur veriö aö komast til næstu bæja. Fyrir ofan bæinn markaöi fyrir götu- troöningum sem lágu yfir nokkuö bratta beiöi. Þaö var sú leiö sem farin var milli sýslna og vist all- fjölmenn á þeim árum. En nú á þar enginn leiö um framar, nema e.t.v. leitarmenn á haustin. Já, þaö eru margar spurningar sem vakna viö rústir eyöibýla. Viö áttum þarna góöa nótt. Um kvöldiö tlndum viö mikiö af berj- um. Hliöin öll kjarri vaxin. Liklega heföi greinarkorn þetta ekki oröiö lengra, ef svo heföi ekki viljaö til aö ég löngu siöar rakst á siöasta ábúandann á þessu býli, gamla konu. Þá rifjaö- ist upp I huga minum vera min á þessum staö, þessa friösælu kvöldstund. Kona þessi var komin hátt á áttræöisaldur, er ég kynntist henni, fædd um 1860. Þetta var ákaflega sérstæö kona. Há og grönn og létt i öllum hreyfingum. Enni hvelft og mikiö, stálgrá ieiftrandi augu. Svipurinn lýsti mikilli einbeitni. Ekki þurfti aö fara i grafgötur meö aö hún heföi veriö hörkudugleg og ekki veigr- aö sér viö aö mæta smáerfiö- leikum. Enda kom sér þaö betur, þvi ýmislegt haföi hún oröiö aö þola mótdrægt. Ég baö hana aö segja mér ágrip af ævi sinni, einkum llfinu á þessu eyöibýli. ,,Æi, ég hef ekki frá neinu aö segja”, sagöi hún dauf- lega, „lif mitt var ekki aö neinu leyti frábrugöiö lifi alþýöufólks á þeim timum . Jú, ég get svo sem sagt þér frá þvi hvernig þetta var, en ég kæri mig ekki um aö nafns mins sé aö neinu getiö”. Ég lofaöi henni þvi. ,,Jú, ég er nú oröin nokkuö gömul og man tvenna tímana. Ætli þeir séu margir uppistandandi sem séö hafa Bólu-Hjálmar? ” — „Sástu hann?” spuröi ég, „hvaö varstu gömul þá?” — „Mig minnir aö ég hafi veriö átján ára. Hann var oröinn hrumur og fjörgamall. Eiginlega á ég ekki gott meö aö lýsa honum. En þaö sem ég man gleggst eftir voru hans hvössu, stingandi augu. Mér fannst eitt- hvaö haröneskjulegt og kuldalegt viö þennan gamla mann. Eitt- hvaö sem minnti á kuldanepju haustsins. Hitt duldist ekki aö hann skar sig úr öllum fjöldanum. Hann var sérkennilegur. Já, ég man tvenna timana. Ég man sára fátækt á uppvaxtar- árum minum. Vorsulturinn gleymist ekki. Ég var oft svöng á minum æskuárum. Um basl mitt á heiöarbýlinu er ekki margt aö segja. Þaö er svo litiö frábrugöiö þvi sem öll alþýöa varö aö búa viö á þeim timum. En allt þaö basl þykir nú næsta þjóösagnakennt. Viö hjónin byrjuöum vitanlega algjörlega efnaiaus. Viö áttum eitthvaö á milli 10—20 kindur og einhvern veginn tókst okkur aö kaupa eina kú. Þetta var nú allur bústofninn. Þetta var nú ekki nein vildisjörö, nei, þetta var rýröar- kot. útheysslægjur litlar og reyt- ingssamar sem sækja varö fram um allan dal. Taöan dugöi rétt fyrir þessa einu kú, a.m.k. fyrst i staö. Þetta var eilift basl frá morgni til kvölds. Bústofninn varö aldrei stór, um 50 kindur og tvær kýr og einn hestur þegar flest var. Bóndi minn var ekki heima nema hluta úr árinu. Hann var ailtaf i verstöö langt I burtu til aö afla tekna fyrir heimiliö sem varö fjölmennt. Viö eignuöumst niu börn sem öli kom- ust til fulloröinsára. Auk allra starfa I bænum varö ég oft aö hiröa um skepnurnar, hvernig sem ég var á mig komin. Þaö var ekki svo lítiö verk, þvi húsakynni voru ömurleg. Engin hlaöa. Húsin hripiáku, ef einhver dropi kom úr lofti. En um þetta var ekki talaö. Þetta var hlutskipti fjölmargra alþýöukvenna. Þá var þaö ekki svo litiö verk aö vinna úr ullinni. En fjölskyldan gekk aö mestu i heimaunnum fötum . Ég varö aldrei svo rik aö ég eignaöist saumavél. Einangrunin yfir veturinn var ákaflega þreytandi. Yfir vont vatnsfall varö aö fara, ef maöur ætlaöi til næsta bæjar. Þaö er best aö ég segi þér frá einu atviki, einni lifsreynslu minni á þessu gamla eyöibýli. I þaö skipti hefur kannske reynt einna mest á þrek mitt. Þetta skeöi seinnipart vors. Maöurinn minn var ekki heima, hann var i verstöö langt I burtu. Ég var ein meö börnin. Elst þeirra var stúlka, tólf ára gömul. Þetta var nú ekkert sérstakt, þvi var ég vön. Það sem jók áhyggjur minar var aö ég var ófrisk, komin langt á leiö og óvist hvort takast mundi aö ná I yfirsetukonu eöa einhverja aðstoö i tæka tiö. Ég vonaöi aö maöurinn mundi vera kominn heim áöur en aö þvl kæmi aö ég fæddi. En þvi miöur var þaö nú ekki. Svo var þaö einn daginn aö ég veikist. Hvaö var nú til ráöa? Aöeins smábörn heima, elsta barniö tólf ára eins og áöur segir — Nú er um aö gera aö vera róleg og taka öllu meö stillingu — hugs- aöi ég. Ég baö telpuna aö fara til næsta bæjar aö sækja hjálp. Ég var þó hálfhrædd viö aö senda hana vegna þess aö yfir stórgrýtt og nokkuö mikið vatnsfall var að fara. Eftir {Ágúst Vigfússon Ég fann aö hverju dró og undir- bjó mig fyrir þaö sem koma skyidi. Skipti um á rúminu minu, haföi volgt vatn I skál, fór svo upp i rúmiö. Blessuð börnin min stóöu allt i kringum rúmiö meö spurn i augum og kviöa og hræöslusvip. Brátt jukust þrautirnar. Ég ætla ekki aö lýsa skelfingu barnanna, er þau heyröu i mér hljóöin. En hér var ekkert aö gera nema taka þvi sem aö höndum bæri. Innan skamms fæddist litil telpa. Já, ég skildi sjálf á milli, sársaukanum ætla ég ekki aö lýsa. Ég heföi ekki viljaö lifa þá stund upp aftur. En allt fór þetta vel. Dóttir min og kona af næsta bæ komu skömmu eftir aö litla stúlkan fæddist. Konan var hjá mér I vikutima og hjálpaöi til viö innanhússtörfin. Um borgun var ekki talað. Þaö þótti ekki tiltökumál i þá daga aö vinna nokkra daga fyrir engin laun. Samhjálpin á milli heimil- anna gat oft veriö mikil. Þetta skapaöist af nauösyn, annars heföi veriö ólift i okkar strjálbýla og haröa landi, a.m.k. áöur en samfélagið fór aö skipta sér nokkuö af einstaklingunum og áöur en fólkiö stofnaöi nokkurn félagsskap og skynjaöi sinn eig- inn samtakamátt. Þaö var furöa hvaö viö bösl- uðumst áfram á heiöarbýlinu meö okkar stór barnahóp. Auö- vitaö var vinnan ofboösleg og ýtrustu nýtni gætt. Mjög oft var maöurinn minn fjarverandi og varö ég þá ein aö sjá um bú og börn. Af þessu leiddi að ég varö aö kunna til verka, bæöi þaö sem konum og körlum var ætlað. Aö sjálfsögöu varö ég aö kunna glögg skil á aö koma ull i fat og mjólk I mat. Ég baslaöist viö að sauma allan fatnaö en ég varö einnig aö kunna aö hiröa skepnurnar, leysa hey i tóftum, gera mér grein fyrir hvaö mátti draga af kindunum ef þær voru látnar út. Börnin voru alltaf meö mér og læröu flest störf strax og þau höföu þroska til. Auövitaö kenndi ég þeim aö lesa og draga til starfs, um skóla var ekki aö ræöa. Ég man ekki eftir aö okkur skorti mat eöa brýnustu lifsnauð- synjar á meöan viö höföum bæöi heilsu. En svo dundi hörmungin yfir. Maöurinn minn veiktist. Leitaö var læknis um langan veg. En hann gat enga hjálp veitt. Siðasta sumariö sem maöurinn minn liföi varö mér þaö erfiöasta á llfsleiöinni. Auöséö var aö hverju dró. — Maðurinn var heima, sárþjáöur og gat ekkert unniö. Þetta var um sumartima. Ég var aö reyna fyrir skepnunum meö aöstoö barnanna. Ég man aö maöurinn minn dróst út á túniö aö reyna aö brýna ljáina fyrir litlu drengina okkar sem voru aö reyna aö slá ofurlitiö. Þetta var skelfilegt sumar. Ég treysti mér varla aö hugsa þá hugsun til enda hvaö viö mundi taka. Þaö hlaut aö veröa erfiöur vetur framundan. Manninum minum smáþyngdi. Hann dó rétt fyrir göngurnar. Einhvern veginn þraukuöum viö af yfir veturinn. En hvaö tæki þá viö? Ég var látin vita aö ég fengi ekki ábúöarrétt á kotinu áfram. Þetta réöist þannig aö nákomin skyldmenni tóku tvo yngstu drengina. Ég fór i vinnumennsku og haföi tvær telpur meö mér. Hin elstu fóru i vinnumennsku, eins glæsileg og sú staöa var. I sumum tilfellum held ég aö litill munur hafi veriö á henni og þrælahaldi. Ekki vil ég segja aö sultur hafi verið á þvi heimili sem ég var á. En ósköp fannst mér sárt aö hafa ekki ráö aö rétta börnunum minum matarbita. Mér leiddist, var ónóg sjálfri mér. Ég fann einnig aö sú telpan min sem ekki var hjá mér var ósköp vansæl i nýju vistinni. Hún kom stundum til min aö tjá mér raunir sinar. Þá fann ég sárt til fátæktarinnar. Ég fann aö svona gat þaö ekki gengiö til lengdar. Ég þoldi þaö ekki and- lega. En hvaö var þá til ráöa fyrir ekkju meö mörg börn sem engan átti aö. Ég hugsaöi mikiö um þessi mál og eiginlega vék þaö ekki úr huga minum einn einasta dag. En ég eygöi fá úrræöi. Mér datt i hug aö flytjast I eitthvert nærliggjandi þorp og hafa börnin meö mér, um þau snerist öll min hugsun. En hér var stór þrösk- uldur á veginum. Fjölskylda eins og min var ekki beinlinis eftirsótt. Hreppsnefndir þeirra tima höföu glöggt eftirlit með aö þær fjöl- I skyldur sem búast mátti viö að 1 þyrftu aöstoöar viö flyttust ekki inn i hreppinn. Ég frétti aö þaö vantaöi fang- ' gæslu i náiægt þorp. Ég ákvaö aö ! láta slag standa, sótti um þetta starf og fékk þaö. Ég reif mig upp, ekki var frá miklu aö hverfa. Ég fékk aö hafa telpurnar minar meö mér. Ibúöin sem beiö min var ekki glæsileg. Beitt niöri. Ég fékk Ibúö uppi. Þar var slegiö upp fyrir rúmstæöum, einn boröræfill, litil kamina til aö elda á og til upphitunar, þá var allt upptaliö. Eldsneytiö var mest mór. Kaupiö var lltiö, ég fékk fisk- meti fritt eftir þörfum. Ég reyndi að veröa mér úti um alla þá vinnu sem hægt var aö fá, t.d. fisk- þurrkun á reitum og stundum tók é að mér þvotta hjá betur stæöu fólki. Og einhvern veginn basl- aðist þetta áfram. Viö liöum ekl^i sult, mér fannst aö þrátt fyrir ofboöslegt erfiöi aö mér liði miklu betur. Ég haföi telpurnar minar hjá mér og gat hlynnt aö þeim og vikiö aö þeim bita, án þess aö spyrja aöra um leyfi. Ég vann hjá aðalatvinnurekahda þorpsins. Hann átti útgeröina og búöarræf- illinn sem ég var i. Hann réöi eiginlega öllu i þorpinu. Þaö var þá helst aö hreppstjórinn réöi ein- hverju lika. Þaö var eldri maöur, haröneskjulegur karl. Hann liföi áreiöanlega I gamla timanum hvaö skoöanir snerti, mér leist ekki sem best á hann. Atvinnurekandinn var ákaflega vinsamlegur I allri viðkynningu. Ég haföi nokkra ástæðu til aö vona þaö besta. Svo var þaö einn daginn aö atvinnurekandinn vikur sér aö mér og segir: „Hreppstjórinn var aö tala viö mig nýlega og skipa mér aö láta þig fara sem allra fyrst. Sveitar- þyngslin væru nógu mikil þó þú og þin fjölskylda bættust ekki viö”. Ég hugsaöi: Já, svona hlaut þaö aö fara. Ég mátti sannarlega búast viö þessu. Nú hugsaöi ég meö skelfingu til framtiöarinnar. Hvaö skyldi nú taka viö? Atvinnurekandinn horföi á mig alvarlegur á svip, liklega hefur hann séö kviöa I svip mlnum. Eftir litla þögn sagöi hann: „Þú skalt ekki taka þetta svona alvar- lega, góöa min. Ég sagöi hrepp- stjóranum, kunningja minum, aö ég heföi ekki hugsaö mér aö spyrja hann eöa neinn annan hvaöa fólk ég réöi i vinnu. Honum kæmi þaö hreint ekkert viö. Þaö væri nógur timi hjá honum aö tala um þetta þegar þú færir aö biöja hann um aðstoð. Þú mátt vera kyrr og skalt engu kviöa. Þetta fer allt saman vel hjá þér ef Guö gefur þér heilsuna.” Þrátt fyrir margháttaöa öröug- leika fannst mér ég eygja nýja von og mikið var ég þakklát at- vinnurekandanum fyrir drengi- lega framkomu. Hann reyndist mér ætiö vel og honum á ég meira aö þakka en flestum öörum. Og allt fór þetta vel, mér tókst aö vinna fyrir börnunum minum og koma þeim til manns. Oft heyrir maöur talaö um - skilningslausa atvinnurekendur sem teldu aö fólkið ætti i raun og veru engan rétt. En þeir voru misjafnir eins og aörir. Atvinnu- rekandinn minn var vissulega ráðrikur, en hann var dreng- lundaöur og hjálpfús. Hann reyndi aö skilja aöra og ekki sist þá sem áttu við þröng kjör aö búa. Hann haföi sjálfur alist upp i fá- tækt. Ég mun ætiö veröa honum þakklát og blessa minningu hans”. Þannig sagöist gömlu konunni frá. Aö endingu sagöi hún. „Ég kveö án beiskju. Ég er ekki lof- tunga þess liöna, þaö var margt sem mátti og átti aö fara. Ég fagna þvi aö sjá aö fóikiö hefur vaknaö til meövitundar um sinn rétt og aö unga kynslóöin hefur það frjálsara og betra en viö höföum það”. Aö siöustu brosti gamla jtonan og sagöi: „Já, mér veröur oft hugsaö til gamla heiöarbýlisins, þar á ég bæöi bros og tár.” Kennarar Kennara vantar við grunnskóla Eyrar- sveitar, Grundarfirði: Kennsla yngri barna, mynd- og handmennt og raun- greinar. Frekari upplýsingar gefa skólastjóri, Jón Egill Egilsson, simi 91-18770 og Hauður Kristinsdóttir, simi 93-8843.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.