Þjóðviljinn - 19.06.1982, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.-20. júnl 1082
DJÚÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Ei&ur Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Olafsson.
Fréttastjóri: Þórunn Siguröardtíttir.
Umsjónarma&ur sunnudagsbla&s: Gu&jón Fri&riksson'.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson.
Bla&amenn: Au&ur Styrkársdóttir, Helgi Olafsson, Magniis H.
Glslason, ólafur Gislason, Óskar Gu&mundsson, Sigurdór Sig-
urdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlööversson.
tþróttafréttaritari: Viöir Sigurösson
Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson.
Auglýsingar:Hildur Ragnars, Sigriöur H . Sigurbjörnsdóttir.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson.
Afgreiösla: Bára Sigur&ardóttir, Kristin Pétursdóttir.
Simavarsia: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir.
Húsmó&ir: Bergljót Guöjónsdóttir.
Bnstjóri: Sigrún Báröardóttir
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds-
son.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Si&umúla 6, Reykjavik,
slmi: 8 13 33
Prentun: Blaöaprent hf.
p itst jor nar grci n
Kjaramál
• Þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvernig
samningalotu um kjaramál verkalýðsfélaga lýkur.
En hitt er víst, að heldur hef ur umræðan um þau mál
verið daufleg og er kannski ekki nema von: afla-
brestur og versnandi viðskiptakjör gera óumflýjan-
lega stórt strik í reikning þeirra manna sem helst
vildu gera átak sem um munaði til hagsbóta launa-
fólki — og þá helst því fólki sem rýrust hefur kjörin.
• En hvað sem slíkum ytri aðstæðum líður, þá
sýnist mönnum það óþarft að láta þær verða til þess,
að atvinnurekendur og Morgunblaðið þeirra fái að
vera í f riði með þá kenningu sína, að verkföll séu yf ir-
höfuð úrelt baráttutæki í nútíma þjóðfélagi! Þau hafi
kannski átt rétt á sér hér áður f yrr, en geti ekki skilað
árangri lengur. Ef menn taka undir slík viðhorf, beint
og óbeint, þá er eins og látið sé að því liggja að þegar
sé búið að finna óhnikanlegar fræðilegar forsendur
fyrir launakjörum og tekjuskiptingu í landinu. Hags-
munaárekstrum og stéttaátökum er þar með eins og
vísað undir stól reiknimeistara — og þá má spyrja:
hvert væri þá orðið hlutverk verkalýðssamtaka annað
en að vera þjónustustofnanir á mjög afmörkuðu
sviði?
• Enn lakara er svo það, að atvinnurekendavaldið
fær að vera í furðugóðum friði með þá kenningu að
kjarabaráttan sé í raun og veru háð milli launafólks
innbyrðis. Þessu var haldið á lofti í sjónvarpsþætti
fyrr í vikunni — og það varð fátt um svör hjá viðmæl-
endum f ulltrúa VSÍ. Það er að sönnu rétt eins og allir
vita, að það er ágreiningur um ýmsa hluti í verkalýðs-
hreyf ingunni og að samanburðarfræði verða þar ein-
att verulegur friðarspillir. En þetta þýðir ekki að það
sé minnsta ástæða til að leyfa atvinnurekendavaldinu
að láta sem kjarabarátta komi því ekki við, setja upp
yfirburðarbros þess sem ætlar að vera stikkfrí.
• Það er engin ástæða til að gleyma því, að off jár-
festingin, sem margir nefna sem veigamikinn kjara-
rýrnunarþátt, hún hlýtur að skrif ast að m jög verulegu
leyti á reikning einmitt atvinnurekenda: er það ekki í
þágu þeirra, „einkaframtaks” að skip eru keypt og
verksmiðjur og verkstæði og svo verslunarhallir?
Margt í umgengni verslunarvaldsins við verðbólg-
* una — t.d. lævíslegar hækkanir í kjölfar myntbreyt-
ingar — þetta heyrir einnig undir kjarabaráttusviðið.
Þegar kvartaðer yf ir efnahagslegu árferði og sagt að
allir eigi að taka á sig byrðar — þá er ekki nema rétt
og sjálf sagt að spyrja um þá menn sem af ærnu hug-
viti koma miklu af einkaneyslu sinni yfir á fyrirtæki
sin. Og þegar menn spyrja eftir því hvernig gangi að
innheimta söluskatt og önnur gjöld í sameiginlegan
sjóð — þá er líka verið að spyrja um kjör alþýðu,
launafólks i þessu landi, og hvað hef ur áhrif á þau.
• Hver sem niðurstaðan verður í kjarabaráttu
þessara vikna þá mega menn ekki láta atvinnurek-
endavaldið komast upp með þaðspil sem nú var nefnt.
Miklu nær að svara því með því að launafólk stokki
upp sín spil. Til að skýra stöðu sína og draga f ram það
sem brýnast er. Til dæmis hvernig menn ætla að leysa
þann húsnæðisvanda, sem senn fer að skapa mönnum
kjör umfram flest annað. Hvernig hægt verður að
taka við tæknibyltingu örtölvunnar með þeim jákvæða
hætti, að menn haf i í vaxandi mæli lífeyri af eðlilegri
dagvinnu. Skoða sem best hvernig verðbætur á laun
geta virkað til aukins jaf naðar. Og svo það, hvort ekki
sé til heilla að höggva á ýmsa f lókna samningahnúta
meðal annars með því að stórfækka launaflokkum í
landinu.
• Og f yrst og síðast: muna að atvinnurekendur eru
öngvir sakleysingjar, sem eigi skilið tillitssemi um-
fram aðra menn.
—áb
Þegar ég var í menntaskóla
norður á Akureyri fyrir áratug
eða svo, var það leikur meðai
okkar kunningjanna að læra að
þekkja Framsóknarmenn af
færi. Það var i þann tið að
Framsóknarmenn geystust um
héruð og boðuðu fagnaðarerindi
hins nýja framsóknarsósial-
isma. Þetta var skömmu áður
en vinstri stjórnin var mynduð
og framsóknarmenn voru á
móti her og fyrir félagshyggju.
Nokkuð aðlaðandi.
Þessir ágætu framsóknar-
menn þekktust af þvi að þeir
klæddust allir glaðlega köflótt-
um jökkum, ekki dökkbláum
jökkum, ljósblárri skyrtu og
dökku hálsbindi eins og Heim-
dellingar eða peysum og bað-
mullarskyrtum eins og sósial-
istar voru farnir að gera um
heiminn, hvað þá kufli einsog
frjálslyndu andkerfissinnarnir
voru farnir að klæðast. Ekki var
heldur óalgengt að Fram-
sóknarmennirnir væru með
lauslega hnýtta slaufu (sluffu)
um hálsinn.
Svo töluðu þeir illa um
ihaldið. Og viðreisnarstjórnina
sem hafði þá setið svo lengi sem
elstu menn mundu. Sérstaklega
man ég eftir einum sem þótti
svo fádæma gott eintak af þess-
ista, ráöuneytisforkólfa, for-
stjora og fleiri slikra sem eiga
mikiö undir sér (finna mikið til
sin), fullyrðir viö mig, aö allir
þessir fulltrúar þjóðfélags-
gerðarinnar liti á sig sem
slika — þiannig að venjulegur
pungrottuskapur og náttúrleg
karlremba bláni og blikni við
samanburðinn. Þetta veit ég
ekkert um þar sem sérfræði-
þekking min á fyrirbærinu er
ekki fyrir hendi.
kjósenda leiðir nefnilega i Ijós
að kosningasigur Alþýðubanda-
lagsins 1978 hafi orðið m.a.
vegna þess aö fólk vildi aöra
pólitiska fulltrúa, ööruvísi póli-
tik, öðruvisi viðkynningu af
pólitiskum valdsmönnum en
það hafði átt að venjast. Uppá-
koman hjá Sigurjóni i laxinum
varð einmitt táknræn fyrir hiö
gagnstæða, nefnilega að engin
breyting yröi. Þetta var
áfall — einmitt að engin öðru-
visi framkoma, pólitik yrði
uppi. Svona geta fötin verið
mikilvæg samkvæmt rann-
sóknum, á fylgi og næmri til-
finning jakkafataandstæðings,
sem ég kannast við.
Nú kann það vel að vera lesari
góður, að þú teljir mig vera að
fjandskapast úti jakkaföt og
Að þekkja Fram-
sóknarmenn af færi...
ari tegund pólitikusa, að hann
hlaut nafnið Framsóknar-
maðurinn (—ekki bara teg-
undarheiti); Hann lauk ræðum
sinum oftast með þvi að segja
eitthvað á þá leið aö ihaldið réð-
ist alltaf á láglaunafólkið og al-
menning i landinu. „Þaö eru
þeirra ær og kýr — og allir
sauðir”, sagði þessi maöur og
ekkert var betur sagt i anda
Framsóknar fyrir Framsóknar-
áratuginn.
Þetta er eiginlega ótimabær
játning þessi litla endurminning
sem ég er að rifja upp. Þetta var
nefnilega á þeim árum sem
óhætt þótti að hafa skoðanir á
mönnum og málefnum og láta
þær i ljósi. Það þótti sjálfsagt,
rétt og eðlilegt að stimplá
fólk — það var meiraðsegja
gaman. Réttur framsóknar-
manna, Heimdellinga, krata og
annarra tegunda i pólitiskri
flóru til að skýrgreina sig
sjálfar — var enginn. Það er
nú eitthvað annað en nú þegar
ekkert gildir i pólitiskum
brennimerkingum annað en
„rétturinn til að skýrgreina sig
sjálfar”, svo vitnað sé til frægra
orða úr kosningabaráttunni.
Vangaveltur um klæðaburð i
pólitikinni og öfugt hafa verið
algengar meðal manna og(
stundum komist á siður blaða og
timarita. 1 flestum nágranna-
löndum okkar þykir ekkert eöli-
legra en stjórnmálamenn til
vinstri, sem eru á móti þjóð-
félagsgerðinni og vilja nýja, séu
klæddir nokkuð frjálslega eins-
og sagt er. Svo á hinn bóginn
þeir sem verja þjóðfélagskerfið
séu klæddir þann veg — og tala
lika þannig. Færustu klæða-
burðarsérfræðingar sem náðst
hefur i við ritun þessarar
greinar segja mér, að topppóli-
tikusar i Austur-Evrópu og
vestra séu klæddir nákvæmlega
eins eins og þeir séu hannaðir á
sama markaðstorginu, einmitt
vegna þessa þeir eru fulltrúar
valdsins sem ræður yfir kerfinu.
Sálfræðingur sem þykist hafa
rannsakað sálarástand kapital-
petta mál—vandamál
klæðaburðarins — lætur ekki
mikið yfir sér. En það kann að
valda meiruen margur hyggur i
fljótu bragði. Má ég minna á
grein eftir þekktan fjölmiöla-
mann, þarsem hann sýnir fram
á að islenskir blaðamenn séu
upp til hópa hraksmánarlega
klæddir Upplýsti fjölmiðla-
Óskar
Guðmundsson
skrifar
maðurinn, sem hér er til vitnað,
að fyrir nokkrum árum hefðu
tveir blaðamenn verið sæmilega
til fara — og var engum togum
að skipta — þeir urðu hvorki
meira né minna en þingmenn!
Hér er ekki um einsdæmi póli-
tiskrar kraftbirtingar klæða-
burðarins að ræða.
Stórmál af þessum toga kom
upp á fyrri hluta siðasta kjör-
timabils, en þá átti Alþýöu-
bandalagið aðild að meirihluta
borgarstjórnar — ef maður
skyldi vera búinn að gleyma
þvi. Einhver hafði orð á þvi hér i
blaðinu að sér þætti ekki mikið
til Sigurjóns forseta borgar-
stjórnar koma, hann væri i finu
fötunum sinum með vindil og
veiddi lax við fyrsta tækifæri.
Að vonum brugðust einhverjir
ókvæða við þessari athugasemd .
og sögðu þetta ekki skipta neinu
máli, heldur hvernig pólitík
maöurinn ástundaöi. Það var
máske auðvelt að fallast á þetta
sjónarmið þá, en nú lita margir
þessa uppákomu „alvarlegri
augum”.
Nýleg tiltölulega vönduð og
visindaleg (miðað við leiðara
dagblaða) könnun á viðhorfum
bindi af þvi ég sé með komplexa
yfir götóttum löríum sem ég
klæðist alla jafna. Það sé af þvi
sambýliskona min sé meðvituð
og neiti að hjálpa mér við að
staea i eötin ée sé svo
klaufskur, aukinheldur sem ég
hafi ekki efni á þvi að klæða mig
uppá. Allt kann þetta rétt að
vera hjá þér kæri lesandi, þótt
mér finnist þú vera heldur
ósanngjarn og langt frá um-
burðarlyndi af lesanda Þjóðvilj-
ans að vera. Það breytir engu
um hitt að fulltrúar vinstri
flokksins sem ég er i eru klæddir
eins og Heimdellingar og for-
stjórar.
Og af því þetta greinarkorn er
unnið á grundvelli nýfrjálsrar
rannsóknarblaöamennsku
neyðist ég til að vitna i fyrrver-
andi vin minn i sambandi við
þetta mál. Við erum lauslega
kunnugir núna eftir kosning-
arnar.
Þessi náungi er þekktur and-
ófsmaður og alræmdur þver-
girðingur á vinstri kanti stjórn-
málanna og hélt þvi fram i min
Alþýöubandalagseyru, aö þetta
liö mitt i rikisstjórn og borgar-
stjórn væri „holdgervingar,
þjóðfélagsgerðarinnar” einsog
sæist best á þvi hvernig kall-
arnir klæddust og töluðu. Sagð-
ist hann mundu þvi kjósa
kvennaframboðið. Að sjálf-
sögðu hef ég ekkert við þessa
persónu frekar að tala þarsem
mér er er ekki kunnugt um að
minir menn hafi skilgreint
sjálfa sig þannig.
Allt er þó þetta snakk hjómið
eitt og röflið snautt miðað við
þau ósköp, sem ég varð vitniað i
imbakassanum minum, i þann
mund sem ég var að hamra
þessar linur. Fulltrúi Vinnuveit-
endasambandsins og vara-
maður fjármálaráðherrans sem
er I Alþýðubandalaginu minu
voru hjartanlega sammála um
flest þar sem verið var að ræða
kjarabaráttu og kaupmátt
launa! Djöfull er Vinnuveit-
endasambandið orðið róttækt.
(Miövikudagur 15. júni — óg)