Þjóðviljinn - 19.06.1982, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 19.06.1982, Blaðsíða 32
MOÐVIUINN Helgin 19.-20. júni 1982 Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfsmenn hlaösins I þessum stmum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsimi Helgarsími afgreiðslu 81663 8iz85, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaösins I sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 nafn vikunnar Guðríður Þor- steinsdóttir for- maður þjóðhá- tíðarnefndar Auðvitafi er þetta talsverö vinna, þjóðhátiöarnefnd hélt hátt i 20 fundi, en þunginn lenti afiallega á fram- kvæmdastjóra nefndarinnar, Ómari Einarssyni, sagði Guöríöur Þorsteinsdóttir, nafn vikunnar afi þessu sinni. Guðriöur er formaöur þjóö- hátiöarncfndar sem undirbjó vel heppnuö 17. júni hátiöa- höld i Reykjavik, dagskrá sem borgarbúar og gestir þeirra kunnu svo sannarlega að meta. Já, það eru allir mjög ánægðir, sagöi Guöríö- ur, en auðvitað er þaö ekki sist veöurguðunum aö þakka hversu vel hátiöin fór fram og þátttaka varð góö. í þjóöhátiöarnefnd sem borgarstjórn skipaöi i byrjun mars sitja fimm manns, — auk Guöriðar þau Þórunn Siguröardóttir, Gunnar Baldvinsson, Arni Bergur Eiriksson og Július Hafstein. Fulltrúi skáta var Atli S. Ingvarsson. Guöriður sagöi aö þjóöhátiðarnefnd heföi oft veriö gagnrýnd fyrir aö hafa ekki dansleik i miöbænum að kvöldi 17. júni, en þaö var lagt af eftir mikil leiðindi eitt áriö vegna ölvunar og skemmdarstarfsemi. Okkur þótti rétt aö prófa þetta aftur núna , sagði Guð- riöur og hafa öllhátiðahöldin i miðbænum i stað þess að dreifa þeim út um borgina eins og reynt hefur verið undanfarin ár. betta hefur þann kost aö fleiri komast fyrir á svæöinu, fólk þarf ekki aö standa kyrrt á sama staö, heldur getur það gengiö á milli staöa, t.d. milli Arn- arhóls, Hljómskálagarðs og Austurvallar og svo geta menn stungiö sér inn á kaffi- hús ef svo vill. Ekkert af þessu er hægt á smá- skemmtunum i úthverfunum eða t.d. i Laugardalnum. — Nú voruð þiö i stööugu sambandi viö lögregluna langt fram á nótt? Já, og þeir voru eins og aörir mjög ánægöir, það komu ekki upp nein sérstök vandamál eða óhöpp þrátt fyrir þennan gifurlega mannfjölda og þeir sögöu aö ekki heföu fleiri gist fanga- geymslurnar en um venju- lega helgi. — Attu von á aö viö fáum aö dansa i miðbænum á næsta 17. júni? Já, þvi ekki? Þaö sýndi sig nú aö það er vel hægt að treysta Reykvikingum til þess að skemmta sér i mið- bænum aö kvöldi 17. júni. Flestir vilja lika hafa skemmtunina þar, þaö er yf- ir þvi viss rómantik, og ég vona aö nú sé búið aö endur- vekja þennan gamla og góöa siö. En það fer aö sjálfsögöu allt eftir ákvöröunum næstu þjóöhátiðarnefndar. —AI Gifurlegur fjöldi var I miöbæn- um eins og sjá má. Arnarhóll var þéttsetinn uppfyrir styttuna á meöan á skemmtidagskránni stóö, en hún fór fram á sviös- vagninum sem staösettur var neöst viö hólinn. ALLIR I BÆN- UM í SÓL OG BLÍÐU Stúdinur meö hvfta kolia sleikja sóiskiniö og fylgjast meö skemmti- atriöum. Ljósm. — eik — Eftir hádegið var mikiö um dýröir, jasshljómsveit lék á torginu, lyftingamenn aðstoð- uöu menn viö aö lyfta lóöum viö mikinn fögnuö, gamlir bilar óku um göturnar en klukkan 4 hófst barnaskemmtun við Arnarhól. Fjöldiskemmtikrafta kom fram á skemmtuninni, en umsjónar- maöur var Sigmundur Orn Arn- grimsson. Um kvöldið var svo stiginn dans til kl. 1 þegar stræt- isvagnar fluttu hundruö ef ekki þúsundir manna heim i háttinn. I nágrannasveitarfélögunum var einnig mikil þátttaka i há- tiðarhöldunum, enda veður hvarvetna hið besta. Svo er bara aö vona aö upp sé runnið skeiö jafnmargra sólarstunda á þjóðhátiö og rigningarstundirn- ar hafa verið undanfarin ár. Lögreglan ánægð: Ágæt hátíðahöld „Þetta er bara alveg eins og i gamla daga”, sögöu menn I miöbænum i fyrradag. Og þaö var orö að sönnu. Þaö var ekki bara dansaö i miöbænum heldur brá einnig svo viö, aö nú var sól og bliöa, en eins og allir vita var alltaf gott vcöur i gamla daga. Hátiöarhöldin á 17. júni i Reykjavík fóru einstaklega vel fram, ekki sist þegar miöaö er viö þann gifurlega fjölda sem kom I bæinn. Er taliö aö svo mikill fjöldi hafi ekki veriö i bænum siðan 1974, þegar haldiö var upp á 1100 ára afmæli ís- landsbyggöar og 30 ára afmæli lýöveldisins. Aö þessu sinni var hátiöin ekki meö „heföbundnum hætti” heldur upp á gamla móö- inn. Engar skemmtanir voru i úthverfum, heldur var öllum stefnt i miöbæinn og liklega er þaö einmitt þaö sem fólk vill, ef dæma má viötökurnar. Þá var gerö tilraun til dansleikjahalds i miðbænum aö nýju og tókst hún öllum vonum framar. Sem kunnugt er hefur ekki veriö dansað i miðbænum nú um nokkurt skeið, en þaö var lagt af vegna mikillar ölvunar. Þaö kom hins vegar i ljós aö Islend- ingum er vel treystandi til aö fá sérsnúning á götum úti, án þess aö leggja bæinn i rúst, þvi þrátt fyrir mikinn mannfjölda var ölvun ekki meiri en um venju- lega helgi. Hátiðarhöldin hófust aö venju fyrir hádegiö en sá hluti hátiö- arinnar hefur veriö aö mestu óbreyttur I 38 ár, nema hvaö nú fer fjallkonan ekki út á Alþing- ishússvalirnar þar sem þær eru ekki lengur mannheldar. Helga Jónsdóttir var fjallkona aö þessu sinni og flutti hún kvæöiö „Island” eftir Jóhann Sigur- jónsson. „Þaö er óhætt aö fullyröa aö 17. júnihátiöahöldin hafi heppn- ast meö mestu ágætum hér i bæ”, sagöi Páll Eiriksson lög- regluvaröstjóri I Reykjavik aö- spuröur um hvernig 17. júni heföi gengiö fyrir sig frá sjónar- hóli þcirra sem eiga aö halda uppi lögum og reglu. „Gleggsta dæmiö um hve vel þetta heppn- aðist er án efa þaö, aö útvarpiö sá ekki ástæöu til aö minnast á hátíöahöldin i hádegisfréttum”, sagöi Páll og hló. Aö sögn Páls lagöi geysilegur mannfjöldi leiö sina I miöbæ Reykjavikur. Mestur varð mannfjöldinn um miöjan dag þegar skemmtunin á Arnarhól stóö yfir. Um kvöldiö þegar hljómsveitirnar Egó og Pónik léku fyrir dansi er giskaö á aö mannfjöldinn hafi veriö I kring- um 15 þúsund. Aö sögn Páls var ölvun ekki mjög áberaandi og fanga- geymslur lögreglunnar tómar langt fram eftir degi. A hinn bóginn bar nokkuð á þvi að flöskur væru brotnar þar sem sist skyldi og nokkrir köstuöu af sér vatni á miður heppilegum stööum. Hús i Grjótaþorpinu uröu þar verst úti. „Þegar á allt er litiö, þá eru þessi hátiöahöld meö þeim best heppnuðu i áraraöir”, sagöi Páll. Hann bætti þvi viö aö veðurguöirnir hefðu þar átt stóran hlut aö máli. — hól

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.