Þjóðviljinn - 19.06.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.06.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.-20. júní 1982 Svavar Sigmundsson WB skrifar málþátt Um geð og geðveiki 114.þætti skriíaði ég um aðhugsaog um hugsun.Nú er komið að orðum um hugeöa gcð og sömuleiðis orðum um frávik frá „eðlilegu” ástandi þess, þ.e. geðveiki, og þeim sem tengjast henni. Ég ætla ekki aö fara út i vangaveltur um eðli þessara hluta, þar sem ég er hvorki sálíræðingur né geðlæknir, en ætla að gera grein fyrir þeim orðum sem i málinu finnast. Málið er afskap- lega rikt af orðum um geöveiki og sýna þau vel viðhorf sam- félagsins til hennar. Fáir sjúkdómar hafa verið eins undirorpnir fordómum samfélagsins frá öndverðu og eru það raunar enn þann dag i dag. Hallgrimur Pétursson sagöi i upphafi Passiusálmannna: ,,Upp, upp min sál og allt mitt geö/ upp mitt hjarta og rómur með/ hugurog tunga hjálpi til/ herrans pinu ég minnast vil.” 1 þessum linum kemur hann aö þremur „samheitum” sem fljótt á litið gætu virst. En Hallgrimur notar þessi orð ekki af tilviljun, og hvert þeirra um sig heíur sina merkingu. Hér verður þvi reynt aö greina i sundur og orð Hallgrims iögö til grundvallar skiptingu samheita um þessi efni. F'yrsterþá sál.ensamheitiviðhanaeru andi og önd.eneinnig orðmyndin sála (i veikri beygingu). Orðin samsvara dö.sjæl. Næsta oröer geö.sem á dönsku væri þýtt meö „sind, karakter, humor” og eru samheiti viö þaö: dyntur, gáll, geöslag, geös- munir, hams, hamur,lund, lundarfar, lunderni, lyndi, mór, skap, skapferli, skapgerð, skaphöfn, skaplyndi, skapsmunir og þykkja. Hriðja orðiðer hugur.sem á dö. mætti þýða „hu, tanke, sind”, og samheiti væru þá þessi: bifur, brjóst, hjarta hugarfar, hugar- fylgsni. hugarlund. hugarþcl, hugi, hugskot, hyggja,munur, sefi, sinna, sinniog þanki. Enginn vafi er á þvi, aö oröin sem nefnd eru i hverjum flokki um sig, er hægt aö nota i merkingu annarra flokka, svo að merk- ingarmörkin eru ekki alltaf skýr, fjarri fer þvi, enda kemur fram, að da. sinder notaö íyrir bæði geöog hug. Má sjálfsagt eitthvaö að þessari flokkun íinna. Sum orðin eru aðeins notuð i föstum orðasamböndum, einsog t .d. gáll; þegar sá gállinn er á e- m.Sama er aö segja um mrt.sem aöeins er til i sambandinu að malda i móinn.Sem samheiti viö hug var nefnt orðið bifur.oger það notað i sanibandinu aö hafa illan bifur á e-m. Eins og áöur var sagt, ætla ég að taka fyrir orð um geðveiki, sem er þá tekiö sem heildarheiti um allt það sem telst „óeðli- legt” ástand sálar/geðs/hugar. Þessu „sjúklega” ástandi má skipta i tvennl: hugsýki (neurosis) og geðveiki eða sturlun (psychosis). Hugsýkin er skilgreind þannig „mishæfing af þvi tagi, að ekki leksl aö ráöa við kviða sinn og hugartogstreitu, svo aðfram komasjúkleg einkenni; ekki svo mikil truflun, aö veru- leg röskun verði á persónugerö, svo sem igeðveiki.” (Orðskrá úr uppeldis- og sálaríræöi. Fjölritað sem handrit. Kennaraháskóli Islands. Rvk. 1979, bls 80). Samsvarandi skilgreining á geðveiki er þessi: „sérhver meiri háttar röskun á geðheilsu.” (Sama rit, bls 72). Samheitin við hugsýkieru helst þessi: hjartveiki, móðursýki, taugahilun, taugaóstyrkur, taugaskekja, taugaveiklun, tauga- veila og veiklun, Orðinum geðveikinaeru mun fleiri, þ.e. bilun, brjálsemi.brál- un, geðbilun, geðsturlun, geðtruflun, geðveila, geggjun, klikkun, ringl, ruglun, sálsýki, sefasýki, sinnisveiki, sturlun, truflun, tunglsýki, vitfirringog vitskerðing. Hér hafa ekki veriö nefndar til einstakar tegundir geðsjúk- dóma, t.d. geðklofi (geðrof)og þunglyndi (geðhvarfsýki)svo að það helsta sé nefnt. Til fróöleiks nefni ég hér, að Sveinn Pálsson læknir taldi upp nokkur heiti af þessu tagi i grein um sjúkdómanöfn i Lærdóms- listaíélagsritunum 1789 og segir þar: „Samviskuveiki, þung- lyndi, sturlun, l'álæti, fáleiki, hjartveiki, hrelling, hugtregi, hugarvil, eru almælt samnefni til geðveikin.” (214) (OH). Eins og sjá má, heíur Sveinn ekki gert greinarmun á neurosis og psychosis, og lái ég honum það ekki. Helstu sagnir um ,,aö verða geðveikur” eru þessar: bilast, brjálast, gcðbilast, gcggjast, klikkast, ruglast, sturlast, truflast og ganga af göflunum/vitinu. Lýsingarorðin um geðveikina eru mörg, og verða fyrst tekin þau sem eiga við hugsýkina: hjartveikur, hugsjúkur, móður- sjúkur, nerfus, taugabilaður, taugakipraður, taugaóstyrkur, taugaslakur, taugatruflaöur, taugaveiklaður, taugaveill, farinn á taugum, slæinur á tauginniog veiklaður. Um geðveikinaeru þessi lýsingarorö notuð: afsinna, ekki al- minlegur, bilaður (á geðsmunum), brenglaður, brjálaður, frá sér(i samb. ertu frá þér?), frásinna, frávita, genginn af göfl- unum, ga ga, galinn, geðbilaður, geðtruflaður, gcðveikur geð- veill geggjaður, klepptækur, klikkaður, kreisi, ekki með öllum mjalla, óalminlegur, óður, óvita, ekki með réttu ráði, ringlaður, ruglaður, sálsjúkur, sefasjúkur, sinnisveikur, strúaður, sturl- aður, tjúllaður, trompaðug truflaður, túllaður, tunglsjúkur, e-ð verri, viti sinu fjær, vitfirrtur, genginn af vitinu, vitlaus, vit- skertur, vitstola, ær og örvita. Ekki er hægt að fara nánar út i merkingar þessara orða eða notkun, en sum eru slanguryrði, s.s. ga ga, kreisiog taugakipr- aður: lika aö nota eintölu af taug, slæmur á tauginni.eins að fara á tauginni. Orðin klepptækur og tjúllaður eru tiltölulega ung i málinu. Elstu dæmi OH um það fyrra er frá Halldóri Laxness, þar sem hann segir i Sjálfsögðum hlutum (Rvk. 1946): „Við kindakjöts- framleiðsluna keppa klepptækir hrossakjötsframleiðendur” (322). Um tjúllaðurhefur Talmálssafn OH elst dæmi úr Reykja- vik frá 1950: „Ertu alveg tjúlluð? þ.e. frá þér.” Og frá 1961 er i sama safni setningin: „Nú ertu alveg tjúllimúll”, og er það kölluð reykviska — Orðið túllaðurer i slangurorðasafni Eliasar Marar, en ekkertdæmi er i OH. — Geta lesendur upplýst hvaðan þessi orð eru komin? Þeir sem vilja leggja orð f belg skrifi Málþætti Þjóðviljans, Sfðumúla 6. R. Einnig geta þeir haft samband við Svavar Sigmundsson i sima 22570. 17. júni rann upp bjartur og fagur. Ég var ákveöinn i að rölta eitthvað i miðbænum enda var nú góðu heilli ákveðið af nefndinni að hafa hátiðarhöldin þar. Þá barst mér boð um ævintýralega sund- ferö. Kunningjafólk sem á risa- stóran Rússajeppa, eiginlega hálfgert hernaöartæki, ætlaði i sund i hver uppi í sjálfum Hengl- inum, I svokölluðum Innstadal. Mér var boðiö meö og stóðst ég ekki mátið. Ég setti upp stælhúfu, fór í gallabuxur og létta striga- skó, skellti sunddótinu undir handarkrikann, og var þegar kominn i sólskjnsskap. Foringi fararinnar var Siggi flugmaður, ökumaöur Rússa- jeppans. Við skiöaskálann i Hveradölum var beygt út af veg- inum og farið bak viö fjöllin. Rússajeppinn hossaðist upp og niður og seiglaöist áfram yfir stórgrýttan veg og drullukafla. Stundum var farið upp svo bratt- ar brekkur aö engu var likara en förinni væri stefnt til himins. Svo blasti loks Innstidalur við i ótal litbrigöum. Sólin skein i heiði og hlýr andvari lék um kinn. Enn var þó töluveröur spölur inn i botn -y /; ^ *— j . . i,Y ‘axujatjörn •5..'swí^án | liUla;St«iT8«á\ýr<ÓW? ?. MUJ- i, úrustuhvíl Ktuii olsh r a u. Ævintýraleg sundferð þar sem sundspretturinn skyldi tekinn. Þá skeði óhappið. Þar sem tryllitækið ók eftir sakleysislegri malargötu sökk vinstra afturhjól skyndilega á kaf og billinn komst ekki lengra. Allir fóru út að ýta en eftir þvi sem meira var ýtt og jeppinn hamað- ist meira þvi dýpra sökk hann i kviksyndiö. Aöur en varði var hann bókstaflega kominn á mag- ann i drullu. Nú voru góð ráð dýr. Við bárum að grjót og reyndum aö grynnka á drullunni með járn- karli þar sem skóflulaust var en billinn sökk alltaf dýpra og dýpra og var nú leðjan komin upp fýrir dyr. Drullumallið var eins og rjómagúllas á litinn eða rifs- berjahlaup. Dásamleg sjón. Nú var hlaupið I næsta skáta- skála og skóflur fengnar að láni. Við ákváðum að reyna aö veita bllnum út af vegkantinum en þar hallaöi undan fæti i átt að gil- skorningum nokkrum. Siöan hófst sannkallaður þjóöhátiðar- mokstur. Við Siggi mokuöum og mokuðum en kvenfólkiö bar að grjót og eggjaöi til dáða þess á milli. En drulluhafið varð bara stærra og stærra og jeppinn flaut sisona notalega I þvi. Klukkan varð fimm og sex og sjö. Til örv- unar sungum við af og til ætt- jaröarlög enda i nánari snertingu við ættjörðina en aðra daga ársins. Svo brotnaði drifið á afturhjólunum og viö Siggi vorum komnir með blöörur I lófana. Við vorum jafnvel farnir að hafa á orði að fá Boeing-þotu til að kippa i jeppann, ekkert minna dygði (Siggi er flugmaður á Boeing). Einnig var rætt um að gera Land- mælingunum viðvart eftir á til að mæla upp landið á ný, svo miklar voru tilfæringar á landslaginu. Við ákváðum að nefna hið nýja kennileiti Siguröarfar eða Rússa- geil. Klukkan varö átta og útgang- urinn á okkur hræðilegur eftir þessa „sundferð”. Og aldrei vorum við jafn-langt frá þvi að ná jeppanum upp. Siggi sagði að þetta væru bara dyntir i honum, hann væri á móti þessu ferðalagi. Til dæmis um sjálfstæði jeppans sagði hann að yfirleitt dræpi hann á sér i hægribeygjum, trúr upp- runa sinum. Við ákváðum að gef- ast upp. Þá geröust undur og stórmerki. Vélarhljóð heyrðist i fjarska og uppi á leiti birtist gljáandi Bronkójeppi. Um borð voru fjórir strákar sem fengu blik i augu þegar þeir sáu stórfenglegt verk- efni framundan. Miklar til- færingar hófust, kaölar og heit strengd. Bronkóinn tók tilhlaup og sjá: Rússajeppinn hófst á loft og fiaug á þurrt. En aldrei hef ég mokað jafn miklum sklt á einum þjóðhátiðar- degi og aldrei oröiö jafn skitugur i einni sundferö. Og sjaldan skemmt mér jafn vel. Guðjón Blautlegar vísur eftir séra Jón Þorláksson á Bægisá „Hvort er ég orðinn faðir?” Jón Þorláksson prestur á Bæg- isá var höfuðskáld sinnar tiðar. Hann var fæddur 1744 i Selárdal I Arnarfirði, en dó 1819. Heildarút- gáfa af ljóðum hans kom út árið 1843 i Kaupmannahöfn, og sá Jón Sigurðsson forseti um hana. Þar er allt tint til eftir séra Jón Þor- láksson, og gerir Jón forseti grein fyrir þvi i formála: „Það mun og mörgum þykja óviðurkvæmiligt, að teknar eru léligar stökur og klúrar, og þykja þær niðra minningu skáldsins, en það er gjört vegna þess: að mér fyrir mitt leiti þykir réttast að tekið sé allt þaö sem hvert það skáld hefir ort sem kveður að, og má þá hverr sneiöa hjá þvi sem honum þykir ósvinna að hafa yfir; þaraðauki ætti ekki aö taka burt hið klúra, nema menn tæki einnig hiö ónýta eöur léttvæga, og yröi þá opt svo mjótt mundángshófið og vandrataö, að eg treysti mér ekki til að gjöra það svo að ekki yrði mikil spjöll á.” Þessi orð Jóns vekja auðvitaö forvitni og ekki þarf lengi að leita til að finna ýmsar blautlegar vis- ur séra Jóns og ekki beint prest- legar. Hann hrasaði oftar en einu sinni þegar konur voru annars vegar og þetta orti hann er hann frétti aö honum var fætt laun- barn: Lukkutjón þá að fer ört ekki er hægt að fiýja, betur hefði guð minn gjört að gelda mig en vigja. Þessi visa mun einnig vera ort við sama tækifæri: Betra’er að vera hátt með haus hengdur upp á snaga, en að riða eistnalaus alla sina daga. Og ennfremur þessar vísur: Altént segja eitthvað nýtt itar lyndisglaðir: hvað er i fréttum? hvað er titt? hvort er ég oröinn faðir? Holdið mitt i hægum sess hopaði sér til vansa. Nú er ég kominn á náðir prests, nýtt er mér að dansa. Þetta kvað skáldiö i veislu Her- manns Ólafssonar og Guörúnar nokkurrar, viö Jón Þóroddsson húsbónda brúöhjónanna, sem var brúöarsveinn, en var sagt átt hefði vingott viö brúöina: Jón Þóroddsson brúðarbrjál bjó i skjóii kvonar, — hann tók fyrstur hjónaskái Hermanns Óiafssonar. Og þetta orti séra Jón við hjón sem ekki vildu sættast: Þiö eruð bæði fjandans fox full með heimsku gjálfur, hún tóta þin er tundur-boks, en tinna’ og járn þú sjálfur. Ort um Ragnheiði Gisladóttur sem var á Leirá: Ein er stúlkan yndisleg öðrum vifum fegri, hana vildi eiga eg, — ef hún væri megri. Og um Hallberu nokkra og Gunnlaug: Hallbera situr hæst á bekk heilagt við gcstaboðið af þvi Gunnlaugur eittsinn fékk í hana barni troöið. Vlsa þessi er ort til Þóru, sem var ráðskona hjá ólafi stiptamt- manni: Þótt ei spáin þyki fin, það með vissu segi: Þér munuö eignast Þóra min! þann sem kvongast eigi. Og þetta var kveðið I skrifta- stól: Óskapa likar eru þær, — Anna má, en neitar; Imba vill, en ekki fær, eftir þvi hún leitar. Og aö lokum stökur sem séra Jón orti þegar honum var neitað um stúlku sina eftir að þau höföu átt barn saman: Þ-o-n-a, þona þenna fæddi svein stutt og stóreyg ein k-o-n-a, kona. Þ-o-r-a, þora þó mun eg enn óspar: i mitt fyrra far b-o-r-a, bora. Þ-o-l-a, þola það mun verða sá, er vill mig vifi frá b-o-l-a, bola.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.