Þjóðviljinn - 19.06.1982, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 19.06.1982, Blaðsíða 22
Draumur að veruleika Svo nefnist Jónsmessuvaka sem verður haldin i Félags- stofnun Stúdenta fimmtudaginn 24. júni næstkomandi. Vissulega er yfirskrift þessar- ar vöku annað og meira en nafn- ið sjálft, þvi i vökunni sjálfri er fólgin sú vissa og tilfinning að draumur er i sjálfu sér ekkert óraunverulegri en veruleikinn . sjálfur. | Sameiginleg skynjun fólks er I jafn lifandi og raunveruleg, hvort sem hún kallast draumur ! eða veruleiki. i An þess að vökunni sé ætlað að vera einhvers konar sönnun þess að draumur getur ekki ein- ungis orðið veruleiki heldur að draumurer veruleiki, þá verður vaka a.m.k. opinberun þess að til er fólk sem dreymir og dreymir vel.. Meðal þeirra sem munu vaka og dreyma verða. Fan Houtens Kókó Magnús i hvalnum Vonbrigði Sveinbjörn Beinteinsson. Svo segir i kynningarbréfi sem barst um þetta tónleika- hald. Hús Félagsstofnunar Stúdenta verður opið frá kl. 21 til 1 eftir miðnætti. Það verður gaman að sjá hvort draumurinn rætist. 22 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.-20. júnf 1982 daegurtónlist Ogleymanleg kvöldstund •Hvillkir tónleikar. Þessi kvöldstund með Art Blakey and The Jazz Messengers er með öllu ógleymanleg og er erfitt að Imynda sér betri hljómleika. Alveg frá byrjun var ljóst að þetta yrði eitthvað sérstakt. Aheyrendur voru með á nótun- um frá upphafi. Var hljómsveit- inni tekið með langvinnu lófa- taki þegar hún gekk inn á sviðið. Það var eins og menn væru að heilsa gömlum vin. Sá gamli brosti sinu breiöasta er hann birtist, gaf sér smá tima til að stilla trommusettið og siö- an var lagt af staö um viðáttur djassins. Hvfifkt feröalag, ég kann ekki að nefna eitt einasta lag sem hljómsveitin lék. Hvað um það, þetta var ógleymanleg ferö. Góðir voru blásararnir, og bassaleikarinn, betri var John O’Neil á pianóið, en bestur var Blakey sjálfur á trommurnar. Oft stóð maður sjálfan sig að þvi aö fylgjast ekki meö neinum nema honum. Það sagði einhver I anddyri Háskólabíós aö enginn heföi heyrt trommuleik fyrr en hann hefði hlustað og horft á Art Blakey á tónleikum. Hann geisl- ar af leikgleði og einhvernveg- inn hrifur hann allt og alla með sér, bæöi með hljóðfæraleik og persónutöfrum. Hann virtist ekki hafa meira fyrir þessu en að skipta um föt. Ég er ekki frá þvi að Blakey og félagar séu bestir á tónleik- um, þar njóta persónutöfrar Blakeys sin betur en á hljóm- plötu. Það fóru allir harðánægðir út af tónleikunum þetta fimmtu- dagskvöld, og vil ég þakka Jazz- vakningu fyrir hennar framlag til Listahátiðar. Við hefðum misst af miklu ef enginn djass- viðburður hefði átt sér stað. Úlvarnir Háskólabíó Troggs og Stars on 45 Hver man ekki eftir hljóm- sveitinni Pétur og Úlfarnir og laginu „Stjáni saxafónn”? En lag þetta var af plötunni Platað- ir sem kom út fyrir fjórum ár- um og þvi tfmi til kominn að þeir létu heyra frá sér aftur. Hljómsveitin hefur nú stytt nafn sitt og kallast nú (llfarnir þ.e. Pétursnafniö hefur verið þurrkað út. Hljómsveitin var stofnuð 1977 en hefur starfað með höppum og glöppum sfðan. Lifæð hljómsveitarinnar hefur veriö Brekkugerði 4 en þar hef- ur aðal-aðsetur hljómsveitar- innar verið þegar lifkippir hafa farið um hana. Og að sögn hljómsveitarmanna eiga þeir orðið all traustan áhangenda- hóp I næsta húsi. Nýja plata úlfanna sem ber nafn hljómsveitarinnar hefur aö geyma fjögur lög öll eftir þá Kjartan Ölafsson og Pétur Jón- asson. Það er varla marktækur samanburður að bera þessa nýju plötu við fyrri plötu hljóm- sveitarinnar því svo langt er um liöið siðan hún kom út. En það veröur nú gert hér engu að sið- ur. Þessi plata er mun rokkaðri en Plataðir sem var mjög poppuö. Það má ef til vill segja að þessi plata sé millistig á poppi og rokki, þó þessi hugtök segi ekki mikið. Tónlistin er kröftug og Hfleg og töluverður „húmor” liggur einnig að baki. Textarnir á plötunni eru kapi- tuli út af fyrir sig. Og líst mér engan veginn á að leggja ein- hvern dóm á texta hljómsveit- arinnar, þvi hægt er að túlka þá á marga vegu. Taktu hnif og stingdu gat á bláu augun þin. Farðu siðan út um götin. Sérðu ekki blóðbaöiö sem allir synda i. Sérðu ekki blóðið betur „Bláu augun þin nr. 2” Hljóðfæraleikur plötunnar er ágætur, engin undur og stór- merki. Það er helst gitarleikur þeirra Péturs og Kristjáns sem er eitthvað til að skarta. Eggert og Kjartan komast átakalaust frá sinum hlutverkum. Ct LVARPi IR Platan var hljóðrituð I Grett- isgati og var Júllus Agnarsson upptökumaðuij en Valgeir Guð- jónsson Stuðmaður var upp- tökustjóri. Sem sagt þokkalegasta plata og ánægjulegt til þess að vita að Úlfarnir skulu vera llfs þessa daga. Þeir mættu þó láta heyra meira i sér oftar á hljómleikum þegar þeir eru lifs. JVS Jón Viðar Sigurðsson * skrifar Hérlendis eru nú staddir tveir erlendir flokkar með það að markmiði að skemmta iandan- um: sönghópurinn Stars on 45, sem I fyrra varð heimsfrægur fyrir Bitlasyrpu sfna, og svo hijómsveitin Troggs sem fólk kannast helst við af fornri frægð þeirra, t.d. fyrir lagiö Wild thing. Þessir tveir hópar héldu hljómleika i Háskólabiói á þjóö- hátiðardagskvöld, og þaö voru stars on 45 sem byrjuðu skemmtunina. Stars on 45 renndu sér letti- lega I gegnum Bitlasyrpuna. Þetta er þrælgott söngfólk og greinilega atriðið sem flestir höfðu komið til að heyra og sjá. Arangurslaust var reynt að klappa liðið upp. Og þá var komið að Troggs. Sjálfsagt hefur mörgum veriö eins fariö og undirritaðri, ein- göngu búist við gömlum hit-lög- um til að verma hjartarætur og endurvekja gamlar tilfinningar. Að visu eru Troggs með slangur af gömlu vinsælu lögunum sin- um: Wild thing, With a girl like you, Love is all around, og I can’t control myself — en aö þeir væru jafnvilltir — ef ekki ennþá harðari I rokkinu en i gamla daga (hljómsveitin var stofnuð 1965) — þvi bjóst ég hreinlega ekki viö. The Troggs eru mikið langt frá þvi aö vera staðnaöir og allt þeirra nýja efni er breskt, hart rokk með rætur I „rythm & blues”. Stars on 45 og Troggs verða aftur i Háskólabiói i kvöld (laugardagskvöld) og ég vil endilega benda rokkurum — og pönkurum bæjarins á þetta tækifæri til að sjá og hlusta á „gömlu” mennina. Annaö kvöld verður sama lið I Broadway (þó manni finnist Troggs nú ekki beint falla þar I kramið): Góða skemmtun! A Á hljómleikum með HUMAN LEAGUE Þá var „stundin runnin” upp, komið var að hljómleikum Human League á Listahátið. Human League komu hingað svo að segja beint úr hljóm- leikaferð um Bandarikin þar sem þau gerðu það gott. Egóið hóf tónleikana stund- vislega klukkan niu á laugar- dagskveldinu og lék nokkur af sinum bestu lögum og gerðu það vel. Leikur þeirra stóð ekki- lengi en þeir náöu þó að kynda undir áheyrendur. Siðan var 15 minútna hlé með- an sviðiö var hreinsaö og hljóð- gervlum Human League komið fyrir. Töluverð spenna rikti i salnum og var vel tekið á móti hljómsveitinni þegar hún birtist á sviðinu. Hljómsveitin hóf leik- inn án neinnar tafai; byrjaöi frekar rólega,en snaraði sér slð- an út I vinsælustu lög hljóm- sveitarinnar. Lög eins og „Love action (I believe in love)”, „Don’t you want me” „The things that dreams are made of”, „Darkness”, „Seconds”, „Marianne” svo nokkur séu nefnd. Góð keyrsla var á hljóm- sveitinni og auðheyrt að hér var um þrautreynt fólk að ræða. Tónleikarnir með Human League voru þokkaleg skemmtun. Ekki veröur það sagt um hljómsveitina að hún sé lifleg á sviði. Philip Oakey söngvari og aöalmaður hljómsveitarinnar gerði litlar rósir og þær stöllur Joanne Catherall og Susanne Sulley hristu sig hálf hjákát- lega. Það var helst skemmtilegt videósjó sem lifgaði upp á svið- ið. Hljómurinn var mjög góöur og hef ég aldrei heyrt jafn gott „sound” I Höllinni. Þess má til gamans geta að þessi 12 tonn af græjum sem hljómsveitin burð- aðist með hingað eru leigð af Pink Floyd og eru aðeins brot af hljómtækjaeign þeirrar hljóm- sveitar. Ljósasjóið var sömuleiöis mjög gott og virkilega gaman að fylgjast meö hvernig ljósin voru notuð til að leggja áherslu á tónlistina. Þessir tónleikar voru hin þokkalegasta skemmtun þó íón- listin sem slik hafi ekki heillað. Þaö var gaman að sjá hve allt skipulag I kringum þessa tón- leika var pottþétt og hnitmiðað. 1 lokin langar mig aðeins að kvarta undan Islenskum áheyr- endum.Þaðer eins og stór hópur áheyrenda fái heiftarlegan njálg i óæðri endann þegar þeir fara á tónleika. Það er gott þeg- ar fólk dansar á tónleikum en þetta ráp um öll hús er frekar hvimleitt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.