Þjóðviljinn - 19.06.1982, Blaðsíða 30
30,SIÐA — ÞJÓÐVJLJIiyN Helgin 19.:20. júní 1982
Lausar stöður
heilsugæslulækna
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður
heilsugæslulækna sem hér segir:
1. Ólafsvik H2, önnur staða læknis frá og
með 1. september 1982.
2. ísafjörður H2, ein staða læknis frá og
með 1. janúar 1983.
3. Þingeyri Hl, staða læknis frá og með 1.
september 1982.
4. Ólafsfjörður Hl, staða læknis frá og
með 1. september 1982.
5. Vopnafjörður Hl, staða læknis frá og
með 1. nóvember 1982.
6. Vik i Mýrdal Hl, staða læknis frá og
með 1. nóvember 1982.
7. Hella Hl, staða læknis frá og með 1.
desember 1982.
8. Vestmannaeyjar H2, ein staða læknis
frá og með 1. október 1982.
9. Keflavik H2, staða læknis frá og með 1.
september 1982.
Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum
um læknismenntun og læknisstörf sendist
ráðuneytinu á þar til gerðum eyðublöðum
sem fást i ráðuneytinu og hjá landlækni
fyrir 15. júli n.k.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
16. júni 1982.
Frá Fræðsluskrifstofu
Reykjavíkur
Nokkrar stöður sérfræðinga við sálfræði-
deildir skóla i Reykjavik eru lausar til
umsókna. Til greina kemur að ráða fé-
lagsráðgjafa, sálfræðinga og sérkennara.
Ennfremur eru lausar stöður talkennara
við grunnskóla Reykjavikur. Umsóknir
skal senda til Fræðsluskrifstofu Reykja-
vikur fyrir 1. ágúst n.k.
Fræðslustjórinn i Reykjavik.
Orkubú Vestfjarða
óskar eftir tilboðum i lagningu 4. áfanga
fjarvarmaveitu á Isafirði.
Útboðsgögn verða afhent á tæknideild
Orkubús Vestfjarða, Stakkanesi 1 ísafirði
simi 94-3211 og kostar kr. 100 eintakið.
Tilboð verða opnuð fimmtudaginn 1. júli
kl. 14.00 og þurfa tilboð að hafa borist fyrir
þann tima.
Orkubú Vestfjarða
tæknideild.
Blaðberabíó!
i Regnboganum
laugardag kl. 1.00:
Hyllið hetjuna
Mynd i litum
Isl. texti
Miðinn gildir fyrir tvo
DiOOVIUINN
s. 81333.
Auglýsið í Þjóðviljanum
____________-___________'
Nýtt í kjaradeilunni:
Málbein VSÍ-manna liðkast
Sáttafundur i kjaradeilunni
hófst hjá rikissáttasemjara i gær
kl. 16 og var honum ekki lokið
þegar blaðið fór i prentun. Búist
er við löngum og ströngum fund-
um næstu daga og kvaðst Guð-
laugur Þorvaldsson rikissátta--
semjari gera sér góðar vonir um
að eitthvað þokaðist um helgina.
í Karphúsinu i gær var á mönn-
um að heyra að Vinnuveitenda-
sambandið væri með tillögu i
burðarliðnum til lausnar deil-
unni. Var jafnvel búist við að hún
yrði lögð fram i nótt ellegar i dag.
Ekki vildu menn tjá sig um efni
þessarar tillögu,en út af fyrir sig
er hún vitni um að þeir VSl-menn
virðast nú vera að vakna til vit-
undar um nauðsyn þess að báðir
tali þegar tveir deila.
Einn nefndarmanna viðræðu-
nefndar ASl kvaðst i gær vera
þess fullviss að hættan af yfirvof-
andi verkföllum hefði liðkað um
málbein þeirra VSI manna.
— v.
Ólafur Davíðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar:
Útlitið er dökkt!
samdrætti í framleiðslu sjávarafurða
Búast má við 12-20%
Útlit er fyrir að samdráttur i
þjóðarframleiðslu á þessu ári
verði mun meiri en þjóðhagsspá
frá þvi I mars gerði ráð fyrir sem
var 1%. Astæðan er aflabrestur-
inn, sem getur að mati Ólafs Dav-
iðssonar, forstjóra Þjóðhags-
stofnunar, leitt til 3 - 6% sam-
dráttar i þjóðarframleiðslu og
þjóðartekjum.
Forstjóri Þjóðhagsstofnunar
skýrði frá þvi i gær aö aflabrest-
urinn gæti leitt til þess að fram-
leiðsla sjávarafurða drægist
saman um 12 - 20% i ár miðað við
árið 1981. Lægri talan er við það
miðuð að heildarþorskafli á árinu
verði 400 þúsund tonn (460 þúsund
1981) og að i haust verði veidd 200
þúsund tonn af loðnu. Afleiðingar
þessa yrðu að heildarframleiðsla
sjávarafurða drægist saman um
12%.
Hærri talan, 20% samdráttur i
framleiðslu sjávarafurða er mið-
uð við að þorskaflinn i ár verði 350
þúsund tonn og að engin loðnu-
veiði verði i haust.
Sem fyrr segir dregst þjóðar-
framleiðslan saman um 3% i
fyrra tilvikinu en 6% i þvi siðara,
en spá Þjóöhagsstofnunar frá þvi
I mars gerði ráð fyrir 1% sam-
drætti. Aö sögn Ólafs er hér þó
ekki um eiginlega spá að ræða,
aðeinsdæmi sem varpað geti ljósi
á það hvert stefnir I efnahags-
málum þjóðarinnar á næstu miss-
erum ef aflinn heldur áfram að
minnka.
— AI
Fyrsta ræða Reagans hjá Sameinuðu þjóðunum
áróður
Innantómur
Ekki orði vikið að skuldbindingum
Sovétmanna um að beita ekki
kjarnorkuvopnum að fyrra bragði
Ræða Ronalds Reagans Banda-
rikjaforseta á afvopnunarráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna i New
York I fyrradag olli vonbrigðum
og hefur verið harðlega gagnrýnd
m.a. af New York Times. Forset-
inn vék ekki einu orði að skuld-
bindingu Sovétmanna um að
verða ekki fyrstir til þess að beita
kjarnorkuvopnum en endurtók
aðeins helstu áróðursfrasa
bandariskra stjórnvalda. A sama
tima lýstu talsmenn bandariska
utanrikisráðuneytisins yfir þvi að
stefna NATO um að áskilja sér
rétt til þess að beita atómvopnum
að fyrra bragði stæði óhögguð.
Bernard Rogers yíirhershöfðingi
NATO sagði i viðtali við New
York Times I gær að hann myndi
mæla með þvi að NATO yrði fyrri
til að beita kjarnorkuvopnum ef
að hallaði á herafla þess i átökum
með hefðbundin vopn.
„Á dagskrá afvopnunarráð-
stefnunnar hafði allur morguninn
17. júni verið ætlaður þessari einu
ræðu forsetans. Þegar henni lauk
eftir hálftima og án þess ab nokk-
uð nýtt kæmi fram varð ákaflega
sérkennileg og hálf vandræðaleg
stemning i salnum og litlar undir-
tektir. Mönnum var ljóst að eina
erindi Reagans til að flytja sina
fyrstu ræðu hjá Sameinuöu þjóð-
NATO og Bandarikin munu á-
fram áskilja sér rétt til þess að
beita kjarnorkuvopnum að fyrra
bragði, var boðskapur Reagans
og yfirhershöfðingja NATO.
unum var að endurtaka helstu á-
róðursplötur gegn Sovétrikjun-
um. Hann var með minniháttar
hugmyndir um að stórveldin
skiptust á nánari upplýsingum en
að öðru leyti virtist ræðan fyrst og
fremst beinast að kjósendum
hans i Texas”, sagði Ólafur
Ragnar Grimsson alþm. m.a. er
Þjóðviljinn hafði samband við
hann i New Yorl: i gær.
Einn helsti stjórnmálaskýrandi
New York Times, Tom Wicker,
gagnrýndi Bandarikjastjórn
harðlega i gær fyrir að vera ekki
tilbúin að lýsa þvi yfir að hún ætli
sér ekki að beita kjarnorkuvopn-
um að fyrra bragði. Wicker vikur
sérstaklega að ummælum Rogers
yfirhershöfðingja og telur þær
hreina fásinnu. Um sé að ræða að
gefa pólitiska skuldbindingu
varðandi stefnu af þessu tagi og
það geti Bandarikin gert eins og
Kina og Sovétríkin. Eftir árásir
Israelsmanna á Libanon megi og
glöggt sjá að bandarisk vopn af
hefðbundnu tagi hafi tæknilega
yfirburði yfir sovésk. Israeis-
menn berjast með bandariskum
vopnum en Sýrlendingar með
sovéskum og um tækniyfirburði
hinna fyrrnefndu þarf ekki að ef-
ast. Röksemdin um að NATO sé
nauðugur einn kostur að beita
kjarnorkuvopnum gegn stórárás-
um Sovétmanna á meginlandi
Evrópu eða i Mið-Austurlöndum
hljómar ekki sennilega i ljósi at-
burðanna i Libanon, og er nú
mjög á þetta atriði bent i Banda-
rikjunum.
—ekh