Þjóðviljinn - 19.06.1982, Blaðsíða 13
Helgin 19.-20. júní 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
Fyrir nokkrum árum
síðan fór ég einn túr á tog-
ara og punktaði þá niður
hjá mér nokkur minnis-
stæð atriði. Einn túr á tog-
ara gefur ekki neina
heildarmynd af togarasjó-
mennsku yf irleitt en ég set
hér á blað það, sem að mér
og mínum vinnufélögum
snéri f þetta sinn.
Ætti að byrja sem
áhorfandi
Allir vita aö þeir eru orönir
margir íslendingarnir, sem búnir
eru aö fara einn og einn túr á tog-
ara og heföu frá mörgu aö segja,
ef þeir aöeins gæfu sér tlma til
þess. Þaö er þvi ekki úr vegi aö
minnast á þaö viö eldri menn, |
sem búnir eru árum saman aö :
starfa á togurum, aö þeir láti eitt-
hvaö frá sér heyra um þessa
merkilegu og vandasömu at-
vinnugrein.
baö er nokkuö ljóst, aö þaö vita
þeir, sem til þekkja, aö sá þarf
margt aö læra, sem fer i fyrsta
sinn til sjós jafnvel þótt hann sé
vel hraustur og buröamikill,
friskur og fær til allrar vinnu. Og
þótt ég drepi nú ekki nema á fátt
eitt af þvi, sem sjómaöur þarf aö
vita um borö i togara, þá ætti þaö
aö nægja til aö sýna, aö betra
mundifyrir báöa aöila, þann, sem
ræöur sig til starfa og hinn, sem
þarf aö njóta vinnukraftanna, aö
einstaklingurinn sé undir þaö bú-
inn, aö fást viö þau margþættu
störf, sem óneitanlega þarf aö
vinna um borö. Algjörlega óvanur
maöur, sem ræöur sig um borö,
ætti þvi aö minum dómi aö vera
nokkurskonar áhorfandi i fyrsta
túr og gefa öllu góöar gætur, þvi i
mörg horn er aö lita og margt ber
aö varast, sem lærist ekki fyrr en
eftir sérstaka skólun. Aö fara
einn túr á togara, sýnir manni
ótrúlega margt, sem maöur
þekkti ekki áöur.
Spark á bossann
Viö vorum þrir óvanir, sem
réöum okkur á togarann i þetta
sinn. Viö fórum um borö eftir há-
degiö og komum okkur fyrir svo
sem ráð hafði veriö fyrir gert.
Félagar minir tveir voru settir á
vakt kl. 6 um daginn en ég átti að
mæta kl. 7 daginn eftir og fékk þvi
nokkurn frest.
Ég fór nú upp á dekk til aö
fylgjast meö þeim, sem komnir
voru á vaktina og sjá, hverjar
viðtökur þeir fengju. Annars
þessara manna stakk dálitiö viö,
annar fótur hans llklega styttri
en hinn. En þar sem hann kom út
á dekkið var dálitil ölduskvetta,
sem gekk yfir þaö ööru hvoru.
Nokkrir karlar stóöu viö lunning-
una og voru aö bæta troll. En þar
sem sá halti stendur, heldur sér i
næsta reipi og vissi sýnilega ekki
hvernig hann átti aö haga sér fær
hann skipun frá einum neta-
manninum um að fara I ,,be-
stikkið” og sækja garn og nálar.
Pilturinn haföi ekki hugmynd um
hvar þetta „bestikk” var, stóö þvi
bara kyrr, horfði ýmist upp I
loftiö eöa i kringum sig en rölti
svo eitthvaö af staö. Skipti þá
engum togum, aö einn þeirra,
sem var viö netabætingarnar, hóf
aðra löpp sina á loft og sparkaöi I
bossann á piltinum. En þar sem
hann var bæöi valtur á fótunum
og fætur ekki jafn langir, datt
hann þarna kylliflatur á dekkiö og
blotnaöi eitthvaö um leiö. En
skipunin til hans var, aö hafa sig
strax eftir þessu og vera nú
fljótur. Ég fylgdist gaumgæfilega
með þessu atviki og langaði ekk-
ert til aö sjá meira.
Blaðamennskan
bjargaði
Ég fór nú fyrir alvöru aö hugsa
mitt ráð. Ekki mundi ég standa
mig betur en félagi minn. bekkti
ekki nafn á neinum hlut og mundi
standa eins og steingerfingur yrði
mér skipað eitthvað fyrirvara-
laust.
baö var ekki langur timi til
stefnu. Matur var borðaöur kl. 7
um kvöldiö og fyrir þann tima
yrði ég aö vera búinn aö gera eitt-
hvaö. Ég hitti þarna saltarann og
tók hann tali og spuröi spjörunum
úr. Og þaö kemur aö þvi aö ég
segi honum þaö, sem ég haföi
„uppdiktaö” um veru mina þarna
um borö. Ég væri sendur frá
vikublaöi til aö fara þennan túr og
ætti aö skrifa grein um togaralifiö
yfirleitt, aöbúnaö, áhöfn og yfir-
menn og draga ekkert undan.
En viti menn. Ég var ekki fyrr
farinn frá saltaranum en hann
skundaöi til félaga sinna til aö
segja þeim i hvaöa skyni ég væri
þarna staddur, þótt mér dytti nú
ekki I hug aö þaö mundi hafa
mikil áhrif á þessa höröu karla.
En þegar ég mætti daginn eftir,
jafn vandræöalegur og aörir
óvaningar, komu þeir til min þrir,
hver á fætur öörum og sögöu, aö
ef þaö væri eitthvaö, sem ég ekki
vissi eöa gæti bjargað mér með,
þá skyldu ég bara koma til þeirra,
þeir væru reiöubúnir aö veita mér
alla aöstoö. Og svo sannarlega
þurfti ég aöstoðar viö, svo sem
siöar kom i ljós. En allir stóöu
þeir viö sitt og reyndust mér allan
timann ágætis menn.
Pontan
og miðgatið
. bar sem þessi grein min fjallar
aðeins um einn túr en ekki
marga, ber frásögnin aö sjálf-
sögöu svipmót af þvi. Og þaö er
mikill munur á þvi aö vera, þótt
ekki sé nema litilsháttar kunn-
ugur þessum störfum eöa meö
öllu óvanur.óvanur maður veit
varla neitt. Hann kann ekki aö
bæta troll en þaö er þaö verkefni, ,
sem hvað tiöast er aö hásetar
þurfi aö vinna ef á liggur. Hann
þekkir ekki nöfn á ýmsum þeim
hlutum, sem gripa þarf til að og
sækja i hvelli. Veit ekki einu sinni
hvar á skipinu á að leita þeirra.
bekkir ekki stóra gils frá þeim
litla og hefur ekki hugmynd um
hvaöa kassa hann á aö sækja,
jafnvel þótt sá kassi sé rauömál-
aöur á báöum endum.
Og svo skyndilega þrumuraust,
sem skipar aö fara I pontuna.
Sumum datt fyrst i hug aö pontan
væri uppi I brú en ótrúlegt aö þeir
ættu aö mæta þar til aö lesa upp
eöa halda ræöu. bvi pontu þekktu
flestir sem ræöustól og svo hina
venjulegu pontu, sem afi minn
notaöi. Viö þessu var ekkert aö
gera, segja bara viö sjálfan sig:
taktu það rólega, góði, þú færö
fyrr en seinna aö vita hvaö viö er
átt, hvaö þeir kalla pontuna.
„Jú, jú, ætlaröu ekki aö hafa
þig aö þvi aö þvo upp fiskinn og
kasta honum svo niöur um miö-
gatiö?” Og þaövarnú hægt aö sjá
hvaö þeir kölluöu miögatiö þarna
og þá komst maöur aö þvi, hvar
pontan var. En miðgatið var þá
vatnsþróin, miöskips, þar sem
fiskurinn var þveginn upp úr
tærum sjónum. Og hver láir
sveitamanninum þótt hann áttaöi
sig ekki strax á þvi?
Viövaningurinn fær þvi óspart
aö vita, aö hann veröi notaöur i
allskonar aukasnúninga, sækja
eitt og annaö, halda i spotta, sem
sýnist i fljótu bagöi ekki nauösyn-
legt. Viö slikar kringumstæöur
kom fyrir aö stýrimaöurinn kom
og skipaöi manni aö gera þetta
þegar bátsmaöur haföi skipaö
annaö.
Að halda í spotta
Bátsmaöurinn haföi t.d. skipaö
mér aö halda i spotta meöan ein-
hver viðgerö fór fram á pokanum,
sem hifaöur haföi veriö I hæfilega
hæö fyrir viögeröina. bá bar þar
aö stýrimann, sem skipaöi mér aö
ná i tvi- eöa þriofiö garn fram á.
En til þess þurfti ég aö sleppa
spottanum og kýrhúöirnar, sem
pokinn var geröur úr, fara þá aö
slengjast til og frá og skankarnir
aö slást framan i báts- og poka-
mann, þar sem ég var allur á bak
og burt. begar ég kom til baka
heyrði ég bölv og ragn: „Hvert
hljóp strákskrattinn, nennir hann
ekki að halda i spottann?”.
bannig gátu myndast árekstrar
og togstreita og jafnvel hiti
manna á milli. En aö sjálfsögöu
þykir engum gott aö fá rennandi
Útboð
Bygginganefnd Laugaskóla óskar eftir til-
boðum i að grafa fyrir og steypa upp
grunn og kjallara að íþróttahúsi að Laug-
um Hvammshreppi, Dalasýslu. Stærð
hússins er 889 ferm.
Verkinu skal lokið á árinu 1982.
útboðsgagna má vitja á Verkfræði- og
teiknistofunni s.f. Kirkjubraut 40 Akra-
nesi, Arkitektastofunni s.f. Borgartúni 17,
Reykjavik og hjá sr. Ingiberg Hannessyni
Hvoli Saurbæjarhreppi Dalasýslu gegn
1000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð i Laugaskóla þriðju-
daginn 6. júli kl. 14.00.
Bygginganefnd Laugaskóla
mér sýndist þarna, þótt þaö
lagaöist er frá leiö. Skipanir um
aö gera þetta og gera hitt eru út I
hött þegar vitað er aö maöurinn
getur ekki leyst verkiö af hendi án
leiöbeininga, kann ekki hin
réttu handtök. betta var mér
minnisstætt og þaö þvi fremur
sem ég veit að viö þrir sem þarna
komum um borö, erum ekki einu
Islendingarnir, sem hafa fariö
óvanir til sjós á togara. bar
standa allir jafnt aö vigi til aö
byrja meö.
Munaði mjóu
Aö standa trollvaktir, jú, þaö
gátu allir friskir strákar gert.
begar ég haföi staöiö mina fyrstu
vakt til enda kom bátsmaöurinn
og skipaöi mér aö „slá úr”, en
þaö er gert áöur en troll er inn-
byrt. En ég haföi bara enga hug-
mynd um hvernig fara ætti aö þvi
aö slá úr. Ég rölti þá aftur á
skipiö og lýt út yfir borðstokkinn
en minnist þess, aö hafa heyrt
einhverja smelli þegar þessi úr-
sláttur var framkvæmdur. En
þar sem ég lýt þarna út yfir borö-
stokkinn og er aö baksa viö þetta,
er skyndilega þrifiö I öxlina á mér
og mér kippt til hliöar. barna er
þá kominn minn elskulegi
saltarakarl og segir, aö ef ég
standi svona aö úrslættinum, þá
lendi á miöjum hausnum á mér
keðjuspotti, sem sláist þvert yfir
dekkið um leiö og slegiö er úr.Og
þar meö sé ég út úr þessum
heimi. Búið og gert.
Við þessar upplýsingar fylltist
ég svo mikilli vonsku og tor-
tryggni i garö yfirmannanna, aö
ég hét þvl að slá aldrei úr, þótt ég
stæöi trollvakt og viö þaö stóö ég.
Lárus Hermannsson
Lárus
Hermannsson
skrifar:
blauta og skituga húöarskanka i
andlitiö, hvort heldur hann er til
sjós eöa lands.
Mér hefur alltaf virst erfitt aö
þjóna tveimur herrum. En til sjós
á maður bæöi aö hlýöa bátsmanni
og stýrimanni, aö ég ekki tali nú
um skipstjóra. En skipstjórinn
okkar var aö mlnum dómi hiö
I mesta ljós og hógvær I öllum
sinum athöfnum, þann tima, sem
ég var um borö. Sömuleiöis öll
áhöfnin, vi'ð nánari kynni, ágætis
drengir, liprir og hjálpsamir
þegar til þeirra var leitað. En ég
var nú Hka „blaöamaöur”.
En þaö veittist mér erfitt aö,
skilja hversvegna bæöi yfirmenn
og aörir skipverjar tóku svo stirö-
lega á móti byrjendunum, eins og