Þjóðviljinn - 24.07.1982, Side 7

Þjóðviljinn - 24.07.1982, Side 7
Helgin 24.-25. júli 1982 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 7 Zunch alla sunnudaga JÚU s M ÞM F F L 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 AGÚST S M Þ M F F L 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 SHDHFFL 12 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 ( ) Brottfarardagari vetraráætlun ARNARFLUG Lágmúla7, simi 84477 ANNAR VALKOSTUR - ALLRA HAGUR JÚl s M Þ M 4 5 6 7 11 12 13 14 18 19 20 21 25 26 27 28 FFL 1 2 3 8 9 10 15 16 17 22 23 24 AGUST S M Þ 1 2 3 8 9 10 15 16 17 22 23 24 29 30 31 12 13 14 25 M M (^) Brottfarardagar i vetraráastlun Diisseldorf alla miðvikudaga JUU S M Þ M F F L 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 AGÚST S M Þ M F F L 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 29 30 31 25 26 27 28 S M ÞM F F L 12 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 BARNA- ARNDÍS Saga svokallaðrar Barna-Arn- disar, sem uppi var á 18. öld, hef- ur alltaf haft djúp áhrif á mig. Það var Guðni Jónsson prófessor sem færði hana i letur og birti f Sögu Hraunshverfis á Eyrar- bakka. t niðurlagi frásagnarinnar segir Guðni m.a.: „Saga Arndisar Jónsdóttur er á- reiðanlega einstök i sinni röð. Aldrei er vitað til, að hún geröi nokkurn tima á hlut nokkurs manns eða hefði annað til saka unniö en að eiga börn. Samt verð- ur hún að sitja 4 ár í fangelsi og á annað ár i gæsluvarðhaldi. Samt hlýtur hiín tvo útlegðardóma Ur héraði, einn dauðadóm og tvo fangelsisdóma, hinn siðari til ævilangrar þrælkunar. Um mál hennar er fjallað af þremur sýslumönnum, lögréttu með lög- mann i broddi fylkingar, af land- fógeta, stiftamtmanni og dóms- málastjórninni i Kaupmannahöfn ogloks af konungi sjálfum. Hvilik fylking virðulegra embættis- manna á eftir einni konu! Og allt vegna þess, að hún vildi ekkiláta sér skiljast hve syndsamlegt það var að dómi samtiðarinnar að hlýða utan hjónabands kalli einn- ar sterkustu frumhvatar manns- ins, og tók ein á sig sökina.” Arndis var fædd á Gamla - Hrauni á Eyrarbakka um 1745 og ólst upp hjá foreldrum sinum. Þegar hún var nær tvitugu réðst hún sem vinnukona austur i Skaftafellssýslu. Ó1 hún þar tvð börn 1768 og 1770 og kenndi bæði kvæntum bónda Sigurði Þor- steinssyni i Kotey. Fengu þau hórdómssekt en Arndis var gerð héraðsræk úr sýslúnni. Fór hún þá til foreldra sinna en var þá reyndar barnshafandi i þriðja sinni. Lýsti hún föður að þvi Odd Eyjólfsson kvæntan mann i Skaftafellssýslu. Sýslumaðurinn i' Arnessýslu kvað upp dauðadóm yfir Arndisi skv. stóradómi fyrir þetta þriðja hórdómsbrot og var málinu áfrýj- aðtil lögþingsréttarins viö Oxará. Dómurinn mildaði dóminn og var hún þess í staö dæmd til að erfiða i þvi islenska tugthúsi i 4 ár. Þetta tugthús var þá nýstofnaö og er sama húsið og nú hýsir stjórnarráð Islands við Lækjar- torg. Þangað fór Arndis haustið 1771 og var einn af samföngum hennar Ames Pálsson, hinn nafn- kunni Utilegumaður og félagi Fjalla-Eyvindar. Þegar Arndis hafði verið á annað ár I hegning- arhúsinu ól hún barn og lýsti föð- ur að þvi' umræddan Ames og tveimur árum siðar, 1774, ól hún þar enn barn og nefndi aftur Ar- nes föður að þvi. Haustið 1775 var hegningartimi Arndisar áenda og fór hún þá til foreldra sinna og enn ólétt. Kenndi hUn það Ara nokkrum Péturssysni norðlensk- um vermanni, ókvæntum, er ver- iðhafði til sjóróðra á Arnarhóli i Reykjavik vertiðina áður. Hófst nú á ný réttarsókn og málatilbúnaður á hendur henni og var hún nú gerð Utlæg úr Sunn- lendingaf jórðungi. Þegar hér var komið sögu var Arndis liðlega þritug og mælirinn enn eigi fullur. Um 1780 er hún komin að Hval- eyrarkoti i Hafnarfirði og ári si'ð- ar eignaðist hún dóttur með Nikulási Bárðarsyni húsbónda sinum og tveimur árum slðaráttu þau annað barn þó að þeim hefði verið stíað i sundur. Atta vom börn Arndisar orðin, án þess aö hUn heföi hlotið vfgslu heilags hjónabands og fimm þeirra hafði hún aflað með mönn- um sem vígðir voru öðrum kon- um. Krafðist landfógeti þess nú aðhúnyrði tekinaf lifi eftirStóra- dómi enrétturinn tók þó ekki tillit til þess en dæmdi hana þess i stað til aðerfiða sina liftið i spunahús- inu I Kaupmannahöfn. En áður en að til þess kom að hún yrði send utan gerðust þau tiðindi að Magnús Pálsson, rúm- lega sextugur ekkjumaöur i Rvik baðst þess að mega kvænast Arn- disi og var af þessum orsökum sótt um konunglega náðun henni til handa. Náðunin fékkst en i millitiðinni andaðist téður Magn- ús og var nú komið stórt babb i bátinn. Var þó látið kyrrt liggja og þar með lokið 20 ára striði Arn- disar við réttvisina. Arið 1786 gekk húnsvo loks i heilagt hjóna- band með Jóni Jónssyni að Eiði I Mosfellssveit og eignuðust þau eina dóttur. HUn missti siðar mann sinn og dó i Skálholtskoti 1806. 1 lok frásögu sinnar segir Guðni orðrétt: „Engin lýsing er til á Arndisi Jónsdóttur.En á þvigetur enginn vafi leikið, að hún hafi haft mik- inn kynþokka til að bera. 1 réttar- bókum er hvergi svo mikið sem gefiö I skyn að hún hafi verið neinn vöntunarmaður til skiln- ings eða gáfna, enda svarar hún jafnan einarðlega og afdráttar- laustþeim spurningum, sem fyrir hana eru lagðar. Allt bendir þvi til, að hUn hafi sist staöið að baki öðrum kynsystrum sinum i henn- ar stétt, hvorki að sálargáfum né likamlegu atgervi,og ytri aðstæð- ur eða tilviljun hafi ráðið mestu um það, hve hamingjan reyndist henni hverful. Ef hUn hefði gifst ung, mundi saga hennar senni- lega i' engu hafa orðið frábrugðin sögu annarra kvenna samtiöar- innar og nafn hennar ekki oröið annaö en liður íheiðarlegri ættar- tölu siðari tima manna.” ( GFr styttiog endursagði). Hjúkrunarfræðingur Sjúkrahúsið Patreksfirði óskar að ráða hjúkrunarfræðing til starfa sem fyrst. íbúð á staðnum. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri i sima 94-1329 eða 94- 1386. A Auglýsið í L/ Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.