Þjóðviljinn - 24.07.1982, Síða 8

Þjóðviljinn - 24.07.1982, Síða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 24.-25. júlí 1982 Svo virðist sem varla verði ofsögum sagt af ger- ræði svonefndrar hring- ormanefndar. Hún hefur hleypt af stað hömlulitlu seladrápi sem hvorki hún né aðrir hafa stjórn á. Hver furðufréttin hefur rekið aðra. Sjávarútvegsráðherra hafði skipað nefndina þá arna en svo virðist sem ráðuneyti hans hafi ekki gert út seladráp hennar, heldur aumingja vesalings fisk- vinnslufyrirtækin hér og í Ame- riku. Þau lögðu fram hvorki meira né minna en milljón krónur af sinni sáru og aumkvunarverðu fátækt. Svo segir háttsettur framámað- ur i sjávarútvegsráðuneytinu það frammi fyrir alþjóð í útvarpinu, að téð nefnd hafi lokið störfum fyrir ráðuneytið. Þó hún sé búin að vera (eftir þvi), séu verk henn- ar i fullum gangi og engin leið finnist til að stöðva hamfarir þessarar burtsofnuðu nefndar nema ný iög frá löggjafans hendi. Ekki sé á neinna færi að stööva þá sem drepa seli. Maður undrast að forsvars- maður i sjávarútvegsráðuneytinu skuli ekki vita eða muna aö bann- að er með lögum að skjóta seli við Breiðafjörð. Þar gætu sýslumenn gætt laga, svæfu þeir ekki alveg á verðinum. Vera má aö lög nái ekki yfir seladráp annarsstaðar við landið. Annars hafa margir bændur þá reynslu af sjávarút- vegsráðuneytinu, hvernig það ráðsmennskast með hrognkelsa- veiðar, að þaðan vænta þeir varla margs góðs. Stundum hefur mátt halda að eins gæti það heitið sjó- ræningjaráðuneyti. Hvað sem liður ráöuneytinu og hlut þess að máli hringorma- nefndar, blasir siðblinda nefnd- arinnar við öllum landslýð. Það mun þurfa að leita allt aftur til visundadrápsins á sléttum Vest- urheims, ef finna á athæfi sem samsvarar þeirri villimennsku Játvarður Jökull Júlíusson: Að veiða sel eða drepa sem hringormanefnd hefur sleppt lausri. Hugsið þið ykkur bara að Landgræðslan, Skógræktin og Búnaðarfélagið legðu allt i einu milljón krónur til höfuðs hrein- dýrum á Islandi. Hugsið ykkur vélsleðafylkingu með kikisriffla sem „kembdi” hálendið þvers og kruss og eirði engu kviku. Það er hliðstætt athæfi hringormanefnd- ar. Atförin að selunum er svo villimannleg, að með henni er gengið langt um lengra en gagn- vart „réttdræpum” skepnum, mink og tófu. Þó minkur og tófa séu réttdræp og fé lagt til höfuðs þeim, mega ekki aðrir en til- kvaddir veiða. Athæfi hringorma- nefndar er slys. Það slys hefði ekki hent, væri ekki sú brotalöm i sálarlifi og menningu, sem til slyssins leiddi. Þetta er viti til varnaðar. Það væri þarft verk að ná myndum af selahræjahrönn- um. Þær væru óljúgfróð vitni. Ekki veitir af móti þvættingi þeim sem frá máltólum dráps- nefndarinnar hefur komið. Þá skal vikið að sambúð þjóð- arinnar við selina i fortið og framtið. Eg minni á að hér við land er búið að útrýma bæði rost- ungum og vöðusel, a.m.k. er vöðuselur horfinn af Breiðafirði. Landsel var útrýmt i Hvitá. Sel- veiði var sótt það fast sem at- vinna og bjargræði að þessum dýrategundum var haldið langt, langt neðan við náttúrleg mörk. Margt knýr á um að framfylgja þessari stefnu. Menn komast ekki hjá þvi að halda i viö selinn, láta selnum ekki eftir ótakmarkaðan fisk. Þvi á að veiða seli. — Og eins á aö veiða sjófugla sem lifa á fiski, fjölga þeim ekki ótakmark- að. Allt raskaðist þetta og fór úr réttum skoröum þegar þessi mis- lukkaða franska frekjuslettireka, kvikmyndaglennan BB, óð mest uppi og eyðilagöi markað fyrir selskinn. Mikið veltur á að geta gert verö úr kópaskinnum á ný. Meðal annars vaknar sú spurning hvort ekki er mögulegt að fá Rússa til að kaupa kópaskinn. Rússar eru frá fornu fari einhver mesta loðfeldamenningarþjóð sem sögur fara af. Eru þeir líka undir áhrifavaldi BB? Ekki er saman að jafna landsel og útsel. Reynslan hefur kennt að landselur á óvini i náttúrunni sem tortima kópum, klippa þá i tvennt unnvörpum svo sel fækkar stór- um. Landselur ferst unnvörpum i hrognkelsanetum. Fengist verð fyrir vorkópaskinn væri ekki að óttast að landsel fjölgaði um of. Það þarf að drifa i þvi að gera kópaskinn verðmæt á nýjan leik. Mönnum ætti að vera i lófa lag- ið að hafa þann hemil á útselnum sem vill og þarf. Ekki er annað en ganga að kópunum, bólselnum og hirða á hverju hausti. Þetta má ekki láta undir höfuð leggjast. Um það verða menn að koma sér saman, bændur og þeir sem fisk- inn fá. En hringormanefndin ætti að skammast sin, skriða i felur svo hún og svivirða hennar geti gleymst. Aðrir menn með óflekk- að mannorð og annað innræti þurfa að koma fram á sjónarsvið- ið og fara betur að ráði sinu. Selir eru og eiga að vera dýr- mætur hluti af náttúru landsins en hvorki ófriðhelgir eða heilagar kýr. ritstjornargrein Að sofa í bíl í Laugarásnum Það hefur jafnan verið við- kvæðið i umræðum um hús- næðismál á Islandi, að þjóð sem býr á hjara veraldar þurfi að njóta góöra húsakynna. 1 sam- ræmi við þetta grundvallarvið- horf hafa íslendingar byggt bæði mikið og myndarlega. Á árinu 1981 fór þannig um fimmtungur allra fjárfestinga- peninga i ibúðarhúsnæði. Engu að siður er það svo, að ófremd- arástand rikir i húsnæðismáium hér á landi. Og sú staöreynd bendir til þess að það mikla fé sem farið hefur i húsbyggingar hafi engan veginn nýst sem skyldi. Það er t.d. hægt að aka dag- langt um Reykjavík og skoða ibúðarhverfi þar sem vönduð hús og oft mjög ibúrðarmikil standa hliö við hlið. En jafn- framt er ástandið þannig i Reykjavik að þeir ólánsömu i húsnæðismálum eru á hreinum hrakhólum og þurfa jafnvel að sofa i bil. Staðgreiðsla á húsnæði Þeir sem þurfa að útvega sér leiguhúsnæði á Reykjavikur- svæðinu eru ekki öfundsverðir. Flestum vill þaö þó til láns, að yfirleitt eru eigendur ibúða heldur réttsýnir og blöskrar jafnvel . verölagningin og kjörin. En húsaleigumarkaður- inn er svo gjörsamlega á valdi húseigenda að óprúttnir aðilar, hafa öil ráö leigjenda i hendi sér. Fyrir utanbæjarmanninn, sem kemur og sest inn á rit- stjórn Þjóðviljans mánaðar- langt, hljómar það sem lygi- saga, þegar Reykvikingarnir fara að tala um bilverð i fyrir- framgreiðslu fyrir ibúö. En staðreyndin mun vera sú, að alloft þurfi Ieigjendur að greiða á milli 50 og 70 þúsund krónur i íyriríramgreiðslu. Þrautasaga húsbyggjenda er litiö fallegri, nema hvað þeir hafa þó eitthvað að selja ef þeir fara yfir um. Við búum við það ástand, nær einir svonefndra siðmenntaðra þjóöa, að ibúðar- viðskipti nálgast þaö að vera á staðgreiðslukjörum. I Reykja- vik þykir það vel sloppið ef 2/3 af kaupverði ibúðar eiga að greiðast á einu ári. Oft er talað um 75% útborgun og allt upp i aö greiða kaupveröið að fullu á 12 mánuöum. Verðbætur — hégómi Fyrir fólk sem stendur i miðri hringiðu húsnæðismálanna, sem byggjandi, nýbúiö aö kaupa, eða leigjandi, skiptir af- gangur tilverunnar harla litlu. Það verður aukaatriði hvort ASt nær fram 5 eða 10% kaup- hækkun á grunnkaupið, þegar manni er ætlað að greiða 25 þúsund á mánuði til að standa undir útborgun i ibúð. Hvort verðbætur eru skertar eða ekki er hégómi i augum þeirra sem standa frammi fyrir þvi að þurfa að slá sér nýtt vaxtaauka- lán til aö greiða vexti og verð- bætur af vaxtaaukaláninu sem fallið er i gjalddaga. En þegar mesti hamagang- urinn i húsnæðismálum er hjá þá er hagur meðal-jóns i is- lenskri launþegahreyfingu all- góður. Þaö sjáum viö á neyslu þjóðarinnar. A siðvaxandi bila- innflutningi, og þvi að bilar þeir sem landinn kaupir sér veröa si- fellt finni. Við sjáum þetta af aukinni ásókn i utanlandsferðir, aukinni ásókn aö veitinga- og skemmtistöðum o.s.frv. Ófremdarástandið i húsnæðis- málum stafar þvi ekki af lökum hag þjóðarinnar, heldur er hér um skipulagsvanda i efnahags- lifinu að ræða. Húsnæðismálin eru i raun stærstur valdandi þess, að efnahagur fólks á Islandi fer i miklu meiri bylgjum en gengur og gerist i nálægum löndum. Hérlendis sveiflast menn á örfáum árum milli þess aö sjá ekki fram úr skuldum og i þaö að vera sæmi- lega og jafnvel ágætlega bjarg- álna. Mál verkalýðs- hreyfingarinnar Húsnæðismál launþega hafa jafnan hvilt mjög á herðum verkalýðshreyfingarinnar, svo Engilbert Guðmundsson skrifar: sem eðlilegt er. Misjafnt er þó hve henni hefur orðiö ágengt að ná fram endurbótum i þessum mikilvæga málaflokki. Sem dæmi baráttu sem skilaði árangri geta menn þó ætiö nefnt verkamannabústaðakerfið, og i Reykjavik er ekki óeðlilegt að framkvæmdanefndarupp- byggingin i Breiðholti sé nefnd til sögunnar, varðandi framsýni verkalýöshreyfingarinnar i hús- næðismálum. Um nokkurt skeið hefur verkalýðshreyfingin þó haft heldur hljótt um sig á sviði hús- næðismálanna, og fremur helgað sig baráttunni fyrir kaupmættinum. Að visu hefur hún þrýst á um endurbætur i lánakerfi húsbyggjenda, m.a. meö þeim árangri að hlutur Byggingasjóðs verkamanna hefur aukist mjög i heildarút- lánum húsnæðismálakerfisins, og þá um leið bygging verka- mannabústaða. En þaö er þörf á stærra átaki i þessum málaflokki, átaki sem er stærra en við höfum þekkt hingað til. Það þarf að marg- falda fjölda ibúöa I verka- mannabústöðum, það þarf að laga lánakjör vegna hús- bygginga, einkum með lengingu lánstimans og hækkun sumra lána. Og það þarf aö finna leiðir til að gripa inn i þá hringavit- leysu aö húsnæði gangi kaupum og sölum á staögreiðslukjörum og hækki helmingi meira en nemur m e ð a 11 a 1 s v e r ð - hækkunum I landinu. Liklegt má telja aö stjórnvöld leiti á náðir verkalýðs- hreyfingarinnar á næstu vikum eða mánuðum um hjálp i lausn efnahagsvandans. 1 þeim viðræðum hlýtur verkalýðs- hreyfingin að halda á lofti hús- næðisvandanum, þvi máli sem hvilir með ofurþunga á fjöl- mörgum félögum i samtökum launþega. — eng

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.