Þjóðviljinn - 24.07.1982, Síða 23
Helgin 24.-25. júli 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23
kvíkmyndlir
Hörkutólið
myndin á að gerast i Suðurrikjun-
um. Hviti ofurstasonurinn verður
semsé besti vinur svertingjans
Toomer, sem stamar og býr i af-
dönkuðum strætisvagni útii'skógi
ásamt hundum sinum, sem eru
tólf eða fjórtdn talsins.
Allir i myndinni eru voða góðir
við svertingja, nema einn
skuggalegur náungi sem heitir
Red og hermir eftir staminu i
Toomer. Þar kemur að Toomer
leiðist þófið og tekur Red kverka-
taki til að hræða hann. Red verð-
ur óður, safnar liði og heimsækir
Toomer út i skóg að næturlagi,
vopnaður byssu. Hann skýtur
einn af hundunum til bana og ætl-
ar að skjóta þá alla niður, en hitt-
ir þá óvart i Toomer. Aumingja
Red verður miður sin yfir þessu
óhappi, hann ætlaði bara að
skjóta hundana. En hann fær
makleg málagjöld: i andarslitr-
unum hleypir Toomer hundunum
lausum og þeir rifa Red i' sig með
góðri lyst.
Hetjudáð Bens er fólgin i þvi að
aka út i dimma dimma skóginn
þegar hann hefur frétt af liðsafn-
uði Reds, til að aðvara Toomer,
en hann kemur of seint, Toomer
liggur i blóði sinu og hvislar
dramatiskt: mér list ekki á að við
komumst á rækjuveiðar á föstu-
daginn einsog viö ætluðum okkur.
Svo deyr hann i bflnum hja Ben.
bá kemur Bull og hellir sér yfir
grátandi son sinn með skömmum
fyrir að hafa óhlýðnast skipun.
Eftir þetta gengur allt út á að láta
áhorfendur fella tár.
Allt fer vel að
1 lokin deyr Bull hetjudauða i
flugvél sinni og Ben situr uppi
með sektarkennd af þvi að hann
hafði svo oft óskað þess að flug-
vélin hrapaði. En hann á góða
mömmu sem skilur svoleiðis, og
þetta fer allt vel að lokum. Ben
tekur við hlutverki föður sins og
fjölskyldan ekur burt syngjandi.
Mynd þessi er hvorki betri né
verri en gengur og gerist með
bandari'ska framleiðslu af þessu
tagi. Einsog áður segir vakti hún
mikla aðdáun og kæti i Austur-
bæjarbiói þetta kvöld sem ég var
þar. Satt að segja skil ég ekki á-
stæðuna fyrir þessari almennu
ánægju. Það eina sem mér finnst
markvert við myndina er sú
kúnst höfundanna að vappa
kringum vandamálin einsog kött-
ur kringum heitan graut án þess
að koma nokkurntima nálægt
þeim. Spunninn er þráður með
nokkrum snyrtilegum hnútum
sem eru leysör án fyrirhafnar og
án þess að nokkurntima fari i
hart. Skrimslið Bull Meechum er
i rauninni besta skinn og að sjálf-
sögðu mikil hetja. Þegar hann er
orðinn fjölskyldu sinni fjötur um
fót bregst hann við snöfurmann-
lega og deyr hetjumannlega. Og
allir fara ánægðir heim til sin.
(The Great Santini)
Bandaríkin 1981
Stjórn: Lewis John Carlino
Kvikmvndun: Ralph Wooisey
Trtnlist: Elmer Bernstein
Aðalhlutverk: Robert Duvall.
Blvthe Danner. Michael O’Keefe.
Ef til vill lægi beinast við að af-
greiða þessa mynd með góðlát-
legu glotti og segja sem svo: það
er ekki logið á þessa Bandarikja-
menn. Þarna hræra þeir fárán-
legan graut úr einhverju sem þeir
kalla vist húmor og skefjalausri
væmni, búa til sögu sem er svo
ósannfærandi og afglapaleg að
tekur engu tali og ætlast svo til að
fólk skemmti sér. En viti menn:
kvöldið sem ég sá myndina var
Austurbæjarbió næstum troðfulit
af fólki á ýmsum aldri og var ekki
annað að sjá og heyra en allir
skemmtu sér konunglega. Þakið
ætlaði beinlinis að rifna af þessu
gamalkunna, elskulega bióhúsi
þegar aðalhetjan i myndinni,
hörkutólið Bull Meechum ofursti,
beygði sig undir millivegg á al-
menningsklósetti, togaði i lapp-
irnar á manni sem var að hysja
upp um sig brækurnar á klósett-
inu við hliðina, dró hann til sin og
stakk honum á bólakaf i klósett-
skálina sin megin. Bráðfyndið,
ekki satt?
Hraustir menn
Bull þessi (sem útleggst naut)
er orrustuflugmaður og þegar
myndin hefst er hann að kveðja
strákana sina á Spáni, þar sem
hann hefur haft aðsetur um hrið i
bandariskri herstöð. Þetta eru
hraustir menn og engar veimiltit-
ur og húmorinn i stil við það sem
lýst var hér að ofan. Lesendum
skal hlift við frekari lýsingum af
þessu tagi. En það er sama hvað
ofurstinn hamast við að skandal-
isera, hann er alltaf jafnmikill of-
ursti og dettur engum i hug að
lækka hann i tign, jafnvel þótt
hanngerist nærgöngull við eigin-
konur yfirmanna sinna.
En nautið fer semsé heim til sin
og þar tekur á móti þvi eiginkona
sem er allt i senn: falleg, góð,
gáfuð og kaþólsk. Og þegar búið
er að kynna áhorfandanum þetta
indæla fólk byrjar plottið raun-
verulega, en þá kemur nú fyrst
babb i bátinn. Það kemur nefni-
lega i ljós að þessi mynd er um
allt annað en hún þykist vera um.
Engin
vandamál, takk
Robert Duvall i hlutvcrki ..Bull’
Eins
og
naut
l
flagi
Hér er verið að fjalla um stri'ðs-
mann sem á erfitt með að lifa
venjulegu lifi með fjölskyldu
sinni.,,Striðsmanns án striðs”
einsog það er orðað i myndinni.
Þetta er auðvitað stórt og mikið
vandamál sem margar banda-
riskar fjölskyldur hljóta að
þekkja af eigin raun eftir Viet-
nam-striðið, og hefur reyndar
verið fjallað um i nokkrum ágæt-
um myndum. En Hörkutólið er
engin vandamálamynd, og þess-
vegna er farið i kringum þetta
viðkvæma mál með þvi að láta
myndina gerast árið 1962. Þá var
sem betur fer ekkert strið á
Spáni. Eina striðsástandið sem
ýjað er að i myndinni er Kúbu-
deilan 1962 —nautið fær það verk-
efni eftir heimkomuna að þjálfa
flugmenn til að ráðast á Kúbu ef
af bandariskri innrás verður.
Fjölskylda ofurstans hefur
fylgt honum eftir á flakki milli
herstöðva og er að sjálfsögðu vel
þjálfuð i sliku lifi, þótt ekki hafi
hún fylgt honum til Spánar. Það
hefur þvi i rauninni ekkert annað
gerst en að karlinn hefur verið
fjarverandi um nokkurt skeið.
Engin breyting á lifnaðarháttum
hans eða fjölskyldunnar að öðru
leyti. Og er þar með kippt öllum
stoðum undan plottinu, sem verð-
ur hvorki fugl né fiskur, og sann-
færir ekki nokkurn mann.
En þetta getur maður svosem
látið liggja milli hluta. Ofurstinn
á son, Ben að nafni, sem er að
verða átján ára. Allt frá þvi
drengurinn fæddist hefur ofurst-
ann dreymt um að Ben verði orr-
ustuflugmaður, sá allra besti. Nú
kemst hann að raun um að móðir
drengsins hefur „ofdekrað”
Hundar og menn
Hægt er að nefna mýgrút af
dæmum um ósannfærandi atriði
af þessu tagi. En ætli við látum
ekki nægja að minnast á „kyn-
þ áttavandamálið”. Þannig er
mál með vexti, að Ben á góðan
vin, sem er svertingi og heitir
Toomer, sonur ráðskonunnar á
heimilinu. Þess skal getið að
hann. Að visu er Ben greyið
bandariski draumurinn holdi
klæddur, körfuboltahetja m eð
meiru, en það er föðurnum ekki
nóg. Eina „uppreisn” piltsins
gegn föður sinum er að óhlýðnast
einu sinni skipun hans um að láta
vera að koma vini sinum til hjálp-
ar i lifsháska. Þessi óhlýðni er
næstum búin að riða ofurstanum
að fullu, þrátt fyrir það að Ben
fremur hetjudáð að flestra mati.
Ingibjörg
H___________
skrifar
Sumariöt
Sumarbolir kvenna Frákr. 116,-
Sumarpils kvenna 269.-
Hvitir sumarkjólar 208.-
Bikini 106,-
Sundbolir barna 172,-
Sundskýlur barna 89.-
Sundskýlur karla 152,-
Sumarjakkar kvenna 417,-
Sumar jakkar karla 417.-
Sumar jakkar barna 439.-
Danskar sumarkápur 615.-
Æfingagallar barna 220.-
Æfingagallar fullorðinna 239.-
Strigasandalar kvenna 119.-
Leðursandalar karla 250,-
Leðursandalar barna 160,-
i
DOMUS
ROfJ)) KAUPFELAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS
Lausar stöður
Viö Iöntæknistofnun íslands
Framkvæmdastjóri Tæknideildar
Raunvisindamenntun ásamt stjórnunarreynslu áskilin.
Reynsla i ráðgjafastörfum eða iðnrekstri æskileg.
Deildarstjóri Máimtæknideildar
Æskileg menntun: Vélverkfræði, véltæknifræði eða
málmefnisfræði. Starfsreynsla i málmiðnaði eða við ráð-
gjafastörf einnig æskileg.
Vélaverkfræðingur eða véltæknifræðingur
við Málmtæknideiid
Reynsla á sviði vinnslutækni i málmiðnaði og rekstrar-
tækni æskileg.
Skrifstofustjóri aðaiskrifstofu
Reynsla i áætlanagerð, fjármála- og starfsmannastjórn á-
skilin. Æskileg menntun: Viðskiptafræði eöa hliðstæð
menntun ásamt tölvutækni.
Ofangreind störf eru fjölbreytt og veita áhugasömu fólki
svigrúm til frumkvæðis og náinna kynna af innlendum
iðnaði og alþjóðlegri tækniþróun.
Umsóknarfrestur er til 23. ágúst nk. Umsóknir með upp-
lýsingum um æviatriði, menntunar- og starfsferil skulu
sendar forstjóra Iðntæknistofnunar Islands, Skipholti 37,
105 Reykjavik, sem veitir nánari upplýsingar.
IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS
T ónlist ark ennarar
Skólastjóra og kennara vantar við Tónlist-
arskóla Grundarfjarðar (tvær stöður).
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu
Eyrarsveitar i sima 93-8630 eða hjá for-
manni skólanefndar i sima 93-8807.
IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK
Bifvélavlrkjameistarar
Af sérstökum ástæðum getur skólinn tekið
nokkra samningsbundna bifvélavirkja-
nema i verklegt nám á haustönn ’82. Nán-
ari upplýsingar gefur deildarstjórinn, Sig-
fús Sigurðsson i sima 34213.