Þjóðviljinn - 24.07.1982, Qupperneq 24
24 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 24.-25. júll 1982
dægurtónlist
lloseoe Mitchell saxófónleikari
Art Knseinhle ol' Chicago
Roscoe
Mitchell
í Félags-
stofnun
Jassvakning lætur ekki deig-
an siga þessa dagana, fyrst voru
þaft tónleikar með Art Blakey á
Listahátið. þvinæst tónleikar
með Lco Smith og nú á fimmtu-
daginn tónleikar með hinum
kunna saxófónsnillingi Roscoe
Mitchell.
Mitchell þessi er þekktastur
hér sem saxófónleikari Art En-
semble of Chicago en þeir komu
hingað einmitt ekki alls fyrir
löngu og léku i Breiðvangi við
mikla hrifningu.
Roscoe Mitchell er af mörgum
talinn einn besti saxófónleikiri
jassins i dag. I júli hefti Down
Beat, sem er eins konar biblia
jassgeggjaranna, er farið mjög
lofsamlegum orðum um hann.
Teknar eru fyrir fjórar sólóplöt-
ur hans og er einkunnagjöfin öll
á einn veg. Ein plata fær þrjár
og hálfa stjörnu, tvær fá fjórar
og hálfa og ein fær fimm stjörn-
ur. En það að fá fimm stjörnur i
Down Beat er að mér skilst ein-
hver mesta viðurkenning sem
jassleikari getur fengið.
Roscoe Mitchell hefur verið i
fararbroddi i hinum svonefnda
spuna og er gjarnan talinn einn
af frumkvöðlum þessa afbrigðis
jassins. Hann gat sér fyrst orð i
hljómsveitinni Richard Ab-
rams’ Experimental Band en
hún er talin ein sú allra fyrsta til
að feta stigu spunans.
Einleikshljómleikarnir með
Roscoe verða i Félagsstofnun
stúdenta á fimmtudaginn kem-
ur eins og fyrr segir og hefjast
klukkan 21. Eins og fyrri daginn
eru allir jassunnendur hvattir
til að láta sjá sig og kynna sér
hluti sem ekki er oft boðið uppá
og til að rétta halla Jassvakn-
ingar eftir seinustu tónleika.
Jón Viðar
Sigurðsson
skrifar
a : /
Tappi Tíkarrass
tekinn
tali
Einhver efnilegasta
hljómsveit landsins þessa
dagana og sú sem margir
binda hvað mestar vonir
við er Tappi tíkarrass.
Þrátt fyrir ungan aldur
hef ur hljómsveitin gengið
í gegnum eitt og annað.
Kokk i Reykjavik hefur ef-
laust gert meira fyrir Tappann
en nokkra aðra hljómsveit sem
fram kom i myndinni. Og þvi
hægt að segja að Tappinn hafi
þá stigið fram f sviðsljósið. Að-
allega beindist tal manna að
söngkonu hljómsveitarinnar og
voru allir á einu máli um ágæti
hennar.
Átti pabbi Kobba
hugmyndina?
Blm.: Hvenær varð Tappi
tikarrass til?
— Hljómsveitin var stofnuð i
mai á siðasta ári og voru það
Jakob bassaleikari og Eyjólfur
gitarleikari sem stofnuðu hana
ásamt tveim öðrum drengjum,
sem hurfu á braut fljótlega.
Annar fór að læra á celló? hinn
bara hvarf.
— Björk kom til sögunnar i
september, hún var þá nýkomin
frá Frakklandi, brún og sælleg,
með mikið af nýjum góðum
hljómplötum. Hún var þá drifin
i hljómsveitina.
— Hljómsveitin starfaði fram
að jólum en þá var ákveðið á
sameiginlegum fundi að leggja
upp laupana. Það var sem betur
fer ekki lengi og skömmu eftir
áramót voru þeir Jakob og Eyj-
ólfur farnir að reisa hljómsveit-
ina úr rústum. Þeir fengu Björk
og Eyþór til að sjá um sönginn
en leitun var á trommuleikara
þvi sá gamli vildi ekki vera
með.
— Það var ekki fyrr en Guð-
mundur Limbó fannst á tromm-
urnarsem hljómsveitin var full-
mönnuð en Eyþór hætti
skömmu eftir að við vorum far-
in að æfa aftur og þannig hljóðar
þessi margslungna saga um
fæðingu, andlát og endurholdg-
un Tappa tikarrass.
Blm.: Hvers vegna þetta
nafn, Tappi tikarrass?
— Þetta er nú margþvæld
spurning, en hugmyndina að
nafninu átti pabbi hans Jakobs
og þótti okkur það ekki verra en
hvað annað.
Engin ímynd
Blm.: Hafa þessar manna-
breytingar ekki sett nein spor á
tónlist ykkar?
— Vissulega hafa þær gert það
i bland við eðlilega þróun á tón-
list okkar. Þetta hefur haldið
hvort i annað.
Blm.: Það sagði mér einhver
að miklar tónlistarandstæður
væru i hljómsveitinni, er það
satt?
— Já, það er satt, við höfum
gallharðan Deep Purple-aðdá-
anda og einn sem fylgist vel
með nýbylgju. Við hin erum
einhvers staðar þar á milli.
Sameiginlegur grunnur er Talk-
ing Heads, en um þá hljómsveit
er enginn ágreiningur.
Blm.: Er þá ekkert erfitt að
semja tónlist þegar andstæður
eru svona miklar?
— Nei. Það hefur gengið furð-
anlega og veldur engum átökum
þegar við erum að semja og ,ef
til vill gera þessar andstæður i
hópnum það að verkum að
blandan verður eins og hún er.
— Tónlist okkar verður þann-
ig til að einhver kemur með
grunn og siðan bæta hinir ofaná,
þangað til kaflinn er búinn, sið-
an bætist við annar kafli og svo
koll af kolli þangað til okkur
finnst nóg komið.
— Um leið og við byrjum að
fikra okkur áfram fer Björk að
raula texta, þannig að oft verð-
ur þetta til jöfnum höndum,
texti og lag.
Blm.: Er það satt að söng-
konan sé i annarri hljómsveit?
Björk: Já, ég er i annarri
hljómsveit þó það fari nú ekki
hátt. Astæðan fyrir þvi' er sú að
þetta gefur sæmilega i' aðra
hönd og ekki verri leið en önnur
til að selja sál sina.
Það er allt annað og skemmti-
legra að vera i Tappanum,
miklu frjórra, og einhvern veg-
inn finnst mér ég vera að syngja
tónlist þar.
Blm.: Spillir þetta ástand
ekkert fyrir imynd hljómsveit-
arinnar?
— Tappinn hefur enga
ákveðna imynd og þvi spillir
þetta ekki. Ef menn langar til að
starfa með öðrum hljómsveit-
um þá er það þeirra svo framar-
lega sem það rekst ekki á við
stefnu hljómsveitarinnar.
Egóistar út á við
Blm.: Hver semur textana?
— Björk á heiðurinn af þeim
flestum, við hinir eigum svo
einn og einn i sameiningu með
Björk. Sérkennilegasti textinn
sem saminn hefur verið i hljóm-
sveitinni er texti sem Jakob og
Björk bjuggu til. Þau fundu þá
enska bók og tóku fimmtu
hverja linu og útkoman var
bara góð.
— Textar okkar túlka fyrst og
fremst okkar sjónarmið eins og
gefur að skilja. Þeir fjalla um
ýmislegt, allt frá danssporum
yfir til stórglæpamanna.
Blm.: Hvað gerið þið þess ut-
an að vera starfandi i hljóm-
sveit?
— Einn er i atvinnuleit, og er
ágætt að koma þvi hér á fram-
færi; annar er i sumarfrli sem
stendur og söngkonan er i sveit
fyrir austan fjall.
— Trommuleikarinn er sá eini
af karlpeningnum sem er starf-
andi.
— Þvi má svo bæta við að við
erum mjög upptekin af sjálfum
okkurogerum egóistar út á við!
Blm.: Er nokkur leið að æfa
þegar söngkonan er i kaupa-
vinnu?
— Við höfum æft litið að und-
anförnu, en þessar æfingar sem
verið hafa, hafa verið góðar, og
það er fyrir mestu.
Plata á leiðinni
Blm.: Er hljómplata nokkuð
á leiðinni?
— Já, ætli við verðum ekki að
segja það, þó ekki sé búið að
ganga frá öllum hnútum ennþá.
Við eigum laus-bókaða tima i
stúdiói i byrjun ágúst og hefur
Tony Cook gefið okkur vilyrði
um að vera upptökustjóri ef allt
fer að óskum.
Blm.: Hafið þið hugleitt
hvaða lög verða á plötunni?
— Þetta verður 4-6 laga plata.
en ekki höfum við komið okkur
endanlega saman um hvaða lög
það verða.
— Ætli það verði ekki lög eins
og „London”, „Sperglar”, „Ott-
ar”, „Fa-Fa”, „Lok-lað” og
„Ilty ebni”.
Blm.: Er eitthvað fleira
merkilegt á döfinni?
— Það eru hér Frakkar að
gera kvikmynd um land og þjóð
og teljumst við enn til þjóðar-
innar og eigum viö þvi að vera
landkynning.
— Við verðum svo með
Þrumuvagninum á hljómleik-
um næstu vikurnar en sam-
starfið við þá drengi hefur verið
gott.
— Annars liða dagarnir áfram
og óvist er hvað dagarnir bera i
skauti sér. Suma dreymir um að
komastá forsiðu Rolling Stone:,
ætli við látum okkur ekki nægja
mynd iÞjöðviljanum i bili.
Enn
af
Comsat
Angels
Þá er það komið á hreint að
Coinsat Angels koina liingað til
lands og lialda tvenna tónleika
eins og uni var talað.
Þeir koma hingað beint úr
hljómleikaferð um Bandarikin
sem stendur nú yfir. Tónleik-
arnir verða 12. og 13. ágúst i
Tjarnarbiói og búið að ganga
þannig frá hnútum að ómögu-
legt er að hindra tónleika þeirra
hér nema eitthvert stórslys
verði.
Ekki er mér ljóst hvaða
hljómsveitir verða þeim til
trausts og halds en ekki þykir
mér óliklegt að Vonbrigði verði
með þeim annað kvöldið en um
hina þori ég ekkert að segja.
Eins og skýrt var frá hér um
siðustu helgi koma Eyeless in
Gaza hingað til lands i næsta
mánuði og er búið að ganga end-
anlega frá dagsetningum. Fyrri
tónleikar þeirra verða á Isafirði
19. ágúst en siðari hér i Reykja-
vik þann 22. ágúst.
Comsat Angels koma þrátt fyrir allt!