Þjóðviljinn - 24.07.1982, Page 31
|-*0» > • • íA» . 4 r i r -r * *+ -■■. 1V?*^ ',f.
Helgin 24.—25. júli 1982 , MÓÐVILJINN — SÍÐA 31
Líkur á að Jón Baldvinsson verði dreginn til viðgerðar í Noregi
„V erkið tekið úr
höndum okkar”
segja starfsmenn Vélsmiðjunnar Hamars sem
pökkuðu niður 6 vikna vinnu til útflutnings í gær
— Við höfum ekki fengið neinar skýringar á því hvers
vegna verkið hefur verið tekið af okkur. Okkur var ein-
ungis tilkynnt í fyrrakvöld af vélaeftirlistmanni BOR-
að við ættum að skila öllu um borð i Jón Baldvinsson og
gera sjóklárt fyrir þriðjudag. Maður er orðinn ýmsu
vanur en það kemur óneitanlega á óvart að þeir menn
sem tala ekki hvað minnst um íslenskan iðnað og at-
vinnuuppbyggingu skuli á þennan hátt flytja vinnu úr
landi", sagði Lárus Björnsson verkstjóri í Vélsmiðjunni
Hamri.
Eftir að skuttogari Bæjarút-
gerðar Reykjavikur Jón Bald-
vinsson varð fyrir alvarlegri vél-
arbilun i siðustu viku, var Vél-
smiðjan Hamar fengin til að
kanna skemmdir. Starfsmenn
smiðjunnar hafa frá þvi sl. laug-
ardag unnið af fullum krafti við
verkið og er ljóst að vélin er illa
farin og mikið verk að koma
henniilag.
„Það kom okkur algjörlega á
óvart að verkið skuli tekið af okk-
ur án allra skýringa, svona rétt
þegar við erum að byrja á þvi,”
sagði Gunnar ólafsson trúnaðar-
maður starfsmanna so' voru
siöur en svo ánægðir nicu nam-
gang mála. „Hér i smiðjunni er
búið að vera verkefnalaust fyrir
stóran hluta starfsmanna siðustu
fjóra mánuði. Þegar siðan allt að
6 vikna vinna sem er fyrirsjáan-
leg við viðgerðir á Jóni Baldvins-
syni er tekin frá okkur og flutt úr
landi, er ekki að undra þótt mönn-
um sviði undan” sagði Gunnar.
Þegar Þjóðviljamenn litu við i
Hamri i gær voru starfsmenn
önnum kafnir við að pakka niður
þeim vélarhlutum úr Jóni Bald-
vinssyni sem teknir höföu verið
upp og inná verkstæði. „Hérna
keppast menn við að pakka niöur
6 vikna vinnu og flytja úr landi”,
varð einum starfsmanna þá að
orði.
Aðspurður sagði Karl Eyjólfs-
sonsem hafði yfirumsjón með at-
hugun á vélarskemmdunum á
Jóni Baldvinssyni að viðgerðin
væri þeim vel viðráöanleg, það
hefðu verið unnin vandasamari
verk en framkvæma þyrfti i þessu
tilfelli. —lg
Starfsmenn i Hamri pakka niður 6 vikna vinnu til útflutnings, en sið-
ustu 4 mánuði hefur verið verkefnalitið fyrir stærstan hluta starfs-
manna i smiðjunni. Mynd: — gel
„Það hcfur ekki verið endan-
lega ákveðið ennþá hvort verkiö
verður unnið hér heima eða tog-
arinn dreginn til Noregs. Sú á-
kvörðun verður tekin um helgina
eða á mánudag. Það að pakka
vélarhlutunum saman er cinungis
gert til að flýta fyrir, verði niður-
staðan úr viðræðum okkar við
tryggingarfélag og vélarfram-
leiðandann að togarinn verði
dreginn utan til viðgerða”, sagði
Björgvin Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri BCR.
„Vélin er stórskemmd og hefur
raunar aldrei verið i íullkomnu
lagi að okkar mati þau tvö ár sem
við höfum átt togarann. Þessi bil-
un nú er með almesta móti og
ljóst að senda verður bæði
sveifarásog botnskál til viðgerða
i Noregi. Það er þvi margt sem
stuðlar að þvi að gert verði við
vélina ytra en við erum að reyna
að ná samkomulagi við framleið-
andann um að gera meira en lag-
færa þessa vélarbilun. Við viljum
láta gera við alla þá galla sem eru
á vélarbúnaðinum.”
En er ekki grátlegt að þurfa að
flytja svona mikla vinnu beinlinis
úr landi?
„Jú, bað má segja það en þetta
mál er’sérstæðs eðlis þvi við vilj-
um fá meira en viðgerð, við vilj-
um að framleiðandinn skili okkur
þessari vél i sinu rétta ástandi”,
sagði Björgvin.
Björgvin Guð-
mundsson
forstjóri BÚR
„Viljum fá
meira en
viðgerð”
Frá Skaftafelli
Sumarferð
Alþýðubandalagsins á Vesturlandi
V erslunarmannahelgin:
Kirkjubæjarklaustur — Skaftafell
Alþýðubandalagið á Vesturlandi efnir til Sumarferðar um
verslunarmannahelgina 30. júli til 2. ágúst n.k.
Lagt verður af stað föstudaginn 30. júli sem hér greinir:
Frá Vegamótum kl. 14
Frá Akranesi kl. 14
Frá Borgarnesi kl. 15
Ekið verður um Uxahryggi og sem leið liggur um Suður-
land að Kirkjubæjarklaustri. Gist að Kirkjubæjarklaustri
allar þrjár næturnar.
Boðið er upp á svefnpokapláss og hótelherbergi.
Laugardag og sunnudag verður farið i skoðunarferðir i
Skaftafell og um nágrenni Kirkjubæjarklausturs.
Þátttaka tilkynnist eftirtöldum sem allra fyrst og veita
þau jafnframt allar nánari upplýsingar simi:
Akranes: Ingunn Jónasdóttir 2698
Borgarnes: Carmen Bonitch 7533
Vegamót: Jóhanna Leópóldsdóttir 7690
Búðardalur: Kristjón Sigurðsson 4175
Stykkishólmur: Guörún Arsælsdóttir 8234
Grundarfjörður: Ólöf Jónsdóttir 8811
Ólafsvik: Rúnar Benjaminsson 6395
Hellissandur: Svanbjörn Stefánsson 6657-6637
Pantið sem allra fyrst. 011 fjölskyldan með.
Stjórn kjördæmisráðs Alþýöubandalagsins á Vesturlandi.
.. ....... —...................
Inn við Hitarvatn, Foxufell nær Tjaidhrekka innst..
Sumarferð
Alþýðubandalagsins á
Norðurlandi-vestra 7.-8. ágúst 1982
Snæfellsness og Hítardalur
Lagt verður af stað á laugardagsmorgni frá Varmahlið i
Skagafirði og ekið um Laxárdalsheiði vestur i Hitardal.
Tjaldað verður að Hitarhólmi i túnfætinum hjá Birni
Hitdælakappaog siöan gengiö upp á hólm inn en þaðan er
gott útsýni ytir dalinn og vatnið. Að þvi búnu verður efnt
tilkvöldvökuvið varðeld.
A sunnudag verður ekið um Snæfellsnes eftir þvi sem
timi leyfir og ekið heim aftur gegnum Borgarnes.
Þátttaka tilkynnist eftirtöldum, sem jafnframt veita
nánari upplýsingar:
Ester Bjarnadóttir, Hvammstanga
Sturla Þórðarson, Blönduósi
EðvarðHallgrimsson, Skagaströnd
Hallveig Thorlacius, Varmahlið
Ingibjörg Hafstað, Vik, Skagafirði
Hulda Sigurbjörnsdóttir, Sauðárkróki S. 95- 5289
Einar Albertsson, Siglufirði S. 96-71614 og 71616
S. 95-1435
S. 95-4356 og 4357
S. 95-4685
S. 95-6128
S. 95-5531
Þátttaka er öllum heimil.
Undirbúningsnefnd