Þjóðviljinn - 31.07.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 31.07.1982, Blaðsíða 11
Helgin 31. júli—l.ágúst 1982. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Vakningin viö BreiðafjörB hófst um 1830 og bar góBan ávöxt i menningu fólksins og þrifnaði. Við gerðum andaktugan stanz aö Kollabtfðum þar sem þingin voru ár eftir ár til að leita framfara- leiða, efla frelsi og alla dáð. Þar voru að fornu háð Þorskafjarðar- þing. SIBast held ég að þar hafi verið þingað um 1890 undir for- ystu Skúla Thoroddsen. Viö félag- ar höfðum einmitt farið hjá Kvennabrekku fyrr um daginn, séra Sigurjón, Einar Bragi og ég. Þar fæddist kona Skúla sú gáfaða og merka kona Theódóra, skör- ungur mikill og skáldmælt eins og allir vita, dóttir séra Guðmundar Einarssonar, móðurbróður Matt- hiasar skálds. Systir hennar Ast- hildur giftist rikismanninum Pétri Thorsteinssyni á Bildudal Thor Vilhjálmsson skrifar: voru hliðarflekarnir? Við fórum að leita. Og uppi á kirkjulofti fundum við það sem vantaði. Þar var Kristur, og stóð i stampi og blóðbogar nettir bunuðu úr siðu- sárinu óg lófum, oni stampinn og náði blóöið upp á miðja leggi,og ekki kyn þó Kristur væri undur- furðulegur á svipinn i blóðsukki þessu. Róðukristur hékk á vegg nýmálaður hvitu japalakki og naut sin ekki fyrir bragöiö I gljá- stakki sinum, þótt kvöldiö væri fagurt og kallaöi á fyrirgefningu. Við fréttum að bónda þar hefði þótt ósæmilegt blóðfarið á Kristi og tekið þess vegna myndvæng- ina ofan. Það þótti okkur skaði, og vorum á þvi að vildu þeir ekki hafa myndina hjá sér i Gufudal ætti hún aö fara á byggðasafn eöa Þjóðminja. Mætti segja mér að Egill á Hnjóti I örlygshöfn tæki henni feginsamlega i safnið sitt sem hann hefur dregiö saman af mikilli elju og smekkvisi. Kvöldlygnt. Við förum með- Skógar, fæðingarstaðurMatthíasar Jochumsonar. Fjalliö tii vinstri er llvannahiiö. Fyrir miðri myndinni sést vesturbrún Kollabúbardals og til hægri sér á Skógafjall. HELGARSYRPA Theódöra Thoroddsen. sem gjaldþrot Miljónafélagsins knésettij þeirra sonur Muggur listamaðurinn. Theódóra var ætt- móðir fjölhæfs fólks. Jón Thoroddsen sýslumaður og skáld, faðir Skúla var hins vegar fæddur á Reykhólum á Barða- strönd,og bætist þvi i skáldatölu þessarar rollu. Og enn verður tal- inn með Gestur Pálsson sem var frá Miðhúsum i Reykhólasveit. Það má klykkja út með þvi að fyrsta konan sem gaf út ljóðabók eftir sig er lika af þessum slóðum og hét Júliana Jónsdóttir; hennar guðfaðir var enginn annar en Sigurður Breiðfjörð. Hún var laundóttir vinnumanns úr Hrúta- firöi, sjálf vinnukona hjá þeim fræga klerki Friöriki Eggertz i Akurey. Ekki hafði hún mikið veraldargengi fyrir bragðið held- ur hraktist til Ameriku. Ljóöa- bók hennar nefndist Stúlka, og kom út á Akureyri 1876, og svo önnur i Winnipeg Hagalagðar 1916. Við förum yfir Músará. A þeim slóðum var einu sinni kerling að arka með sveinbarn i poka- skjatta, systir Þóru móður Matthiasar skálds, og kom að Hallsteinsnesi þar sem sveinninn óx upp. Það var enginn annar en Pétur Thorsteinsson sem siðar varð rikismaöur, og lét mjög að sér kveða i atvinnulifi vestra,þótt hann endaöi ævi sina i litlu húsi i Hafnarfirði við hæversk efni. Þar kom að Þorsteinn Scheving viður- kenndi faöernið Péturs. En á Bildudal stendur minnisvarði Péturs og Asthildar meö brjóst- myndum beggja. Pétur var eins- konar faðir staðarins^og upphafs- maður að blóma þar um sinn. Og skammt frá minnisvarði sonar þeirra Muggs; og horfa öll til sjávar og fylgjast með viðgangi staðarins úr brekkunni þar sem grasið grær og visnarfog þarna færir Hafliöi Magnússon upp leik- ritin.og semur þau stundum lika, skrifar skáldsögur og málar,- og konurnar koma frá Astraliu til að vinna i fiskinum með iljar á móti kenkúrunum og islenzku flótta- fólki þar og svörtum svönum. Djúpidalur, Þaðan kom Björn Jónsson ráðherra. Það er komið kvöld þegar við komum i Gufudal, þar sem afi Ólafs Jónssonar bókmenntafræð- ings og gagnrýnanda sem oft gustar um var siðastur prestur, séra Guðmundar Guðmundsson- ar, faðir Haraldar ráðherra og Jóns ráðuneytisstjóra. Rögnvald- ur ólafsson faöir islenzks arki- tektúrs teiknaði kirkjuna litlu i Gufudal. Þar er furðuleg altaris- tafla sem gaman væri að vita hvaðan er runnin. Hún var það sem kallast á útlenzku triptych, þritafla1, miömynd með ámáluð- um vængjum á hjörum. En nú hékk bara uppi miöstykkið og var kvöldmáltiðin, mjög einkennilegt samkvæmi. Skrýtnir fuglar með vaxborið snúningsskegg likt og væri einhvers konar Rotary- klúbbur sinnar tiöar. En hvar Skúli Thoroddsen. fram sjónum. Fjara. Sólglit á sléttum haffletinum, svartar skerðagirðingar. Enda heitir þar fyrir innan Rifgiröingar, segir séra Sigurjón; sem dregur ekki af að fræða okkur heldur eykur við eftir þvi sem við færumst nær upprunaslóðum hans. Fjaran verður skærgul, þangið rautt viö flesjar, og skuggarnir hreiðra um sig eins og þeir ætli aö vera. Grasiö ljómar græntfog þaö sem er gult verður meira gult. Litirnir fara að trúa á sjálfa sig eins og þeir gætu hægt á tim- anum og dýpkað dvöl hans. Kollafjöröur, Vattarnes, og furðusmíö náttúrunnar þrihyrn- ingsfjallið milli Skálmarfjarðar og Kerlingarfjarðar, með örmjó landtengsl; og heitir fremst Skálmarnesmúlafjall. Fyrir ein- um 10—15 árum voru sjö bæir á ræmu fyrir neðan múlann; nú er þar allt i eyöi. Landmegin fyrir ofan er Þingmannaheiði og vegur yfir til Vatnsfjarðar langtimum ófær. Skálmarnesið virðist mjög jafnhátt, og skarpt markaö 1 hamragirðingu um allar brúnir þrihyrningsins. Engin umferö. Bara viö á ferli i jeppanum prestsins. Allt i einu birtast tvær mannverur i eyði- landinu. Ósköp virðast þær fjarri mönnum, móðir með litla telpu. Og veifar okkur, og hvernig i ósköpunurh gátum viö skilið þær eftir i æðrulausu umkomuleysi, komnar alla leiö frá Astraliu. Og hvert voru þær að fara? Heim til Astraliu? Nei. Heldur til Bildu- dals að hitta systur móðurinnar sem var að hjálpa Islendingum með fiskinn sinn svo hann kæmist á matboröin hjá þeim i Ame- riku. Þær höfðu veriö að flakka um landið, meö þvi aö veifa bilum og biðja um far. Engin kengúra var i ferð með þeim. Þess vegna vakti koma okkar i Flókalund enga sérstaka athygli, og skild- umst þar við þær mæðgur með kurteisi. Langferðabíll meö þýzkum og amerikumönnum. Inni var fólk af ýmsu þjóðerni með kyrrlátu hjali. Við tjölduðum á grasbala fyrir of- an fjöruna, og fórum aö skoða strendan drang sem stóð á end- ann fyrir framan gistihúsið til minningar um Hrafna-Flóka Vil- gerðarson. Og á steininn var höggvið: Ok nefndu þat tsland. Þar rennur hjá áin Penna, skammt frá. Siðan brugðum viö okkur að Brjánslæk, áður en við gengjum til náða og hittum bara hunda við prestshúsið gamla þar sem séra Sigurjón hafði hafið prestferil sinn. Þaðan fórum við heim að bæn- um við sjóinn neðra^og hittum Einar hónda að máli sem ætlaði i róður með morgninum aö taka upp net sin en sneri þvi upp i aö fara með okkur út i Hergilsey. Frá Brjánslæk eru Briemarnir sem viða koma við. Þarna sat ættfaöir þeirra Gunnlaugur sýslumaður sem hafði fengið verðlaun á Listaháskólanum i Kaupmannahöfn eftir sex ára nám i höggmyndalist, og setti sig Vaðsteinabjarg f Hergilsey. upp á móti Jörundi hundadaga- konungi eftir megni. Og fór þar öðruvisi en Guömundi Scheving kollega hans sem frægur varð af Sjöundármálum, og missti embætti fyrir hversu veikur hann var fyrir Hundadagakonunginum en þreifst þó vel i Flatey eftir , það, þar sem hann gerðist útgerð- armaður og kaupmaður, og byggði upp Flatey, og hélt þeim gjöfum sem hann haföi þegið af Jörundi. Brjánslækur var höfuðból að fornu og löngum siðar. Næsta morgun förum við ævin- týraferö með Einari út i eyna þar sem hann ólst upp til tólf ára ald- urs. Guðmundur faðir hans fékkst íika við skáldskap og notaði dul- nefniö Holt, hann var meðal sið-; ustu ábúenda i eynni. En hinn I fyrsti Hergils hnapprassf faðir Ingjalds sem segir frá i Gisla sögu Súrssonar, og hlaut come-back með kvikmyndinni. Fyrrum var búið i flestum helztu eyjunum, og i sumum núna, þótt flestar eyddust um sinn. Ekki er búið i Hergilsey, þar eru of marg- ir eigendur. vio íorum hja eyju sem var þéttsetin skarfi, þessum undar- lega fugli þar sem hver vill vera ofan i öörum.og sumir reistu sig og breiddu út stóra vængina og teygöu álkuna með langan háls- inn,og blessuðu hvern sem væri. Einar sigldi meö okkur alveg upp viö eyna svo við gætum skoðaö vel þetta skrautlega samfélag.og sagöi okkur frá þvi þegar farið er i þessi sker og fuglinn rotaður unnvörpum, og þeim móð sem rennur á menn i hita þess leiks i lifsbaráttunni. Og sagöi okkur sögur af lifinu fyrr, og kempum sem urðu gamlir nema sjórinn tæki þá eöa brenniviniö kortaöi skeiöið, og kerlingum sem ólu urmul af börnum og urðu afgaml- ar, og gátu kennt sögur og kvæði kynslóð eftir kynslóö, sem irægt er. Margt lærði Snæbjörn i Hergils- ey, af ömmusystur sinni og fóstru sem var margfróð og kenndi hon- um sjómennskulist við hlóðirnar, og sagði honum fyrst til hvernig hann ætti að sigla, og verja skip i áföllum og hálsa ölduna, og fræðsla hennar varð honum drjúg, eins og kemur fram i ævi-1 sögunni hans. Sjórinn var alsléttur, sól; hlýtt, og viðsýnt; og við sáum eftir bendingu Einars Oddbjarnar- sker; verstöðina frægu þar sem kemur upp heitt vatn á fjöru.og Jónas stýrimaður segir að hafi verið rekinn blýtappi i opiö svo ekki mengist sjó. Við gengum um eyna, lituðumst um af Vaðsteinabergi þar sem er hæst; reikuðum um bæjartætt- urnar, og komum aö brunni þar sem drukknaði barn. Við sátum i grasinu,- og Einar jók okkur skilning á sérstæðu mannlifi i eyjunum, lifsháttum þarna, og hvernig stæltist kjarkur i sókn eftir lifsbjörg sem var nóg ef menn báru sig eftir henni og höfðu útsjón. En nú vil ég að þið farið með kvæði eftir ykkur sjálfa, sagði hann, og ég skal þá fara með eitt- hvað lika. Eg visaöi málinu til skáldbróður mins Einars Braga sem fór með ljóð eftir sig sem ég hef aldrei fyrr heyrt né lesið. SIÖ- an tók Einar á Seftjörn við og fór meö ljóð eftir sig. Þetta var góð stund. Þaö stendur bara eitt hús i eynni sem var eins og þvi heföi skolað upp af annarri strönd. Það var eins og það væri gert eftir leiktjöldum. A klöpp viö vik var dauður selur i bandtaumi, svo hann tæki ekki út. Og rifinn úr honum kjammi. Ljót sjón, og sorgleg. Frá Brjánslæk höldum við áfram ferðinni áleiðis til örlygs- hafnar i sjötugsafmæli kempunn- ar Gunnars össurarsonar og seg- ir frá þvi seinna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.