Þjóðviljinn - 31.07.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 31.07.1982, Blaðsíða 15
Helgin 31. júli—1. ágúst 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Heilsan er dýrmætasta eignin >/Ég hef alltaf verið heilsuhraust og það er auð- vitað það sem bjargar. Heilsan — hún er það dýr- mætasta sem maður á"> svaraði Ingibjörg Gísla- dóttir þegar ég spurði hana hvernig hún færi að þvi að halda sér svo vel sem raun ber vitni. Ingibjörg er fædd 20. desember áriö 1891 og varö þvi niræö siöast- liöinn vetur. Þaö er þó ekki á henni aö sjá, hún er kvik i hreyf: ingum og tali og friskleg i útliti. Hár hennar er þykkt og mikiö þrátt fyrir þennan háa aldur. „Já, háriö. Þaö var nú einmitt þaö sem kom mér i filmuna. Það var einhver sem benti kvik- myndafólkinu á mig, bæði vegna peysufatanna og vegna hins, að flétturnar eru ekta”, segir Ingi- björg. En hún geröist svo fræg aö vera fengin til þess aö leika i kvikmynd i sumar. Viö viljum ekki segja, hvaða kvikmynd það er, þvi Ingibjörg vonar fastlega, að atriðin meö henni veröi klippt úr. Hún segist þó öngvar áhyggj- ur hafa af filmunni og ekki búast við að sjá hana. Ingibjörg Gisladóttir er alin upp f Hábæ á Akranesi til ferm- ingaraldurs, en fór þá að bjarga sér eins og alsiða var þá. Hún kom hingað til Reykjavikur og var hér i vinnumennsku. Hún kveður vistina hafa veriö voða- lega erfiða, ekkert vatn i húsun- um, oliulampar og þvotturinn all- ur borinn inn i Laugar. ,,En þetta varsvona hjá öllum stúlkum. Það var misjafnt meö fridagana og svoleiðis, en vinnan var alls staö- ar erfið.” Ingibjörg gifti sig tvitug Gunn- ari Gislasyni frá Hlaðgeröarkoti i Mosfellssveit. Hann var sjómað- ur og vann i kaupavinnu á sumrin og „yfirleitt viö hvað sem til féll. Það var ekki úr miklu aö velja þá og hann greip hvert tækifæri.” Þau Gunnar eignuöust eina dóttur, en Ingibjörg missti siöan manninn og baslaði siöan ein i nokkur ár, eöa þar til hún kynnt- ist Zófaniasi Sveinssyni frá Hæð- arenda á Seltjarnarnesi og giftist honum. John Rud á förum 1 sumar hefur staðið yfir sýn- ing á höggmyndum umhverfis Norræna húsið eftir danska höggmyndarann John Rud. Listamaðurinn hefur i sumar unnið að höggmyndum úr is- lenskum efnivið, ss. gabbró, grágrýti, hrauni, lipariti, o.fl. Auk þess hefur hann gert högg- mynd úr isl. stuðlabergi. Þessar höggmyndir verða til synis við Norræna húsið n.k. laugardag og sunnudag og ætlar listamaðurinn aðkynna verk sin milli kl. 14-17, ef veður verður ekki þvi verra. John Rud er á förum til Dan- merkur þar sem hann ætlar að sýna þessar höggmyndir úr is- lenskum steinum, en stuðla- bergshöggmyndin mun þó á- fram prýða umhverfi Norræna hússins fram i september, eins og þær höggmyndir sem fyrir eru. Ingibjörg Gísladóttir á tíræöis- aldri segir svolítið af sjálfri sér „Þá var allt breytt i bænum” segir Ingibjörg. „Það var allt á framfarabraut, svoleiðis. Raf- stöðin kom fyrst og siðan hita- veitan.” Þau Zófanias bjuggu i 3 ár i Gröf i Skilmannahreppi. Þaðan fluttu þau að Stóra Býli þar sem þau voru i 24 ár. Arið 1944 fluttu þau til Reykjavikur þar sem Zófanias fékk vinnu við trésmiö- ar, en hann var trésmiður að menntun. Arið 1947 fluttu þau inn i húsið við Kambsveg 11, sem Zófanias byggði. „Hér hef ég búið lengi og vil fá að vera hér meðan ég geri engin spjöll”, segir Ingi- björg. Ingibjörg segist hafa nóg fyrir stafni. Sjónin er enn mjög góð og hún saumar og heklar. Hún sækir kennslu i Norðurbrún 1, sem er skammt frá, en þar er margvis- leg þjónusta við aldraða. Hún prjónar einnig mikið, m.a. á barnabörnin og barnabarnabörn- in — „en þau vaxa hratt og ég geri mér kannski ekki nóga grein fyrir þvi”, segir Ingibjörg og brosir sinu hægláta brosi. „En það gerir ekkert — það má þá nota þetta á næsta barn! Ingibjörg á 6 börn á lifi og telur afkomendur sina vera um 60 talsins. „Sei, sei, já — löngu orðin langamma og það margföld. Ég bið bara eftir aö verða langa-langamma. Mér skilst að það fari að hafa aldurinn i það.” Þessari háöldruðu konu finnst allt stefna i framfaraátt. Hún man timana tvenna og þrenna og ýmislegt hefur á daga hennar ' drifið, en óþarfi að færa það i dagblöðin. Hennar kynslóð lærði aldrei aö hælast um — að vekja á sér athygli var taliö óviðeigandi. Og þegar ég kveð hana segir hún við mig:: „Ætlarðu með þetta 1 blöðin? Ja, það er þokkalegt aö verða alfæmd á gamalsaldri!” — ast. Pabbi baupir liriiljjÞstoiu*. af |>vi hann ©lsbar inig. 25 ára reynsla BRIDGESTONE á hinum misjöfnu vegum íslands sannar-öryggi og endingu. Kaupið viðurkennt merki sem má treysta. Öryggið í fyrirrúmi — með BRIDGESTONE undir bílnum. EfRIDOESTONE áislandi BÍLABORG HF. Smiöshöföa 23, sími 812 99.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.