Þjóðviljinn - 31.07.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.07.1982, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. jiill—1. ágúst 1982. Enska knattspyrnustórveldið Man- chester United er væntanlegt hingað til lands eftir helgina og leikur tvo leiki hér i vikunni. Gegn Val á Laug- ardalsvelli á miðvikudagskvöldið og gegn KA á Akureyri kvöldið eftir. Un- ited á marga dygga áhangendur hér á landi og fyrir þá og aðra sem áhuga hafa ætlum við að kynna liðið. Stutt ágrip af sögu þess og smápistlar um einstaka leikmenn verða að duga, en vonandi verða einhverjir nær um þessa verðandi gesti okkar. MANCHESTER UNITED 1878 — 1982: Félag sem ekki er ánægt Manchester United er að koma til islands! ,,The Red Devils”, eða rauðu djöflarnir eins og liðiö er oft kallað er tvi- mælalaust eitt þekkt- asta knattspyrnulið heims og fá geta státað af jafnmiklum vinsæld- um innan sins heima- lands sem utan. í ára- tugi hefur viss ævintýra- Ijómi leikið um nafn Manchester United og með þvi hafa gert garð- inn frægan margar af stórstjörnum breskrar knattspyrnu. Manchester United var stofnaö áriö 1878, þá undir nafninu New- ton Heath. Félagið tók upp at- vinnumennsku áriö 1885 og þegar enska deildakeppnin var stofnuö árið 1888 sótti það um inngöngu. bað gekk ekki, Newton Heath fékk aðeins eitt atkvæði i kosn- ingu um hvaða 12 lið fengju sæti i deildinni. Liðið tók siðan þátt i ,,Football Alliance”, deild fyrir neðan sjálfa „Football League”, eða deildakeppnina sem viö þekkjum i dag. Loks árið 1892 fékk Newton Heath inngöngu i 1. deild og slapp naumlega, þvi 2. deild var stofnuð sama ár. Newton Heathhéltsér uppi með aukaleik eftir að hafa hafnað i neðsta sæti 1. deildar fyrsta árið en tapaði samsvarandi leik næsta ár og féll þá i 2. deild. Dvölin þar var löng og árið 1902 rambaði fé- lagið á barmi gjaldþrots. Þá keypti auðmaðurinn John Henry Davis sig inn i stjórn, kom fótun- að vera það næst besta um undir félagið og breytti nafni þess i Manchester United. Nú fór hlutirnir aö gerast. Arið 1906 vann United sig upp i 1. deild og varð enskur meistari árið eft- ir. Siðan hefur tæpast verið litið til baka og United hefur siðan verið lengst af i hópi bestu knatt- spyrnuliða Englands. Fjórum sinnum hefur það þó fallið i 2. deild, siðast 1974, en dvölin þar hefur aldrei verið löng. Enski meistaratitillinn hefur unnist 7 sinnum, siðast árið 1967, og bikar- Ray Wilkins — lykilmaður i enskalandsliðinu. Ron Atkinson — framkvæindastjóri United. hinn litriki Manchester Arnold Muhren — Hollendingur- innsem kom frá Ipswich i sumar. Steve Coppell. inn fjórum sinnum, siðast 1977. Evrópumeistari varð United 1968 eftir frækinn sigur á portúgalska stórliðinu Benfica i úrslitaleik, 4:1. En áhangendur Manchester United hafa ekki fengið mikið til að gleðjast yfir á þeirra mæli- kvarðasiðsutu 14 árin. Siðan Evr- ópubikarinn vannst hefur félagið aðeins borið sigur úr býtum i einni stórkeppni, enska bikarinn 1977 eins og áður sagði. United vann að visu 2. deildina 1975, árið eftir fallið úr 1. deild, en það þótti svo sjálfsagt að allt annað hefði veriö talið til stórslysa. Talandi um stórslys, þá hefur Manchester United lent i mesta harmleik sem hent hefur breskt knattspyrnulið. Þann 6. febrúar 1958 var liðið á heimleið frá Bel- grad i Júgóslaviu þar sem liðið hafði tryggt sér sæti i undanúr- slitum Evrópukeppni meistara- liða með 3:3 jafntefli gegn hinu fræga liði Rauðu Stjörnunni. Flugvélin sem flutti United milli- lenti i Manchen i Vestur-Þýska- landi en flugtakið þar mistókst á hroðalegan hátt með þeim afleið- ingum að átta leikmenn United fórust og einir 15 farþegar aðrir. Margir frægir knattspyrnu- snillingar hafa klæðst hinum rauða og hvita búningi Manchest- er United. A siðari árum má nefna George Best, Bobby Charl- ton, Denis Law, Pat Crerand og Billy Foulkes. Þekktar stjörnur á fyrri árum voru Wilf McGuinnes, Danny Blanchflower, Jack Row- ley, John Carey og siðast en ekki sist.DuncanEdwards.Hann fórst i Miinchen-slysinu aðeins 21 árs gamall og er talið eitt mesta knattspyrnumannsefni sem fram hefur komið. —vs Landsliðsmennirnir eru sumir meðal varamanna! Eftir endurkomu Manchester United i 1. deild árið 1975 hefur liðið smám saman verið aö styrkjast og nú er mál manna að það sé reiðubúið af alvöru i slag- inn um sjálfan Englandsmeist- aratitilinn. Að visu náðist annað sætið 1980, aðeins tveimur stigum á eftir meisturum Liverpooi og þriðja sætið 1976 og á siðasta keppnistimabili,en þá þótti vanta þennan fræga herslumun sem liö þarf að hafa til að bera sigur úr j býtum i jafn erfiöri keppni og | enska 1. deildin er. j Hinir fjölmörgu islensku áhugamenn um enska knatt- I spyrnu þekkja vafalitið flesta nú- verandi leikmenn Manchester United með nafni og þeir áhuga- sömustu hafa á hreinu hæð og þyngd viökomandi, vita hvernig bil hann á og hver sé uppáhalds leikkonan hans. En samt er ekki úr vegi aö renna aöeins yfir liðiö og gefa örlitlar upplýsingar um viðkomandi leikmenn. Gary Baily —ungur markvörð- ur sem af mörgum er talinn verð- andi landsliðsmarkmaöur Eng- lands. Var i 40 manna landsliðs- hópnum fyrir HM i sumar. John Gidman — bakvörður. Keyptur frá Everton 1981 og lék einn landsleik fyrir England 1977. Landsliðsframi hans varö skemmri en spáð haföi verið. Arthur Albiston — bakvöröur, sem hefur verið einn traustasti leikmaöur liðsins undanfarin ár. Enn ungur aö árum og gæti átt framtið fyrir sér hjá skoska landsliöinu. Martin Buchan — miðvörður sem hefur leikiö meö United i rúm 10 ár en var þá keyptur frá Aberdeen. Margreyndur skoskur landsliðamaður en er orðinn 33ja ára gamall. Gordon McQueen — ljóshærði risinn i miðvarðarstööunni sem skorar mikið með skalla eftir hornspyrnur. Skoskur landsliðs- maöur sem kom frá Leeds 1978. Kevin Moran —litill miðvalla- spilari frá trlandi sem einnig skil- ar miðvaröarstöðunni með prýði. Skoraði þýöingarmikil mörk á siöasta keppnistimabili fyrir United og Irland. Nicky Jovanovic — miðvörður sem lék með Júgóslaviu i HM i sumar. Kom frá Rauðu Stjörn- unni i sinu heimalandi 1980. Bryan Robson — stjarna Eng- lands i HM á Spáni og hefur skor- að mikiö fyrir landsliðið þó hann leiki aftarlega á miðjunni. Aðeins 25 ára og á mikla framtiö fyrir sér. Kom frá WBA sl. vetur. Remi Moses —varnartengilið- ur, ungur að árum, sem kom frá WBA sl. vetur eftir aö hafa slegiö þar i gegn árið áður. Ray Wilkins — teneiliður sem er fastamaður i enska landslið- inu og meö yfir 50 landsleiki aö baki og þó ekki nema 26 ára. Kom frá Chelsea 1979. Arnold Muhren —tengiliður og hollenskur landsliðsmaður. Var keyptur frá Ipswich nú i sumar og var dýrlingur þar á bæ. Með hann á miðjunni gæti United hafa fund- ið siðasta hlekkinn i meistaralið- iö. Mike Duxbury —ungur miðju- maöur sem hefur leikið alls staö- ar á vellinum i forföllum stjarnanna, nema i markinu. Tom Sloan —miöjumaöur sem er fastamaður i norður-irska landsliöshópnum þó hann leiki yf- irleitt með varaliðinu hjá United. Ashley Grimes — rauöhæröur Iri sem missti að mestu af siöasta keppnistimabili vegna veikinda. Sókndjarfur miðjumaður sem heldur uppi fjörinu i búningsklef- anum á keppnisferðum. Steve Coppeil — fastamaöur i enska landsliöinu og leikur sem miöjumaður eöa útherji. Oft gagnrýndur en er samt mjög traustur leikmaöur. Kom frá Tranmere 1975. Norman Whiteside —17 ára og talinn geysilega efnilegur. Lék með N-lrlandi á HM i sumar og hefur leikiö fleiri landsleiki en deildarleiki. Lék i fyrsta skipti i aðalliði United i siðasta leiknum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.