Þjóðviljinn - 31.07.1982, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 31.07.1982, Blaðsíða 31
Helgin 31. júli—1. ágúst 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 31 Af samskiptum borgarbúa við kerfið: Lelgjandi var boriim út „Þetta eru vægast sagt ógeðfelld vinnubrögð og það virðist hafa gleymst, að i húsinu býr manneskja. Þarna er ekki farið eftir hefðbundnum leiðum og mér virðast mannréttindi vera þverbrotin", sagði Guðrún Ágústsdóttir, borg- arfulltrúi, er blaðið leitaði viðbragða hennar við máli, er upp kom hér í bæ í gær, og varðar — ef ekki við lög þá að minnsta kosti við al- mennt siðgæði. Þannig er mál með vexti, að i Skerjafirðinum' hefur búið um nokkurra ára bil öldruð kona i bæjarhúsnæði, óhrjálegu. Fyrir þremur dögum voru borgaryfir- völd búin að brjótast inn i húsið þegar konan kom heim til sin, og var henni tilkynnt að hún fengi þar ekki inngöngu framar. Kettir, sem konan hefur séð fyrir, voru teknir og drepnir og hafurtask konunnar flutt á brott. ug í gær- morgun mættu skurðgröfur á staðinn og jöfnuðu húsið við jörðu. Eftir stendur konan hús- næðislaus og hefur i ekkert viðun- andi húsnæði að hverfa. Helgi Guðbergsson, aðstoðar- borgarlæknir, tjáði blaðinu að i mars 1981 hafi verið ákveðið að banna húsnæði þetta til ibúðar i heilbrigðisráði borgarinnar og jafnframl var banninu þinglýst. Hann kvað borgarlæknisembætt- ið þrýsta á um, að slikt húsnæði sem þetta verði tekið úr notkun sem bæjarhúsnæði, og svo fram- arlega sem hann vissi hefði kon- skutu ketti konunnar inni i húsinu og allt i kring. Siðan læstu þeir og héldu á brott. Konunni tókst þá að komast inn i húsiö og þar hefur hún búið i leyfisleysi siðan — þar til nú. Vinir konunnar rituðu borgar- yfirvöldum bréf eftir þessa „hetjudáð” og höfum við fengið heimild til að birta eftirfarandi kafla úr bréfinu, og verður ekki annað sagt en allt þar eigi enn vel við: „Við álit þessarar sögu hljóta margir að leiða hugann að þvi að lög fjalla stundum um einstakl- ingsrétt, einstaklingsvernd, ein- staklingsfrelsi, — um friöhelgi heimilis — jafnvel um rétt ein- staklings til að njóta lifsþurfta, svo sem fæðu og húsaskjóls. Margir vita einnig að til eru bálk- ar laga um umgengni manna við dýr og bréfritari man ekki betur en að það sé bannað að aflifa til að mynda sauðkind að öðrum sauð- kindum ásjáandi. Margir eru og þeir, sem enn muna að fátækrayfirvöldum var leyft að flytja umkomuleysingja hornanna á milli i landinu án til- lits til þess hvað flutningsþola fannst um ráðsmennskuna. Fyrirfinnst ennþá einhver staf- krókur af þeim ólögum á lifi? Mér sýnist sem hér hafi enn komið i ljós gamalkunnur brestur i ráðabreytni þeirra herramanna, sem hafa laun sin af þvi að ráðsk- ast með tilveru smælingja. Sem sé, lyklinum er stungið i vasann og „gerðarþoli” má láta þar „nótt sem nemur’V’ Við látum hér tilvitnun i bréfið lokið en spyrjum: hefði ckki mátt fara mannúölcgar að? — ast Skurðgrafan mætt til leiks i Skerjafirðinum. — (Ljósm.: kjv). unni verið margboðið að flytja i annað húsnæði. Sveinn Ragnarsson, félags- málastjóri Reykjavikurborgar, visaði málinu alveg á hendur borgarlæknisembættinu, en við- urkenndi þó, að Félagsmálastofn- unin bæri ábyrgð á þessum skjól- stæðing sinum. Stofnunin heföi boðið konunni annað húsnæði, en hún ekki viljað þiggja. Meðal annars hefði henni verið boðið nú að gista að Amtmannsstig 5, sem er gististaður fyrir konur. bað væri bráðabirgðalausn, meðan unnið væri að þvi að finna heppi- legt húsnæði. öll þessi saga er reyndar með eindæmum. Hún er miklu lengri en svo, að hún verði sögð öll hér, en þess má geta að árið 1981 var framkvæmd „hreinsun” á heimili þessarar konu. „Hreinsunin” fólst i þvi, að fulltrúar Félags- málastofnunar, ásamt fulltrúa frá borgarlæknisembættinu með lögreglumann og skyttu i togi ALLXUNGT FOLK forréttinda, það á okkar vegum. Námsfólki bjóðum við: ISIC skírteini. Gegn framvísun þess fær námsfólk, 16 ára og eldra, afslátt frá þjónustuverði ýmissa aðila í yfir 20 löndum. Nefna má gististaði, matsölur, söfn og lestir. Skírteinið kostar 40 krónur. Félögum í launþegasamtökum bjóðum við: IYEE skírteini. Hámarksaldur skírteinishafa er 25 ár. IYEE skírteinið veitir aðgang að svipuðum hlunnindum sem ISIC skírteinið. Það kostar 40 krónur. Öllum, 25 ára og yngri bjóðum við: INTERRAIL járnbrautakort. Það gildir fyrir alla, 25 ára og yngri og veitir rétt til ótakmarkaðra ferða með járnbrautum innan Evrópu í einn mánuð. Þetta er örugglega ódýr ferðamáti fyrir ungt fólk sem vill ferðast víða. Ungt fólk í þjonustu ungs fólks FERÐA SKRIFSTOFA STÚDENTA Stúdentaheimilinu við Hringbraut. sími 16850

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.