Þjóðviljinn - 31.07.1982, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 31.07.1982, Blaðsíða 25
Helgin 31. júli—1. ágúst 1982. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 25 um helaina • Leiklist • myndlist • tónlist • kvikmyndir • samkomur „Sumartón- leikar í Skál- holtskirkju ” Sumartónleikar verða i Skál- lioltskirkju fjórar næstu helgar. Verða þar flutt ný islensk tón- verk og barokkverk. Tónleikarnir hefjast nú um þessa helgi og verða á laugar- dag, sunnudag og mánudag kl. 15 og siðan næstu þrjár helgar i ágúst á sama tima. Að venju er mismunandi efnisskrá um hverja helgi. Fyrstu tónleikahelgina (verslunarmannahelgin) mun Arni Arinbjarnarson leika org- elverk eftir Sweelinek, Buxte- liude og Bach. Helgina 7. og 8. ágúst flytja Halldór Vilhelmsson og Gústaf Jóhannesson nýja kirkjutónlist eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Helgina 14 og 15. ágúst verða flutt verk eftir Hafliða M. Hall- grimsson fyrir celló og sembal og mun Helga Ingóifsdóttir leika með tónskáldinu. Siðustu tónleikahelgina, sem er 21. og 22. ágúst mun Orthulf Prunner leika verk eftir Bach. bess má geta, að aðgangur að þessum tónleikum er ókeypis og að nú getur fólk fengið bæði gistingu og fæði i húsnæði Lýð- háskólans i Skálholti. Messað er i Skálholtskirkju sunnudaga kl. 21. —mhg Sýning Arnar í gær opnaði Örn Þorsteinsson sýningu á teikningum og lág- myndum í Skipulagsstofnun hiifuðborgarsvæðisins i Hamra- borg 7, Kópavogi. örn Þorsteinsson er fæddur i Reykjavik árið 1948. Hann stundaði nám við M.H.I. 1966 - 1971 og framhaldsnám við Listaháskólann i' Stokkhólmi. örn er félagi i F.I.M. og „Is- lenskri grafik”. Hann var for- maöur sýningarnefndar F.I.M. 1979-1982. öm hefur tekið þátt i mörgum samsýningum hér heima og erlendis og þetta er þriðja einkasýning hans. Sam- fara störfum f myndlist hefur örn veriðkennari i M.H.I. siðan 1972. Eftirtaldir opinberir aðilar eiga verk eftir örn: Reykjavik- urborg, Listasafn Islands, Lista- og menningarsjóður Kópavogs og auk þess er stór veggskreyting i Æfingarstöð Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra. Sýning Arnar Þorsteinssonar i Hamraborg 7 er opin d venju- legum skrifstofutima og er að- gangur ókeypis. — mhg. Atlavík ’82 Ungmenna- og Iþróttasam- band Austurlands verður með útisamkomu i Atlavik um helg- ina. Þar veröur margt á dag- skrá og má þar nefna hljóm- leika og dansleiki með hljóm- sveitunum Þursaflokki, Grýl- um, Stuðmönnum og Triói Þor- valdar Jónssonar. Iþrótta- keppni veröur með þátttöku samkomugesta og keppt verður um titilinn hljómsveit ársins. A sunnudagkoma m.a. fram Guð- laugur Arason rithöfundur, Agúst Isfjörð sjónhverfinga- maður, Lafmóður Skokkan og Laddi. Hátiöinni lýkur að lokn- um dansleikjum aðfaranótt mánudagsins. Myndverkasýn- ing á Selfossi Torfi Harðarson opnar i dag, laugardag, sýningu i húsi Listasafns Árnessýslu, Seifossi Myndirnar eru unnar með litkrit og kolum. Sýningin er opin frá kl. 14—22 alla daga til 8. ágúst. betta er önnur sýningTorfa Þessi dýr og mörg fleiri koma fram f brúðusýningunni. BRUÐULEIKHU S Það verður ýmislegt um að vera íbænum um helgina, fyrir þá sem ætla aö vera heima. 1 Listmunahúsinu Lækjargötu 2, veröur sýningin „Brúður, tröll og trúður”, en þessi sýning hef- ur vakið veröskuldaða athygli. Leikbrúðusýning verður á „Loftinu” vegna þess hve margir þurftu frá aö hverfa um siöustu helgi. Sýningin hefst kl.3 á sunnu- dag, en miðar eru afhentir ó- keypis.Sýninginverður opinfrá 2-6 um helgina og er þetta sið- asta sýningarhelgin. hússins Sjö listamenn í kjallara Norræna Sjö ungir listamenn opna sýn- ingu i kjallara Norræna hússins i dag, laugardag, kl. 16. Hér er um að ræða málverkasýningu og listamennirnir eru Daði Guð- björnsson, Kristján Steingrimur Jónsson, Pétur Magnússon, Ómar Stefánsson, Ragna Her- mannsdóttir, Tumi Magnússon og Þorlákur Kristinsson. Mál- verkin á sýningunni eru unnin með ólikum efnum og ólikri tækni. Sýningin stendur til 16. ágúst og er opin daglega frá kl. 16—22 en um helgar frá kl. 14—22. t tilefni sýningarinnar hafa Tumi og Daði reist skúlp- túr nærri Norræna húsinu og Mynd eftir Daða Guö- björnsson. mun hann skreyta umhverfið á meðan á malverkasýningunni stendur. Málverk á Hótel ísafirði: Steingrímur sýn- ir í 50. sinn Steingrimur Sigurðsson opnaði i gær (föstudag) sina fimmtugustu málverkasýningu, en hún er aö Hótel ísafirði. Steingrimur er ný- kominn úr meiriháttar Evrópureisu, þar sem hann safnaði efni i bók i einum fimm þjóðlöndum. A sýningunni eru 26 myndir og er hún op- in aðeins fram á mánudagskvöld. Þaðan heldur Steingrimur norður á Strandir, og kveðst ekki koma „til byggða” fyrr en hann hefur lok- iðvið bókina sem hann er með i smiðum. þs EGO á Laugahátíð Héraðssamband Suður-Þingeyinga gengst fyrir Laugahátið um helgina eins og endranær. Hátiðin verður að Laugum i Reykjadal. Til skemmtunar verða hljómsveitirnar EGO og hljómsvéit Geir- mundar Valtýssonarog Sumarglcðin verður þarna einnig á ferð. j Tjaldstæði opin í Húsa- felli og á Laugarvaíni Tjaldstæði vérða opin um helgina i Húsafelli og á Laugarvatni. Eins og fólk rekur minni til ákvaö Kristleifur bóndi á Húsafelli að loka tjaldstæðum vegna slæms umgangs um hvitasunnuhelgina sið- ustuu. En breyting hefur orðið á og engum verður meinaður að- gangur að tjaldstæðunum nú. A Laugarvatni verða tjaldstæði opin ódrukknu fólki, en öll nteðferð áfengis verður þar stranglega bonn- uð. Ágætt fyrir þá sem vilja vera i ró og næði um helgina, þ.e.a.s. ef tekst að framfylgja áfengisbanninu. Dansleikir í Félagsgarði Þrir dansleikir verða haldnir i Félagsgarði i Kjós um helgina. Tjaldstæði verða við félagsheimiliö og þar er ágætis aðstaða til úti- veru. Aðalhljómsveitin á þessum dansleikjum verður hljómsveitin Start en auk hennar kemur fram hljómsveitin Pass úr Mosfells- sveitinni. Ef samkomugestir verða i stuði til sliks, þá er góð iþrótta- aðstaða við félagsheimilið. Samhygð í Þórsmörk Félagsskapurinn Samhygð mun gangast fyrir samkomu i Þórs- mörk um helgina. Samhygðarfólk kallar hátiðina „öðruvisi verslun armannaheigarhatíö" og ,,meö sérstöku sniði”. Dagskráin veröur fjölbreytt og byggist á þátttöku sem flestra. Skyggnst verður inn i álfabyggðir og þarna mun verða kynngimögnuð reynsla i kletta- borgum. Væntanlegir þátttakendur geta skráð sig hjá Útivist, Lækj- argötu 6. Það er sjálfsögð regla að skilja við tjaldstæðin eins og við viljum koma að þeim aftur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.