Þjóðviljinn - 31.07.1982, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 31.07.1982, Blaðsíða 30
30 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. júll—1. ágúst 1982. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Ráðstefna um skólamál, Hallormsstað 6.-3. ágúst. Markmið ráðstefnunnar: 1) Upplýsingamiðlun til fílaga um skdlakerf- ið og stöðu skólamála. 2) Umræður: Mótun skólastarfs, tilgangur og starfshættirskóla. 3) Undirbúningur að frekara starfi að stefnumótun f skólamálum fyrir Austurlandskjördæmi. Dagskrá: Föstudagur 6. ágúst kl. 20-22.30 Framsöguerindi: 1) Einar Már Sigurðarson: Valdsvið skólastjóra, fræðslustjóra og ráðuneytis. 2) Guðmundur Þórðarson: Kennarasam- tök og kjaramálkennara og áhrif þeirra á þróun skóla. 3) Smári Geirs- son:Skipulag framhaldsskólans og tengsl hans við grunnskólann. 4) Berit Johnsen: Sálfræðideild skóla. Laugardagur 7. ágúst: Kl. 9-12.30 Framsöguerindi: 1) Helga M.Steinson: Starfssvið og vald- svið kennara. 2) ina Gisladóttir: Starfssvið og valdssvið nemenda. 3) Arndis Þorvaldsdottir: Foreldrar og skóli. 4) Gerður G. óskarsdóttir: Dulda námsskráin. Kl. 14-17.30: Hópumræður um efni framsöguerinda. Sameiginlegur kvöldverður og kvöldvaka. Sunnudagur 8. ágúst kl. 9-12.: Niðurstöður starfshópa kynntar. Umræður um frekara starf. Ráð- stefnulok. Gisting: Hótelpláss, svefnpokapláss eða tjald. Þátttaka tilkynnist til: Gerðar G. óskardóttur, Neskaupstað, sími 7616/7285. Beritar Johnsen, Hallormsstað, simi um Hallormsstað. Kjördæmisráð Alþýöubandalagsíns á Austuriandi. Inn við Hitarvatn, Foxufell nær Tjaldbrekku innst. SUMARFERÐ Alþýðubandalagsins á Norður landi vestra 7.-8. ágúst 1982 Snæfellsnes og Hítardalur Alþýöubandalagiö á Noröurlandi vestra efnir til fjöl- skylduferöar um Hítardal og Snæfellsnes helgina 7.-8. ágúst 1982. Lagt verður af staö á laugardagsmorgni 7. ágúst. Frá Siglufirði kl. 8.00 Frá Sauðárkróki kl. 9.30 Frá Varmaliíið kl. 10.00 Frá Blönduósi kl. 11.00 Frá Hvammstanga kl. 12.00 Siðan verður ekið sem leið liggur um Laxárdalsheiði vestur i Hitar- dal. Tjaldaö verður að Hitarhólmi i túnfætinum hjá Birni Hitdælakappa og siðan gengið upp á hólminn.en þaðar, er gott útsýni yfir dalinn og vatnið. Að þvi búnu verður efnt til kvöldvöku viö varðeld. A sunnudag verður ekið um Snæfellsnes eftir þvi sem timi leyfir og ekið heim aftur gegnum Borgarnes. Þátttaka tilkynnist eftirtöldum, sem jafnframt veifa nánari upplýsingar: Elisabet Bjarnadóttir, Hvamnistanga, simi 95-1435 Arnór Arnason, Blönduósi, sirru 95-4518 Ingibjörg Kristinsdóttir, Skagaströnd, simar 95-4790 og 95-4747 Hallveig Thorlacius, Varmahlið, simi 95-6128 Ingibjörg Hafstað, Vik, Skagafirði, simi 95-5531 Hulda Sigurbjörnsdóttir, Sauðárkróki, simi 95-5289 Einar Albertsson, Siglufirði, simar 96-71614 og 96-71616. Þátttaka er öilum heimil. Undirbúningsnefnd. Litla dóttir okkar og systir Hrefna Björg Júliusdóttir verður jarðsungin i Kópavogskirkju þriðjudaginn 3. ágúst kl. 10.30. Þeir sem vildu minnast hennar er bent á Vistheimilið Sól- borg, Akureyri. Fyrir hönd vandamanna, Ilegina Þorvaldsdóttir örn Pálsson Ellert Þór Júlfusson Lagt af stað i helgarferðina. — Ljósm. —eik. Guðmundur Hafsteinsson veðurfræðingur: Býst við góðu veðri ,,Það verður að öllum likindum gott veður um allt land”, sagði Guömundur Ilafsteinsson veður- fræðingur þegar Þjóðviljinn tal- aöi við hann i gær. „Annars er „gott veður” nokk- uð sem veðurfræðingar eiga ekki að taka sér i munn, þvi gott veður er smekksatriði,- það sem einum kann að finnast gott veður getur öðrum fundist vont. Annars er það að segja um veðrið i heild, að það verður viðast hvar hægviðri og mjög úrkomulitið. Það verður nokkuð skýjað um vestanvert landið, kannski einhver súld á næturnar og á morgnana. Um austanvert landið verður að mestu leyti bjart veður og þokka- lega hlýtt. Um Suðurland er það að segja að likurnar á sólskini aukast þegar komið er austur fyr- ir Mýrdalsjökul. Það verður tryggara með þurrk, eftir þvi sem kemur austar og innar i landið.” — Þannig að útlitið er bara nokkuð gott? „Já, það er óhætt að segja það. Fólk ætti þvi ekkert að þurfa að vera að elta einhverja staði út um allt land þar sem það heldur að veður verði betra en annars stað- ar”, sagði Guðmundur Hafsteins- son. —kjv. Mesta ferðahelgi ársins Nú er þegar hafin ein mesta feröa-, skemmtunar- og útivistar- helgi ársins, verslunarmanna- helgin. Gifurlega margir munu leggja land undir dckk og fara eitthvaö þangað sem náttúran býöur þeim. Sumir munu fara og flatmaga i sumarbústöðum, aðrir fara á útisamkomur, enn aðrir munu tjalda þar sem böll eru haldin og sofa á daginn en vaka á næturnar. Útisamkomur verða að vanda margar úti um allt land. Það er margt sem þarf að at- huga áður en lagt er upp i ferða- lag nú um þessa helgi. Veðurútlit er nokkuö gott en fólk er samt hvatt til að búa sig vel og af marggefnu tilefni eru unglingar sérstaklega hvattir til þess. Ástand vega er viðast gott en þó er hringvegurinn lokaður milli Skaftafells og Kviskerja. Umferðarráð hvetur alla öku- menn til að nota bilbelti, reyndar þarf ekki að hvetja fólk til sliks þvi bilbeltanotkun hefur verið lögleidd hér á landi. Og margir vita að þau hafa bjargað lifi fjölda fólks. Þjóðviljinn óskar fólki góðrar ferðar og góðrar heimkomu. Bjarki Elíasson: Gott veður og gott fólk fylgjast að „Við leggjum áherslu á það við l'ólk að það búi sig vel aö öllu lcyti. bæði að farartæki sínu og þvi sjálfu, að það fari ekki vanbú- ið til ferðar", sagði Bjarki Elias- son viö Þjóðviljann i gær þegar blaðið spurði hann um hvað þeir Iögreglumcnn hefðu um helgina að segja. „Við ieggjum einnig áherslu á að fólk sýni tillitssemi i umferð- inni og ekki siður i umgengni sinni við landið og annað fólk. Fólk fer þetta til þess að njóta úti- vistar og ánægju og við teljum að það náist best meö þvi að vera allsgáður i þessum ferðum og að sem flestir skilji áfengisflöskuna eftir heima.” Vitið þið hvert straumurinn liggur um þessa helgi? „Ekki fyrir vist. Við höfum heyrt að talsvert margir leggi leið sina i Borgarfjörð og i Þjórsárdal þó að þar sé ekki um að ræða Bjarki Eliasson. neina skipulega skemmtun.” — Veröið þið með mikinn við- búnað um helgina? „Já, við erum með alla okkar vegaeftirlitsbila, þeir eru úti og eru dreifðir um landið. Hins veg- ar er þetta með rólegri helgum hjá okkur i Reykjavik, þvi það fara svo margir út úr bænum.” — Búist þið við góðri helgi? „Ég verð að segja að ef veðrið er gott, þá er yfirleitt miklu betra ástand á fólki og allt gengur bet- ur. Það fylgist alltaf að, gott veð- ur og gott fólk.” — kjv. „Markús” við Krossá Ferðamönnum sem ætla i Þórs- mörk um helgina ætti að vera óhætt á leiðinni yfir Krossá, þvi björgunarsveitin á Ilvolsvelli veröur ferðalöngum til aðstoðar auk þess sem Markús B. Þor- geirsson hönnuður verður með björgunarnetið sitt á staðnum i samstarfi við björgunarsveitar- menn. Annars er það helst að frétta af Markúsi að hann er nýkominn til sins heima eftir gifturika kynn- isferð með björgunarnetið um Vestfiröi. Eins og vænta mátti tóku Vestfirðingar vel á móti hönnuðinum og efnt var til sýn- inga á notkun björgunarnetsins i vel flestum útgerðarplássum þar vestra, og er talið að um 2000 manns hafi fylgst með sýningun- um. Útgerðarmenn á Vestfjörðum keyptu björgunarnet i alla skut- togara sem gerðir eru út fyrir vestan og marga báta, bæði linu- báta og rækjubáta. Astand vega er víðast gott Allir vcgir i byggð og mest eru keyrðir.eru þokkalega góðir. Eru flestir vegir nýheflaðir. Fjallveg- ir cru viðast hvar komnir i eðli- legt horf. Sprengisandur og Kjöl- ur eru færir jeppum og stórum bílum, þó eru vegirnir þar nokkuð blautir. Heiðar á Vesturlandi og á Vest- fjörðum eru færar nema Stein- grimsfjarðarheiði, hún er aðeins fær jeppum. Fært er upp úr Skagafirði og Eyjafirði inn á há- lenáið. í Herðubreiðarlindir og uskju er vei fært stórum bilum og jeppum og einnig er vel fært milli Vopnafjarðar og Héraðs um Hell- isheiði eystri. Jeppafært er i Mjóafjörð og um öxi. Þá er fært i Kverkfjöll á Möðrudalsöræfum. Einnig er á Suðurlandi öllum bil- um fært i Landmannalaugar. Fært er um Fjallabaksleið nyrðri og syðri og einnig upp i Lakagiga. Hringvegurinn er lokaður i ör- æfum vegna vatnaskemmda og verður hann ekki opnaður fyrr en áþriðjudag. — kjv

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.