Þjóðviljinn - 31.07.1982, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 31.07.1982, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. júli—1. ágúst 1982. helgarviötalið George Bune Anderssen Dani, kaþólikki og kommúnisti Þessa dagana eru saraan komnir kaþólskir menn og konur til þinghalds hér á landi. Þátttak- endur eru aBallega frá Norður- löndum en auk þess sækja þingiö gestir frá Irlandi, Þýskalandi og Póllandi. Þingiö sem ber yfir- skriftina „Rætur og Markmið” stendur til 30. júlf. Einn þeirra manna sem sækir þingið er Dani.George Bune And- ersson aB nafni. George Bune er gæddur þeim kostum að vera bæöi sannkristinn og kommúnisti — nokkuð sem er fátitt í okkar lúthersku útgáfu af Jesú frá Nazaret. Dani, kaþólikki, kommi George Bune Anderson er 58 ára gamall og vinnur sem aöstoð- arverkstjóri hjá vélsmiðjunni F.L. Smidth i úthverfi Kaup- mannahafnar. Hann er giftur og á uppkomin börn. En hvernig stendur á þvi aö danskur vélsmið- ur verður kaþólskur? Þegar Ge- orge Bune var 4 ára gamall misstu foreldrar hans barn. Þessi missir lagðist þungt á föður Ge- orges Bunes sem var þá trúlaus maður. Móðir hans var hinsvegar kaþólsk og þrátt fyrir að hið dána barn væri henni kært tók hún þvi sem að höndum bar með stilli og æðruleysi. Þetta varð eiginmanni hennar, tilefni að kanna hvar og hvernig hún sótti styrk og ro i mótlæti. „Faðir minn skoðaði hug sinn i eitt ár”, útskýrir George Bune, „og snerist siðan til kaþólskrar trúar. Eftir það varð heimili mitt kaþólskt. Ég er skirður i kirkju mótmælenda en fermdur aðkaþólskum sið”. Uppvaxtarár George Bune eru ár heimskreppunnar og þau vöru dönskum verkalýð ekki mildari en annarsstaðar. Þá kynntist hann fátækt og eymd sem leiddi hann úti verkalýðsbaráttu. 1 þeirribaráttu hefurhann staðið æ siðan. Kaþólskir sósialistar hafa með sér óformleg samtök. Starfsað- ferðir þessara sósiaiista minna um margt á aðferðir syndikalista i öðrum löndum Evrópu. Litið er lagt uppúr fræðikenningu og skipulagi en þess meiri rækt lögð við virka þátttöku i baráttunni einsog hún kemur fyrir á hverjum stað. „Se, — bedöm, — ga til aktion”, segir George Bune vig- reifur, en ekki einsog mennta- mönnum hættir til að iáta staðar numið þegar búið er að sjá og metastöðuna. Kaþólskir sósialistar i Dan- mörku eru félagar i heimshreyf- ingu kaþólskra sósialista „The world movement of christian: workers” sem hefur aðsetur i Brussel. Þessi samtök gefa út málgagnið „Labora” sem fer um viða veröld og er að sögn George Bunemikið lesið. Friðarbaráttan hefur forgang Hreyfing kaþólskra sósialista i Danmörku hefur tekið virkan þátt i baráttunni fyrir friöi og afvopn- un. Sú barátta hlýtur að veröa númer eitt. „Fyrir hverju ættum við að berjast ef atómstrlðið brestur á?” spyr George Bune. „Ef svo óliklega vill til að einhver lifi af atómstrið, er það lif sem ekki er þess virði að lifa þvi. Kaþólskir sósialistar i Danmörku vita að eftir atómstrið er ekkert að berjast fyrir hvorki málstaöur Krists, sósii- alisminn eða annað. Við þörfnumst friðar til aö geta haldið áfram að berjast. I þessu er náttúrulega fólgin þversögn en þannig er lika lifið, — meira um þversagnir en patent lausnir.” °S hUen, 8n>y„dj, samau Undir merkjum Krists og Marx! Viðmælandi okkar er bjartsýnn á að barátta friðarhreyfingarinn- ar verði árangursrik. Hann telur að þessi hreyfing hafi alla mögu- leika á að yfirvinna þá fordóma og vanþekkingu sem er höfuöor- sök vigbúnaðarkapphlaupsins. „Þannig eru t.d. hinar andstæðu blokkir, afsprengi fordóma og vanþekkingar,” segir George Bune. Blokkaheimsmyndin skipt- ir þjóðum Evrópu sem eiga sér sameiginlega sögu og menningu uppi tvær striðandi fylkingar. 1 Þýskalandi gengur þessi fárán- lega skipting svo langt að einni þjóð er með pennastriki skipt 1 tvo hluta sem siöan er att satnan. Slik skipting bræðra og systra nær náttúrlega engri átt” George Bune kvað sig og félaga sina, — kaþólska sósialista í Danmörku, hafa barist gegn þessari blokka- skiptingu I Evrópu allt frá dögum kaida striðsins. „I henni er fólg- inn sá neisti sem á augabragöi getur orðiö að gjöreyðingarbáli,” staðhæfir George Bune. 1 sambandi við þá friðarhreyf- ingu sem nú er risin I Evrópu og viöar hefur verið talað um aö þessi hreyfing nyti stuðnings mikils meirihluta fólks og i viss- um tilfellum heila þjóða. Er þetta ekki orðum aukið? George Bune kvaðst halda að þetta væri i höfuðatriðum rétt. í Danmörku t.d. tæki verkalýðshreyfingin óskipt og heilshugar undir kröfur friðarhreyfingarinnar. Þess bæri þó að geta að i Danmörku ætti hverfandi hluti launþega atvinnu sina undir vopnaframleiðslu sem þýddi að hreyfing launþega gæti tekið afdráttarlausa afstöðu til afvopnunar. I öðrum löndum þar sem íramleiðsla vopna væri meira áberandi — einsog t.d. i Sviþjóð, gæti máliö horft öðruvisi við. Helstu hættur sem friðarhreyf- ingunni væru búnar eru að áliti George Bunes ef vissir þröngir hópar reyna að eigna sér hreyf- inguna. Þar á hann sérstaklega við hópa menntafólks sem hann kvað oft hafa tilhneigingar aö ota sinum tota á kostnað málstaðar- ins. „Án þess að höfða til alls al- mennings og ná fylgi hans er hætt við aö barátta friöarhreyfingar- innar verði til eiriskis.” Jesú og Marx Okkur lék forvitni á að vita hvort ekki væri erfitt að sameina hugmyndir Marx og kenningar Jesú Krists. George Bune hélt nú síður. 1 raun væru þessar kenn- ingar eitt og hið sama. „Elskaðu náungann einsog sjálfan þig” hef- ur George Bune eftir frelsaran- um, og bætir við: „Þetta er efnis- lega það sama og Marx á við þeg- ar hann talar um að hver fram- leiði eftir getu og fái eftir þörf um”. Jesú höfðar til hjartans og einstaklingsins en Marx höfðar til heilans og samfélagsins. 1 raun- inni, (staðhæfir George Bune) er marxisminn ekkert annað en kenningar Krists heimfærðar uppá númtima samfélög. „Kenn- ingar Krists og hugmyndir Karls Marx um þjóöfæelagið stangast ekki á heldur renna saman I einn megin straum og upphefja hvor áðra i baráttu fólks um ailan heim fyrir friði og félagslegu réttlæti” sagði George Bune. En hvers vegna kaþólskir sósialistar — afhverju ekki jafn- „ Viö þörfnumst friöar til aö geta haldiö áfram aö berjast” framt lútherskir sósialistar eða bara einfaldlega kristnir sósialistar? George Bune segir þetta eiga sér eðlilegar skýring- ar. Meiri hugmyndafræðilegur munur sé á trú mótmælenda og kaþólskri trú en almennt sé hald- ið. Lútherstrú og mótmælendatrú yfirleitt miðist við þarfir einnar stéttar i þjóðfélaginu, — þ.e. borgarastéttarinnar. Lútherstrú- in og borgarastéttin marseri hlið við hlið inni sögu okkar. I trú mót- mælenda sé áherslan á ein- staklingurinn og eignir einsták iingsins mjög áberandi. Að vissu marki sé þvi hárrétt að tala um Lútherstrú og púritanisma sem hugmyndafræði borgarastéttar- innar. „I kaþólskunni er þessu öfugt farið,” segir George Bune Andersson, — „Kaþólska trúin skirskotar jafnt til allra”. Trú mótmælenda einkennist af ein- staklingshyggju en kaþólska trúin sé I hæsta máta sammann leg. Einmitt i þessu liggur skýr- ingin á þvi hversvegna kaþólska trúin og sósialisminn renna i sama farveg, segir George Rune, og er nú kominn með glampa i augun. Bæði þessi hugmynda- kerfi lita á einstaklinginn sem fyrst og fremst félagsveru. Vel- ferð heildarinnar er skilyrði fyrir velferð einstaklingsins. Af sömu ástæðum álitur George Bune aö ekki liggi eins beint við fyrir þann, sem aðhyllist kenningu Lúthers, Kalvins eða annarra spámanna mótmælenda, að ganga i baráttuna fyrir félags- legu réttlæti. „Til þess eru ein- staklingurinn og gróðinn of hátt skrifaðir i kenningum mót- mælenda”. Björt framtíð mannkyns? Þegar á heildina er litið gætir mikillar bjartsýni I viðhorfi Ge- orge Bune Anderssons. Hvernig á annað að vera með mann sem er i vinfengi við bæöi Jesú Krist og Karl Marx? George Bune sér margt i samtiðinni sem hann tel- ur mjög jákvætt. Ennþá fleira sér hann i framtlðinni sem okkur gæti tekist að skapa. Hina nýju friðar- hreyfingu álitur hann vera eitt- hvert mesta framfaraspor sem stigiö hefur verið á þessari öld. I friðarhreyfingunni hefur fólk vaknað til nýrrar vitundar um veröldina og sjálft sig. Ef friðar- hreyfingunni tekst að virkja þessa vitund fólks, telur George Bune ekki vafa leika á um að hún nái settu marki. Framtiðina telur hann fulla af stórkostlegum möguleikum ef rétt sé á málunum haldiö. Þar nefnir hann sérstak- lega tæknina sem dæmi. „Tæknin hefur ekki bara fært okkur ógnir og skelfingar heldur lika stór- fenglega möguleika til að bæta aðstæður okkar hér á jörðinni. I eðli sinu er tæknin jákvæð og hver ný uppfinning er I raun áfanga- sigur andans i hinni torsóttu bar- áttu við efnið. Hver ný tæknileg uppgötvun styrkir vald andans yfir efninu”. Það að tæknin sé notuð i gjöreyðingarvopn kennir George Bune röngu stjórnarfari, — stjórnarfari niðurrifsins. Hann sér fyrir sér i náinni framtið þjóö- félag sem meö fullkominni tækni hefur náð svo mikilli framleiðni að aðeins litið brot þegnanna þarf að stunda efnislega framleiðslu. Hvað gera þá allir hinir, verður manni á að spyrja. Frændur okk- ar Sviar hafa einmitt þungar áhyggjur af þvi að atvinnuleysi muni verða þvi sem næst 100% rrieð aukinni örtölvutækni. Georg Bune Andersson gefur litið út á það. „Þegar fólk er ekki lengur múlbúndið i launavinnu fer það og gerir það sem það langar til. Þaö fólk sem ekki er neytt til þess aö stunda efnislega framleiöslu er auðvitaö drottni þóknanlegt og stundar andlega framleiðslu”. Það er nokkuð augljóst hvoru- megin Eyrarsundsins George Bune Andersson kemur. —bv.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.