Þjóðviljinn - 31.07.1982, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 31.07.1982, Blaðsíða 24
24 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. jiíll—1. ágúst 1982. Ótrúiega hagstæðir greiðsluski/málar Al/t niður í 20% útborgun og eftirstöðvar a/lt að tí mánuðum O Flísar h reinlætistæki • blöndunartæki baðhengi • baðteppi baðmottur • máiningarvörur verkfæri • harðviður spónn spónaplötur grindarefni viðar- þiljur • parkett panell • einangrun þakjárn þakrennur • saumur rör fittings o.fl., o.fl. Dl E U| OPIÐ: mánudaga — fimmtudaga kl. 8—18. Föstudaga kl. 8—19. Lokað laugardaga. ffjll BYGGlNGflVÍÍBllR l Hrinabraut 120 — sími 28600 Hringbraut 120 — sími 28600 (aðkeyrsla frá Sólvallagötu). 1 PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða verkstjóra iðnaðarmanna að loranstöðinni Gufuskálum. Próf i bifvélavirkjun eða vélvirkjun áskil- ið. Nánari upplýsingar veitir stöðvarstjóri Gufuskálum simi 93-6604. Laus staða skjalavarðar Alþingis Staða skjalavarðar er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu Alþingis fyrir 15. ágúst 1982. Skrifstofa Alþingis, 29. júlí 1982. Blaðberi óskast i eftirtalin hverf i: Nökkvavog— Karfavog Snekkjuvog — Ferjuvog simi 81333 Siglaugur Brynleifsson skrifar: Paul Feyerabend Paul Feyerabend: Seience in a Free Society. New Left Books 1978. Erkenntnis fðr freie Menschen. Veranderte Ausgabe. Suhrkamp Verlag 1980. Sú bók, sem vakti langmesta athygli, hneykslan og hrifningu sumra, sem út kom á síðasta ára- tug og fjallaði um stöðu visind- anna, var rit Paul Feyerabends: Against Method. Þessi bók kom út 1978 og fjallar um keimlik efni og sú fyrri og um þær deilur sem hún vakti, auk þess sem höfundur ræðir um stöðu og stefnu visind- anna i nútima samfélagi. Þýska útgáfan er litillega frábrugðin þeirri ensku, það er endurútgáfa með breytingum og viðbótum höfundar. Höfundurinn segir i formála fyrir ensku útgáfunni að þessi skrif stefni að sama marki og fyrriskrif (Against Method), sem sé ,,að brjóta niður þá varnar- múra, sem visindamenn og kerfisþrælar hafi hlaðið upp umhverfis heimsmynd sina og ryðja braut fyrir kenningar og skoðanir sem stangast á við núverandi heimsmynd eða paradigma visindanna”. Einnig krefst Feyerabend þess ,,að undirbúningur veröi hafinn að þvi að fjarlægja sérfræðinga (visindamenn) úr þeim lykil- stöðum samfélagsins, þar sem þeir hafa hreiðrað um sig i” og eigna sér. 1 fyrsta og öðrum kafla ritsins fjallar höfundurinn um „skyn- semina” (rationality) og fylgj- andi rökhyggju sem ráðandi heimsmyndinni. Hann telur að það sem nefnt er skynsemi og skynsemishyggja sé eitt fleiri kerfa og að visindaleg heims- mynd sem byggð er á skynsemis- hyggju sé fjarri þvi að vera ein- hlit til skilnings og mats á lifi og heimsmynd, og að visindatrú, sem nú tröllriður mati manna og skilningi, hefti dýpri skilning á umhverfi og alheimi. Istuttu máli telur höfundur að það séu til fleiri mælistikur á tilveruna en visindahyggjan, og eins og nú er ástatt telur hann að hún hamli framförum innan þessa „freðna” visindakerfis. 1 öðrum kaflanum ræðir höfundur um áhrif visindahyggju þ.e. skynsemishyggju á mótun samfélaganna. Með uppkomu skynsemisstefnunnar á 18. öld og þó einkum á siðari hluta aldar- innar var tekið að trúa á skynsemina sem lykil að sam- félagi framtiðarinnar, þar sem skynsemi skyldi ráða gjörðum mannanna; þar með sögðu þeir góðu menn listum, skáldskap, imyndunarafli, tilfinningum og mennskri hlýju að hliöra til fyrir útreiknaðri skynsemishyggju, þar sem allt var auðskýrt og lif mannanna yrði likast debet - creditsiðum i höfuðbók eða tölvu- strimli nú á dögum. Trúarbrögð, háspeki og mystik þurfti ekki að ræða um. Hápunkti náði þetta i þeirri skripamynd á dögum frönsku stjórnarbyltingarinnar, þegar hóra nokkur var sett i hásæti i Notre Dame og tignuð sem imynd skynseminnar af sönnum sonum byltingarinnar. Ýmsir urðu til þess að efa mjög eða beinlinis afneita skynsemis- stefnunni, Herder, Hamann, Lessing (þótt hann væri skyn- semisstefnumaöur, þá sá hann margt varðandi stefnuna i skýrara ljósi en aðrir) og Burke. A þessari öld hafa margir orðið til þess að gagnrýna oftrú manna á skynseminni sem leiðarljósi. Kuhn og Polányi hafa harðast gagnrýnt visindaheimspeki þá, sem byggir á idealisma, og snjallast hafa þeir Horkheimer og Adorno sýnt fram á hvert einhliða beiting stefnunnar myndi leiða mannkynið ef upplýsingar og skynsemisstefnunni yrði fylgt út i æsar og hvert hún hefur leitt mannkynið hingað til. Bók þeirra „Dialektik der Aufkiarung” er meðal lykilrita 20. aldar. (Ensk þýðing gefin út 1972 i N.Y. og 1973 i Englandi. Verso útgáfa NLB 1979, enski titillinn er „Dialeetic of Enlightenment”). Feyerabend gerir harða hrið að þeim visindamönnum, „sem nota almanna fé til þess að uppræta allar erfðavenjur og allar þær kenningar, sem stangast á við hina ófrjóu skynsemi þeirra sjálfra, eyðileggja umhverfið og vinna að þvi að staðla alla i sama mót” vinnu og neysludýra i einum allsherjar þrælabúðum, sem þessir þykkskinnungar eigin smáskitlegrar skynsemishyggju telja fullkomnun mennskrar við- leitni. . Stöðlunin, algjör nýting mennsks vinnuafls, mengun umhverfisins, skipulagning fri- stunda (túrisminn), sportidiótið sem dóp fyrir sljóvgaða sjálfsvit- und, sporttiskan, sem er mótuð af gróðaöflum eins og poppið og allt, sem þvi fylgir, en þeir sem gera út á popp, þ.e. fyrirtækin, sem framleiða tæki, kasettur, söngv- ara og koma upp hljómsveitum, eru nú ábatasömustu gróðafyrir- tæki sem starfa að undanskildum lyfja- og vopnaframleiðslufyrir- tækjum. Allt þetta er afsprengi framleiðsluháttanna i háiðn- væddum rikjum nútimans. Framleiðsluhættirnir hafa lengi mótað fræðslukerfið, einkum i Bandarikjunum, en þar var stefn- an og er mótuð af Skinner, sem er einkar vel að sér um hátterni til- raunarotta, sem hann hefur siðan aðhæft mennsku hátterni og sem atferlissálfræðin og bandarisk félagsfræði byggir á kenningar sinar. Kenningar Skinners eru bundnar framleiðsluháttunum. Ekkert kemur gróðaöflunum betur en sú þrönga heimsmynd og takmarkaða meðvitund og sú, sem Skinner og fylgismenn hans telja marktæka. Og það er þessi takmarkaða meðvitund, þessi þröngi og dapri heimur atferlissálfræðinnar og þessi skripamynd félags- fræðinnar, bandarisk félagsfræði, sem nú mótar fræðslukerfin meira og minna um allan heim. Og tilgangurinn er að gera hrá- efnið, þ.e. nemendurna, að full- gildum þáttakendum i nútima lýðræðissamfélagi, sem útleggst: hæfa starfskrafta og neytendur i þvi kerfi sem byggist á vinnu- þrælkun, einsýni og gerviþarfa - kapphlaupi, sem sumir nefna rottu-kapphlaup. Einnig er hrá- efninu innrætt mikil virðing fyrir gervi-trúarbrögðum nútimans, visindunum, og þeirri tegund skynsemi, sem þau byggja á. Verkanirnar af þessari þröngu heimsmynd visindanna veröa si- fellt gleggri og gleggri; tómleiki og tilgangsleysi leiðir til doða og deyfðar, sem reynt er að vinna á með dópi og daðri við framand- legar gervi-kenningar eða með ópi hinstu örvæntingar (sbr. Munch: Öpið) sem fær tjáningu i mögnuðum hljóöum poppsins. Feyerabend lýsir komu nokkurra svertingja, Indiána og Mexikana i Berkeley háskólann i Kaliforniu 1964, og þeim aðferðum sem beittvartil þess að uppræta úr þeim það sem enn skrimti af erfðamenningu og hollustu við iorna siði. Útþynntu sálfræði- og félagsfræðigutli var hellt yfir þá, þeim var bent á þær góðu aðstæður, sem nútima lýð- ræöisþjóðfélag bauð þeim og veröldin var útskýrð fyrir þeim samkvæmt nútima visinda- kenningum. Þessir nemendur voru komnir af þeim þjóðum, sem hvitir menn höfðu rænt landi, tungu, menningu og skilið eftir á vonarvöl, þjóðum sem höfðu átt merkilega menningu, trúarbrögð og skáldskap. Nú var reynt að neyða upp á afkomendur þessara svivirtu þjóða gervimenningu iðnvæddra samfélaga. Feyera- bend segir að „á hverju ári séu framin morð, sálarmorð og menningarmorð i skólum, háskólum, og á námskeiðum sem haldin eru meðal „frumátæðra” samfélaga vitt um heim”. Allt á að aðhæfast og allir eiga að gerast þátttakendur i nútima samfélögum undir merki visinda- hyggjunar. Höfundurinn fjallar litillega um „sérfræðinga”. Þeir eru eins og allir vita framleiddir á færi- böndum og siðan stimplaðir þess- ari og hinni fræðigreininni. Náin þekking á vissum atriðum og byggingu viss likamshluta er vitaskuld gagnleg og nauðsynleg; stöku sinnum hafa einstaka menn náð langt i slikri þekkingu, en um leið hafa þeir glögga yfirsýn yfir heildina. Nú vill það mjög brenna við, að heildarsýnina skortir, enda væri útilokað að þessi færi- bandaframleiðsla gæfi af sér ein- tóma fyrsta flokks kunnáttu- menn. Þvi fer ekki hjá þvi, að meginhluti þessara einstaklinga eru nær þvi að vera fagidiótar en kunnáttumenn i viðkomandi sér- fræði. Feyerabend varar ein- dregið við þeirri einfeldningslegu trú sem almenn er á þennan stimpil. Feyerabend rekur litillega minningar sinar um fjandvin sinn Popper og fleiri, þegar hann var við nám i Vinarborg, og á þeim árum telur hann að efi sinn um gildi hinna visindaleu aðferða hafi vaknað. Hann tók þá að efast um að visindalegar staðreyndir hefðu absolut gildi. Og þvi lengra sem leið, þeim mun augljósari varð honum algjört haldleysi vissra grundvallar-,,stað- reynda”. Eins og áður segir vakti bók hans Against Method mikið fjaðrafok, og kennir þess enn. I lok þessarar bókar fjallar hann um nokkrar umsagnir um þá bók og dregur þar upp mynd af visindamönnum nútimans, sem hann telur flestalla meira og minna á snærum vopnasala, lyfjasala og annarra gróðafyrir- tækja eða fjölþjóðahringa og að þeir séu flestir ákaflega ánægðir með þann árangur, sem þeir telja sig hafa náð, en mikið skorti á að þeir séu viðræðuhæfir um þau efni sem Feyerabend fjallar um. Fyrst i stað dró hann þá ályktun af ritdeilum sem hann átti i við ýmsa, en þegar frá leið virtist honum að þegar á heildina var litið væru þetta mestanpart ein- sýnar og íremur vankunnandi persónur, sem skorti alla heildar- sýn. Hann telur að nú sé svo komið, að sérhæfingin hafi m.a. stuðlað að sifellt þrengri heims- mynd og að hæfnisskortur sé nú orðinn einkenni þessa hóps, þeir þyki nú hæfastir sem séu mestir „besserwisserar” og einsýnastir og stöðlunin gangi öll i þá átt. Það sem Feyerabend álitur hættuleg- ast er stöðlun þeirra sem verða að gangast undir það fræðslukerfi, sem nú er tiðkað allt frá upphafi og upp i æðstu menntastofnanir, en það virðist einkum geta af sér fagidióta eða litilþæga starfs- krafta nútima samfélaga. Rafmagnsveitur rikisins auglýsa laust til umsóknar starf skrif- stofumanna við innheimtudeild. Umsókn- ir er greini menntun, aldur og fyrri störf sendist starfsmannastjóra fyrir 15. ágúst 1982. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 118, 105 Reykjavik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.