Þjóðviljinn - 31.07.1982, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 31.07.1982, Blaðsíða 23
dægurtónlist r Reggae-hljómsveit í fyrsta sinn á Islandi: Helgin 31. júll—1. águst 1982. ÞJÓÐVlLJINN — SIÐA 23 Babatunde Tony Ellis, söngv- ari, gitar- og bassaleikari sam- nefndrar reggae-hljómsveitar, sem sögö er væntanleg hingað. Feröaskrifstofan Laugavegi 66, 101 Reykjavík, Sími. 28633. „Babatunde Tony Ellis í Laugardalshöllinni og á Akureyri Reggae hljómsveitin Baba- tunde Tony Ellis er væntanleg til hljómleikahalds á tslandi og mun leika á tveim stöðum, i Laugardalshöll á föstudags- kvöld, þann 7.ágúst, og á Akur- eyri laugardagskvöldið 8. Babatunde Tony Ellis er fimm manna hljómsveit: Baba- tunde Tony Ellis sjálfur sem syngur og leikur á gitar og bassa, Tommy Thompson á hljómborð, Jah Nour ásláttar- hljóðfæri og munn hörpu og loks eru það Sviar tveir, trommu- leikarinn Bosse Skoglund og git- arleikarinn Hasse Nyholm. Hljómsveit þessi er búsett i Kaupmannahöfn og hefur gefið út eina breiðskifu sem ber heitið Cliange will come (Breyting i vændum). Spilamennsku Babatunde Tony Ellis á hljómleikum er lýst þannig, að hljómlistin sé undir áhrifum frá Bob Marley og Jimi Hendrix og að þeir séu mun rokkaðri á sviði en á fyrr- nefndri hljómplötu. Eftir að Andrea Jónsdóttir skrifar hafa hlustað á hana (plötuna) hertist undirrituð enn frekar i þeirri framtiðaráætlun sinni, að vera viðstödd fyrstu reggae- hljómleika á tslandi i Laugar dalshöllinni á föstudagskvöldið næstkomandi. Hljómleikarnir á Akureyri kvöldið eftir eru lika timamót- andi þvi að eftir þvi sem „inn- flytjandi sveitarinnar” segir hefur reggae-hljómsveit aldrei leikið svo norðarlega á hnettin- um jörð — né'annarsstaðar. Fyrsta hljómplata Babatunde Tony Ellis, Change willeome, er þrælgóð. Einhver gestur og gangandi, sem kikti við heima hjá mér, þar sem ég var að stressast við að gefa enn stress- aðri ketti að éta og laga til i kringum hann (ég vildi að það væri gagnkvæmt...) við undir- leik Babatunde Tony Ellis, hélt (þið munið eftir gestinum gang- andi) að Marley væri á fóninum. Það ha!d mannsins er ekki út i hött, þótt margur telji saman- burð við það af jörðu hér horfna goð jaðra við guðlast. En tal- andi um guðlast ... guðshól er töluvert áberandi hjá Baba- tunde Tony Ellis eins og hjá, að ég held, öllum reggae-hljóm- sveitum. Þó kemst Tony ekki i guðsbullsflokkinn þvi að hann er með fæturna á jörðinni i texta- gerðinni þótt hann sé nú ekki mjög kjarnyrtur. Hann hvetur fólk til aðgerða — þó ekki blóð- ugrar byltingar — til að koma megi betri tið, með blóm i haga og auðvitað er Jah (guð) þar allsstaðar á næstu grösum. Tony Ellis er bæði góður git- ar- og bassaleikari og á þrælgóð gitarsóló á umræddri plötu. Þá er Sviinn Bosse Skoglund hund- góður trommari, ætti enda sam- kvæmt mynd á plötuumslaginu að hafa áratuga reynslu á bak við sig. Það sem maður tekur fyrst eftir, þegar hlustað er á Change will come, er að lögin eru meló- diskari og ólikari innbyrðis en oftast er hjá reggaehljómsveit- um, en Babatunde Tony Ellis eru ekki á neinu „diskófiippi” t.d. eins og þvi sem mörgum finnst vera ljóður á ráði Third world. Kannski má segja að þeir séu einhversstaðar á milli Þriðja heimsins (Third world) ogSvarts frelsis (Black Uhuru), og þó nær þeim siðarnefndu ef miðað er við að þeir séu óhefl- aðri á hljómleikum en á plöt- unni. Það er rétt að taka fram i lok- in að Babatunde Tony Ellis helga þessa fyrstu breiðskifu sina Martin Luther King og Steve Biko, hreyfingunni The black panthers (Svörtu hlébörð- unum), Malcolm X og Bob Mar- ley. Rétt er einnig að geta „inn- flytjanda sveitarinnar” sem er Þorsteinn Viggósson. Siðast en ekki sist vill undirrituð firra sig allri ábyrgð ef svo illa en þvi miður kunnuglega fer, að ekkert verði af fjörinu. Ég kveð þó i trúgirni og bjartsýni með orðinu SJAUMST! Rokk- þing Þeir sem hafa verið vakandi, og með ráði og rænu, á laugar- dagskvöldum og haft útvarps- tæki sin i gangi hafa varla kom- ist hjá þvi að heyra hið marg- umtalaða Rokkþing. Rokkþing- ið er fyrsti tónlistarþátturinn i háa herrans tið sem hægt er að hlusta á með báðum eyrum. Ýmsar sögur hafa verið i gangi um framtið þáttarins og til að greiða úr flækjunni var haft samband við umsjónarmann þáttarins Stefán Jón Hafstein. Stefán sagði að allt væri á huldu með framtið þáttarins. Hann sagði að i upphafi hefði út- varpsráð samþykkt næturút- varpið i tilraunaskyni til tveggja mánaða þ.e. júni og júli. Þegar útvarpsráð fór i sumarfri hefði gleymst að taka ákvörðun um framhaldið, en þeir Guð- mundur Jónsson og Hjörtur Pálsson hefðu tekið af skariö þannig að þingið yrði á sinum stað út ágúst eða þangað til út- varpsráð tæki ákvörðun um málið. Hvort Rokkþingið lifði vetrardagskrána væri óvist. Stefán sagðist vera að fara i sumarfri og sagði að ekki væri alveg ljóst hver leysti sig af hólmi. Um • viðbrögðin við þættinum sagði Stefán að þau hefðu verið dræm framan af en siðan hefði ræst úr og i dag væru viðbrögðin mjög góð. Menn sem væru að koma frá útlöndum með nýjar plötur sinar og eins hefðu hinar og þessar hljómsveitir sent kassettur með tónlist sinni. Eins kæmi það fyrir að hringt væri á bjöllunni á útvarpshúsinu með- an á útsendingu stæði og menn þá gjarnan að tjá ánægju sina eða fara fram á að fá eitthvert óskalag leikið. Stefán Jón verður á sinum stað i kvöid. Við hin sem hein.a sitjum skulum vona að Rokkþingið verði á sinum stað þegar vetr- ardagskráin gengur i garð. Þvi ef svo yrði ekki myndi hveri'a einn besti lónlistarþáttur sem rikisútvarpið hefur boðið uppá. Og eru það ekki sist snældurnar sem gera það að verkum að hér er oft um óborganlega þætti að ræða. —jvs. Jón Viðar Sigurðsson skrifar 3* 1 STORSPARNAÐUR í SÖGUFERÐ TIL AMSTERDAM Flug og gisting 4 dagar verð frá kr. 4.500.- 5 dagar verð frá kr. 4.800.- 1 vika verð frá kr. 5.600.- Innifalið: flug og gisting Áliar nánari upplýsingar og verð á skrifstofu okkar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.