Þjóðviljinn - 31.07.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.07.1982, Blaðsíða 3
Helgin 31. júli—I. ágúst 1982. ÞÍÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Reisa torfbæ í Árbæjarsafni Áhugafólki kennd torfhleðsla Borgarbúum sem ekki leggja land undir fót um verslunar- mannahelgina stendur til boða i dag laugardag, og næstu daga að rölta upp i Arbæjarsafn og fræð- ast um allt sem snýr að torfi, torf- skurði og hleðslu, jafnt úr grjóti sem torfi. Uppi i Arbæ ætla 5—6 gallvaskir menn að hefjast handa við að reisa eftirlikingu af torfbæ sem stóð i Eiðaþinghá um og uppúr aldamótum og hét Klappargerði. Forgangsmaður þessara fram- kvæmda er Sveinn Einarsson frá Hrjót.sá landskunni hleðslukappi og torfið i þessar framkvæmdir fæst i mýrunum i kringum Arbæj- arsafnið. Framkvæmdir hefjast kl. 10 á laugardag og til að standa straum af ýmsum kostnaði verður fólki boðiö uppá kennslu i torfhleðslu og er allt áhugafólk hvatt til að mæta á staðinn og leggja gjörva höndáplóg. —áþj Erlendar kartöflur niðurgreiddar Hef ekki tölur um kostnaðinn segir landbúnaðarráðherra „Innfluttu kartöflurnar hafa ekki verið niðurgreiddar á þessu ári fyrren nú”, sagði Pálmi Jóns- son, landbúnaðarráðherra, þegar Þjóðviljinn hafði samband við hann vegna nýtilkominna niður- greiðslna á kartöflum, en hiö nýja verð sem cr 5.98 krónum lægra á kiló cn áður var, tók gildi frá deg- inum i gær að teija. Innfluttar kartöflur hafa, að þvi er kom fram i máli ráðherrans, verið niðurgreiddar áður m.a. á siðasta ári. „Það var ákveðið að niöur- greiðslurnar yrðu þær sömu og var á innlendum kartöflum og eins, að kaupmönnum yrði gefinn kostur á að láta telja hjá sér, ef ske kynni, að einhverjir þeirra sætu uppi með einhvern lager af kartöflum. Það hefði þýtt, að þeir heföu orðið af þessum verðmis- mun, ef þessi háttur hefði ekki verið hafður á”, sagði Pálmi, og gat þess, að annað hefði varla verið fært, vegna þess verðmun- ar, sem niðurgreiðslurnar fela i sér. — Er þetta skyndiákvörðun, tekin I þvi skyni að lagfæra visi- tölureikninginn um næstu mánað- armót? „Það er nú ekki hægt að segja það, þetta var t.d. gert á siðasta ári, að greiða niður innfluttar kartöflur. En auðvitað er þetta gert meðfram til þess að hafa áhrif á visitölumálin. En það er samt ekkert nýtt við það.” — Ilvað reiknar þú með að þetta muni kosta rikissjóð? „Ég hef nú engar tölur um það. En það eru ekki stórar fjárhæöir, vegna þess að i næsta mánuði koma væntanlega nýjar innlend- ar kartöflur á markaðinn. Þær verða á sumarverði, sem hefur aldrei verið tekið með i visitölu- reikninginn.” — Nú hefur verið haldið fram, að þessar niðurgreiðslur kosti rikissjóð rúmar þrjár miijónir króna. „Það er ekkert ótrúlegt, að þær verði á þvi bilinu, svona á milli 3—5 miljóna króna”, sagði Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra að lokum. —jsj. Framkvæmdastjóri framleiösluráös: Erlendar kartöflur eru niðurgreiddar vegna vísitölunnar „Þessar niðurgreiðslur á erlendum kartöflum koma fyrst og fremst til vegna visitöluút- reikningsins nú um mánaðarmót- in”, sagði Gunnar Guðbjartsson, Þeim var ekki boðið Heldur varö undirrituöum blaðamanni á i messunni, þegar hann skrifaði frétt um 1000 ára landnámsafmæli Grænlendinga, sem birtistá baksiðu Þjóðviljans i gær. Þar er greint frá þvi, að Islend- ingunum Asa i Bæ og Einari Braga, rithöfundum. hafi verið sérstaklega boðið að taka þátt i þessum hátiðarhöldum, og hafði blaðamaður það frá heimild, sem hann taldi trausta og sá þvi ekki ástæðu til að leita staðfestingar á þeirri „frétt”. Það hefði hann þó betur gert, enda reyndist þegar til kom eng- inn fótur fyrir þessu. Þvi miður. Biður hér með undirritaður blaðamaður alla hlutaðeigandi velvirðingar á þessari hand- vömm sinni. —jsj. framkvæmdastjóri Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins, I samtali við Þjóðviljann vegna fregna um, að rikisstjórnin hefði ákveðið nið- urgreiðslur á erlendum kartöfl- um, er nema kr. 5.98 á hvert kfló. „Þessi tilkynning var eiginlega send út eftir að allir voru búnir að vinna I fyrrakvöld”, sagði Gunn- ar efnnfremur, „þetta verður gjarnan svona, þegar líður að þvi að þarf að fara að reikna út vlsi- töluna, og menn átta sig á þvi i stjórnarráðinu, að það er hægt að hafa áhrif á visitöluna með breyttum niðurgreiðslum”. Að sögn Gunnars er hér i raun um að ræða þær niðurgreiöslur sem voru i gildi, þegar islenskar kartöflur hefðu verið á markaön- um, en þær féllu niður þegar þær voru búnar og fariö var að flytja inn kartöflur erlendis frá. Aðspurður kvaðst Gunnar ekki treysta sér til að meta á þessu stigi málsins, hve miklar heildar- niðurgreiðslurnar yrðu. „Það er háð þvi, hve salan verður mikil á timabilinu, og eins þvi, hvenær is- lenskar kartöflur koma aftur á markað, en þá verður ákvörðun um endurgreiðslur endurskoð- uð”, sagði Gunnar Guðbjartsson aðlokum. —jsj. þúfinnurheiminní þúfinnurheiminn í þúfinnurheiminní mmmm hourndi^ hourndi^ Málverkaheimurinn. Ríkislistasafniö (Rembrandt, Vermeer og ótal fleiri snillingar) og van Gogh safnið eru aðeins tvö af 50 málverkasöfnum í Amsterdam. Tónlistarheimurinn. Hollenska óperan, fræg kirkjuorgel, klassískir tónleikar, popptón- leikar, útitónleikar og ekki má gleyma Concertgebouw tónlistarhöllinni. Sýningaheimurinn. (Amsterdam eru 65 sýningasalir, þar sem sjá má allt það nýjasta ( myndlist. Kvikmyndahúsin eru 40 talsins, listasöfnin nær óteljandi og ekki má láta ballettinn fram hjá sér fara. Demantaheimurinn. Hollenskir demantaslíparar eru taldir í fremstu röð í þessari listgrein. Amsterdam - alla miðvikudaga og sunnudaga KANADA" Radial dekk Eigum á lager hin margumtöluðu og vinsælu kanadisku radial dekk. Margra ára reynsla, frábært slitþol, algeng ending 60.000 km. Mýkt í sérflokki. Stór hluti atvinnubíl- stjóra ekur á Kanadadekkjum Lágt verð og miklir kostir Kanadadekkjanna skapa hina miklu eftirspurn. Trúlega mest seldu radialdekk á íslandi í dag. Útsölustaðir: Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 Reykjavík Hjólbarðastöðin Skeifunni 5 Reykjavik. Hjólbarðahúsið Skeifunni 11 Reykjavík. Hjólbarðaþjónustan Fellsmúla 24 Reykjavík (Hreyfilshúsinu) Sólning h.f. Smiðjuvegi 32-34 Kópavogi. Hjólbarðaþjónustan Hvannavöllum 14 Akureyri. Smurstöð Olis & Shell Fjölnisgötu 4a Akureyri. G UMM/V/NNUS TOFAN Skipholti 36 Sinii 31055

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.