Þjóðviljinn - 31.07.1982, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 31.07.1982, Blaðsíða 21
Helgin 31. júli—1. ágúst 1982. ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 21 skák Umsjón: Helgi Ólafsson Millisvœðamótið á Kanaríeyjum Ribli og Smyslov komust áfram Ribli seig fram úr á lokasprettinum Þrátt fyrir tap i 12. umferð fyrir Zoltan Ribli var sæti Smyslovs i Áskorendakeppninni ekki i neinni hættu. í síðustu umferð nægði honum jafntefli við einn veikasta mann mótsins, Slim Bouaziz frá Túnis, og það fékkst eftir aðeins 11 leiki. Á meðan gerði Ribli jafn- tefli við Pshakis og tryggði sér óskipt efsta sætið. Lokaniðurstað- an varð á þessa leið: 1. Ribli 9 v. 2. Smyslov 8 1/2 v. 3. Suba 8 v. 4. Petrosjan 7 1/2 v. 5. Tukmakov 7 v. + 1 biðskák 6. Larsen 6 1/2 v. 7. Timman 6 v. + 1 biðskák. 8. - 10. Pshakis, Mestel og Pinter 6 v. hver. 11. - 12. Karlsson og Bouaziz 5 1/2 v. hver. 13. Sunye 4 1/2 v. + 1 biðskák 14. Browne 3 v. + 1 bið- skák. Nokkrar biðskákir voru ótefld- ar þegar þetta er ritað, en þær breyta lokaniðurstöðunni ekki að neinu gagni. Aður en lengra er haldið hlýt ég þó að leiðrétta fremur augljósa villu úr frásögn skákar Riblis og Smyslovs i 12. umferð. Fréttum af þessari skák bar ekki saman, en geta má þess að á timabili var staðan stein- dautt jafntefli, en Smyslov, einn harðasti endataflsmaður sem uppi hefur verið, gerði þau mistök að rannsaka biðskákina með her- skara Sovétmanna og rannsókn- irnar fóru i hund og kött og einnig staðan. Fyrir skákina mun Smyslov hafa boðið jafntefli sem Ribli hafnaði. Hann var með hvitt og þó jafntefli gæfi honum vinn- ingsforskot á þriðja mann þýddi það hatramma viðureign við Sov- étmeistarann Pshakis. Petrosjan og Tukmakov hefðu knúið á um vinningstilraunir Pshakis og minnugur ófaranna frá milli- svæðamótinu i Riga 1979 hélt Ribli áfram. t Riga þurfti Ribli aðeins 1/2 vinning til að komast áfram, en tapaði fyrir Sovét- manninum Romanishin. Hann lenti svo i einvigi við landa sinn Adorjan og lauk þvi með jöfnum vinningum 3:3 eftir að Ribli hafði leitt 2 1/2:1/2. Adorjan komst svo áfram á betri stigum frá mótinu i Riga! Sigur Riblis kemur ekki á óvart. Hann hefur oft verið ná- lægt þvi að komast áfram en aldrei tekist það fyrr en nú. Hann hefur um langt skeið gengið næst Lajos Portisch að styrkleika i Ungverjalandi og er geysilega vel lesinn stórmeistari. Þykir það hrein hending taki hann eitthvað annað en skákbók i hönd þegar lestur er á annað borð. Allir sannir aðdáendur Vasily Smyslovs hljóta að fagna árangri hans. Mér sýnist mest um vert að þessi árangur gefur þeim sem nokkuð eru teknir að reskjast, þó svo 61 árs aldur sé kannski ekki svo mikill, byr undir báða vængi. Smyslov tefldi hverja einustu skák i botn i móti þessu og upp- skar eftir þvi. Undirritaður hefur i hyggju að birta á.m.k. glefsur úr skák Smyslovs i komandi skákþáttum, þvi margbölvaður sé sá lélegi fréttaflutningur sem verið hefur af mótinu. Hér kemur þó ein skák. Hún var tefld i 1. umferð og er merkileg fyrir þær sakir að þar tapaði Tigran Petrosjan sinni þriðju skák i 7 millisvæðamótum. Alls hefur hann teflt um 130 skák- ir i þessum mótum og riflega helming skáka hans hefur lyktað með jafntefli. Ilvitt: Vladimir Tukmakov Svart: Tigran Petrosjan Drottningarindversk vörn 1. C4-RÍ6 4. Rf3-b6 2. d4-e6 4. g3-Bb7 3. Rf3-b6 (4. -Ba6 er skarpari leikur og vin- sælli. En Petrosjan kærir sig koll- óttan. Skákin var tefld i 1. umferð og hann hefur áreiðanlega vonast eftir stuttu jafntefli. Það er venja hans að gera jafntefli við sterkari mennina og vinna siðan þá veik- ari.) 5. Bg2-Be7 6. Rc3-Re4 (6. -0-0 þýkir ónákvæmur leikur vegna 7. Dc2! sem tryggir hvitum sterk yfirráð á miðborðinu. Vis- ast þar m.a. til 21. einvigisskákar Kortsnojs og Karpov 1974 og skákar Karpovs og Spasski sem tefld var i sveitakeppni ár siðar.) 7. Bd2-Bf6 8. 0-0 (8. Hcl? er hroðalegur afleikur sem sést hefur i nokkrum skák- um. Svartur á 8. - Bxd4! og vinnur peð.) 8. ...-0-0 (8. -c5 er best svarað með 9. d5! Þar má benda á glæsilega vinn- ingsskák Kasparovs yfir Lingter- i n k f r. á Olympiumótinu á Möltu 1980.) 9. Hcl-d6 (9. -c5 er best svarað með 10. d5. Þar má benda á glæsilega vinn- insskák Kasparovs yfir Lingter- ink frá Olympiumótinu á Möltu 1980.) 10. d5-Bxc3 11. Rxc3-Rxc3 12. Hxc3-e5 (Ég er næstum þvi handviss um aö Petrosjan hefur boðið jafntefli a.m.k. einu sinni i þessari skák og ég er illa svikinn ef jafnteflistil- boðið hefur ekki komið á þessu augnabliki. 12 leikja jafnteflis- skákir eru hans uppáhald. Fyrst jafntefli ber á góma má minna á að i augum Petrosjans er það hreinn glæpur að tapa svo mikið sem einni skák i móti. Það var lika hann sem kom fram með þá gullvægu reglu, að 3 jafntefli væru betri en tveir sigrar og eitt tap!) 13. Rd2-Rd7 14. f4-a5 (Það er háttur Petrosjans að halda stöðunum sem mest lokuð- um. Honum dettur t.a.m. ekki i hug að leika 14. -exf4. Ekki er nóg með að staðan opnist við þann leik, heldur raskar hann hinu samhverfa ivafi peðastöðunnar). 15. f5-Rf6 19. h4-Kh7 16. Re4-Bc8 20. Rxf6-Dxf6 17. Dd2-Bd7 21. Be4! 18. b3-h6 (Kosturinn við stöðu hvits er sá að hann getur gert sér vonir um árangursrika peðaframrás bæði á kóngsvæng og drottningarvæng. Biskupinn myndu margir halda lélegan, en sannleikurinn er sá að hann á stóran þátt í að binda stöðu svarts niður. Svartur getur einungis beðið eftir aðgerðum hvits og þó Petrosjan sé þolin- móður maður að eðlisfari, þá eru biðlund hans altént nokkur tak- mörk sett.) 21. ,..-h5 (Stöðvar framrás g-peösins. Svartur gat beðið með þennan leik, en hann heföi þó verið nauð- synlegur fyrr eða siðar.) 22. a3-Hh8 24. Dg5! 23. Kg2-Kg8 (Svartur á úr vöndu að ráða. Eftir t.d. 24. -Kf8 er hrókurinn á h8 bundinn við að valda h5-peðið, þ.e. eftir 25. Dxf6-gxf6 26. Bd3 ásamt, -e4 og, -Be2. Best var sennilega 24. -Hh6 en þá getur hvitur i makindum undirbúið að- gerðir á drottningarvæng, -b4, -axb4 og loks, -c5. Svartur á greinilega við ramman reip aö draga i þessari stöðu, en undir flestum kringumstæöum hefði Petrosjan veitt harðvitugt við- nám. Þess ber aö geta að skákin var tefld i 1. umferð og glimu- skjálftinn tæpast farinn úr mönn- um. Þegar svo við bætist vond staða koma afleikirnir.) Helgi Olafsson skrifar 24. ...-Dh6? (Svörtum yfirsést 27. leikur Tuk- makovs. Allt til loka taflsins teflir hvitur skákina listavel.) 25. De7!-Dd2 26. Hc2-Dd4 27. Kf3! (Þessi einfaldi og sterki leikur gerir aðstöðu svarts vonlausa i einni svipan. Mönnum hættir til að gleyma þvi að kóngurinn er langtifrá svo galinn liösmaður þegar úti meiriháttar átök er komið.) 27. ...-Be8 28. f6! (Sterkara en 28. Dxc7-Dc5 og svartur á enn von.) 28. ...-Hh6 29. fxg7-Kxg7 30. e3!-Dc5 31. b4!-axb4 32. axb4-Dxb4 33. Kg2! — Svartur gafst upp. Hann á enga viðunandi vörn við hótuninni 34. Dg5+. Flusleiðir tilkynnabrottför Dusseídórf Vegna ótrúlegs annríkis pylsugerðarmanna í Frankfurt og vegna þess að óðum er að fyllast í allar „Frankfúrt- araferðirnar" hafa Flugleiðir ákveðið að bjóða sömu kjör á flugi til Dusseldorf og bílaleigubílum þar í bæ. Stundum er sagt að Dusseldorf sé ríkasta borg Þýska- lands. Hún er í það minnsta rík af margs konar lysti- semdum og sögulegum minjum. Merki borgarinnar sýnir ungling á handahlaupum og strákarnir í Dússel- dorf taka merkið alvarlega og fara á handahlaupum milli borðanna á ölstofunum fyrir gestina. Þannig er Dússel- dorf, - frjálsleg, vingjarnleg og skemmtileg borg í nota- legu umhverfi. Helgarferðir, verð frá kr. 3.100.-* Vikuferðir, verð frá kr. 3.440.-* FLUGLEIDIR Gott fólkhjá traustu félagi K'X; 'lnnifalið: Flugfar, VW Polo bílaleigubíll allan dvalartímann með ótakmörkuðum akstri,. miðað við fjóra i bil.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.