Þjóðviljinn - 31.07.1982, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 31.07.1982, Blaðsíða 19
Frá Lignano. ferðirnar okkar, sem eru ekki bara farnar til aö liggja i sólinni, þvi það gefast afskaplega mörg tækifæri til að sjá sögufræga staöi og ótal margt fleira i skoöunar- ferðum i tengslum viö sjálfar sól- arlandaferðirnar”, sagöi Kristin Aðalsteinsdóttir aö lokum. —jsj- eyjarnar og á milli þeirra? ,,bað verður meö öllum mög- legum flutninga- og farartækjum. Flugvélum, bilum og auövitaö bátum, þessum svokölluöu „barka” flutningabátum filipps- eyinga, meöal annars, og þaö veröur fariö á milli smáþorpa og stórborga. Eyjarnar eru býsna erfiðar yfirferöar vegna fjalllendis og þéttra frumskóga, en þarna er heilsusamlegt andrúmsloft og afar gott að vera. Nú i lok feröarinnar veröur svo dvaliö i Hong Kong nokkra daga, og þaöan meðal annars farið i skoöunarferö yfir landamærin til Kina”. — Hvaö kostar svo þessi ferð? „Þaö veit ég þvi miöur ekki ennþá, en ég held ég geti þó full- yrt, aö það veröi mun hag- stæðrara, en mætti halda. Og þaö er alveg óhætt aö fullyröa, aö Perlur Austursins, eins og Fil- ippseyjar hafa veriö nefndar i gömlum heimildum, eru þess viröi að þær séu skoöaöar”, sagöi Haraldur Jóhannsson aö lokum. — jsj. Islaug Aðalsteinsdóttir hjá Ferðamiðstöðinni: Fólk er opnara fyrir nýjungum „Við verðum með ferðir til Benidorm alveg fram í október, en síðustu ferðir þangað verða 14. septem- ber og 5. október, og í þeim ferðum verður einnig möguleiki á því að fara með beinu f lugi til Alicante með viðkomu í London á heimleiðinni, en Alicante er um klukkutíma bílferð frá Benidorm", sagði Islaug Aðalsteinsdóttir hjá Ferðamiðstöðinni í samtali við blaðið um þær ferðir, sem Ferðamiðstöðin hefur á boðstólum í haust. „En auk Benidorm-feröanna bjóöum viö svo feröir til fjöl- margra staöa og landa, svo sem Bretlands, Hollands, Danmerkur og viöar, og viö bjóöum upp á þær feröir áfram i vetur. Svo veröum viö lika meö feröir til hinna ýmsu sólarstaöa frá Luxemburg, og þær ferðir eru farnar i samstarfi viö Luxair Tours, og svo er lika töluvert um það, að fólk ferðist á eigin vegum, þannig aö við pöntum kannski sumarbústaöi fyrir fjölskyldur sem feröast siöan meö almennu flugi. Slikum feröum hefur fjölgaö til muna fá þvi sem var”. — Eru það ekki talsvert dýrari ferðir en t.d. sólarlandaferðir i leiguflugi? „Þær verða þaö yfirleitt, til- tölulega séö. En þaö jafnar sig hins vegar upp á þann hátt, aö fólk fer þá frekar i styttri ferðir. Þannig næst mjög sambærilegt verð, þótt feröirnar séu aö ööru leyti mjög frábrugönar hver annarri”. — Hefur feröamáti fólks breyst mjög á undanförnum árum? Eru sólarlandaferðirnar kannski á undanhaldi? „Mér hefur nú virst, aö fólk sé mun opnara fyrir nýjungum heldur en var fyrir bara fimm árum. Og ef litið er lengra aftur, þá var það viötekin venja og nánast undantekningarlaust, aö fólk varö að staldra viö Kaup- mannahöfn, annað hvort á útleiö eöa heimleiö, aö lita viö i Kaup- mannahöfn, jafnvel þótt þaö kostaði, aö fargjaldiö yröi dýrara en ella heföi oröiö. Kaupmannahöfn á auðvitaö alltaf sina aödáendur, en þessi krafa er ekki lengur viö lýöi. Kaupmannahöfn er ekki jafn nauðsynlegur viökomustaöur lengur og var. — Nú hafið þið hjá Feröamið- stöðinni lagt töluveröa áherslu á ráðstefnur og vörusýningar, þ.e.a.s. hópferðir á slika við- buröi? „Já, þaö hefur gefist vel. Viö erum umboösmenn allra þýsku sýninganna, og fáum þannig allar þær upplýsingar, sem nauðsyn- legar eru feröalöngum, auk þess sem viö seljum aögöngumiöa á sýningarnar sjálfar, þannig aö fólk, sem ferðast á okkar vegum þarf ekki aö standa i löngum biö- rööum til aö geta keypt sig inn. Það er mikill kostur við þetta fyrirkomulag, aö fólk getur skipulagt feröir sinar, jafnvel i smáatriðum, meö þessum hætti. Oft vill þaö nefnilega veröa þannig, aö menn geta flækst um á svona vörusýningum án þess aö nálgast það, sem menn vilja sjá. Helgin 31. júll—1. ágúst 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 islaug Aðalsteinsdóttir hjá Ferðamiðstöðinni: ícg tel, að utanlands- feröir séu orðnar raunverulegur hluti af Hfi almennings á islandi, og held, að fólk reikni meö þeim sem föstum lið I neyslunni. Ljósm.: —jsj. Þaö er hægt aö eyöa fleiri dögum i slikt ráp.” — Býður Feröamiðstööin upp á einhverja þjónustu I tengslum og samhengi við þessar ráðstefnur og vörusýningar? „Já.þaðer t.d. mjög algengt aö fólk noti tækifæriö og fari i fri eftir aö þaö hefur komið viö á vörusýningum. Og viö getum, ef fólk vill, skipulagt slik fri. Nú, þaö er óskaplega erfitt aö slá á fjöldann, sem hefur notfært sér þessa þjónustu okkar. En yfirleitt eru hóparnir á bilinu 30-50 manns, og viö höfum farið þaö sem af er þessu ári á fimm vörusýningar erlendis. Þaö hefur sýnt sig, aö þaö er markaður fyrir þessar feröir, enda getur fólk, sem tekur þátt i viöskiptalifinu ekki annað en fylgst meö nýj- ungum á sinu sviöi”, sagöi Islaug Aöalsteinsdóttir aö lokum. — jsj. Holland er meöai nýrra viökomu* staða Ferðamiðstöðvarinnar. Steinn Lárusson hjá ÚrvalU__ Spennandi ferðir til Austurlanda fjær Steinn Lárusson hjá (Jrvali: Það hefur verið mcira um styttri ferðalög á þessu ári en áður, en mér sýnist ágætlega bókað það sem er af sumr- inu. Ljósm. — gel—. „Það má segja, að það séu tvær ferðir, sem verða hápunktar haustsins hjá okkur", sagði Steinn Lár- usson framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar úrval í viðtali við Þjóðviljann. „Önnur ferðin verður til Thailands, þar sem dvalið verður bæði í Bangkok og Pattaya, en sú ferð er far- in i samráði við ferðaskrif- stofuna „Globetrotter" í Kaupmannahöf n. Hin ferðin er til Indlands og Nepal, og það er ansi strembin ferð, sem felur i sér mikil ferðalög vítt og breitt um. Þetta er I annaö sinn, sem viö bjóöum upp á svona ferö til Thai- lands. Þetta er þriggja vikna ferö, meö viökomu i Kaup- mannahöfn bæöi viö upphaf henn- ar og endi, og þaö er möguleiki á aö framlengja dvölina i Kaup- mannahöfn i restina, ef menn vilja. En þaö veröur dvaliö fimm daga i Bangkok og siöan háifan mánuö I Pattaya, og þaö veröur, eins og gefur að skilja, boöiö upp á sérstakan skoöunarferðar- pakka á báöum stööum.” — Hvað kostar þessi ferö? „Þessi ferö kostar milli 22-26.000 krónur, en þaö fer eftir þvi hvort búið er i eins eöa tveggja manna herbergjum. Þetta verö miöast þó viö júnilok, þannig aö þaö getur breyst eitt- hvaö, þangaö til veröur fariö af stað.” — En hvað geturöu sagt mér frá þessari Indlandsferð? „Þetta er mjög spennandi og heillandi ferö, aö mér finnst, en það eru nú liöin um þaö bil tvö ár siöan viö Sigurður A. Magnússon, sem veröur fararstjóri i feröinni, fórum aö tala um hana. Siguröur hefur dvalið þarna, og þekkir þarna ágætlega til, og er þvi einn besti fararstjóri, sem völ er á. Indlandsferðin er lika þriggja vikna ferö, og hún er skipulögð i samráöi viö þarlenda feröaskrif- stofu. Nú, eins og ég sagöi, þá er þetta töluvert strembin ferö, en þaö kemur til aö þvi, hvaö er ferðast mikiö um Indland og sóttir heim staöir eins og t.d. Aurangbad, Pachora, Ajanta, Dehli, Agra, Taj Mahal og Katmandú Kal- kútta, auk ótal annarra staöa. Þaö verður sem sagt fariö þvert yfir Indland, og þær feröir eru ali- ar innifaldar i þvi fargjaldi, sem greitt er hér heima, en þessi ferð mun kosta eitthvað nálægt 27.000 krónum”. — Hvað verður svo fleira á döf- inni hjá ykkur i haust? „1 haust og fram á vetur verö- um viö með þessar föstu ferðir til Glasgow og London, og viö bjóö- um i vetur eins og i sumar flug og bil til Luxemborgar, og svo mun- um viö áreiöanlega bjóöa upp á helgarpakka nú i haust og vetur eins og við geröum i fyrra. Kanarieyjaferöirnar okkar hefjast um mánaðamótin október og nóvember, og veröa án efa vin- sælar sem fyrr, og skiöaferöirnar okkar hefjast meö jólaferö 19. desember, en viö veröum meö skföaferðir á eina þrjá staöi i vet- ur.” — Feröast fólk meira nú en áð- ur, Steinn? „Fystu sex mánuöi ársins ferö- uðust 6000 fleiri Islendingar til út- landa en áriö á undan. Þaö veröur þó aö segjast eins og er, aö þaö hefur verið meira um styttri feröalög en áöur. Hins vegar viröist mér, aö þaö liti ágætlega út meö bókanir þessa siöustu tvo mánuöi af sum- artimanum hjá okkur”, sagöi Steinn Lárusson að lokum. —jsj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.