Þjóðviljinn - 09.10.1982, Side 2

Þjóðviljinn - 09.10.1982, Side 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9.-10. október 1982 Amsterdamferð með Arnarflugi í boði Hér kemur annar hluti nýrrar get- raunar sem hófst síðastliðinn sunnu- dag og verður á hverjum sunnudegi fyrst um sinn. Þeir sem hyggjast taka þátt, safni saman getrauninni í hverj- um mánuði og sendi inn svör í lok mánaðarins. Dregið verður úr réttum svörum. Fyrir októbermánuð eru glæsileg verðlaun í boði eða FERÐ TIL AMSTERDAM MEÐ ARNAR- FLUGI. Eingöngu er spurt úr fréttum Þjóðviljans dagana fyrir hvern sunnu- dag. Tekið skal fram, að getraunin er aðeins fyrir áskrifendur. Eyjólfur Konráö Jónsson. b. Haukur Már Haraldsson c Sighvatur Björgvinsson Eyjólfur Konráð Haukur Már Sighvatur í vikunni skaut upp Músavinafélaginu sem mót- mælti ályktun Kattavinafélagsins gegn Tomma og Jenna. Hver er formaður Músavinafélagsins? a Garðveisla b Gosi c Öskubuska Hvað heitir leikritið? Bók með barnaleikriti og plata með söngvum úr því kom út í vikunni. Hvað heitir leikritið? Var það útvarpið... eða flugstöðin... eða kannski kafbátur? „Gróf íhlutun í innanríkismál okkar“ sagði Svavar Gestsson um: a tillögur útvarpslaganefndar um að gefa útvarpsrekstur frjálsan hér á landi b ákvörðun Bandaríkjaþings um að framlag til flugstöðvar á Bandaríkjaflugvelli verði framlengt c ferðir óþekkts kafbáts við Austurströndina ■ He i maeyj argosið Sjónvarpið Spútnik Á mánudaginn var þess minnst að 10 ár voru liðin frá því að cld- gosið í Heimaey hófst b 15 ár voru liðin frá því að út- sendingar íslenska sjónvarps- ins hófust c 25 ár voru liðin frá því að Spútnik. fyrsta gervitunglinu. var skotið á loft. Hagkaup hyggst færa út kvíarnar. En hvar? Verslunin Hagkaup hyggst færa út kvíarnar Hefur sótt um 28 þúsund fer- metra lóð í nýja miðbænum viö Kringlumýrarbraut í Reykjavík b Ætlar að kaupa Kaupfélag ís- firðinga og leggja þar með undir sig nær alla verslun á ísafirði c Hefur sótt um að fá að reisa vínveitingahús ofan á hita- veitugeymunum í Öskjuhlíð og reka það undir nafninu Hot Springs Hver verður lygalaupur mánaðarins? Eins og kynnt var í síðasta Sunnudagsblaði efnir Þjóðviljinn nú til samkeppni um bestu lyga- söguna, og eru menn beðnir að senda slíkar ann- aðhvort undir nafni eða dulnefni, en rétta nafnið verður þó að fylgja með. Sögurnar verða birtar í Sunnudagsblaðinu, og síðan verður í lok mánað- arins útnefndur lygalaupur mánaðarins. Sög- urnar sendist Þjóðviljanum, Síðumúla 6, c.o. Guð- jón Friðriksson: trúnaðarmál. Og hér birtist fyrsta sagan frá gömlum farmanni: Kvikmyndastjama „skandaliserar Ég má til með að skýra frá nokkru sem henti mig fyrir aldarfjórðungi og hljómar eins og lygasaga, en er þó alveg dag- satt. Ég hef sagt mörgum þessa sögu áður, en fæstir hafa viljað trúa mér og telja mig vera að grobba. Ég hef því eiginlega gefið upp á bátinn að segja sög- una sem sanna sögu og kýs að segja hana undan formerkjum lygasögu þó að hvert orð sé satt í henni eins og ég áður sagði. Þannig er mál með vexti að ég var farmaður á einum Fossanna árið 1960 og sigldi hann m.a. til New York. Svo var það að við komum í þessa stórborg að hausti til og höfðum nokkurra daga stopp. Eins og sjó- mönnum er títt hugsuðum við okkur gott til glóðarinnar að lyfta okkur dálítið upp á hinum ótalmörgu skemmtistöðum og krám í borginni. Er ekki að orð- lengja það að við göngum krá úr krá og erum orðnir nokkuð hátt uppi. Síðan man ég eftir mér að ég er að reyna að komast inn á einhvern glæstan stað við Broadway en síðan er eiginlega allt í móðu og mistri. Ég hafði sem sagt fengið mér einum of mikið í staupinu og var syngj- andi glaður. Eitthvað óljóst rámar mig í það að hafa lent í slagtogi við einhvern kven- mann þarna um kvöldið eða nóttina, en næst veit ég af mér að ég vakna í feiknabreiðu rúmi eða öilu heldur himinsæng í íbúð sem ég kannaðist ekkert við. Einhver kvenmannsmynd liggur líka í rúminu með sæng- ina breidda upp fyrir haus. Þar sem ég var vægast sagt illa fyrir kallaður og rykaður og þar að auki með móral og hræddur um að hafa misst af skipinu, snaraði ég mér í spjarirnar og laumaðist út án þess að vekja kvensuna. Ég tók þó eftir því að íbúð þessi var mjög ríkmannleg og stór á efstu hæð í skýjakljúfi. Er ég var kominn út á götu, veifaði ég leigubíl og fór beint til skips. Er ég fór að spyrja fé- laga mína frétta um næturasyin- týrin kom í ljós að tveir þeirra höfðu verið utan við skemmti- staðinn með mér og ekki komist inn, en einhvern veginn hafði mér tekist það og horfið þeim sjónum. Svo vildi til að skipið tafðist í einn sólarhring í viðbót í stór- borginni. Við fengum okkur því smágöngu um Manhattan seinna um daginn, eftir að mestu timburmennirnir höfðu verið læknaðir með Budweiser bjór. Allt í einu rekur einn fé- laga minna upp öskur. Hvert þó íþreifandi. A flennistórri mynd á forsíðu eins dagblaðanna er enginn annar en ég sjálfur á faðmlögum við íturvaxna, Ijós- hærða kynbombu, og yfir alla forsíðuna stóð: Marilyn Monr- oe skandaliserar á skemmti- stað. Fyrir neðan mátti lesa frá- sögn af því að kvikmynda- stjarnan fræga hefði sést í fylgd með óþekktum manni á skemmtistað á Broadway og hagað sér vægast sagt ósæmi- lega. Síðan voru hugleiðingar um það að hún væri óhamingju- söm í hjónabandi sínu við leikritaskáldið Arthur Miller og væri í skilnaðarhugleiðingum. Inni í blaðinu var svo mynda- sería af okkur Marilyn í æðis- géngnum dansi þar sem hún var berfætt en ég með skyrtuna upp úr buxunum og síðan mynd af okkur þar sem við hverfum inn í leigubíl. Sem betur fer fór skipið snemma morguns daginn eftir, en þegar égkom heim mátti lesa bæði í slúðurdálkum Tímans og Moggans um ástarævintýri Marilyn Monroe með óþekkt- urn manni svo að greinilega hefur fréttin borist um heimsbyggð alla. Fyrir nokkr- um árum komst ég svo yfir ævi- sögu Marilyn Monroe eftir Betty Muggeridge þar sem heilum kafla er varið í þetta ást- arævintýri og komist að þeirri niðurstöðu að það hefði skipt sköpum fyrir kvikmyndastjörn- una og að lokum leitt til þess að hún fyrirfór sér. Eru leiddar getur að því að óþekkti maður- mn hafi verið búlgarskur prins sem hvarf sporlaust í Venesúela aðeins tveimur árum eftir að þetta gerðist. Pað hlálegasta í þessu öllu saman er, að ég virðist hafa átt nótt með Marilyn Monroe án þess að sjá hana, vita af henni, eða yfirleitt muna eftir henni. Gamall farmaður

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.