Þjóðviljinn - 09.10.1982, Síða 6

Þjóðviljinn - 09.10.1982, Síða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9.-10. október 1982 DlOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóöfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. p itst Jórnargrei n Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn:,Álfheiöur Ingadóttir, HelgiÓlafsson,LúðvíkGeirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurösson, Guðmundur Andri Thorsson. úr aimanakinu Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6 Beykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Úrslit sem fyrst! • Alþingi kemur saman á mánudag. í þingbyrjun veit enginn meö vissu hver veröa örlög frumvarps ríkisstjórnarinnar til staðfesting- ar á bráðabirgðalögunum frá 21. ágúst s.l. • Greinilegt er að í hópi stjórnarandstæðinga eru efasemdir víða á kreiki um réttmæti þeirra harðvítugu afstöðu, sem flokksbrodd- arnir hafa tekið, að stöðva frumvarpið, hvað sem það kostar, með 20 atkvæðum gegn 20 í neðri deild. • „Slíkt offors væri mikil skammsýni“, sagði fyrrverandi þing- maður Sjálfstæöisflokksins í forystugrein Dagblaðsins og Vísis nú í vikunni, og er það víst ekki of ntikið sagt. • Innan þingflokks Aiþýðuflokksins eru einnig á kreiki mjög alvarlegar efasemdir, og kemur það m.a. skýrt fram í viðtölum við Magnús H. Magnússon, varaformann flokksins og Árna Gunnars- son, alþingismann, sem Þjóöviljinn birti í gær. Þeir hafa greinilega ,ekki gert málið upp við sig. • Nauðsynlegt er að fá úr því skorið sem fyrst, hvort bráðabirgða- lögin njóta nægilegs stuðnings á Alþingi eða ekki. Þjóðviljinn hvet- ur til þess, að stjórnin láti á það reyna á fyrstu vikum þingsins. Ríkisstjórnin þarf ekki að óttast það próf. Verði frumvarpið fellt, þá er það stjórnarandstaðan, sem tekur á sig þyngsta ábyrgð, og þjóðin mun síðan dæma. Verði frumvarpið hins vegar samþykkt, þá hefur ríkisstjórnin náð umtalsverðum árangri og heldur áfram sínum störfum. k. Sorp Morgunblaðsins • Nú ber nýrra við. Allt í einu er Morgunblaðið farið að ásaka: Hjörleif Guttormsson, iðnaðarráðherra fyrir að hafa boðið Alu- suisse betri kosti en hæfilegt sé!! • Allt er þetta þó byggt á fölsunum hjá Morgunblaðinu. Á fundi; Hjörleifs með fulltrúa Alusuisse í maímánuði s.l. bar iðnaðarráð- herra fram kröfu um hækkum orkuverðs til samræmis við fram- leiðslukostnaðarverð og það verðlag á orku sem tíðkast í nálægum löndum. - Þetta þýðir um þreföldun orkuverðsins og í boði ráð- herrans var tilskilið að öll sú hækkun kæmi til framkvæmda fyrir 1. nóv. í ár. • Þau plögg sem birt hafa verið opinberlega, meira að segja í Morgunblaðinu, sýna þetta með ótvíræðum hætti. Hjörleifur bauði hins vegar upp á það, að aðeins hluti hækkunarinnar kæmi til framkvæmda strax í maí í vor, en svo fuil hækkun fyrir októberlok.j Svo fáránlegt sem það er reynir Morgunblaðið að snúa málinu á þann veg, að ráðherrann hafi boðið Alusuisse upp á að láta fyrstu; áfangshækkunina eina duga, sem er náttúrulega algjör fölsun á< staðreyndum. • Aðferð Morgunblaðsins er sú að slíta úr samhengi þær fáu línuri sem fjalla um bráðabirgðaákvæðið eitt, og birta af þessum línum stækkaðar myndir, en láta eins og sjálft meginmálið um þreföldun orkuverðs fyrir 1. nóv. 1982 sé ekki til. Þetta er sorpblaðamennska á hæsta stigi og Morgunblaðinu til skammar. • En viö skulum sjá, hvort Morgunblaðiö þorir þegar á hólminn kemur, að taka undir kröfu Alþýðubandalagsins uin einhliða hækkun orkuverðsins fyrst Alusuisse hefur neitað að semja. k. Við neitum þessu • Um þessa helgi er haldin í Reykjavík landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga. Einmitt á sama tíma berast nú fréttir um þau áform bandarískra ráðamanna aö auka enn hernaðarumsvif, m.a. með fjölgun þeirra fljúgandi radarstöðva, AWACS- flugvélanna, sem staðsettar eru á Keflavíkurvelli. Með þessu er ætlunin að gera ísland í enn ríkara mæli að miðpunkti og stjórn- stöð í kjarnorkuvopnakerfi Bandaríkjamanna á Norður- Atlantshafi með öllum þeim hættum sem því fylgja. • Þjóðviljinn heitir á alla að snúast til öflugrar og samhentrar andstöðu gegn þessum áformum og sendir landsráðstefnu Samtaka herstöðvaandstæðinga baráttukveðjur. Við viljum herlaust Island og óháð risáveldunum, sem ógna heimsbyggöinni með vígbúnað- aræði sínu. k. Tvöfeldni — kreppa - réttlæti Kannast ekki flestir viö tvöfalt siögæöi i fari sinu? Eöa ert þú, lesandi góöur, einn þeirra sem halda aö kórrétt viöhorf og heil- agur sannleikur séu holdtekin i j)ér? t rauninni er sama hvort þú nærist á þess háttar sjálfsblekk- ingum eöa einhverjum öörum, þér er frjáist að lesa þetta greinarkorn. Ræða ráðherrans Oftast kemur manni þetta fyrirbæri i hug þegar pólitikusar eru annars vegar. í fréttum af ræöu Ólafs Jóhannessonar á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóöanna nýveriö, sagði aö utanrikisráð- herrann hefði gert að umtalsefni; hið gifurlega fjármagn sem variö væri til hermála i heiminum. Yröi aö gripa til einhverra ráöstafana ef ekki ætti illa að fara. Auðvitað var þetta alltof satt og rétt hjá ráðherranum. Stór hluti mann- kyns hefur svo miklar áhyggjur af vigbúnaðinum aö hann er meira aö segja reiðubúinn til að leggja töluvert i sölurnar til aö draga úr honum. En er Ólafur Jó- hannesson einn af þeim? Hann er einn þeirra sem ólmur vill aukin umsvif hersins hér á landi, sem auövitað er hluti af vigbúnaöinum i heiminum. Einhverjir kvik- indislegir kommar myndu sjálf- sagt segja þetta vera vegna slæms skyggnis i Fljótunum eða rekja ræöuna til venjulegrar borgaralegrar hræsni. Ég held að þaö séu flóknari skýringar á fyrirbærinu, en alténd ber þetta vott um tvöfalt siögæði. Fleiri dæmi Þvi miður er allsherjarþings- ræöa utanrikisráöherrans engin undantekning frá venju, en hún er nærtækt dæmi. Alveg eins mætti benda á hvernig allaballar rekja ógnarástandiö i efnahagsmálum heimsins og komast að þeirri niðurstöðu, eins og skoöanabræö- ur þeirra annars staðar i löndum heimsins, að aöeins tvennt geti losað heiminn úr krumlum kreppu og örbirgðar, stórstyrjöld eöa nýtt efnahagskerfi sem deilir gæðum heimsinS réttlátt niöur á meðal mannanna barna. Auövitaö velja sósialistar seinni kostinn, sá velvilji viö fá- tækari fjarlægar þjóöir er hafinn yfir allan vafa. Hins vegar er sjaldan eöa aldrei minnst á nauö- syn þess að hefjast handa á þess- ari lifsnauösynlegu breytingu á efnahagskerfinu hér og nú, i tún- inu heima sem er þó starfsvett- vangurinn. Ekki laust viö aö þetta sé lika tvöfalt siögæöi. Svör við kreppu? Fyrir margt löngu heyrði maöur fólk minnast á kreppuna miklu með hrolli og óhugnaði i Úskar Guðmundsson skrifar augunum. Fyrir þeim sem voru aö segja manni frá ósköpunum var kreppan dæmi um skipbrot kapitalismans. Og Karl gamli Marx hafði kenningar til reiðu um kreppur sem væru lögmál þessa markaðar sem auövaldsþjóöfé- lagið snýst um. Og nú þegar svona samdráttur gerir vart viö sig hérlendis eins og erlendis hefði maöur haldiö aö rykiö yrði dustaö af fornri kenn- ingu og forystumenn og félags- lýöur hefðu svör á reiðum hönd- um um orsakir kreppunnar (sem er máske ekki meira en sam- dráttur þegar allt kemur til alls), auk þess sem bent væri á leið- irnar út úr kreppunni, nýtt efna- hagskerfi fyrir almenning i þessu landi rétt eins og viö viljum nýtt kerfi fyrir þriöja heiminn. betta er meira að segja réttlætisspurn- ing ef ekki tilveru. Meðaltölin Þau hagfræöilegu hugtök sem pólitik gengur eftir á samdráttar- timum eins og þeim sem við nú lifum eru á köflum ansi myrk og sérfræöingar ekki einu sinni á eitt sáttir um hvaö þau merkja. En hvort sem þjóöarframleiðsla ætlar aö dragast saman um 1% eöa 4%, þá er hitt vist, aö vel er hægt aö ætlast til þess aö aörir en láglaunafólk verði látnir finna fyrir samdrættinum. Það dynur á almenningi i si- bylju um meðaltöp útgerðar og fiskiönaöar, um samdráttinn i þessari atvinnugreininni og vonda greiðslufjárstööu i hinni. Tölur viröast nánast til um alla þessa hluti, Nema hvað ekki heyrist mikið frá þeim sem bera mikiö úr býtum, frá blómlega at- vinnurekstrinum. Hvar hefur fjármagnsstreymi verið á undan- förnum árum? Hverjir hafa haft fjármagn á milli handanna? Hverjir hafa haft efni á þvi að byggja stórar einbýlishallir og þenja út atvinnurekstur sinn? Hvernig hafa tekjurnar i þjóöfé- laginu dreifst á undanförnum árum? Svör við sllkum og þvium- likum spurningum gætu e.t.v. auöveldað eftirleikinn: skipta tekjum þjóðfélagsins réttlátar niður heldur en nú er gert. Dularhjúpur Þvi miður hefur borið alltof mikið á þvi að þessi lögmáls- bundni samdráttur auövaldsþjóð- félagsins sé sveipaður einhverj- um dularhjúp: kreppan er eitt- hvað sem kemur og fer enginn veit hvenær og hvers vegna. Meir að segja hefur þvi veriö haldiö fram viö almenning i landinu, aö hann eigi sök á kreppunni. Ef þessi samdráttur er kreppa væri gaman aö velta þvi fyrir sér hversu langt er á milli kreppu og leiftursóknar? Krepputalið i okkur allaböllum hefur farið fyrir brjóstið á mörg- um. Þó segir móðir min aö sér verði alltaf kalt á fótunum þegar hún heyri minnst á kreppuna. Þannig minnist hún kreppunnar sjálfrar meö kuldahrolli. Þá voru nú ekki varmagjafar i hverjum krana og börnin voru vist eitthvað litilfjörlega skædd. í kreppunni miklu var lika fámenn yfirstétt andspænis almúga manna. I dag ræöur rikjum blómleg borgara- stétt sem á gnægö fjár og eigna. Þaö er meira til skiptanna. Lofaö veröi réttlætiö i kreppunni. -óg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.