Þjóðviljinn - 09.10.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.10.1982, Blaðsíða 7
Helgin 9.-10. október 1982 i ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Art Ensemble ofChicago: Urban Bushmen: Promenade: Cote Bamako I; Bush Magic; Urban Magic; Sun Precondition Two; Theme for Sco; New York is full of Lonly People Ancestral Meditation; Uncle; Peter and Judith; Promenade: Cote Bamako II; Odwalla/Theme. Flytjendur: Lestcr Bowie, Joseph jarman, Roscoe Mitchell, Malachi Favors Maghostut, Famoudou Don Moye Útgefandi: ECM 1211/12 (2 LP), 1982 Dreifing: Gramm, Fálkinn. Borgar- búskmenn og trommuleikarinn Don Moye í hópinn. Hann haföi mikil áhrif á stíl Art Ensemble með hugmynd- um sem kontnar voru beint frá afr- ísku slagverki, en þar er að finna uppruna svartrar tónlistar svo sem kunniigt er. Annars er það áberandi hve vel meðlimir þessarar hljómsveitar eru heima i öllum stílbrigðum djassins, allt frá upprunalegum stíl New Or- leans til frjálsrar tjáningar nútím- ans. Undanfarin 10 ár hefur Art Ensemble rakað sant fleiri verð- launum, en nokkur önnur hljóm- sveit, jafnt fyrir hljómleikahald, plötur og sjálfstætt starf hvers ein- staklings fyrir sig. Reyndar halda meðlimir úti öðrum hljómsveitum, eru skóli eða uppeldismiðstöð fyrir unga tónlistarmenn og leika hver og einn inn á hljómplötur eða halda hljómléika. T.d. fengu ís- lendingar að kynnast tveimur hlið- um á þessu starfi fyrr árinu, þegar Art Ensemble hélt hljómleika hér á vegum Jazzvakningar og aftur þegar hinn óvenjufjölhæfi saxófón- leikari Roscoe Mitchell lék í Fél- agsstofnun stúdenta. Hin nýja hljómplata félaganna, „Urban Bushmen" er hljóðrituð á konsert sent þeir héldu í Ameríku- húsinu í Munchen. Þótt hljómplöt- una skorti hinn sjónræna þátt sem gjörningakenndir hljómleikar AEC eru fullir af, er hún í flokki bestu „lifandi" platna hljóm- sveitarinnar. Eins og nafn hennar ber með sér, blandast hér áhrif stórborgarinnar við furmstæða en þróttmikla hefð Afríku. Ferð svertingjans til upprunans í leit að sjálfsvitund, leiðir meðlimi AEC á Hús til sölu Húsiö Grjótagata 9 hér í borg er til sölu. Verður húsiö til sýnis dagana 16, og 17. októ- ber n.k. Tilboðum sé skilað á skrifstofu mína fyrir kl. 15.00 hinn 26. október n.k. og skulu þau vera í samræmi við söluskilmála, sem þar fást afhentir. Tilboðin verða opnuð á sama stað að við- stöddum bjóðendum kl. 11.00 hinn 27. okt- óber. Borgarritarinn í Reykjavík 8. október 1982 Auglýsið í Þjóð\viljanum Halldór B. Runólfsson skrifar Eftir að platan „Nice Guys“ (ECM) hafnaði í 2. sæti í árlegru kjöri djass-gagnrýnenda, 1980 og „Full Force" (ECM) náði 1. sæti í sömu keppni árið 1982, má segja að Art Ensemble of Chicago standi á hátindi frægðar sinnar eftir 17 ára samstarf. Það var einmitt vorið Í965 að nokkrir ungir Chicago- búar stofnuðu Samtök til eflingar skapandi tónlistarmönnum (AACM), í þeim tilgangi að vinna saman að hljómleikahaldi. Án þess þeir gerðu sér grein fyrir því strax, voru þeir að beina djassinum inn á nýjar brautir. Þeir uppgötvuðu ný hljóðfræði, sum hver heimasmí- ðuð, kammer-djasstónlist sem byggir á sjálfsprottnum einleik án undirleiks og ryþmísku samspili, auk róttækra nýjunga í takti. Sérstaða Art Ensemble of Chic- ago innan samtakanna, byggðist á hæfileikum þeirra til að tjá sig sem einstaklingar innan heildarinnar, um leið og þeir sýndu óvenju næm- an skilning á hugmyndum hvers annars. Þetta gerði þá fljótlega mjög sterka sem heild, án þess að skaða sjálfstæði hvers og eins þeirra. I fyrstu var hljómsveitin kvartett, en 1970 bættist slagverks- Meðlimir Art Ensemble of Chicago; slóðir forfeðranna. Munurinn á þeim og fyrri hljómlistarmönnum, s.s. John Coltrane, er að þeir þurfa ekki að leita á náðir hinnar svörtu álfu, heldur finna þeir nú Afríku heima fyrir. Það þarf ekki að hlusta lengi á Urban Bushmen til að hrífast af jafnvægi þessara hljómleika, krafti í ásláttarhljóðfærum og löngum sumir í heiðbundnum búningum. sóló-blæstri iúðranna, þar sem þeir Lester Bowie og Roscoe Mitchell auk Joseph Jarman og Don Moye, þenja ólíkustu blásturshljóðfæri með ólíkum tökum, en ntynda þó órofa samræmi sín í millum. Hljómplatan er vel pressuð og upptakan er ágæt, þannig að hinn lit'andi hljómur tónleikanna kemst vel til skila. I Smídshöföa 23, sími 812 99 Eigendur framdrifsbíla athugið! Það er sannað mál að bílar með framdrifi slíta meira dekkjum en aðrir bílar. Til þess að fyllsta öryggis sé gættber að vanda valið sérstaklega þegar dekk eru valin undir bílinn. Það er því engin furða að langflestir framleiðendur framdrifsbíla í Japan, velja Bridgestone undir bíla sína. Reynsla Bridgestone á íslandi sannar að Bridgestone dekkin eru óhemju slitsterk og endingargóð. Öryggið 1 fyrirrúmi með Bridgestone undir bílnum. 25 ára reynsla á íslandi. Valið er því ekki erfitt — Bridgestone

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.