Þjóðviljinn - 09.10.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.10.1982, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9.-10. október 1982 af bsejarhcllunní Ofurvald hnerrans Það kom fyrir, þetta voða- lega, sem ekki má ske og sist á tónleikum eða undir prédikun. Ég fékk hnerra, þegar ég var að hlusta á sexmenningana snjöllu frá Stuttgartspila á fiðlur sinar, viólur og selló i Norræna húsinu. Þetta var allsendis óforvarand- is og óskylt ástæðum hundsins og heimasætunnar hjá Ólafi Kárasyni. Ég barðist við hnerrann. Mér flaug i hug, að Paganini hafði eitthvert sinn refsað einum aðalsmannsræfli grimmilega fyrir að hnerra á tónleikum hjá sjálfum sér, meistaranum. Hann hætti i miðju kafi að spila, en hermdi með fiðlusnilld sinni nokkrum sinnum eftir hnerrum karlsins. Sá varð að augabragði það sem eftir var ævinnar. Og ég hugsaði: Hvað nú, ef þeir all- ir sex hætta að spila i miðjum kliðum og herma með öllum sex hljóðfærunum i senn eftir hnerr- anum i mér? En þetta var reglulega ljótt af Paganini. Hvað gat manngarm- urinn gert að þessu, jafnvel þótt hann væri aöalsmaður? Enginn veit nema sá sem reynt hefur, hvilikum óviðráðanlegum heljartökum hnerrinn getur gripið einn drottins krossbera. A.m.k. er ég i stöðugri lifshættu, þegarég ek bil. Það er annað en gaman aö vera kannski staddur á hringtorgi i brjálaðri umferð siðdegis á föstudegi og þurfa allt ieinuaðhnerra. Maðurherpist i herðunum, kinnarnar tútna út eins og á básúnuleikara, siðan kemur eitthvað sem likist jarö- skjálftakipp, 6-7 stig á Richters kvarða, og loks sprengigosið. Það varir kannski ekki nema andartak. En einmitt á þessu andartaki lokast augu, eyru og reyndar öll skilningarvit. Það er ekkert til i heiminum nema hnerrinn. Og hvað getur ekki gerst á einu andartaki i brjál- aðri umferð? Það er þvi engin furða, þótt menn um viða veröld segi ,,guð hjálpi þér” eða eitthvað svip- aörar merkingar, þegar einhver hnerrar nærri þeim. Menn héldu nefnilega, að sálin hrykki andartak úr likamanum við hnerra og þá gæti Sá Vondi Sjálfur skotist inn i tómarúmið. Og það verö ég að taka undir, aö aldrei finnst mér ég sálarlaus- ari en i miðjum hrierranum. Ein skyring á hnerranum er reynd- ar sú, að Kölski hafi undir kodd- anum hjá sér skrá yfir allar mannkindur (Þetta var i sam- komulaginu milli hans og Drött- ins, þegar þeir skiptu með sér heiminum forðum daga). Kölski hefur ætið verið spaugsamur og smekkvis og les öðru hverju t skránni að gamni sinu. Stundum tautar hann þá einstök nöfn fyrir munni sér, og þá hnerrar sá hinn sami. Menn héldu lika öldum saman, að hnerrar hefðu komið af stað Svartadauða og öðrum drepsóttum. Og veit enginn nema satt sé. Skemmst er þess að minnast, þegar við sjálft lá, að einn hnerri kæmi af stað kjarnorkustriði. Það var á ein- hverri afvopnunar- eða endur- vopnunarráðstefnu stórveld- anna i Genf eða Vin. Þar eru menn hvort tveggja i senn: afskaplega orövarir og kurteis- ir. Hvert orð og aukasetning getur skipt máli og verið túlkuð eða mistúlkuð i fjölmiðlum heimsins. Nú var það einn morgun, þegar sendinefndirnar komu til að flytja sin einskisverðu erindi til fundar, að yfirfulltrúi Rússa fékk hnerra. Bandariski aðal- fulltrúinn horfði á kollega sinn fullur hluttekningar, en bað siö- an um fundarhlé. Og ástæðan var: átti og mátti hann segja ,,guð hjálpi þér”? Yrði það talin eftirgjöf eöa undanlátssemi? Mundu þeir nota tækifærið og þrýsta á voðahnappinn? Eða yrðu það kölluð stórkarlalæti. Hvaða áhrif heföi þetta á al- menningsálitiö i heiminum? Nefndin ræddi málið, og siöan var hringt i sjóðheitri linu til forsetans i Hvita húsinu. For- setinn kallaði saman varnar- málaráðið og það lét margar nefndir kanna vandann frá ýmsum hliðum og gera tölvu- spár um viðbrögö og afleið- ingar. Eftir þrjá daga var loks talið hættandi á að aflétta fundarhlé- inu, og aðalfulltrúi Kana leit kankvislega framan i starfs- bróður sinn og kvað þeirra orða alls of fyrst: „Guö hjálpi þér.” Þá brá fulltrúi Rússa litum og óskaöi þegar i stað eftir fundar- hléi. Hvað var þetta? „Guð hjálpi þér”. Voru þeir að gefa eftir? Eða var þetta visvitandi ögrun við Marx-Leninismann, sem viðurkennir ekki Guð? Eða ritstjórnargrein Vinstrihreyfíngar í Evrópu Er hægrisveifla í Evrópu? Svo gæti virst: stjórn ThatcHers á Bretlandi ereitt dæmiö, stjórnar- skipti í Danmörku og Vestur- Þýskalandi sýnast vísa í sömu átt. Þetta virðist allt heldur dapur- legt. En ef litið er til lengri tíma og hlutirnir skoðaðir í stærra sam- hengi, þá geta menn séð mörg merk dænii um þróun sem evróp- skar vinstrihreyfing'ar geta reiknað sér til tekna. Það er ekki nema áratugur eða svo síðan Suður-Evrópa var mestöll á valdi fasískra og hálffasískra stjórna: síðan hefur þingræðið sigrað í Portúgal, á Spáni, í Grikklandi og í þessum löndum öllum hafa risið öflugir vinstrifiokkar. Tyrkland er eitt eftir. Sósíalistaflokkar hafa unnið mikla kosningasigra í Grikklandi og í Frakklandi og all- ir vænta þess að spænski sósíal- istaflokkurinn vinni góðan sigur í kosningum seinna í þessum mán- uði. Og jafnvel þar sem borgara- legar stjórnir hafa tekið við hafa þær ekki árætt að hreyfa rnikið við félagslegum verkum sem flokkar verkalýðshreyfingarinn- ar hafa staðið að - nema þá í Bret- landi. Það að auki má rekja velgengni nýrra fjöldahreyfingagegn kjarn- orkuvígbúnaöi og með umhverfi- svernd til hugmyndaarfs vinstri- hreyfinga að verulegu leyti - enda þótt þessar hreyfingar gangi nteð ýmsunt hætti þvert á eldri pólitísk landamæri. Ekkert sjálfkrafa Þettaerallt heldur jákvætt. En eins og breski sagnfræðingurinn Eric Hobsbawm bendir á í nýlegri grein í tímaritinu Marxism To- day. þá gefa hvorki jákvæðar stað reyndir á borð við þær sem að ofan voru raktar né heldur sú kreppa, sem kapítalisminn er flæktur í, ástæðu til að ætla að glæsileg vinstriframtíð sé á næsta leiti. Ekkert slíkt gerist rneð sjálf- virkum hætti, og auknar þreng- ingar sent verkalýðsstéttir Evr- ópu hafa sætt - atvinnuleysið er vitanlega þeirra verst - hafa ekki skapað aukna róttækni á borð við þá sem skapaðist í kreppunni fyrir fimmtíu árum. Vinstriflokk- unum hefur ekki tekist_að færa sér stöðuna í nyt með árangusrík- var þetta elskuleg viðvörun? Ætluðu þeir kannski að fara aö ýta á kjarnorkuhnappinn? Var þá ekki skárra aö verða 5 undan? Eða átti aö þakka fyrir þessi blessunarorð að gömlum rússneskum sið? Það var þegar simað til Kreml, og framkvæmdastjóri Flokksins kallaði saman stjórn- málanefndina og stjórnmála- nefndin kallaði saman mið- stjórnina. Eftir viku var aftur haldinn fundur i vopnanefndinni, og þar sagði sovéski aöalfulUrúinn hátiðlega: „Takk fyrir” og hneigði sig fyrir þeim banda- riska. En með fylgdi skrifleg greinargerð upp á 147 siður um sögulegan bakgrunn þessara þakkarorða, sem auðvitað væru án nokkurra skuldbindinga. Og enn var beðið um fundarhlé. Nú vikur sögunni aftur i Norræna húsið, þar sem ég sat og barðist við hnerrann, meðan allt þetta þaut með leifturhraða gegnum heilabúið. Ég var eins og Sabeddin fróði úr Þúsund og einni nótt, sem dýfði höfðinu andartak oni vatnsker og þoldi mannraunir i sjö ár á meðan. Ekki bætti úr skák, að það var verið að spila verk eftir Arnold Schönberg. Og það þóttist ég vita, að ef ég hnerraði undir Schönberg, þá yrði það tekið sem merki um inngróna andúð mina og skilningsleysi á þessi- um brautryðjanda nútimatón- listar. 1 þokkabót sat einn höfuðpaur þeirrar liststefnu á tslandi skáhallt á móti mér, og mér sýndust stálhörö gleraugun horfa beint á mig. En við engu varð gert. Fiðringurinn i nefholinu magnaðist, og loks var eins og efri partur likamans væri djöfli skekinn. Ég greip fyrir vitin og reyndi að kæfa háreystina, en skaðinn var skeður. Ég gjóaði augunum laumulega i kringum mig og bjóst við að mæta tugum þungra brúna. En þá vildi svo einkennilega til, að það var eins og sjón og heyrn allra beindist að sniili spilaranna og uppljómandi músikinni. Enginn virtist hafa tekið eftir smán minni og helgi- spjöllum. Mér flugu i hug and- látsorð Guömundar dúllara um Simon Dalaskáld. Mikið skáld var Schönberg. Arni i Botni Árni Bergmann skrifar: um hætti. Margt ræður því - sós- íalistaflokkar, sósíaldemókrata- flokkar og evrópukommúnískir flokkar hafna allir hinni sovésku og austur-evrópsku reynslu - en með vissum hætti verkar Austur- blökkin sem neikvætt fordæmi og dregur úr breytingavilja verka- fólks. í annan stað hafa tengsli flokka og verkalýðshreyfinga verið að breytast smám saman, verkalýðsflokkar geta síður en áður gengið að ákveðnum þjöð- telagshópum vísum og vonlítið að hægt sé að snúa þeirri þróun við með afturhvarfi til fyrri tíma. Bjartsýni samt Hobsbawnm, sem fyrr var nefndur. vill samt halda bjartsýni á krepputíma. Hann segir: „Vin- striflokkarnir í Evrópu eiga ýrnsá góða kosti sem hægt er að nýta. Það geta þeir þó því aðeins, segir hann. að hin sósíaslíska vinstri- hreyfing finni sér nýjan starfsstíl oguppbyggingarform. Þvíað hún á ekki aðeins að vera íulltrúi verkalýðsstéttar, sem er ólík þeirri sem hún áður skipulagði til baráttu, hún þarf einnig að verða fulltrúi annara þjóðtelagshópa, sem hafa ekki síður en verka- menn áhuga á að leita þess samfé- lags sem leysir hið kapítalíska af hólnú - svo ekki sé minnst á vilj- ann til að tryggja að mannfólkið lifi af á jörðinni." ÁB. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.