Þjóðviljinn - 09.10.1982, Side 14

Þjóðviljinn - 09.10.1982, Side 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9.-10. október 1982 Hvem er verið að einoka? W0S. m Reyndur bandarískur blaðamaður kvað upp þann úrskurð að ef Bandaríkjamenn ættu eingöngu að treysta á þær 8500 útvarpsstöðvar sem eru þar til upplýsingar væru þeir illa á vegi staddir. greinar fá í einhverju formi pen- inga frá ríkisútvarpinu. Myndlist, leiklist, tónlist, skáldsagnagerö, ljósmyndun, kvikmyndun, allt sem nöfnum tjáir að nefna fær penínga frá ríkisútvarpinu... í skýrslu myndbandanefndar. sem menntamálaráöherra skipaöi í fyrrahaust til þess að kanna notkun myndsegulbanda segir allt í einu upp úr þurru: Nefndin gengur út frá því að slakaö verði á einkarétti ríkisútvarpsins á útvarpi og öörunt aðilum verði heimilað að annast út- varp. Nefndarmenn rökstyðja. þetta ekki frekar né geta þess á annan hátt hvaðan þeim keniur þessi hugljómun. En þetta eru stór orð. Það verður víst ekki sagt um mig að ég sé mjög harður vinstri ntaður en þessari niðurstöðu myndbanda- nefndar er ég mjög ósammála. Eg fæ ekki séð hvers vegna við eigunt að afsala okkur sameiginlegum rétti til útvarps og sjónvarps í hend- ur nokkurra einstaklinga sem síðan ætla að hagnast á öllu saman. Ég fæ ekki séð að það verði til þes að dagskrá, sem fólk muni njóta, verði betri. Dreifikerfið og einkaaðilarnir Ef við ákveðum að fjölga út- varpsstöðvum og leyfa útvarps- rekstur einkaaðila, þá verðum við að tryggja að allir standi jafnir, rík- isútvarpið jafnt sem þeir sem á- Kveða að takast á hendur að setja upp útvarps- og sjónvarpsstöðvar. Við. þú ogég, höfum undanfarin ár varið hundruðum þúsunda til þess að tryggja eða reyna að tryggja að allir landsmenn njóti útvarps- og sjónvarpssendinga. Þetta hafa rá- ðamenn ríkisútvarpsins sett á oddinn í öll.þessi ár vegna þess.. eins og ég gat um áðan, að ríkisút- varpið er ötlugasta menningartæki landsmanna. Það er Póstur og sími sem hefur unnið að þessu verkefni og dreifikerfið er í eigu Iands- ntanna. Ég hef velt því fyrir mér hvort við gerðum rétt í því að leigja éinkaaðilunt aðgang að þessu kerfi og að þeir og þá við öll væntanlega í gegnum aukinn auglýsingakostnað tækjum þátt í að halda uppi menn- ingunni. Eða þá að við tækjum á- kvörðun unt að leggja ríkisútvarpið niður en dreifikerfið yrði áfram í eigu landsmanna og við leigöum einkaaðilum aðgang að því. Því legg ég áherslu á dreifikerfi um allt land að ntig uggir að aðeins eitt vaki fyrir þeim sem hvað hæst hafa haft um frjálst útvarp. Nefnilega það að setja upp útvarpsstöðvar í Reykjavík og kannski á Akureyri þar sem markaðir eru stóri. Þeir ætla trúlega ekki að standa í því Skáldið sagði að við ættum að reyna að lyfta umræðunni upp á dálítið hærra plan. Mér er ekki ljóst hvort þetta rabb mitt verður til þess, en þó langar mig til þéss að fá aö leggja orð í belg upp á von og óvon. Mér sýnist að nokkur veiga- mikil atriði hafi orðið útundan í allri umræðu um ríkisútvarpið, frjálst útvarp og kapalsjónvarp og þetta samhengisleysi hafi orðið til þess að almenningur beini gagn- rýni sinni að tiltölulega saklausum aðilum. Þeir sem hins vegar hafa valdið mestu um hve staða ríkisú- tvarpsins er bágborin, tekið undir hugmyndir um svokallað frjálst út- varp og nteð því lagt grundvöll að uppátæki nokkurra lögbrjóta sem þykjast af hugsjónaástæðum halda úti kapalsjónvarpi, þeir liafa hins vegar sloppiö við gagnrýni. Hér tala ég einnig um alþingismenn þessa lands. Peningarnir og hugsjónin Menn kynnu að ætla að ég sem nú nýt þeirra réttinda umfram marga aðra lslendinga vegna bú- setu í Bandaríkjunum unt stund að geta hlustað á 44 útvarpsstöðvar og hef aðgang að 8 sjónvarpsrásum hafi höndlað hamingjuna í þeim efnum. Þvert á móti. Einmitt þess vegna er mér Ijós tilgangur þeirra sern tala um nauðsyn þess að koma á fót frjálsu útvarpi og einmitt þess vegna er mér ljóst hversu gífurlegir menningarlegir hagsmunir eru í ve- ði verði látið undan þessum mönnum sent gjarnan notfæra sér slagorðið einokun, einokun. Ég fullyrði hér aö það sé eini til- gangur þeirra manna sem hafa haft uppi tilburði til að fá að setja ;j laggirnar útvarpsstöðvar að græða peninga. Þá leyfi ég mér hér nteð að blása á þær fullyrðingar þeirra sem standa að fyrirtækjum um kapal- sjónvarp í Reykjavík og víðar að þeir séu að vasast í þessu af hug- sjón. Það eina sem gerist í því máli er að eftir að skaðabótakröfur inn- lendar sem erlendar hafa verið staðfestar af dómstólum þá fara fyrirtækin á hausinn og eftir situr neytandinn með sárt ennið. Eins þurfa rnenn að átta sig á því að í þessu efni gilda lög. Hvergi hugmyndir um dagskrána Menn gefasérsem forsendu fyrir frjálsu útvarpi og kapalsjónvarpi að ríkisútvarpið, útvarp og sjón- varp, sé vont; dagskrá útvarps sé En höldum áfram með leið- arann. Þessi sami ristjóri hins frjálsa og óháða dagblaðs gekk nokkru síðar í björg og hóf búskap með þeim tröllkonum sem mér var kennt á 5 ára ferli á þessu sama dagblaði að væri ímynd þess ó- frjálsa og háða í blaðamennsku. Samkeppnin var horfin, einkarétt- ur á síðdegisblaðamarkaði var orð- inn staðreynd einu sinni enn. Og hver var ástæðan? Jú, þeir fáu ein- staklingar, sent áttu blöðin tvö, komust að þeirri niðurstöðu að markaðurinn þyldi ekki nema eitt síðdegisblað. Þaö kann að vera margt til í því og sú ákvörðun og reikningsdæmi hlýtur að vera gert samkvæmt því hver hagnaðurinn verður hverju sinni. En ég vií gjarnan beina þeirri spurningu til þeirra sem finna út að ekki er rúm fyrir nema eitt síðdeg- isblað á síðdegisblaðamarkaði hvers vegna þeir telji að það sé rúm fyrir ótakmarkaðar útvarps- og sjónvarpsstöðvar. Menning kostar peninga. Og þar kem ég aftur að því hversu mikils misskilnings gætir unt raunveru- legan tilgang ríkisútvarpsins. Það er í gegnum ríkisútvarpið sem við, þú og ég, borgunt og viðhöldum stærsta hluta menningar á íslandi. Trúir þeirri sannfæringu sinni að það rnegi aldrei leggja raunveru- legar tölur um ástand mála og kostnað á borðið hafa allar ríkis- stjórnir hengt á ríkisútvarpið stærstan hluta kostnaðar við merín- ingarmál frá upphafi. Allar list- Útvarpserindi Helga Péturssonar fréttamanns frá því um síðustu helgi, lítillega stytt yfirfull af sinfóníugargi og vinstri sinnuðunt Svíþjóðarharmkvælum. og á fréttastofu þar bruggi kommar og frímúrarar saman launráð gegn þjóðinni og sannleikanum. Sáma gildir unt sjónvarp, þar sem kvæða- lestur og Maöur er nefndur Jón á Hóli og alls kyns uppbyggjandi efni ríði húsum. Eini Ijósi punkturinn sé Trausti. Menn fái ekki að sjá cowboymyndir og stríð fram eftir nóttu heldur sé skellt á menn þjóð- söngnum eða Yfir voru ættarlandi með myndum klukkan korter yfir 11 og svo eigi menn að fara að sofa. Það sé einnig sammerkt með starfs- ntönnum beggja deilda ríkis- útvarpsins að þeir séu löt möppu- dýr sem láti nokkra lítilsiglda skussa úr pólitík stjórna sér í út- varpsráði. Ennfremur séu þeir ill- gjarnir e'f ekki vill betur, samanber kaup á 362 sænskum kvikmyndum. Svar við þessu öllu saman sem sé hreinlega að drepa þjóðina úr lciðindum og vindi svo upp á sig og svari ekki einu sinni gagnrýni sé svokallað frjálst útvarp og sjón- varp. Ég hef hvergi séð hugmyndir að dagskrá þessara sjónvarps- og útvarpsstöðva. Ég hef hins vegar rnikið heyrt um að það sé nánast orðið Iífsspursmál fyrir fólk að fá slíkar stöðvar. Ég hlýt að ganga út frá því að þessar stöðvar eigi að verða skemmtilegar. Raunar hef ég ekki heyrt neitt annað en að þær eigi að verða frjálsar og skemmti- legar. Frelsi frá hverju og til hvers og hvernig skemmtilegar hef ég hins vegar hvergi séð útlistað. (Síðan kemur kafli hjá Helga þar sem því er lýst hvernig embættis- menn ogstjórnmálamenn hafa rúið ríkisútvarpið tekjumöguleikum og er honum sleppt hér) Hornsteinn íslenskrar menningar Hjá mér hérna á bdrðinu er guln- aður leiðari úr dagblaði sem ég hef lesjð nokkrum sinnum. Hann ber yfirskriftina: Einkarétturinn moln- ar. Þar er tekið undir þennan svo- kallaða frjálsa útvarps- og sjón- varpsrekstur með vissum fyrirvö- rum þó þar sem eru lögbrjótar. Þar er einnig bent á að innan fárra ára, og þau ár eru ntiklu færri en flesta grunar, verður beitt á okkur og við munum taka við sendingum fjöl- rása gervihnatta érlendra ríkja. Þetta hefur verið notað svolítið sent röksemd fyrir því að þess vegna eigum við að fjölga útvatps- og sjónvarpsstöðvum. Þetta er auðvitað rangt. Útvarp og sjónvarpið er ekki bara þrír grammófónar, Jón Múli. Pétur ogTrausti í veðrinu með full- ri virðingu fyrir þeim. Ríkisútvar- pið er einn af hornsteinum ís- lenskrar menningar og það er ein- mitt þessi hornsteinn sent ég tel að við séum að henda út í hafsauga með ábyrgðarlausu tali um eitthvað sem heitir frjálst og skemmtilegt útvarp og sjónvarp. Viö höfum undanfarin ár varið hundruðum þúsunda til þess að tryggja eða að reyna að tryggja að allir landsmenn njóti útvarps- og sjón varpssendinga. Eigum við að afsala þessum rétti í hendur nokkurra einstaklinga sem síðan ætla að hagnast á öllu saman?

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.