Þjóðviljinn - 09.10.1982, Page 20

Þjóðviljinn - 09.10.1982, Page 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9.-10. október 1982 Erindi Helga Framhald af 15. sióu. deótexta á daginn, texta sem renn-1 ur á sjónvarpsskerminum meö I stuttum fréttum, veöurfregnum og , t.d. smáauglýsingum. Égerhrædd- 1 ur um að nú fari um þá sem þykjast ráða smáauglýsingamarkaði. Þeir hinir sömu halda því gjarnan fram að hið prentaða orð sé miklu sterk- ara. Vissulega. En það er líka fyrir löngu búið að finna upp tæki sem gerir fólki kleift að panta afrit af öllum texta á sjónvarpsskerminum með einu handtaki. Ríkisútvarpið getur sett upp stúdíó á við skulum segja ísafirði, Akureyri, Egilsstöö- j um. Neskaupstað, Selfossi og Vestmannaeyjum og opnað þannig i landssamtökum, félögum og viö-1 skiptaaðilum möguleika til þess að halda síma- og sjónvarpsfundi án þes að þurfa að safnast saman á einum stað. Auðvitað fengju menn að heyra það frá flugfélögum og hótelum en þau geta jú auðvitað ; ekki staðið í vegi fyrir tækniþróun. Þetta er það sem einkaaðilarnir ætla sér að gera. Af hverju á þjóð- félagið að afsala sér rétti til þess að hagnast á þessu í sameiningu? Stú- díóin sem ég nefndi áðan yrðu auðvitað um leið hornsteinar landshlutaútvarps sem auðvitað er það sem koma skal. Ég sé lands- hlutaútvarp fyrir mér sem hluta af rás 2, klukkutímaútvarp til þess að byrja með fréttum og tilkynningum útvarpað um einhvern tiltekinn ra- díus klukkan sex fram að aðalfrétt- atíma stofnunarinnar. Að síðustu vil ég skilja við hlust- endur með einni hugsun. Einokun þýðir eitthvað sem einn, tveir eða fámennur hópur stjórnar og mun ekki deila með öðrum. Andstæð- ingar ríkisútvarpsins hafa notaö þetta orð mikiö: einokun. I lugsum um eitt: Fyrst ríkisútvarpið er í eigu allra íslendinga, hvern er þá verið að einoka? Góðar stundir. daegurtonlist Spasskí Framhald af 17. siðu. Nú hvað skákina varðar er ég til- búinn til að tefla fyrir Sovétmenn. Ég-var á 1. borði á Olympíumótinu í Buenos Aires 1978, en þá gekk sveitinni ekki vel, varð í 2. sæti. Hvernig sem á því stendur þá er eins og ég geti ekki teflt af sama styrkleika á 1. borði og hér á árum áður.“ Þú hefur haft mikil samskipti við Fischcr um langt skeið. Hefur þú heyrt eitthvað frá hon- um? „Eftir einvígi okkar hér í Reykjavík skiptumst við á bréfum, hringdum hvor í annan o.s.frv. En síðan urðu þessi samskipti æstrjálli uns þau lögðust af. Þegar ég var í Kaiiforníu 1979 reyndi ég að hafa upp á honum en tókst ekki. Það er mikill harmleikur að hann skuli hafa hætt að tefla. Hann var fædd- ur fyrir skákina. Vissulega var hann ekki auðveldur í umgengni, sérstaklega áttu mótshaldarar erf- itt með hann, en hann var stál- heiðarlegur. Ég kunni alltaf vel við hann.“ Að lokum Spasskí. Hvernig gengur í einvíginu við Friðrik? „Tja, þessi var erfið. í fyrstu skákinni börðumst við vel. Þetta var löng skák, stóð í a.m.k. 5 klst. Við höfum nú báðir gert okkur seka um mistök, kannski hafa þau ekki skipt svo miklu máli upp á heildarniðurstöðuna. Úrslitin - það er nú önnur saga. Við skrifu- ðum víst upp á einhver plögg og megum ekki segja frá...... - hól. Bað og eldhuskuplar 30 gerðir. C^rúlegó hagstæðir greiðsluskilmálar a flestum vöruflokkum. Allt | niður i 20% útborgun og , lánstími allt að í 9 manuðum. Rafdeild JL-hússins augiýsir: Bastljós 15 gerðir Bað og eldhúskúplar 30 gerðir Fyrirliggjandi þýsk útiljós Stóraukið úrval rafbúnaðar Zanussí kæliskápar hagstætt verð. Opið í öllum deildum: Mánud - miðvikud. kl. 9-18, fimmtud. kl. 9-20, föstud. kl. 9-22, laugard. kl. 9-12. JIS Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Rafdeild Sími 10600 'RASS Nýverið sendi hljómsveitin Crass frá sér breiðskífuna Christ- The Album. Crass er í dag stærsta neðanjarðarhljómsveitin í Bret- landi og þennan titil hlýtur hljóm- sveitin fyrir að augiýsa aldrei hljómplötur sínar cn engu að síð- ur njóta þær mikilla vinsælda og komast alltaf inn á sjálfstæða li- stann. Fyrir þá sem ekki þekkja til hljómsveitarinnar má geta þess að Crass er miklu meira en hljómsveit. Crass stendur fyrir ákveðna hugmyndafræði og ák-- veðið líferni. Crass gefur út blað, þau sem standa að baki Crass hverju sinni, en öllum er frjalst að koma og fara þegar þeim hent- ar, búa í kommúnu og rækta sinn mat sjálf. Þau framleiða kvik- myndir og lifa sem einangraður hópur mitt í lífsgæðakapphlaup- inu. ■ Annars er það hugmyndafræði Crass sem hefur vakið umtal og skapað hljómsveitinni sérstöðu. Þau eru stjórnleysingjar og trúa því að sú leið sé fær út úr þeim ógöngum sem við erum komin í. Trúin á mátt einstaklingsins er mjög rík hjá þeim og reyna þau að höfða til hvers og eins og fá áheyrendur til að átta sig betur á umhverfi sínu, og gera mönnum Ijóst stöðu sína í dag eins og þau túlka hana. Jón Viðar Sigurðsson skrifar We’re talking ’bout freedom while we’er locked in a cell / Dre- aming of a world without war / Forced to live on the boundaries of hell / Like no-one’s ever tho- ught of peace before. / But what’s the point of preaching peace if it’s something you don’t feel? Á þessari nýju plötu klippa þau saman á mjög skemmtilegan hátt viðtöl við þekkta stjórnmála- menn, auglýsingar og frettir úr B.B.C.. Ukoman er oft á tíðum mjög athyglisverð og sýnir okkur fáránleika þess þjóðskipulags sem við.búum við. Þetta kemur best fram í kaflanum á eftir laginu „Mother Love" þar sem skeytt er saman viðtali við Margaret Thatcher og fréttum úr B.B.C.. Magga Thatcher / They werc a tragedy, weren’t they? ’twas a terrible evening, dreadful, as we saw those scenes on television and saw how marvellous our police were. / (Þulur B.B.C.) The patt- ern of rioting has gradually int- ensified with mounting anger at the deaths of the two teenagers killed by an army Land Rover. Plötur Crass fylgir gjarnan mikið lesmál og er Christ-The Al- bum engin undantekning í þeim efnum. Plötunni fylgir tæplega 30 síðna bæklingur þar sem skoðanir Crass eru viðraðar og málefni rædd út frá sjónarhóli meðlima aðstandenda Crass. Ekki má gleyma að þetta al- búm hefur að geyma tvær breið- skífur. Annars vegar plötuna Christ-The Album sem fjallað hefur verið um hér að framan, og hljómleikaplötuna Well Forkcd- But not Dead, sem er hljóm- leikaplata og hefur að geyma mörg af frægustu lögum hljóm- sveitarinnar. Hljómleikaplata er var hljóðrituð í hinum sögufræga Klúbb 100 í London er hin besta skemmtun og góður kaupbætir. Tónlist Crass er pönk eins og áður, ekki ósvipuð því sem mátti heyra á fyrstu plötum Clash og plötum Sex Pistols. Tónlistin éin- kennist af hraða, krafti og keyrslu. Tónlist Crass fellur ágætlega að textum, boðskap hljómsveitarinnar og er óneitan- lega erfitt að ímynda sér annars konar tónlist sem miðil til að koma textunum á framfæri. Af nafnlausri hljómsveit... Sigurgeir Sigmundsson gítar- leikari kom að máli við mig og bað mig að koma á framfæri nokkrum leiðréttingum í sam- bandi við hljómsveit þá sem hann og nokkrir aðrir eru að hleypa af stokkunum. Sigurgeir sagði, að þær sögu- sagnir væru sem hermdu að hljómsveitin ætti að heita Bers- erkir eins og fram hefði komið í nokkrum dagblaðanna. Þeir væru ekki farnir að huga að nafni og vildu fá að æfa í friði þangað til þeir væru tilbúnir. Ég spurði Sigurgeir hvenær þeir kæmu fram í fyrsta sinn. Hann sagði að það yrði ekki fyrr en eftir áramót. Fyrst ætluðu þeir að hljóðrita efni á stóra plötu áður en þeir færu að halda hljóm- leika. Sigurgeir sagði, að þeir væru búnir að fullvinna sex lög og kvað það ekkert vandamál fyrir hljóm- sveitina að semja lög. Öðru máli gegndi með textagerð, það væri 1 hausverkur sem þeir væru með. En einhvers staðar verða menn að byrja og verður að fyrirgefa . þeim bernskubrekin. Ekki vildi Sigurgeir gefa uppi hvers konar tónlist þeir myndu fremja. Kvað að aðrir yrðu að brennimerkja hljómsveitina. Það mætti koma fram að þeir spiluðu ekki danstónlist og ætluðu sér ekki að leika á sveitaböllum. Fyrir þá sem ekki hafa áttað sig á hvaða hljómsveit er verið að ræða um, þá verður að geta þess að hana skipa auk Sigurgeirs þeir Eiríkur Hauksson og Kristján Edelstein en þessir þrír hafa allir leikið með Start. Auk þeirra eru í hljómsveitinni Rúnar Gu- ðmundsson sem gerði garðinn frægan með Utangarðsmönnum og Bodies. Trommuleikari hljómsveitarinnar er Oddur sem var fyrsti trommari Tappa tíkar- rass. „KLAM 99 Það tclst ávallt til tíðinda þegar hljómsveitin Cure sendir frá sér breiðskífu. Nýverið kom út fjór- ða brciðskífa hljómsveitarinnar Pornography (Klám). Ekki, ber mikið á þeim dags daglega og það er sjaldan sem fréttir eða viðtöl birtast um hljómsveitina. Cure öðlaðist fyrst raunveru- lega frægð þegar hljómsveitin fór í hljómleikaferð rheð Siouxie and the Banshees árið 1979. Cure fór sem aðstoðarhljómsveit sem ekki er í frasögur færandi. Eftir tvo eða þrjá tónleika hættu þeir John Mckay og Kenny Morris í Sioux- sie and the Banshees. Til að fylla skarð þeirra svo hægt væri að halda hljómleikaferðinni áfram voru trommuleikarinn Budgie, er ílengdist í hljómsveitinni, og Ro- bert Smith fengnir til aö hlaupa i skarðið. Beindust þá allra augu að Robert Smith og Cure fyrir vikið. Ekki löngu eftir hljómleika- ferð þessa kom út breiðskífa hljómsveitarinnar Three imagin- ary boys, og hlaut sú þokkalega dóma. Það var svo ekki fyrr en Faith kom út á seinasta ári sern þeir urðu almennt viðurkenndir / Frekar hljótt hefur verið um hljómsveitina síðastliðið ár eða þangað til Pornography kom út nú í sumar. Sannast sagna er Pornography með betri plötum þessa árs. Tónlist Cure hefur á þessari plötu tekið breytingum, breytingum sem eru frekar bita- munur en kjöts. Grunnurinn er enn sá sami. í dag er það hljóm- borðsleikur og þungur trommu- taktur sem setja svip sinn á tónlist Cure og greina hana frá fyrri plötum hljómsveitarinnar. I hljóðblöndun hefur bassin verið færður aftar ef miðað ervið Faith. En eitt aðaleinkenni Faith var hve bassinn var blandaður fram- arlega. Hljóðfæraleikur er sem endra- nær snjall og auðheyrt að hér eru engir aukvisar á ferð. Textar plötunnar eru vanga- veltur um menn og málefni, oft- ast mjög innihaldslaust hjal. Það verður ekki sagt um Cure að tex- tar þeirra standi á háu plani, þó örlar að manni finnst á smá glætu hér og þar. Textarnir eru það sem varpa skugga á þessa stórgóðu plötu sem er með því allra besta sem hingað hefur komiö í ár. Porno- graphy er í sama gæðaflokki og Heaven up here með Echo and the Bunnymen sem mér finnst einn af gimgteinum síðasta árs.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.