Þjóðviljinn - 09.10.1982, Page 21

Þjóðviljinn - 09.10.1982, Page 21
Helgin 9.-10. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21 BORGAR- SPÍTALINN LAUSAR STÖDUR Staða hjúkrunarframkvæmdastjóra, við Geðdeildir Borgarspítalans. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi mennt- un í geðhjúkrun eða mikla starfsreynslu á því sviði. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra fyrir 1. nóvember n.k. Upplýsingar um stöðuna veitir Sigurlín Gunnarsdóttir, hjúkrunarforstjóri í síma 81200. Stöður hjúkrunarfræðings á: Lyflækningadeildum E-6 og A-7 Handlækningadeild A-4 Hjúkrunar- og endurhæfingadeildum, Grensási, Hvítabandi, Heilsuverndarstöð og Hafnarbúðum. Til greina koma morgunvaktir kl. 7.30-12.00 virkum dögum. Stöður sjúkraliða við flestar deildir spíta- lans. Upplýsingar gefnar á skrifstofu l^úkrunarfor- stjóra sími 81200. Reykjavík, 8. október 1982. Borgarspítalinn. Nýtt kerfi Síðan 1958 gegndu kommúnurn- ar tvennskonar hlutverki. Þær fengust við opinbera stjórnsýslu í einstökum sýslum og þær skipu- lögðu landbúnaðarstörfin. Nú hef- ur hlutverk þeirra í stjórnsýslu ver- ið afnumið og fengið aftur í hendur þorpum og borgum. Á hinn bóginn er til þess ætlast að bændur skipu- leggi störf sín í vaxandi mæli sam- kvæmt svonefndu „ábyrgðar- kerfi". Kjarni þess er sá, að mjög litlar einingar, jafnvel einstakar fjölskyldur, gera samning við ríkið um að skila af sér vissu magni af matvælum, en fá í sinn hlut það sem umfram er og geta selt það á frjálsum markaði. Þetta sýnist í fljótu bragði minna nokkuð á hið sovéska kerfi - nema hvað þar hafa einstakir bændur mjög takmarkað land til ræktunar fyrir sjálfa sig (það kerfi kölluðu maóistar reyndar argan kapítalisma fyrir nokkrum árum). Hið kínverska kerfi gefur frjálsum mörkuðum Þetta var hin opinbera mynd af glððu og saelu uppskerusamstarfi í kommúnum Kína fyrir nokkrum árum. baki þessum breytingum er rakin til Deng Xiaopings, og einn af að- stoðarmönnum hans hefur lýst með þessum fleygu orðum: „Ef þetta gengur, þá munum við kalla það sósíalisma. Ef ekki, þá skal það heita kapítalismi". Á grundvelli þessara hugmynda hvetur kommúnistaflokkur kín- verska bændur til að „verða ríkir“. Það er vígorð dagsins. Aukabú- greinar eru mjög í tísku (eins og á Islandi): fiskirækt og alifuglarækt, handiðnir, þjónusta í smáum stíl. áður svo fátækt, að þangað vildi enginn sækja sér maka. Spilling Tilkynning til innflytjenda og smásala Athygli er vakin á tilkynningu Verölagsstofnunar nr. 32 frá 6. ágúst 1981, en þar segir m.a.: „Heildsölumoginnflytjendumberað afhendaverslun- um sölunótur í tvíriti. Sölunótur skulu vera svo skýrar að efni og læsilegar, að ekki verði villst á því um hvaða vörutegund er að ræða. Smásalar skulu hafa nefndar sölunótur yfir keyptar vörur liggjandi frammi í verslunum, svo að fulltrúar Verðlagsstofnunar geti fyrirvaralaust fengið aðgang að þeim.“ Við athugun hefur komið í Ijós, að fyrirmæli þessi eru víða gróflega brotin, þannig að verðgæsla verður mjög erfið. Því er skorað á ofangreinda aðila að fram- fylgja skyldum sínum í þessu efni, svo að samvinna megi takast við Verðlagsstofnun og ekki þurfi að grípa til sérstakra aðgerða. VERÐLAGSSTOFNUN og gremja Hitt er svo annað mál, að foryst- umenn þjóðarinnar hafa af því á- hyggjur hve skammt er frá frum- kvæði til græðgi og spillingar hjá ýmsum bændum. Tímaritið Rauði fáninn hefur viðurkennt í leiðara, að „ábyrgðarkerfið getur leitt til spillingar og fjárdráttar, brasks og smygls og þjófnaðar á opinberum eignum - en allt er þetta í fullum gangi á sumum stöðum“. En Dagblað alþýðunnar, helsta málgagn flokksins, segir líka að ekki verði aftur snúið á þeirri braut að fólkið vilji vera ríkt. Og ef sumir verða fyrr ríkir en aðrir, þá er vísað til kínverskrar hliðstæðu við for- múluna „hver fái í sinn hlut eftir vinnu". Sumstaðar hefur orðið vart við gremju hjá alþýðu í garð þeirra sem fyrst „verða ríkir“, en rekja má dæmi af því, að flokksdeildin á staðnum taki upp hanskann fyrir framkvæmdamenn og rninni á, að smáfyrirtæki séu alls ekki of mörg, þau séu of fá, og verði enn að efla þau. Framtíðin Ekki er nú víst, að þessi þróun leysi vandamál Kínverja til fram- tíðar. Horfið er frá draumsýnum Maós um jöfnuð, og tekjustiginn gerist æ brattari í sveitum landsins. Kommúnur Maós lagðar niður í sveitum Kína „Sumir verða ríkir á undan öðrum”... Einkaskikar bænda hafa stækkað úr 7% af ræktanlegu landi og upp í 15%. Bændafjölskyldur geta hald- ið einhverju af vinnuafli sínu al-’ gjörlega til eigin nota. Sú nýbreytni gefur barnmörgum fjölskyldum nokkurt forskot- - en vinnur þá um leið gegn mikilli herferð sem farin er í landinu til takmörkunar á barn- eignum. Sumir bændúr hafa nú sem svar- ar 15 þúsundum króna í pejiingum í árstekjur, en það er tífalt meira en meðalkínverjinn. Þessir rnenn eru nú hetjur fjölmiðlanna. Maðuc sem á tímum menningarbyltingar- innar var tekinn til bæna fyrir að vera burgeis á uppleið, sýnir nú stoltur 35 ær sínar, kjúklinga, 200 ávaxtatré og fiskitjarnir. I sama þorpi hefur bóndi einn meira að segja keypt sér dráttarvél, sem var óhugsandi og jafnvel háskalegur draumur ekki alls fyrir löngu. í næsta þorpi er sóst eftir ungu fólki á hjúskaparaldri, en þorpið var Leiklistarskóli Sigrúnar Björnsdóttur tekur til starfa mánudaginn 18. okt. Innritun daglega í síma 31357. Ekki eru ýkja mörg ár síðan þeir sem höfðu trú á visku Maós formanns í Kína lýstu með fögrum orðum þeim jöfnuði, þeirri ósérplægni og þeirri áður bundnu orku sem kommúnurnar kínversku hefðu leyst úr læðingi hjá alþýðunni. En nú um nokkurra mánaða skeið hefur það verið réttur og opinber sannleiki í Kína að besta leiðin til að létta kjör kínverskra bænda sé einmitt að leggja kommúnur Maós niður. Kommúnurnar voru skipulagðar upp úr 1958, og ætlaðust Maó Tse- dong til þess að þær skiluðu skjót- lega blómlegum árangri í jafnrétti og aukinni framleiðslu bæði á mat- vælum og svo iðnaðarvölum fyrir sveitirnar. En í fyrrasumar gerði miðstjórn Kommúnistaflokks Kína samþykkt, þar sem kommúnurnar voru lýstar ein af „yfirsjónum" Ma- ós formanns. Eftir þá yfirlýsingu var unnt að afhjúpa ýmsan ljótan sannleika um kommúnurnar. Með- al annars var frá því sagt, að sú nýskipan að smala nokkur hundruð um miljóna bænda í Kína í 54 þús- und kommúnur hefði leitt til þess, að kornuppskeran stórminnkaði, en dauðsföllum fjölgaði um helm- ing á árunum 1958-1961. Hungur var útbreitt, og miljónir komust á vonarvöl. miklu meira svigrúm. Til dæmis er því beitt við útboð á meiriháttar framkvæmdum eins og áveitufram- kvæmdum eða stórgreftri, sem stjórnað verður af sérhæfðum sam- vinnufélögum, sem rnunu kaupa vinnuafl fátækari bænda. Árangur rceður Sú hugmyndafræði sem iiggur að Deng Xiaoping: fef þetta tekst köllum við það sósíalisma.... ’Efnaðri bændur munu verða sér úti um meira af áburði og vélum og gerast enn ríkari. Líklegt er, að í staðinn verði aðrir fátækari og verði þeir í reynd landbúnaðar- verkamenn hjá þeim sem betur gengur. Með því að í Kína eiga ein- staklingar ekki land, og stjórnin ætlar að tryggja aðgang að landi þeim sem geta fengið mestan af- rakstur af því, kemst Kína hjá óþægilegum spurningum um aftur- hvarf til tíma leiguliða. En það er lítið eftir af ónotuðu landi, fólks- fjölgun heldur áfram, einkum í sveitum, og þeir sem snauðastir eru munu í vaxandi mæli hrekjast til borganna í gæfuleit. En í borgun- um er atvinnuleysið nú þegar um 10%. Við þessar aðstæður er hægt að sjá fyrir mjög mikið þéttbýli í sveit- um Kína, þar sem tiltölulega vel stæður minnihluti notar vinnuafl meirihlutans í viðleitni til að auka matvælaframleiðsluna. Svipað hef-| ur áður verið uppi í kínverskri sögu - en munurinn er sá, að fyrr á dög- um var fólkið miklu færra. í fortíð- inni gerðist það líka alltaf öðru hverju, að hinn soltni meirihluti reis upp, því að sala á „umfram- birgðum" til að gera suma menn ríka var þessu fólki svívirða sem réttlætti uppreisn. áb byggði á New Statesman.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.