Þjóðviljinn - 09.10.1982, Qupperneq 23

Þjóðviljinn - 09.10.1982, Qupperneq 23
Helgin 9.-10. október 1982 WÓDVIWINN — StDA 23 Stjörnuliö Juventus í ítölsku knattspyrnunni: Tímamót á ferli Boniek og Rossi Knattspyrnusnillingarnir tveir líta til komandi vetrar á ólíkan hátt Ef Evrópuúrval í knattspyrnu yrði valið í dag, er ekki ólíklegt að uppistaðan í því kæmi frá ítölsku meisturunum Juvéntus. Sex heimsmeistarar ítala leika með liðinu, Rossi, Zoff, Gentile, Scirea, Cabrini og Tardelli, og í sumar gengu til liðs við það fyrirliði franska landsliðsins, Michel Platini og miðvallarspilarinn marksækni frá Póllandi, Zbigniew Boniek. Képpnistímabili^sem nú er ný- hafið á Ítalíu markar tímamót á knattspyrnuferli tveggja þessara leiknranna, Boniek, og Paolo Rossi, stjörnu heimsmeistara- keppninnar 1982. Upphafið var jólaferðalag Fyrir Boniek er Ítalía sem nýr heimur. „Ég verð að viðurkenna að ég á erfitt með að átta mig á hvað bíður mín hér“, segir hann. „Upphafið að þessu var ferðalag okkar hjónanna hingað fyrir tveimur árum um jólaleytið. Við skoðuðum Róm, Feneyjar, Nap- olí, Flórens, Torínó og að sjálf- sögðu Vatikanið. Okkur líkaði mjög vel og upp frá því var ég stað- ráðinn í að komast í ítölsku knatt- spyrnuna“, segir Boniek. Flann heldur áfram: „Heima í Póllandi fá leikmenn yngri en 28 ára sárasjaldan leyfi til að leika knattspyrnu annars staðar en þó ég sé aðeins 26 ára gáfu yíirvöldin mér sérstaka undanþágu til að fara. Ég kom hvergi nálægt samninga- viðræðunum. Pólsk yfirvöld sáu alfarið um þær. Eftir að allt var um garð gengið, frétti ég að þau hefðu boðið spænska liðinu Malaga mig fyrir 175,000 pund (4,7 miljónir ísl.kr.) en síðan greiddi Juventus sjöfalda þá upphæð! Knattspyrna aðalatriðið Þið megið ekki halda að ég hafi farið til Juventus eingungis pening- anna vegna. Aðalatriðið fyrir mig er að leika knattspyrnu í háum gæðaflokki í einu fremsta knatt- spyrnulandi heims. Ég held að mér eigi eftir að ganga vel hjá Juventus. Þetta er stórkostlegt félag, með frábæra leikmenn innan sinna vébanda, sem setur stefnuna á sigur í öllum mótum," segir Boniek hinn rauðhærði. Óréttlæti Það fer öllu minna fyrir Paolo Rossi, hinurn 25 ára gamla marka- skorara. Hann viðurkennir fúslega að frapnmistaða hans í heimsmeistarakeppninni hafi verið betri en hann þorði að láta sig dreyma um, enda hafi hann reiknað með að lenda í erfiðleikum gegn þeim bestu í heiminum, nýkominn úr tveggja ára keppnis- banni. „Ég tel að mörkin mín á Spáni hafi sannað hvílíkt óréttlæti það var að banna mér að leika knatt- spyrnu í tvö ár“, segir Rossi. „En ég get einungis þakkað ár- angur minn einum manni, landsliðsþjálfaranum Enzo Bear- zot. Hann hafði trú á mér allan tímann þrátt fyrir mikla utanað- komandi gagnrýni. Erfitt í vetur í vetur fæ ég miklu erfiðara verk- efni að glíma viö hér heirna á Ítalíu. BYRJENDANAMSKEIÐ í MARXISMANUM Öllum opið. — Sex fundir: 1. Hagfræðin. 2. Borgaralegir stjórnarhættir. 3. Síðkapítalisminn/heimsvaldastefnan. 4. markmið sósíalistá. 5. Saga baráttunnar. 6. Ástandið á ís- landi. Nánari upplýsingar veittar í síma 17513 kl. 17-19 nk. mánu- dag. Fyrsti fundur veröur kl. 20:30 sama dag, 11. október , í salnum að Laugavegi 53 a, R. FYLKINGIN Kópavogsbúar hesthús Tómstundaráö og hestamannafélagiö Gust- ur vilja hér meö gefa ungum Kópavogsbúum allt aö 18 ára kost á aö hafa hest á fóörum í sameignarhesthúsi þessara aðila. Umsókn- arfrestur er til 18. október n.k. og skal um- sóknum skilað á félagsmálastofnunina, Digranesvegi 12, en þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar í síma 41570. Félagsmálastofnun Kópavogs Þetta verður fyrsta keppnis- tímabilið mitt í þrjú ár og ég verð að sanna að ég geti skorað mark urn hverja helgi, ekki aðeins í ör- fáum leikjum. Sem betur fer lítur út fyrir að Juventus leiki sóknarknattspyrnu í vetur, því við höfum frábæra miðvallarspilara eins og Platini og Boniek og leikmenn eins og þeir lyfta hvaða liði sem er upp um gæðaflokk. Sér eftir Brady Ég sé samt eftir því að frinn Liam Brady skyldi vera látinn fara til Sampdoria. Hann er einstakur leikmaður og góður félagi. Miðað við liðsskipan eigum við alla möguleika á að vera á toppn- Paolo Rossi og Zbigniew Boniek hafa sannarlega ástæðu til að brosa breitt, á pappírunum er lið þeirra, Juventus, sennilega sterkasta félagslið í Evr- ópu um þessar mundir. um í ítölsku 1. deildinni í vetur. Þar að auki verðum við að stefna að því að konrast á tindinn í Evrópu með góðum árangri í Evrópukeppni meistaraliða. Liðsheildin skiptir öllu máli Ég reikna með að andstæðingar okkar verði hræddari við okkur nú en nokkru sinni fyrr. Aðdáendur okkar korna til með að búast við stórsigri í hverjum leik og þetta set- ur á okkur aukið álag um að leika snilldarknattspyrnu íhverjum leik. Þeir munu t.ala um Rossi, Boniek eða Platini sem einstaklinga og það er afar hættulegt. Það eru margar stjörnur í Juventus-liðinu en knatt- spyrnan er nú éinu sinni leikur liðs- heildar". segir Paolo Rossi og vill halda sig við jörðina á hverju sem gengur. Og þeir í Juventus hafa svo sann- arlega mátt standa með báða fætur á móður jörð að undanförnu því, þegar þetta er skrifað, er þrernur umferðum lokið í ítölsku 1. deild- inni og Juventus hefur aðeins hlotið tvö stig, unnið einn leik og tapað tveinrur. -VSiþýtt og endursagt)' STOR GLÆSI- LEG DAIHATSU Dreginn út regin des. 25,000,-kr voruuttekt i Getraunaseðlarnir birtast i laugardagsblöðunum □□□□□□ Dregin út 3. febrúar 1983 Dregin út 4. nóvember 1982

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.