Þjóðviljinn - 09.10.1982, Síða 27

Þjóðviljinn - 09.10.1982, Síða 27
um helgina The Platters í Reykjavík The Platters eru staddir hér á landi uin þessar inundir og halda tónleika nú um helgina. Á laugardagskvöldið verða tónleikar í Broad way og um nóttinaeru miðnæturtónleikaríHáskólabíói. Lokatónleik- ar Platters verða svo í Háskólabíói sunnudagskvöld kl 21. The Platters er geysivinsæl rjfja upp gamlan kinningsskap hljómsveit og hefur haldið vin- sældum sínum í yfir 25 ár. Hver man ekki eftir þeim í „Rock Aro- und The Clock?" Þeir sem vilja við rokklögin frá sjötta og sjö- unda áratugnum ættu að bregða sér á tónleikana um helgina. LR um helgina: Jói, Hassið og Skilnaður Jói verður sýndur í Iðnó á laugardagskvöld, en Hassið hennar mömmu er sýnt á miðnætursýningu sarna kvöld „ÍJassið" var flutt um síðustu helgi inn í Austurbæjarbíó og var troðfullt þar á fyrstu sýningunni. Nýjasta leikrit Kjartans Ragnarssonar. Skilnaður, er svnt á sunnu- dagskvöldið, en uppselt hefur verið á allar sýningarnar til þessa. Leiklestur í „Kjallaranum Leiklestur er listlórm sem lítið hefur farið fyrir hér á landi, en n.k. mánudagskvöld veður leiklestur á nýju leikriti eftir finnsk-sænska rithöfundinn Bengt Ahlfors. Bengt hefur unnið að þessu verki hér á landi, en kona hans, Kitva Siikala er að setja upp hjá Nemenda- leikhúsinu. Bengt Ahlfors er ntjög þekktur á Norðurlöndum hann samdi m.a. leikgerðina á rómaðri sýn- ingu Lilla Teatern „Umhverfis jörðina á 80 dögum" sem sýnt var hér fyrir nokkrum árum. Þá samdi hann handrit af sjónvarps- myndaflokknum „Babels hús" sem nýlokið er að sýna hér í sjón- varpinu. Hann var leikhússtjóri í Helsingfors og hefur leikstýrt mörgum sýningunt. Lesturinn verður í Þjóðleikhúskjallaranum og hefst kl. 20.30, en flytjendur eru nokkrir íslenskir leikhús- rnenn auk Ritvu Siikala. Lesið er á sænsku. Verkið heitir „En teat- erkontedi" (Gamanleikur í leikhúsinu.) Annika Hoydal í Norræna húsinu Annika Hoydal og Lars Trier halda tónleika í Norræna húsinu á sunnudagskvöld. Flytja þau tónlist eftir Anniku, Birte Zand- er og Lars Trier. Annika er góð- kunn hér á landi. en hún söng með því fræga Harkaliði frá Fær- eyjum. Hún er annars leikkona og hefur einnig haldið söng- skemmtanir víða. Lars Trier undirleikari hennar, er mjög þekktur gítarleikari. Tónleikarn- ir hefjast kl. 20.30. íslenska óperan: „Litli sótarinn” í dag og á morgun Litli sótarinn verður í íslensku óperunni á laugardag og sunnu- dag kl. 5. báða dagana. Aðgöng- umiðasala hefst kl. 3. Verkið er senr kunnugt er eftir B. Britten en leikstjóri er Þórhildur Þorl- eifsdóttir. Barnaóperan hefur fengið ágæta dóma og er börnum jafnt sem fullorðnum ráðlagt aó bregða undir sig betri fætinum og sjá Litla sótarann. Þjóðleikhúsiö: Gosi, Garöveisla Amadeus og Tvíleikur Þjóðleikhúsið sýnir nú um hclgina fjögur verk. Þau eru Ant- adeus á laugardagskvöld, en leikritið er tekið upp frá fyrra ári, Garðveisla Guðmundar Steins- sonar, sem rnjög hefur verið í fréttum er sýnt á sunnudags- kvöld. Gosi er kl. 14.00 á sunnu- dag og um kvöldið er TvíIeikurT kjallaranum. Tvíleikur hefur hlotið góöa gagnrýni, en leikrit- ið. sem er eftir Tom Kempinski. hlaut verölaun sem besta leikritið í Bretlandi. Um næstu helgi verður sú breyting á þessum helg- ardálki, að með föstudags- blaðinu verðu sérstakur blaðauki, þar sem fjallað er um viðburði helgarinnar á sviði, lista, félagslífs, fundarhalda og ferðalaga. Þess vegna er nauðsynlegt að það efni sein á að fara í helgarkálfinn hafí borist okkur á blaðinu ekki seinna en á hádegi á fímm- tudag. Helgin 9.-10. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 27 Gítartónlist á Austfjörðu Gítarleikararnir Símon ívarsson og Siegfried Kobilza frá Austurríki eru nú á tónleikaferðalagi um landið. Hafa þeir þegar haldið þrenna tónleika og hefur þeim verið mjög vel tekið. Þeir munu halda tónleika víða á Austfjörðum nú um helgina: Laugardaginn 9. okt. leika þeir í sal frystihússins á Breiðadalsvík kl. 16.00. Sunnudaginn 10. okt. leika þeir í Egilsstaðakirkju kl. 17 og í Seyðisfjarðarkirkju mánu- daginn 11. okt. kl. 20.30. A efnisskránni er tónlist sem ætti að höfða til margra hlust- enda, þ.e. „flameneo" ogspönsk, klassísk tónlist. Sýning Kolbrúnar Kjarval Leirmunasýning Kolbrúnar Kjarval, sem nú stendur yfir i Listmuna- liúsinu við Lækjargötu, er opin um helgina frá 14-22.' Ný lífsgildi-aukin lífsorka Laugardaginn 9. október (í dag) verður fjölþætt kynning á ýmsu því sem lýtur að breyttum lífsháttum og andlegu viðhorfi til tilverunnar í Aðalstræti 16. Dagskráin byrjar kl 10. að morgni og endar kl. 7 að kvöldi og verða veitingar á staðnum. Boðið er upp á umfjöllun um heilsufræði, kennslu í iljanuddi, japönsku nuddi, og listræn tján- ing og tónlist fá einnig sinn sess. Þá veröa einnig umræður. Að þessu stendur fólk sem hefur mikla reynslu og þekkingu, hver á sínu sviði, en öllum er heimill aðgangur. Leshringur í andlegum vísindum Martinusar í Ingólfsstræti la verður framvegis á laugardögum fjallað um andleg vísindi, svo sem kosmíska byggingu alheimsins, þróun, tíma og rúm, eilífð, karma, endurholgun o.fl. Leshringurinn hefst kl. 4. eh.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.