Þjóðviljinn - 04.12.1982, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 04.12.1982, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4. - 5. desember 1982 Sóiarhrings tónleikar í Langholtskirkju frá kl. 19.00 föstudaginn 3, des, til kl. 19.00 á laugardeginum 4. des. Þar verða flutt um 70 mismunandi tónlistaratriði og flytjendur eru yfir 250, allt fremsta listafólk þjóðarinnar. Aðgangur er ókeypis. KÓR LANGHOLTSKIRKJU Hvihmyndir okkar og hvatir, óttinn og tilfinn- ingarnar búa á spendýrastiginu, en hugsanirnar á manneskjustiginu. Hver mannsheili á að innihalda öll stigin, og í heilanum fer fram stöð- ug barátta milli þeirra. Við vitum alltof lítið um skriðdýrið í okkur og erum stöðugt að bæla það þegar það stingur upp hausnum. Af þeirri bælingu hljótast flest mannanna mein: magasár, sálarangist, slags- mál og stríð. Þetta ber afskaplega mikinn keim af þeirri sálfræði sem kennd er við Wilhelm Reich. Tii að sýna okkur hvernig þetta lítur út í veruleikanum sýnir Resn- ais okkur þrjár persónur, tvo karla og eina konu. Þau eru fulltrúar þriggja stétta: einn er bóndasonur, annar af góðborgaraslekti og kon- an er verkamannsdóttir. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera að berjast áfram, upp metorða- stigann, hvert á sínu sviði. Öll hafa þau sagt skilið við það umhverfi sem skapaði þau, bernskuheiminn og fjölskylduna. Leiðir þeirra þriggja liggja saman á þann hátt að konan gerist ástkona góðborgara- sonarins og fer síðan að vinna með bóndasyninum. Þessar þrjár persónur eru stöð- ugt að lenda í einhverju sem reynir á þau þrjú stig heilastarfseminnar sem áður var minnst á, og hegðun þeirra er að nokkru leyti útskýrð með samanburði við rottur, krabba og villisvín. En Resnais er ekki all- ur þar sem hann er séður. Hann á það til að gera grín að persónum sínum og hann er ekki alltaf á sama máli og Laborit prófessor. Honum nægir ekki líffræðileg skýring á mannlegu atferli. Þetta kemur best í ljós þegar hann skýtur inn í frá- sögnina atriðurn úr gömlum,frönsk- um kvikmyndum, þar sem Jean Gabin eða Danielle Darrieux bregðast við samskonar uppákom- um og mæta persónum myndar- innar. Þá er einsog Resnais sé að segja: það er ekki bara líffræðin sem ræður gerðum okkar, heldur líka menningin sem okkur hefur verið innrætt, þar með taldar kvik- myndirnar sem við höfum séð. Að ógleymdum stéttarupprunanum, bernskuumhverfinu, sem Resnais leggur mikla áherslu á. Venjuleg vandamál Góðborgarasonurinn elst upp á eyju og varðveitir trúna á fjársjóð sem á að vera falinn þar í jörðu. Honum hefur líka verið sagt að hann eigi frænda í Ameríku, sem viti hvar fjársjóðinn er að finna. Þetta eru draumar hans, en í veru- leikanum er ekkert pláss fyrir slíka drauma. Það kemur enginn frændi frá Ameríku að bjarga málunum, við verðum sjálf að ráða fram úr þeim. Vandamálin sem persónurnar standa frammi fyrir eru mjög venjuleg, bæði þau sem snerta einkalífið og hin sem upp koma í atvinnulífinu og hafa áhrif á stöðu persónanna og frama. Við getum auðveldlega sett okkur í spor þessa fólks. Resnais er þó ekki að bjóða okkur uppá þessa venjulegu inn- lifun, við eigum ekki að týna okkur í sögunni, heldur taka virkan þátt í að skilgreina ástæðurnar sem liggja að baki athöfnum persónanna. Þessvegna er hann sífellt að slíta frásögnina sundur með vísinda- legum innskotum og jafnvel endurtekningum. Ameríski frænd- inn er mynd sem hvetur áhorfand- ann til að líta í eigin barm, skoða atferli sitt gagnrýnum huga, og ekki síður umhverfi sitt. Þar að auki er myndin skemmtileg. Úr svissnesku myndinni Messidor, sem sýnd verður í Fjalakcttinum í þessum mánuði. Breytt dagskrá Nokkrar breytingar verða á dagskrá Fjalakattarins í desember og janúar, frá því sem áður var auglýst. Von var á fjórum nýlegum myndum frá Póllandi, en einhver snurða er hlaupin í pólska þráðinn og myndirnar ókomnar enn, hvað sem verður seinna í vetur. í stað pólsku myndanna hafa Fjalakettlingar náð í þrjár áhuga- verðar myndir: Ameríska frænd- ann eftir Alain Resnais (sjá um- sögn hér á síðunni), bresku mynd- ina Nighthawks frá 1978 og ítalska mynd er nefnist Gleymum Fen- eyjum, gerð 1980. Nighthawks segir frá kennara í London, sem er hommi og verður af þeim sökum fyrir ýmsum erfið- leikum, bæði í einkalífinu og í starfi sínu. Myndin naut lítilla opinberra styrkja og var lengi í framleiðslu, en þykir gefa raunsanna mynd af lífi breskra homma og hefur vakið þó nokkra athygli. Þær eru svo sannarlega ekki á hverju strái, kvikmyndir sem fjalla af alvöru um vandamál homma, og því ætti þessi mynd að vekja forvitni manna, ekki síst hér á landi, þar sem bar- átta homma er rétt nýbyrjuð og fordómarnir vaða uppi. Gleymum Feneyjum var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 1980. Leikstjóri er Franco Brusati og aðalhlutverk leika Erland Joseps- son og Mariangela Melato. í mynd- inni segir frá fjölskyldu sem á í erf- iðleikum með kynslóðabilið, kyn- lífið ogjillt sem því fylgir, einsog segir í fréttatilkynningu frá Fjala- kettinum. Ein mynd er kyrr á sínum stað í desemberprógrammi Fjalakattar- ins, svissneska myndin Messidor eftir Alain Tanner. Sýningar á henni hefjast fljótlega, og er öllum kvikmyndaunnendum hérmeð ráð- lagt að fylgjast, með auglýsingum Fjalakattarins í bíódálknum og missa ekki af þeirri frábæru mynd. Messidor var gerð 1979, en þremur árum áður hafði Tanner gert myndina Jónas sem verður 25 ára árið 2000 sem sýnd var hér á kvikmyndahátíð í fyrra og hlaut mikið lof. í Messidor segir frá tveimur ungum stúlkum, sem hitt- ast af tilviljun og ferðast saman á puttanum um Sviss í þrjár vikur. Ferðalagið byrjar ósköp sakleysis- lega, en smám saman komast þær stöllur í vandræði, sem hlaða utaná sig og verður sú saga ekki rakin hér. „Messidor er mynd um Sviss og þá um Sviss sem e.k. tákn um það sem getur gerst í iðnvæddu menningarsamfélagi" er haft eftir Alain Tanner. Það Sviss sem við sjáum í myndinni er friðsælt og bú- sældarlegt land, þar sem regla er á öllum hlutum og allt er sett í kerfi. Sá sem lendir utan kerfisins er um leið kominn í lífsháska, og um þann lífsháska fjallar myndin. Frœndinn frá Ameríku Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar Ameríski frændinn (Mon oncle d’Amerique) Frakkland, 1980 Stjórn: Alain Resnais Handrit: Jean Gruault Kvikmyndun: Sacha Vierny Leikendur: Gerard Depardieu, Nicole Garcia, Roger Pierre. Sýningarstaður: Fjalakötturinn, Tjarnarbíó. Alain Resnais er einn af merk- ustu kvikmyndastjórum sem nú eru uppi, og ný mynd frá honum hlýtur að vekja forvitni. Hann hef- ur þar að auki verið manna iðn- astur við að koma áhorfendum á óvart. Myndir hans hafa verið' mjög ólíkar hver annarri að stíl og innihaldi, þótt greina megi í þeim rauðan þráð, einskonar megin- þema sem hann hefur verið upp- tekinnaf allar götur síðan Hiros- hima mon amour gerði hann heimsfrægan á svipstundu árið 1959. Þetta meginþema er minnið, sá eiginleiki sem mannskepnan ku hafa þróaðri en aðar skepnur. Margir minnast áreiðanlega ennþá myndar hans í fyrra í Marienbad (1961) sem fjallaði beinlínis um það hvernig minnið endurskapar fortíðina. í þeirri mynd var enginn söguþráður í eiginlegri merkingU' þess orðs. Þar var afmarkað sögu- svið og persónur sem léku sér með. tímann. Tuttugu árum og sex kvikmynd- um síðar kemur svo Ameríski frændinn, og enn er Resnais að gera tilraunir, enn er hann að spá í mannskepnuna og hennar undar- legheit, enn er frásagnarmáti hans frumlegur og óhefðbundinn. Am- eríski frændinn er einskonar rann- sókn á atferli mannsins. Þar segir vísindamaðurinn Henri Laborit frá kenningum sínum um heilastarf- semi mannsins, en þær kenningar byggir hann á tilraunum með rott- ur. Ég hef það fyrir satt að þessar Nicole Garcia og Roger Pierre í hlutverkum sínum í Resnais-myndinni Ameríski frændinn. kenningar séu ekki sérlega frum- legar, þær séu samsuða úr því sem helst er hampað á þessu sviði nú til dags, og þessi Laborit er ekki mjög þekktur, kannski er hann ekki til. Þetta skiptir hinsvegar litlu máli. Það sem skiptir máli er hitt: hvern- ig Resnais tekst að gefa vísinda- kenningum listrænt form, líf og lit. Kenning og veruleiki Laborit skiptir mannsheilanum í þrjú stig: skriðdýrastigið, spendýrastigið og manneskjustig- ið. A skriðdýrastiginu eru kenndir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.