Þjóðviljinn - 04.12.1982, Side 7

Þjóðviljinn - 04.12.1982, Side 7
Helgin 4. - 5. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 ' Guðmundur Bjamason 70 ára Sjötugur veröur n.k. þriðjudag, þann 7. desember, Guðmundur Bjarnason, fyrrum næturvörður, Asparfelli 2, Reykjavík. Pann dag mun hann taka á móti vinum og kunningjum í Dómus Medica klukkan 8 til 11 um kvöldið. Fullveldis- hátíðFinna Mánudaginn 6. desember kl. 20.30 mun Finnlandsvinafélagið Suomi efna til fullveldishátíðar á þjóðhátíðardegi Finna í Norraena húsinu. Að venju er dagskrá hátíðarinn- ar fjölbreytt. Hinn nýskipaði send- iherra Finnlands Hr. Martin Isaks- son, mun flytja ræðu, Borgar Garðarsson leikari lesa upp og finnska þjóðlagasöngkonan Rita Karpo syngja með undirleik Eve- liina Pokela sem leikur á kantele. Að lokinni dagskrá verður bor- inn fram heitur réttur í veitingasal hússins. Félagar eru hvattir til að fjöl- menna og taka með sér gesti. Lesbiur og hommar mótmæla misrétti Norðurlandaráð lesbía og homma (NRH) hefur mótmælt mismunun sem þessi minnihluti verður fyrir á íslandi. Er þá sér- stakiega mótmælt því, að Ríkisút- varpið hefur neitað að flytja auglýsingar til lesbía og homma, og er þetta talin aðgerð sem skerði upplýsinga- og tjáningar- frelsi. Þá mótmælti NRH því á fundi sínum í Osló um síðustu mánaða- mót, að í Finnlandi og á íslandi gilda enn önnur lög gagnvart les- bíum og hommum en öðru fólki, að því er varðar aldursmörk aðila sem hlut eiga að kynmökum. En lágmarksaldur aðila að kynmök- um á íslandi er sextán ár þegar þeir eru af gagnstæðu kyni, en átján ár ef þeir eru af sama kyni. Norðurlandaráð hefur sent á- lyktun um mál þessi til alþingis og ríkisstjórnar. The Missisippi Delta Blues Band leikur að nýju í Reykjavík Þá býður Jazzvakning upp á blús í Reykjavík í annað sinni í desemb- ermánuði. Er það hin vinsæla blús- sveit The Mississippi Delta Blues Bands sem mun héimsækja okkur eins og í fyrra. Að vísu er þetta ekki alveg sama hljómsveitin því að það eru aðeins tveir fremstu liðsmenn hennar sem lenn eru í bandinu: munnhörpu- ! leikarinn og söngvarinn Sam Myers og gítarleikarinn Robert Deance, sem jafnframt er hljómsveitar- stjóri. Þeir sem bætast í hópinn eru gítarleikarinn og söngvarinn Ha- skell Sadler þekktari undir nafninu Cool Papa, bassaleikarinn Larry James og trommarinn A1 Malik Shabazz, en báðir þeir síðasmefndu syngja einnig. Það er ekkert vafa- mál að þessar mannabreytingar hafa styrkt hljómsveitina til muna. Þegar þeir félagar heimsóttu okkur síðast mynduðust fljótt feikilangar biðraðir við Hótel Borg og Félagsstofnun Stúdenta. Til þess að koma í veg fyrir slíkt vérður forsala aðgöngumiða í Fálkanum á Sam Myers sér um stuðið með ,Jieit- um munnhörpublæstri og kraft- miklum söng.“ Laugavegi frá 1. desember. Tón- leikarnir verða að Hótel Borg, fimmtudagskvöldið 9. des. og í Fé- lagsstofnun stúdenta föstudags- kvöldið og laugardagskvöldið 10. og 11. desember. Jólastemmning á Hótel Loftleiðum Ljóst er að forráðamenn Hótel Loftleiða eru komnir í jólaskap, því að alla daga fram á Þorláksmessu verður boðið uppá danskt/íslenskt jólaborð í hádeginu í Blómasaln- um. Má fólk borða ómælt af hlað- borði fyrir aðeins 190 kr. og ef um 10 manna hópa eða fleiri er að ræða er veittur 10% afsláttur. Þá verður hátíðakvöld á sunnu- dagskvöldum á sama stað fram til jóla. Boðið verður uppá ýmsar uppákomur og veislumat. Þann 5. des. verður aðventukvöld, 12. des. Lúsíukvöld og jólapakkakvöld 18. og 19. des. Hokkrar tillðgnr__ ACftOH tHMV- Audio Sonic videóleiktæki PP-1082 Verð kr. 4.050 Sharp ferða- kassettutæki f. rafhlöð- ur/ rafmagn RD-6200 Verð kr. 1.410 Sierra-kaffivélar Verð frá kr. 1.285 Siera-ryksugur Verð frá kr. 3.250 Pioneer heyrnartæki Verð frá kr. 815 M^raudio 'somc Audio Sonic útvarps/kassettu- tæki TB-7830 Verð kr. 1.950 Audio Sonic stereo-terðatæki TBS-3130 Verð kr. 3.590 SSwwwSi . i *y *<> •»khi Multitech tölvuúr Verð frá kr. 270 Audio Sonic skáktölvur Verð frá kr. 1.850 HLJOMBÆR Bimi HLJOM‘HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI Hverfis9ötU 103 SÍMI 25999 - 17244

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.