Þjóðviljinn - 04.12.1982, Side 9

Þjóðviljinn - 04.12.1982, Side 9
Helgin 4. - 5. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 9 Jólastyttur með kertalýsingu Frábært hátíðaskraut npöfDDnflniKH’ ^ Hverfisgötu 34 - Reykjavík Sími 14484 - 13150 Linda Hreiðarsdóttir og Ragnhildur Gísladóttir, helmingur Grýlanna í hlutverki helmings Gæranna. A Félagsmáiastofnun Kópavogs Fóstrur Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir eftir- taldar stööur: 1. Fóstru áskóladagheimiliö (fulltstarf). Upp- lýsingar gefur forstóöumaöur í síma 41750. 2. Staöa fóstru við leikskólann Kópahvol (50% starf). Upplýsingargefurforstöðumað- ur í síma 40120. 3. Staöa fóstru á dagheimilið Kópastein (50% starf). Upplýsingargefurforstööumaö- ur í síma 41565. Stuðmenn og Grýlurnar með allt á hreinu Eftir helgina kemur á markaðinn hljómplatan: „Með allt á hreinu“, sem inniheldur lög úr samnefndri kvikmynd, sem frumsýnd verður í Háskólabíói þann 18. desember n.k. Flytjendur tónlistar eru hljóm- sveitirnar: Stuðmenn og Grýlurn- ar, (sem reyndar ganga undir nafn- inu Gærur í kvikmyndinni) ásamt nokkrum aðstoðarmönnum. Á hljómplötunni er aö finna flest þau lög sem hljómsveitirnar léku á feröum sínum um landið síðastliðið sumar við miklar vinsældir, svo sem: íslenskir karlmenn, Maó Gling, Vil viljum franskar, Úti í Eyjum, Ekkert mál, Reykingar og fleiri lög. Útgefandi er Bjarmaland s.f. en Steinar hf. annast dreifingu. f tilefni af útgáfu hljómplötunn- ar og frumsýningu kvikmyndarinn- ar munu Stuðmenn koma nokkrum isinnum fram milli jóla og nýárs, en það mun verða auglýst síðar. Bjarmaland sf. er framleiðandi kvikmyndarinnar „Með allt á hreinu" en leikstjórn annaðist Ág- úst Guðmundsson. Myndin verður sýnd með Dolby- Stereo hljóði. Moskva vill semja um Afganistan Sovétríkin eru rciðubúin að leita pólitískrar lausnar á Afghanistan- málinu er feli í sér að þau dragi til baka 100 þúsund manna herlið sitt í landinu segir Georgij Arbatov, helsi sérfræðingur Sovétmanna um Bandaríkin í viðtali við vikuritið Time. Arbatov, sem er yfirmaður rann- sóknarstofnunar um Bandaríkin og Kanada í Moskvu, segir að Júrí Andropov sé reiðubúinn að eiga fund með Ronald Reagan. Hann gagnrýnir einnig þá ákvörðun Re- agans að koma upp nýjum MX- eldflaugum í Wyoming og segir það brot á SALT I og SALT II samn- ingunum. í samningum þessum stendur m.a. að „báðir aðilar skuldbindi sig til þess að hefja ekki byggingu nýrra fastra skotpalla fyrir langdræg flugskeyti." Fulltrúar Norrænu félaganna sjö á vinabæjamóti í Kópavogi. Norræna félagið í Kópavogi 20 ára Norræna félagið í Kópavogi var stofnað 5. desember 1962 og er því 20 ára um þessar mundir. í tilefni afmælisins efnir félagið til hátíðafundar í Kópavogskirkju sunnudaginn 5. des. kl. 17.00 Formaður félagsins flytur ávarp og heiðrar gamlan félaga Axel Jónsson fyrrum alþingismann. Listamennirnir Sigfús Halldórsson tónskáld, Friðbjörn G. Jónsson og Snæbjörg Snæbjarnardóttir söngv- arar skemmta með tónlist og song. Allir Kópavogsbúar eru vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Kópavogsdeild Norræna félags- ins er næst fjölmennasta deildin á landinu og hefur starfað með nokkrum blóma. Einkum hefur vinabæjarsamstarfið markað spor í sögu félagsins. Þar hefur félagið notið drjúgs stuðnings og ágætrar samvinnu bæjarstjórnar. Vina- bæjakeðjan nær frá Grænlandi til Finnlands og eru 8 bæir í henni. Vélhjól kraft- meiri en lög gera ráð fyrir Á forcldraráðsfundi í Austur- bæjarskólanum í Reykjavík s.l. fimmtudag var rætt um umferð í skólahverfinu, einkum vélhjóla- akstur 14 og 15 ára unglinga. Kom fram sú skoðun að vélhjólin væru fremur notuð sem leiktæki en sam- göngutæki, að auðvelt væri að aka þeim hraðar en 50 km á klukku- stund og að þau væru stærri og kröftugri en lög gera ráð fyrir. Ályktun Foreldraráðs foreldra- félags Austurbæjarskólans í til- efni fyrrgreinds fundar er svo- hljóðandi: Foreldraráð lýsir áhyggj- um sínum vegna þeirra tíðu og al- varlegu vélhjólaslysa sem orðið hafa að undanförnu. Foreldraráð skorar á dómsmálaráðuneytið að setja nú þegar strangari reglur er taki mið af því að takmarka aðgang og notkun unglinga á vélhjólum. Janframt skorar foreldrafélagið á foreldrafélög annarra skóla að taka þetta mál til umfjöllunar. - v. TVEIR FRABÆRIR THOMPSON Thompson hreinsilögurinn leysir auöveldlega upp gamalt bón og önnur óhreinindi. SOFIX bónið gefur varanlegan gljáa, gerir gamla dúkinn sem nýjan — nýjadúkinnennbetri.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.