Þjóðviljinn - 04.12.1982, Page 11

Þjóðviljinn - 04.12.1982, Page 11
Helgin 4. - 5. desember 1982 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 11 sem sannara reynist. Eg held að hver vísindamaður, sem fylgir regl- unni og kann til verka, hljóti að komast að þeirri niðurstöðu, að kreppan eigi rætur sínar að rekja til sjálfs þjóðskipulagsins, auðvalds- skipulagsins. Og það þarf oft mikið siðferðisþrek til jáess að komast að þeirri niðurstöðu. Ætli þar sé ekki komin skýringin á því, hve tiltölu- lega fáum hagfræðingum auðnast það? Þar eru til fyrirstöðu ótal fordómar, tilhneigingar og tilfinn- ingar og takmarkað gildismat, sem þeir eru aldir upp í frá barnæsku. Og þegar þeir eru komnir í starf, þá er ekki til þess ætlast, að þeir kom- ist að slíkri niðurstöðu. Sömu mennirnir, sem hæst tala um frelsi vísindanna frá öllum gildum, geta ekki komist að réttri niðurstöðu einmitt vegna þess að þeir eru flæktir í allskonar gildum og blind- aðir af þeim. Gildum, sem miðuð eru við fámenna hópa en ekki við velferð mannkynsins í heild. Enda eru þeir vísindamenn, sem ríki, stjórnmálaflokkar og fyrirtæki hafa í þjónustu sinni, sjaldan spurðir um orsakir kreppunnar í þessum skilningi, heldur um hitt hvernig ákveðin ríki eða fyrirtæki geti staðið hana af sér. Hvaða áhrif gengisbreytingar, vexíir, tolla- og skattapólitík muni hafa, hvernig megi auka framleiðnina og gernýta vinnuaflið til þess að standast betur í samkeppni við keppinautana. Keppinauturinn spyr hins sama, svo spurningin verður hvernig einn getur bjargast á kostnað hins. Svona ráðstafanir leysa ekki sjálfa kreppuna í heild, heldur verða ein- att til að dýpka hana. Enda ekki spurt um grunnorsakir kreppunn- ar, heldur fyi st og fremst um orsak- ir þess, að hún hefur bitnað á til- teknum aðilum og hvernig þeir fái brugðist best við frá sínu hagsmuna- sjónarmiði. Og þegar stríð vofir yfir, þá er ekki spurt um orsakir styrjalda og hvernig megi uppræta þær, heldur fyrst og fremst um hitt, hvaða vopn séu líklegust til að sigra andstæðinginn, ef til styrjaldar kemur. Og vísindamennirnir vinna eins og fyrir þá er lagt og finna upp sífellt geigvænlegri vopn. Að koma í veg fyrir hnattmorð Hér komum við að annarri siða- reglu sem vísindamenn verða að hafa í heiðri, ef þeir vilja ekki vera dæmdir til þess að eyða ævi sinni í þjónustu dauðans. Þeir verða sjálf- ir að gera sér grein fyrir gildi verk- efna sinna í stað þess að láta aðra gera það fyrir sig og láta eins og þeim komi það ekki við. Ég get ekki farið út í einstök atriði eins og baráttuna við mengunina þar sem vísindamaðurinn hlýtur að gegna ákaflega mikilvægu hlutverki. En fyrst og fremst verður vísinda- maðurinn að gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sinni, að koma í veg fyrir það hnattmorð, sem yfir vofir. Og þeir mundu hafa vald til þess öllum hópum fremur, ef þeir stæðu saman. En samstaðan ein gegn stríði nægir ekki. Til þess að koma í veg fyrir stríð verðum við að skilja or- sakir þess og hvaða öfl það eru sem stefna á stríð meðvitað eða ó- meðvitað og eins hitt, hvaða öfl gætu lagst á eitt til að hindra það. Það er ekki vandi að sjá hin nánu tengsl milli kapítalisma og styrj- alda. Enn gildir gamla spakmæl- ið, að stríðið sé framhald stjórn- málanna. En afnám kapítalismans mun taka yfir langt þróunarskeið í sögunni. Hin brýna spurning er, hvernig unnt er að koma í veg fyrir hið mikla slys, sem ógnar okkur nú og mun gera meðan auðvaldið og heimsvaldastefnan telja sig hafa einhvern minnsta möguleika til að sigra í stríði. Hér á landi eins og víðast hvar á hinum svokölluðu Vesturlöndum eru einkum uppi tvær skoðanir um stríðshættuna og orsakir hennar. Önnur er sú, að Sovétríkin og fylgi- ríki þeirra búi sig af kappi undir stríð til þess að leggja að minnsta kosti alla Evrópu undir sig, og þess vegna verði að vígbúast til varnar. Hin er sú, að tvær heimsvaldasinn- aðar stríðsblakkir standi hvor andspænis annarri og vígbúist undir stríð, sem báðar telja óhjá- kvæmilegt, og vilji leggja út í áhættuna hvað, sem það kostar, jafnvel þótt það stofni öllu lífi jarðarinnar í hættu. Báðar geri sér von um að sigra með slíkum yfir- burðum í kjarnorkubúnaði, að hernaðarmáttur andstæðingsins komist í þrot á örskammri stund og verði þá ekki horft í fórnirnar. A þessum kenningum er hamrað dag eftir dag. í mínum augunt getur vart verra síðleysi en að hlusta þegjandi á slíkan áróður gjalla í fjölmiðlum í síbylju án þess að kanna hvað hæft sé í þessu. Hér reynir á grundvallarsiðaboðorð vísindanna. I fyrsta lagi að láta ekki segja sér fyrir um rannsóknarefni, heldur velja það, sem samviskan og nauðsyn mannkynsins býður. Og í öðru lagi að hafa það, sem sannara reynist án þess að láta samúð, andúð og fyrirframskoðan- ir trufla sig. Því hér er mikið í húfi. Kenningarnar tvær Væru þessar kenningar réttar, þá væri næstum borin von, að hægt væri að koma í veg fyrir stríð. Lítum fyrst á fyrrnefndu kenning- una. Sé hún rétt, þá er heldur ekki hægt með neinum rökum að and- æfa vígbúnaði Vesturveldanna til varnar, heldur ekki kjarnorku- vopnum og beitingu þeirra að fyrra bragði. Því að það væri eini mögu- leikinn til þess að hræða árásarað- ilann ffá stríði og þegar sýnt væri að til þess kæmi, sem væri næstum óhjákvæmilegt, að forða frá hinu versta með því að greiða honum í upphafi svo þungt högg, að hann yrði að gefast upp. Hinn kosturinn væri fullkomin uppgjöf. Þetta er kenning ráðamanna í NATO og væri hún rétt, þá má vissulega til sanns vegar færa, að NATO sé bestu friðarsamtökin. Ef síðar- nefnda kenningin er rétt, eru horf- urnar ekki betri. Þá ætti hver blökkin um sig í rauninni aðeins tvo kosti. Algera uppgjöf eða víg- búnað nægilega öflugann til að hræða hinn eða gersigra í upphafi, ef til styrjaldar kemur. Og slíkt endalaust vígbúnaðarkapphlaup gæti vart endað öðruvísi en í tor- tímingarstríði. í fyrsta lagi vofir stöðugt yfir sú hætta, að stríðið dynji yfir fyrir mistök og slysni. Og í öðru lagi er aldrei hægt að halda hnífjöfnu jafnvægi auk þess sem hvor um sig getur rangmetið styrk andstæðingsins. Ef hvor um sig tel- ur sig vita með vissu, að hinn býður aðeins færis, þá er freistingin mikil að nota hverja þá stund, sem hann telur sig hafa yfirhöndina, til að verða fyrri til og freista þess að greiða andstæðingnum rothögg. Ef fólkið báðumegin er í þessari voða- legu stöðu eða trúir því, þá er auðvelt að færa gild rök fyrir því, að til sé aðeins eitt úrræði: Hern- aðarlegir yfirburðir. Og þá er líka auðvelt að sannfæra fólk um, að yfirlýsing um að beita ekki kjarn- orkuvopnum að fyrra bragði, mundi aðeins auka stríðshættuna og væri í rauninni uppgjöf fyrir- fram. Þegar litið er á hina geysi- hröðu þróun vígbúnaðartækninn- ar, getum við hvenær sem er átt von á nýjum uppfinningum annars- hvors aðilans, sem gæfi honum slíka yfirburði, að hann teldi sig hafa ráð hins í hendi sér og vissu um sigur með miklu minni fórnum, en nú verður að gera ráð fyrir. Og þá yrðu rökin fyrir því að hefja styrjöld að fyrra bragði áður en hinn aðilinn kemst yfir uppfinning- una enn þá sterkari. Það mátti engu muna, að einmitt þetta gerð- ist, þegar Bandaríkin voru ein um karnorkusprengjuna. Líf okkar allra liggur við Líf okkar allra liggur við, að kannað sé hvort þessar kenningar hafa við rök að styðjast og komist að raun um, hverjar séu hinar sönnu orsakir stríðshættunnar. Gerum ráð fyrir, að slíkar rann- sóknir leiddu í ljós, að báðar þessar kenningar væru rangar. Menn kæmust að raun um, að ævintýrið um vondu mennina í báðum her- búðum sem ólmir vilja stórstríð, sé tilbúningur einn. En Samt væri skelfingin yfirvofandi og til þess lægju allt aðrar ástæður. Menn sannfærðust um það, sem annars virðist liggja í augum uppi, að öll Sovétþjóðin, jafnt háir sem lágir, óttast stríð meira en allt annað. Þar græðir enginn á vígbúnaði, heldur er hann óskaplegur baggi á öllu efnahagskerfinu og stendur í vegi fyrir þeirri almennu velmegun, sem allir þrá. Að þar eru öllum í fersku minni hörmungar tveggja styrjalda, sem með skömmu milli- biíi lögðu landið í rúst. Og að menn gera sér fulla grein fyrir, að þetta mundi samt vera eins og barna- leikur borið saman við ósköp þriðju heimsstyrjaldarinnar. Af þessum augljósu ástæðum er það heitasta ósk allra andlega heilbrigðra manna þar í landi, jafnt almennings sem valdhafa, að alls- herjar afvopnun, og þá fyrst og fremst kjarnorkuafvopnun, mætti takast. Þetta er líka í samræmi við margyfirlýstar tillögur Sovétríkj- anna. Ef vilji væri hjá mótaðilan- um væri hægt að byrja á kjamorku- afvopnun strax á morgun og losa sig við öll kjarnorkuvopn í heirnin- um á stuttum tíma. Sé þetta rétt, þá eru rætur meinsins annarsstaðar. Við hér á Vesturlöndum verður að horfa í eigin barm. Varla eru til margir menn í okkar heimshluta, sem telj- ast heilir á geði, en óska samt eftir kjarnorkustríði. Samt vofir það yfir. Um það em flestir sammála og jafnframt sammála um að slík ósköp megi ekki gerast. Hverjar eru ástæður þessa ósjálfræðis, þessarar svefngöngu á vit dauðans? Vísindamaður, sem hefur tök á og þekkingu til, hlýtur að leita þessara ástæðna, ef hann vill teljast siðgæðisvera. Vígbúnaðurinn er gróðavegur Ég held að hann mundi verða margs vísari, sem við öll þurfum að vita, til þess að t'riðarbaráttan beri árangur. Meðal annars held ég að hann mundi komast að eftirfarandi niðurstöðu: Vígbúnaðurinn er mikill gróðavegur í helstuauðvalds- löndunum og framleiðendur á því sviði ákaflega voldugur aðili, sem notar vald sitt eftir mætti til að sýna fram á nauðsyn hans. Ótrúlega stór hluti framleiðslunnar í þessum löndum er vopnaframleiosla og iðnaður tengdur henni beint eða óbeint. Ef þessi framleiðsla yrði lögð niður, yrði það slíkt áfall fyrir efnahagskerfi þessara landa, að erfitt er að gera sér í hugarlund. Áfallið yrði enn meira vegna þess að við lifum á krepputímum. Sjálft þjóðskipulagið gæti riðað til falls. Ráðamenn auðugra landa eins og Bandaríkjanna vita vel hversu þung byrði vígbúnaðurinn er fyrir þjóðir Sovétríkjanna og fylgiríki þeirra. Vígbúnaðarkapphlaupið er eitthvert skæðasta vopnið í kalda stríðinu og efnahagsstríðinu gegn þeim. Ýmsir áhrifamenn í Banda- ríkjunum hafa ekki farið dult með þá stjórnlist. Og loks kem ég að því mikilvæg- asta. Þetta eru imperialísk ríki, sem eiga vald sitt, auð og velgengni undir yfirdrottnun yfir þeim stóra hluta heimsins, sem byggður er efnahagslega vanþróuðum þjóð- um. Þetta er órólegur heimshluti, þessar þjóðir eiga í sífelldri baráttu fyrir frelsi sínu og þeim verður ekki til lengdar haldið í þessari efna- hagslegu áþján nema með vopna- valdi. Eina athvarf þessara þjóða, ef þau vilja standa uppi í hárinu á auðvaldslöndum og alþjóðahring- um er samskipti við sósíalísk lönd, efnahagsleg samskipti, tæknileg aðstoð og vopnabúnaður. Fyrir yfirráðastéttir í hinum kapí- talíska heimshluta er efnahags- skipan þeirra, auðvaldsskipu- lagið, - lífið sjálft. Það verð- ur að leggja allt í hættu til að verja það. Þess vegna þurfa þær á slíkum yfirburðum á sviði tortím- ingarvopna að halda, að þær geti hótað Sovétríkjunum með tortím- Sjá 30 Jólaplata barnanna í ár Kisa lendir í ýmsum œvintýrum á þessari stórskemmtilegu barnaplötu. Snælda: Diddú Snúðarnir: Ragnhildur Gísladóttir, Guðmundur Ingólfsson, Helga Pórarinsdóttir, Richard Korn, Björn Árnason. Tónlist: Jóhann Helgason Plalan er gefin út af Dýraspítala Watson honum til styrktar. Dreifing Dýraspítali Watson, sími 76620.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.