Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4. - 5. desember 1982 mhg ræðir við Svein Sveinsson á Selfossi, einn af elstu bílstjórum landsins - Þú þarft endilega að tala við hannSvein. - Hvaða blessaðan Svein? - Hann Sveinokkar hérna á Seifossi. Þú ert nú kannski litlu nær, en þegar talað er um Svein á Selfossi þá vita allir hér um slóðir við hvern er átt. Og nú er Sveinn áttræður, kann frá mörgu að segja, og Þjóðviljinn má ekki láta það undir höfuð leggjast að hafa tal af honum. Það var Ólafur Th. Ólafsson, kennari á Selfossi, sem átti þessi orðaskipti við blaðamann. Og nú vorum við komnir á fund Sveins Sveinssonar á Selfossi, sem óðara tók upp tóbaksdósirnar og bauð í nefið. - Og svo byrjum við nú á því að fáokkur kaffi, sagði Sveinn. Klara, (Klara Karlsdóttir, kona Sveins) - er ekki heitt á könnunni? Og ekki bar á öðru; kaffið kom með það sama. Runólfur mormónaprestur - Ég er Rangæingur, sagði Sveinn, -og það í báðar ættir. En fæddur er ég nú samt í Árnessýslu, á Hólmaseli í Gaulverjahreppi 27. júní 1902. Þar bjuggu foreldrar mínir og þar ólst ég upp til 22 ára aldurs og vandist að sjálfsögðu öll- um venjulegum sveitastörfum. - Jú, það var svo sem farkennsla þarna í hreppnum og kennt á þrem- ur stöðum. Fyrsta veturinn var ég „Það kom sér betur að maður var sæmilega sprækur aðeins eina viku í barnaskólanum. Kennari var þá Páll Sigurðsson, síðar læknir. Næsta vetur kenndi Ragnheiður Jónsdóttir, rithöfund- ur. Hjá henni var ég í þrjú skipti, hálfan mánuð í senn. Þriðja vetur- inn kenndi svo Þórður Bjarnason, bróðir Friðriks tónskálds í Hafnar- firði. Hann kenndi mér í tvö skipti, tvær vikur í einu, en þá fór hann á vertíð. Námstíminn var 11 vikur alls; meira var það nú ekki fyrir fermingu. - Um þessar mundir var þarna starfandi fríkirkjusöfnuður. For- eldrar mínir voru í honum, og ég taldist þá auðvitað til hans líka. Það var til þess að ég var fermdur tæpra 13 ára gamall. Af því leiddi, að ég varð að sækja skóla einn vet- ur eftir fermingu til þess að fá full- naðarpróf. Þessi fríkirkjusöfnuður sta'rfaði hér nokkur ár. Prestur hans hét Runólfur Runólfsson, hafði verið í Ameríku og var þar mormónaprestur. Aldrei vissi ég þó til þess að hann boðaði neina mormónatrú í Gaulverjabæjar- hreppnui . Hann hvarfsvo aftúrtil Ameríku og er þar með úr minni sögu. En það man ég að Runólfur var mjög andvígur nýguðfræði og spíritisma, en þær kenningar voru þá að ryðja sér rúms. Hann trúði statt og stöðugt á Biblíuna og vildi ekkert múður heyra. Runólfur „Einu sinni tók Ölfusá sig til ogflæddi yfir flugvöllinn, lagöi hann bókstaflega undir sig. Þá flúði heimsveldið upp á Selfoss” kallaði mig alltaf frænda. Má svo sem vel vera að við höfum verið eitthvað skyldir; ég grófst aldrei neitt fyrir um það. Með þessu var nú setu minni á skólabekk lokið svo það var nokk- urnveginn ljóst að ég mundi aldrei verða lögfræðingur eða læknir og ekki heldur prestur, jafnvel ekki mormónaprestur, eins og Eiríkur okkar frá Brúnum, - og það enda þótt ég væri skyldur Runólfi. Sýktist af bíladellu Um þessar mundir voru bílarnir að nema hér land fyrir alvöru. Ég tók bakteríuna og fékk ólæknandi bíladellu. Ég varð blátt áfram alveg óður ef ég sá eða heyrði í bíl. Á bíl yrði ég að læra, fyrr fengi ég aldrei frið í mínum beinum, og haustið 1924 tók ég mig upp og fór til Hafn- arfjarðar í því skyni að læra á bíl. Þar var þá maður, sem hét Sæ- berg. Hann rak bílastöð og ók á milli Hafnarfjarðar og Reykjavík- ur. Hjá honum lærði ég að aka bíl og tók prófið 14. des 1924. Er skír- teini mitt var nr. 11. Samt voru til menn með hærra skírteinisnúmer, sem tóku próf á undan mér, því stundúm rugluðust saman hjá sýsl- umönnunum bílarnir og bílstjór- arnir. Þó að ég væri nú þannig kominn í tölu löggiltra ökumanna og stóri draumurinn um bílprófið orðinn að veruleika, þá byrjaði ég ekki akstur strax. Ég brá mér fyrst til Vest- mannaeyja, en stóð þar stutt við. Kunni einhverveginn ekki við mig þar, fannst ég vera alltof innilok- aður. Fór því suður í Hafnir og réri þar á árabát yfir veturinn. Máttlaus en meinseigur En svo í maí 1925 byrjaði ég fyrir alvöru á akstrinum. Fór þá að flytja mjólk frá Baugsstöðum, þar sem rjómabúið var, og til Reykjavíkur. Fór annan daginn suður, en hinn austur. Að jafnaði var nógur flutn- ingur báðar leiðir að sumrinu, því austur flutti ég vörur, bæði fyrir verslanir og bændur. Bíllinn var gamli Ford, bar eitt tonn, ákaflega máttlaus en meinseigur. Væri heitt í veðri að sumrinu varð að hvíla karl a.m.k. þrisvar sinnum áður en komist yrði upp á Kambabrún, annars ofhitnaði hann. Bíllinn rúmaði tvo farþega og fargjaldið mun hafa verið 6-7 kr. Rétt er að taka það fram, að ég var ekki eigandi bílsins, svo hátt var nú risið ekki orðið á manni. Ég ók bílnum fyrir annan og hafði bara mitt kaup. Og ég er ekki viss um að það hafi verið svo óhagstætt, því flutn- ingar austur voru minni yfir vetur- inn og ferðir þá stundum töluvert kostnaðarsamar. Mjólkinni þurfti svo að skila af sér í bænum, nokkuð fór beint á Laugaveg 49, en svo að öðru leyti sitt í hverja áttina. Jú, það átti nú að heita að kom- inn væri upphleyptur vegur, á köfl- um a.m.k., en samt var þetta engin hraðferð. Oft tók ferðin 4 tíma hvora leið þó að ekkert sérstakt væri til trafala. Þessum akstri hætti ég svo álveg 1927, en þá var bíllinn seldur. Enn við akstur af ýmsu tagi En vorið 1928 byrjaði ég akstur- inn aftur, og enn var það gamli Ford. Það fór alltaf fremur vel á með okkur. Þá var verið að byggja skólahúsið á Laugarvatni og ók ég efni í það neðan frá Eyrarbakka. Ekki var þá bílfært alla leið í Laugarvatn. Ég komst upp að Efra-Apavatni, en þaðan var efn- inu ekið á hestvögnum. Það var alltaf töluvert að gera við akstur á þessum árum, bílarnir voru ennþá svo fáir, en hinsvegar allmikið um byggingaframkvæmd- ir. Veturinn eftir að ég ók efninu í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.