Þjóðviljinn - 05.02.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.02.1983, Blaðsíða 11
Helgin 5. — 6. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Nú kreistum við allt úr krónunni og bjóöum þér splunkunýjan SKÖDA á hlægilega lágu verði, eöa frá 89.520.-kr. Um þetta þarf ekki fleiri orð! Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600 JÖFUR HF- Ó, þessir Svíar! Sænskur rithöfundur, Carl- Henrik Svenstedt, segir nýlega eftirfarandi sögu í Dagens Nyheter: „Það var á dögum menningar- byltingarinnar sem sænski PEN- klúbburinn (samtök rithöfunda fyrir ritfrelsi) hélt einn af sínum hefðbundnu fundum á veitingahús- inu Den Gyldene Freden. Við vor- um mættir til fundarins í flower- power búningi til þess að skoða múmíurnar og fá gott í svanginn. Tilgangur fundarins var að útnefna kandídat til Nobelsverðlaunanna. W&W-klíkan (forlagsklíka, innsk. ólg.) með þá Gedin og Wástberg í broddi fylkingar héldu Solzjenit- syn stíft fram þetta árið. Þar sem Solochov hafði nýfengið verð- launin fannst okkur nóg komið af rússneskum tréhausum. Ég stóð því upp og stakk upp á Bob Dylan. Wástberg gaf mér eitrað augnaráð. Leiðin átti eftir að reynast mér löng inn á menningarsíðu Dagens Ny- heter.“ Þess má geta að rithöfund- urinn Per Wástberg hefur lengi Nú er auðvelt að eignast Combi kr. 10.000 út, eftirstöövar á 8 mánuöum. Combi Camp 200 Combi Camp 202 unnið við menningarsíðu Dagens Nyheter. _ ^ Listamenn ofsóttir í Tyrklandi Herforingjastjörnin í Tyrklandi ofsækir listamenn þjóðarinnar. I föstudagsblaðinu sögðum við frá máli kvikmyndaleikstjórans Yilm- az Guney. Nú berast þær fréttir frá Tyrklandi að stjórn tyrkneska rit- höfundasambandsins og formaður þess, Aziz Nesin, hafi verið ákærð fyrir lagabrot og eigi yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Er hér sam- tals um 18 rithöfunda að ræða. Kenan Evren hershöfðingi setti stút á munninn þegar hann kynnti hina nýju stjórnarskrá landsins. Nú kúgar hann listamenn tyrknesku þjóðarinnar í nafni þessarar stjórn- arskrár. Margir tyrkneskir rithöfundar sitja þegar í fangelsi. Meðal þeirra er Ismail Besikci, sem er félags- fræðingur að mennt. Hann hefur m.a. skrifað bækur er fjalla um stöðu Kúrda í Tyrklandi. Hann var dæmdur í 10 ára fangavist í mars í fyrra og fimm ára útlegð eftir það. Tilefni dómsins var þakkarbréf, sem hann hafði skrifað til rithöf- undafélagsins í Sviss vegna stuðnings sem félagið hafði veitt honum í síðustu fangelsisvist hans. Dómurinn yfir Besikci hefur þegar verið staðfestur fyrir yfirrétti. Hann býr nú við mjög erfiðar aðstæður í fangelsinu og fær ekki að taka á móti bréfum. Hvernig væri að skrifa Kenan Evren hers- höfðingja og mótmæla þeirri vald- níðslu sem hann beitir listamenn þjóðar sinnar? ólg. Hann kostar aðeins frá kr. Útboð Svæöisstjórn um málefni þroskaheftra ör- yrkja á Vesturlandi óskar eftir tilboðum í aö byggja vistheimili á lóðinni nr. 102 viö Vestur- götu á Akranesi. Stærö 341 m2 og 1473 m3. Útboðsgagna má vitja á Verkfræði- og teiknistofunni sf. Kirkju- braut 40 Akranesi og á Fræðsluskrifstofu Vesturlands, Borgarbraut61 Borgarnesi. Til- boðin verða opnuð 17. febrúar. Svæðisstjórn. Viö sjáum um geymslu á vagninum til 1. maí sé þess óskaö yður aö kostnaðarlausu. BENC0 Bolholti 4, sími 91-21945/84077 Ert þú 15-30 ára? Ef svo er þá áttu kost á 2 mán. sumardvöl * í Evrópu (15-18 ára) * í Bandaríkjunum (15 - 18/19-30 ára) Opið virka daga kl. 15-18 s. 25450. élfS á Islandi alþjóðleg fræðsla og samskipti - J..Ar<icn^o *JO D n Rnv 7«í'l — 191 Rpukiauík

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.