Þjóðviljinn - 05.02.1983, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 05.02.1983, Blaðsíða 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin S. - 6. febrúar 1983 Allnokkrirmöguleikarerunú taldiráaðbreska ríkisstjórnin rjúfi þing og boði til nýrra kosninga innan skamms. MargrétThatcher hefur að vísu látið í Ijós vilja sinntilaðsitja út kjörtímabilið, sem rennur ekki út fyrr en í maí 1984, en blikur í loftum fjármála og efnahags kunna að breyta þeirri skoðun fyrr en varir. Víster,aðmargir þrautreyndir vígamenn í herbúðum hennar vilja ólmir boða til kosninga sem allra fyrst og notfæra sér þannig gengið sem íhaldsflokknum ávannst í átökunum um Falklandseyjar. En staðan í breskum stjórnmálum er flókin og erfitt að setja fram pottþétta spádóma um hversu flokkum myndi Leiftursókn Thatchers er runnin út í sandinn Ýmsar taktfskar ástæður valda, að Thatcher og ráðgjaf ar hennar kunna að leggjast gegn því að kosningum verði flýtt vert undir íhaldinu í skoðanakönn- unum um fylgi flokkanna, þá sýnir sagan að veðurskipti í breskum stjórnmálum eru gjarnan snögg. Þannig fóru Harold Wilson og Verkamannaflokkurinn í kosning- ar 1970 með 12 prósent meira fylgi en íhaldið, en töpuðu þó laglega þegar á hólminn kom. Mönnum sýnist þó koma saman um, að í þetta skipti þurfi meir en venjulegt kraftaverk til að Verkamanna- flokkurinn virini næstu kosningar. En breskir fréttaspámenn eru allra manna glámskyggnastir og ekkert líklegra að þeir hafi rétt fyrir sér nú en áður. Séu niðurstöður ýmissa nýlegra skoðanakannana skilgreindar til hlítar, þá kemur í Ijós að Verka- mannaflokkurinn mun að líkindum standa sig betur en hinir bestu menn telja. Þessi staðhæfing bygg- ist á því, að svo virðist sem helstu stefnumál flokksins njóti stuðnings meirihluta kjósenda, þótt flokkur- inn sem slíkur eigi í bili ekki uppá pallborð nema u.þ.b. 35 prósent þeirra. Vel skipulög kosningabar- átta gæti því hæglega snúið þessari viðtæku samúð með stefnu flokks- ins upp í fyigí- farnast í kosningahríð, þó óneitanlega virðist sem Verkamannaflokkurinn sigli ekki gæfulegan byr um þessar mundir. Leiftursóknin runnin út í sandinn Margt bendir til að þeir ráðgjafa Thatcher hafi rétt fyrir sér, sem telja að besta tækifæri íhalds- flokksins til að vinna þingmeiri- iiluta á nýjan leik sé að boða til kosn inga sem fyrst. Flokkurinn hefur um átta mánaða skeið átt mestu fylgi að fagna meðal kjósenda, eða frá því í slagnum um Falklands- eyjar. Meðan á honum stóð jukust persónulegar vinsældir Thatchers verulega, og í stað þess að vera tal- in helsta fótakefli flokksins er hún nú íhaldinu hin þarfasta kona. En kjósendahyllin er fallvölt og því telja margir að rétt sé að notfæra sér vinsældir flokks og foringja áður en þær fjara út. Að auki horfast nú leiðtogar íhaldsins í augu við þá óhrekjan- legú staðreynd, að „leiftursóknin", sefn átti að gera Bretland aftur að efnahagslegu stórveldi, er endan- lega runnin ut í sandinn. Um langt skeið hafa oddvitar stjórnarinnar prédikað að efnahagsbatinn sé al- veg á næst leiti og Thatcher því staglast á, að flokknum væri hollast að sitja út kjörtímabilið á enda svo að fólk gæti sjálft dæmt um ágæti leiftursóknarinnar. Vantrú á Thatcher En efnahagsbatinn er enn á leiðinni og í janúar byrjun braut óvænt á fleyi stjórnarinnar. Breska pundið féll snögglega, glundroði braust út í miðstöðvum fjármála- valdsins og vantrú stórkapítalista á „efnahagsbata" leiftursóknarinnar sést best á því, að þeir hafa nú tekið til við að flytja fjármagn í stórum Össur Skarp- héðinsson skrifar frá Bretlandi stíl útúr landinu. Hvorki meira né minna en ein biljón sterlingspunda á mánuði er flutt úr landinu um þessar mundir. Þessi gífurlegi fjár- magnsflótti kom Thatcher og spek- ingum hennar í opna skjöldu og kollvarpar öllum vonum um snögg- an bata. Af hans sökum mun gildi pundsins rýrna enn frekar, verð- bólgan er byrjuð að vaxa á nýjan leik og innan tíðar munu afleiðing- ar fjármagnsflóttans birtast í auknu atvinnuleysi. Að vonum sækja því rnargir berserkir íhaldsins fast að gengið sé til kosninga áður en atvinnuleysi og lífskjör versna enn meir og þar með vinsældir flokks- ins. Auk þess virðist sem Verka- mannaflokknum hafi nú loks tekist að setja niður illskeyttar deilur niilli hægri og vinstri arma flokks- ins. Ekki kann það góðri lukku að stýra fyrir íhaldið sem hefur sann- ast sagna nærst á misklíð vinstri vængsins. Fjölmiðlar klifa að vísu á deilunum kringum hinn trotskíska Militant hóp, en með litlum árangri. Fólk er frekar leitt orðið á rógburði um Verkó. Kjördœmabreyting hagnast Ihaldinu Ýmsar taktískar ástæður valda að Thatcher og ráðgjafar hennar kunna að leggjast gegn því að kosn- ingum verði flýtt. Margrét er sjálf enn á þeim buxunum, að stefna hennar beri ávöxt um síðir, og fýsir því að sitja sem lengst í þeirri von að langþráður efnahagsbati knýi loks dyra. í annan stað virðist sem íhalds- flokkurinn sé um þessar mundir að endurvinna t^svert af því fylgi sem flokkurinn missti á síðasta ári til hins nýfædda bandalags krata og frjálslyndra. Það er Ihaldinu af- skaplega mikilvægt, því að 78 af þeim 80 þingsætum er naumast unnust við síðustu kosningar eru í höndum íhaldsflokksins, sem þarf því ekki að missa mikið fylgi til krata svo að Verkamannaflokkur- inn vinni sætin 78. Jafnframt bend- ir margt til þess að fylgi bandalags- ins sé að mestu leyti sótt til íhalds- ins og því von að hægri vængurinn vilji endurheimta glataðar sálir áður en lagt er í slaginn við Verka- mannaflokkinn. Síðast en ekki síst standa fyrir dyrum umdeildar breytingar á kjördæmaskiptingu. Fólksflutn- ingar frá innborgum til útborga undanfarna áratugi hafa valdið því að tiltölulega mannfá innborgar- svæði hafa fleiri fulltrúa á þingi en fjölmennar útborgir. Þessu hefur staðið til að breyta um nokkurn tíma, og íhaldinu nú tekist að láta smíða tillögur, sem auk tilætlaðra breytinga á kjördæmum, munu einnig valda því að Verkamanna- flokkurinn tapar 25 til 35 þingsæ- tum miðað við úrslit síðustu kosn- inga. Talsmenn flokksins hafa ekki 1 hyggju að taka slíkum sendingum baráttulaust og hafa því kallað dómstóla til liðsinnis. Ekki vill íhaldið missa svo feitan bita úr aski sínum og margur Thatcher-gaurinn tregur að fara í kosningar fyrr en málið er komið frá dómstólum og Margrét búin að berja breytingarn- ar gegnum þingið. Bandalag krata og frjálslyndra úr sögunni? Skoðanakannanir benda til þess, að kosningar myndu fyrst og fremst verða barátta hinna tveggja hefð- bundnu stórflokka, Ihalds og Verkamannaflokks. Bandalag krata og frjálslyndra, sem á fyrra ári naut fylgis meira en helmings kjósenda og vann á þeim tíma hverja aukakosninguna á fætur annarri, er á jafnri og góðri niður- leið og nýtur nú ekki stuðnings nema fimmtungs kjósenda. Þó kann að fara svo að banda- lagið setji mark sitt á kosningarnar. Michael Foot hefur löngum haft á orði að það sé sögulegt hlutverk þess að koma stjórn Verkamann- aflokksins til valda. Margir foryst- umenn íhaldsins hafa látið í ljós ugg um að svo verði. í sjálfu sér er ekki ólíklegt að svo fari, því að eins og fyrr var sagt þá tekur bandalagið mun meira fylgi frá íhaldi en Verkamannaflokknum, og einkum þar sem fhaldið er veikt fyrír!! Annar möguleiki er sá, að bandalagið fái nógu marga þing- menn til að hvorugur hinna flokk- anna fái meirihluta. Ef til vill er það nú eini mögleiki þess til að láta að sér kveða, því að líklegt er talið að íhaldið myndi þá reyna að tæla bandalagið með sér í samsteypu- stjórn. Fallbyssur á borð við Edward Heath hafa þegar látið uppi vilja um slíkt nái enginn flokkur meirihluta. Betri staða en sýnist Þó að Verkamannaflokkurinn hafi urn alllangt skeið verið tölu- Víðtcekt fylgi við róttæka stefnu Sem dæmi má taka, að rúmur helmingur Breta styður úrsögn Breta úr Efnahagsbandalaginu, sem er jafnframt eitt helsta barátt- umál Verkamannaflokksins, en andstætt stefnu bæði íhalds og fyrr- nefnds bandalags. Yfir 47 prósent vilja amerískar herstöðvar úr landinu og svipaður fjöldi vill Tri- denteldflaugarnar fyrir ætternis- stapa, þvert gegn stefnu Thatcher og Ihaldsins. Og yfir 64 prósent eru, sammála flokknum um að leggja beri meiri áherslu á að útrýma atvinnuleysi en verðbólgu, enn al- gerlega andstætt Thatcher. Þetta er afskaplega mikilvægt, því að líklegt er, að meira en nokkrar kosningar síðan 1931 muni næstu þingkosn- ingar snúast um atvinnuleysi og atvinnusköpun. Það er því óhætt að staðhæfa, að jarðvegurinn er frjór fyrir stefnu Verkamannaflokksins, og miklar líkur á að honum farnist betur en nú er hald djúpviturra spekinga. Einsog má sjá af framansögðu væri annað bölvaður aumingjaskapur. Framkvæmdastjóri lönnemasamband íslands auglýsir eftir framkvæmdastjóra. Um er aö ræöa fullt starf. Æskilegt er aö viökomandi hafi reynslu í fél- agsmálastörfum og þekki eitthvað til lönnemahreyfingarinnar og málefna iön- nema. Umsóknir um starfið ásamt upplýsing- urr um menntun og fyrri störf skulu hafa bor- ist skrifstofu INSÍ, Skólavörðustíg 19 Reykja- vík í síðasta lagi föstudaginn 11. febrúar. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu sam- bandsins. Iðnnemasamband íslands. -os L LANOSVIRKJUN BLÖNDUVIRKJUN Landsvirkjun auglýsir hér með forval vegna byggingar neðanjarðarvirkja Blönduvirkjun- ar. Helstu magntölur eru áætlaðar eftirfarandi: Sprengingar 120.000 m3 Steypa 9.000 m3 Sprautusteypa 4.000 m3 Forvalið er opið íslenskum og erlendum verktökum. Verkið á að hefjast í ágúst 1983. Gert er ráð fyrir, að í apríl nk. verði útboðsgögn send til þeirra fyrirtækja er Landsvirkjun hefur metið hæf til að taka að sér verkið að loknu forvali. Forvalsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- virkjunar, Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavík, frá og með 9. febrúar 1983. Skilafrestur er til 12. mars 1983.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.