Þjóðviljinn - 05.02.1983, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 05.02.1983, Blaðsíða 23
Helgin 5. - 6. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23 Einn þeirra íslendinga sem hvað lengst hafa náð í heimi atvinnuknattspyrnunnar á undanförnum árum er Valsmaðurinn fyrrverandi, Jóhannes Eðvaldsson. Hann lék um árabil með skoska stórliðinu Glasgow Celtic við góðan orðstír og var á þeim tíma fyrirliði íslenska landsliðsins. Margir landsleikja hans eru minnisstæðir, hver man ekki eftir markinu glæsilega sem hann skoraði gegn Austur-Þjóðverjum á Laugar- dalsvellinum 1975? Frá Skotlandi lá leið „Búbba“ til Bandaríkjanna þar sem hann lék með/Tulsa Roug- hnecks og síðan til vestur-þýska 2. deildarliðsins Hann- over 96. Jóhannes er nú kominn á fertugsaldurinn og það kom ýmsum á óvart í haust er hann freistaði á ný inngöngu í skosku úrvalsdeildina og gekk þar til liðs við nýliðana Motherwell. Eins og sjá hefur mátt á íþrótta- síðum dagblaðanna hefur honum vegnað mjög vel þar, ekki síst nú síðustu vikurnar og hefur hann hrundið öllum hrakspám um að ferill hans í knattspyrnunni sé á enda. Það hefur meira að segja verið rætt um hvort ekki væri rétt að fá hann til liðs við landsliðið á ný. Enska knattspyrnutímaritið „Shoot“ ræddi á dögunum við Jó- hannes og fer sú grein hér á eftir í lauslegri þýðingu. Jóhanncs hefur margoft stýrt íslcnska landsliðinu á ferli sínum, og nú ræða menn um að fá hann í liðið á ný „Allt er mögulegt þar sem Wallaceer við stjórn” Þýtt viötal viö Jóhannes Éövaldsson fyrrum fyrirliöa landsliösins í knattspyrnu Jóhannes Eðvaldsson, íslenski landsliðsmaðurinn, hefur að undanförnu leikið knattspyrnu í Bandaríkjunum og Vestur- Þýskalandi en er nú kominn á ný til landsins sem hann kallar nú sitt heimaland: Skotlands! Jóhannes, fyrrum vinsæll leikmaður hjá Celt- ic, hefur snúið aftur til úrvals- deildarinnar og segir: „Það er stór- kostlegt að vera kominn aftur-4. „Motherwell hefur átt í vand- ræðurn með að aðlaga sig að úrvals- deildinni eftir að hafa sigrað í 1. deild í fyrra en nú er allt á réttri leið. Jock Wallace hefur breytt liðinu talsvert frá því f fyrra. Auk mín keypti hann Ally Mauchlen frá Kilmarnock og fékk Bobby Flavell frá Hibernian í skiptum fyrir Willie Irvine. Fyrir utan þetta hefur hann ekki getað notað reynda leikmenn í búningi Motherwell: „Aftur far- inn að hafa gaman af knattspyrn- unni“. eins og Brian McLaughlin og minn gamla félaga frá Celtic, Alfie Conn. sem hafa báðir verið meiddir. Þetta er erfitt en við leggj- um okkur allir fram eins og við getum. Jock Waliace sér um það!" Jóhannes, Wallace og Conn kornu saman síðast fyrir sex árunt undir „dramatískum" kringum- stæðunr: úrslitaleik skosku bikar- keppninnar á Hampden Park í Glasgow þar sem Celtic og Ran- gers mættust í sögulegum leik. „Alfie og ég lékurn báðir þann leik með Celtic og Wallace hélt þá um stjórnvölinn hjá Rangers. Við sigruðunt 1-0 og ég átti þátt í eina marki leiksins", segir Jóhannes. Stuttu eftir þann leik fór Walla- ce til Leicester City og Jóhannes til Bandaríkjanna. Nú eru görnlu andstæðingarnir orðnir samherjar á Fir Park. Reyndar á lið Motherwell í dag margt að sækja til gömlu stór- liðanna, Celtic og Rangers. Aðstoðarmaður Wallace er Frank Connor, fyrrum markvörður hjá Celtic, Brian McLaughlin hefur einnig leikið með þeim græn/hvítu, svo og Tommy O’Hara, annar lyk- ilntaður hjá Motherwell sem einnig hefur komið við í bandarísku knattspyrnunni. Vinstri bak- vörðurinn Alex Forsyth lék áður með Rangers, Partick og Manc- hester United en er nú kominn Undir stjórn Jock Wallace á ný. „Auk nokkurra reyndra leik- ntanna eigum við talsvert af ungum og efnilegum strákum. Nú er málið að ná réttu jafnvægi í liðið", segir aukvisar að í úrvalsdeildinni. Ef þú heldur velli hér, ertu boðlegur hvar sem er, svo mikið veit ég af feng- inni reynslu. Ég er aftur farinn að hafa gaman af knattspyrnunni og er ánægður með að vera kominn til Skotlands á ný. Við hjónin dveljumst í Burnsi- de í Lanarkshire, rétt utan við Glasgow og þetta er allt saman mjög ánægjulegt. Konan mín er skosk svo hún er að sjálfsögðu líka mjög fegin að vera komin heirn. Fólk hér í Skotlandi er einstaklega vingjarnlegt. Mér var meira að segja fagnað á Parkhead, lieima- velli Celtic, þegar Motlierwell lék þar í deildinni í haust. Það yrði reglulega gaman að ná góðum árangri með Motherwell í vetur. Þarsern herra Wallace er við stjórn er allt mögulegt!" Hér lýkur greininni í Shoot og litlu cr við hana að bæta. Motherw- ell hefur mjög verið að sækja sig síðustu vikurnar, hefur m.a. lagt bæði Celtic og Rangers að velli með stuttu millibilli það sem af er árinu. Samt er liðið enn í næst neðsta sæti úrvalsdeildarinnar en hefur sömu stigatölu og næstu tvö lið fyrir ofan. Það er því erfiður en spennandi síðari hluti þessa keppn- istímabils sem bíður Jóhannesar Eðvaldssonar og félagaá Fir Park, þeirra markmið er að halda sér í hópi þeirra tíu bestu í Skotlandi og bóka má að Valsmaðurinn gamli lætur sitt ekki eftir liggja í þeirri baráttu frekar en endranær. - VS Einbýlishúsalóðir Hafnarfjaröarbær mun á næstunni úthluta lóöum í Sétbergi. Um er aö ræöa 83 lóðir einkum fyrir einbýlishús en einnig nokkur raöhúsog parhús. Lóðirnarveröabyggingar- hæfar sumarið 1983. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu bæjarverkfræöings, Strandgötu 6 þ.m.t. eru gatnagerðargjöld, upptökugjöld, byggingar- skilmálar o.fl. Umsóknum skal skila á sama staö á eyðu- blöð sem þar fást eigi síðar en 25. febr. n.k. Eldri umsóknir þarf aö endurnýja. Bæjarverkfræðingur. Lausar stöður hjá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör skv. kjarasamningum. • Staða hjúkrunarfræðings við heimahjúkrun. • Staða aðstoðarmanns við skólatannlækningar Reykjavíkurborgar. Hlutastarf. Umsóknir skulu vera skriflegar og greina m.a. frá menntun og starfsreynslu auk almennra persónulegra upplýsinga. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri Heilsu- verndarstöövar Reykjavíkur í síma 22400. Umsóknareyðublöö liggja frammi í afgreiðslu heilsu- verndarstöövarinnar. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 16. febrúar 1983. Jóhannes. „Það komast engir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.