Þjóðviljinn - 05.02.1983, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 05.02.1983, Blaðsíða 21
Helgin 5. - 6. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21 Bakarasveinafélagið 75 ára Eitt elsta stéttarfélag landsins Bakarasveinafélag Islands á 75 ára afmæliídag, laugardaginn 5. febrúar. Þegar félagið var stofnað árið 1908 voru kjör bakarasveina svo þröng, bonð saman við ýmsar aðrar starfsstéttir, að bakarar töldu sig ekki geta lengur við það unað. Aðalhvatamaðurinn að stofnun stéttarfélags var danskur maður P.O. Andersen að nafni sem um þær mundir var starfandi í hópi reykvískra bakarasveina. Ander- sen var kunnur stéttasamtökum úr sínu heimalandi og honum var ljóst, að samtök, sem aðeins væri efnt til um stundarsakir, meðan verið væri að þoka fram tilteknum hagsbótamálum, kæmi að litlu haldi. Hið eina sem dyggði væri að stofna varanlegan félagsskap, sem ynni að staðaldri að bættum kjör- um stéttarinnar og gerðist samn- ingsaðili við bakarameistara. Brýndi Andersen félaga sína til dáða, og á skömmum tíma vaknaði mikill áhugi fyrir stofnun stéttarfé- lags bakarasveina. Stofnfundurinn var síðan hald- inn í Þingholtsstræti 9 hinn 5. fe- brúar 1908 á heimili Guðmundar Guðmundssonar, bakarasveins. Voru stofnendur 16, allt íslending- ar, utan P.O. Andersen. Efla og vernda vellíðan og hagsmuni Samkvæmt 2. grein laga- frumvarps sem samþykkt var á stofnfundinum, var tilgangur fél- agsins sá, „að efla og vernda vell- íðan og hagsmuni manna á íslandi er bakaraiðn stunda, halda uppi rétti þeirra gagnvart vinnuveitend- um og öðrum stéttum að svo miklu leyti sem unnt er að tryggja bök- urum sæmilega lífsstöðu í fram- tíðinni. Enn fremur að styðja af megni að öllu því, sem lýtur að full- komnun og framförum í bak- araiðn." A stofnfundi var Sigurður Á. Gunnlaugsson kjörinn formaður félagsins, Kristján P.Á. Hall ritari og Kristinn Þ. Guðmundsson gjaldkeri. Eitt fyrsta verk félagsins var að semja við bakarameistara um lengd daglegs vinnutíma, kaup- gjald og kjör bakaranema. Gekk lengi í miklu þófi við að fá bak- arameistara til að viðurkenna hið Mikil fjölgun í bakara- stéttinni í dag eru 106 bakarar félagar í Bakarasveinaféiagi Islands. For- maður félagsins Hermann Arn- viðarson sagði í samtali við Þjóð- viljann að mikil tjölgun hefði orðið í stéttinni á síðustu árum, og sífellt fleiri legðu nú fyrir sig nám í bakstri. Á síðasta hausti tóku 8 bakara- nemar sveinspróf, og fjöldi er í námi núna víðsvegar um landið, þar af tvær stúlkur. Ekki er að efa að aukinn skiln- ingur landsmanna á hollmeti og sú breyting sem orðið hefur á neyslu- venjum á síðustu árum hefur hleypt miklum fjörkipp í bakara- stéttina sem framleiðir fjölbreyttari vörur en áður tíðkað- ist, brauðvörur sem standa erlendri vöru fyllilega á sporði. Það fer því vel á því að óska bökurum alls hins besta í framtíðinni og urn leið til hamingju með stórafmæli síns stéttarfélags sem hefur oftar en ekki verið leiðandi afl í réttinda- baráttu launafólks. - is- XEROX LEIÐANDI MERKI í LJÓSRITUN NON HF. Síöumúla 6, S:84209 - 84295 RANK XEROX umboöið Átti í lengsta verkfalli sem um getur í íslenskri verkalýðs- baráttu nýja félag sem samningsaðila. Vildu þeir að sjálfsögðu halda fornum hætti, að semja við einstak- linga um þau kjör, er þeim sjálfum þóknaðist að bjóða. En samtök bakarasveina reyndust furðutraust í fyrstu lotu, og var fyrsti samning- ur félagsins við bakarameistara gerður í maí 1908. Lengsta verkfall á íslandi Lengsta verkfall sem háð hefur verið hér á landi og jafnframt eitt það sögulegasta, var kjaradeila bakarasveina við bakarameistara árið 1957. Verkfallið hófst í byrjun maímánaðar og stóð samfleytt í 101 dag. Strax uppúr áramótunum 1957 fór að gæta megnrar óánægju hjá bakarasveinum vegna þess hve þeir töldu sig hafa dregist aftur úr öðr- um sambærilegum stéttum iðnaðarmanna um kaup og ýmis hlunnindi. Alþýðusamband ís- lands hafði lýst sig andvígt almennri uppsögn kaupsamninga að svo stöddu og var því lítils stuðnings að vænta úr þeim herbúðum. Bakara- sveinar létu ekki deigan síga og að undangenginni allsherjaratkvæða- greiðslu var samningum sagt upp. Verkfallið stóð allt sumarið og var félaginu bæði erfitt og kostn- aðarsamt. Að lokum vannst þó sigur og bakarasveinar náðu fram töluverðum kjarabótum. Hún er glæsileg brauðvaran hjá íslensku bakarastéttinni. Það er Brynjar Sveinsson bakarasveinn sem heldur á hinu daglega brauði. Mynd -eik. Ófrjálsir menn háðir geðþótta húsbœnda sinna Það er fróðlegt að rifja upp hér íu lokin hver kjör bakarasveina voru í kringum síðustu aldamót fyrir stofnun stéttarsamtaka þeirra. Stofnendur fyrstu brauðgerðar- húsanna hérlendis voru flestir er- lendir menn og fylgdu þeir svip- uðum venjum um kjör og tíðkuðust í nágrannalöndum. Um aldamótin voru kjör sveina hér þau, að þeir fengu 10 kr. í kaup á viku og höfðu fæði og húsnæði hjá húsbónda sínum. Vinnutími var engum takmörkunum háður, held- ur urðu sveinarnir að vinna svo lengi sem yfirboðarar þeirra kröfðust, hvort heldur var á nóttu eða degi, helga daga eða rúmhelga. Þá tíðkaðist það einnig, að þeir voru látnir vinna öll störf, sem fyrir komu á heimilinu og í brauðgerðarhúsi, þótt ekki væru þau bakstursstörf. Sérstakt kaup fyrir nætur- og helgidagavinnu Núverandi stjórn Bakarasveinafélagsins skipa, talið f.v. Hermann Arnviðarson form. Sigurður Sigurjóns- son gjaldkeri, Guðmundur P. Jónsson meðstjórnandi, Sturla Birgisson varaformaður og Styrmir Bragason ritari. þekktist ekki. Meðan sveinar áttu við þessi kjör að búa, voru þau að heita mátti ófrjálsir menn, alger- lega háðir geðþótta húsbænda sinna. Mátti heita að þeim væri ó- kleift að koma sér upp eigin heimili eða lifa sjálfstæðara lífi en hver önnur vistráðin hjú. Á þessu varð engin breyting fram til ársins 1908, að stéttarfélag bakarasveina var stofnað. Það átti sem önnur stéttarfélög við ærinn andblástur að etja í upphafi, fulian fjandskap af hálfu ýmissa atvinnu- rekenda og skilningsskort í eigin röðum. En þrátt fyrir margvtslega erfiðleika sem frumherjarnir urðu að ganga í gegnum, var það merki hafið, sem vinnustéttirnar hófu að fylkja sér undir til sóknar og varnar á sviði kjara- og réttindabaráttu. (- Ig. tók saman úr riti Gils Guðmundssonar um Bakarasvcinafélag íslands)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.