Þjóðviljinn - 05.02.1983, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 05.02.1983, Blaðsíða 32
DWÐVIUINN Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9—20 mánudag til föstudags. Utan þess A Xoleími tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir ■ - 81257. Laugardaga kl. 9—12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma Qt 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt Ajr öll kvöld. Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Helgin 5. — 6. febrúar 1983 Ráðherrar Framsóknar hafna einhliða aðgerðum gegn Alusuisse Málið verður lagt fyrir þing og þjóð segir Hjörleifur Guttormsson Það er greinilegt, að formaður Framsóknarf lokksins hefur ekki mikinn hug á að láta sverfa til stáls gegn Alusuisse. Hann kýs fremur að beina vopnum sínum að mér og láta sverfa þartil stáls, sagði Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra þegar Þjóðviljinn innti hann í gær eftir umræðum um álmálið á ríkisstjórnarfundi s.l. fimmtudag, -en samkvæmt frétt á forsíðu Tímans í gær láta Framsóknarmenn í ríkisstjórninni nú „sverfa til stáls í álmálinu“ innan ríkisstjórnarinnar. Hjörieif ur Guttormson sagði: Alþingi mun gefast kostur á að fjalla um tillögu mína um einhliða hækkun á raforkuverði til álversins, fyrst Alusuisse heldur fast við þá afstöðu að neita að fallast á viðunandi hækkun í samningum. Og það er þjóðin sem síðan mun dæma. Formaður Framsóknarflokksins segist bara vilja halda áfram því samningaþófi, sem staðið hefur yfir í tvö ár, og að við bjóðum Alusuisse þetta og hitt í forgjöf án þess að Alusuisse hafi samþykkt eyrishækkun á raforkuverðinu. Hann vill ekki gera kröfu um somasamlega byrjunarhækkun að neinu skilyrði í samningum af okkar hálfu, heldur fallast á skilyrði Alusuisse. Fyrst þetta er afstaða formanns Framsóknarflokksins þá verða þing og þjóð að skera úr. Gunnar og Steingrímur ekki sámmála Það kom greinilega fram á ríkisstjórnarfundinum, að þótt Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, væri ekki reiðubúinn til að mæla með því nú, að þetta frumvarp mitt verði flutt sem stjórnarfrumvarp, þá var afstaða hans í veigamiklum atriðum allt önnur en Steingríms. Forsætisráðherra tók m.a. skýrt fram, að við ættum alls ekki að gefa Alusuisse neitt undir fót- inn varðandi þær kröfur, sem fulltrúar fyrirtækisins hafa borið fram, meðan Alusuisse fellst ekki á sanngjarna byrjunarhækkun raforkuverðs og áfangahækkanir í framhaldi af því. - Og þetta er auðvitað það meginatriði, sem allir samningar hafa strandað á, þótt Steingrímur Hermannsson reyni að snúa málunum öfugt. Hjörleifur Guttormsson Alusuisse hefur ekki viljað fallast á nokkra minnstu hækkun raf- orkuverðsins, og þess vegna hef- ur ekki verið um neitt að semia. Mun færa málið inn á vettvang Alþingis Ég tel að á ríkisstjórnarfundin- um í fyrradag hafi gerst mikil og alvarleg tíðindi, þar sem ráðherr- ar Framsóknarflokksins höfnuðu tillögum mínum, um einhliða aðgerðir til leiðréttingar á orku- verðinu til Alusuiss. Þetta orku- verð er nú 12,1 eyrir á kwst., en á sama tíma er almenningsraf- veitunum gert að borga 65,40 aura fyrir kílówattstundina. Tillaga mín um þetta efni var lögð fram í ríkisstjórninni í síð- ustu viku, en fyrir einum og hálf- um mánuði lagði ég fram í ríkis- stjórninni ábendingar um nokkr- ar leiðir til að ná fram leiðrétt- ingu á raforkuverðinu til ísal og lögfræðilegar greinargerðir mál- inu til stuðnings. Engar undirtektir hafa fengist við þessum ábendingum og engar tillögur til breytinga á tillögu minni hafa komið fram innan ríkisstjórnarinnar. Einu viðbrögðin eru neitun á stuðningi við einhliða aðgerðir af hálfu Framsóknarráðherranna og svo yfirklór frá Steingrími, þar sem hann vill nú m.a. fara að stofna til nýrrar álviðræðunefndar tveimur mánuðum eftir að Guðmundur G. Þórarinsson stökk útúr slíkri nefpd og þingflokkur Framsókn- ar lýsti yfir stuðningi við hann og neitaði að skipa annan fulltrúa í hans stað. Ég áskilid mér í ríkisstjórninni allan rétt til að færa málið inná vettvang Alþingis til að tillögur mínar og málsmeðferð lægju þar skýrt fyrir, og þingið geti fjallað um málið með skilmerkilegum hætti og þingmenn eigi aðgang að þeim gögnum, semég reisi mála- fylgju mína á. Steingrímur aö hlaupast undan merkjum Afstaða Framsóknarráðherr- anna nú dregur vissulega dám af vinnubrögðum Guðmundar G. Þórarinssonar, en ég hafði vonað að ráðherrarnir eltu hann ekki út í ófæruna til stórtjóns fyrir ís- lenskan málstað. Þessi viðbrögð ráðherranna með Steingrím í far- arbroddi eru þeim mun sérkenni- legri, sem ríkisstjórnin sam- þykkti í ályktun, sem gerð var 26. febrúar 1982 varðandi meðferð deilumála og endurskoðun samn- inga við Alusuisse, eftirfarandi um aðrar leiðir í málinu: „Ef ekki reynist unnt að fá sam- þykki Alusuisse og hefja án tafar viðræður á ofangreindum grund- velli, áskilur íslenska ríkisstjórn- in sér alian rétt til að fara eigin leiðir til þess að ná fram nauðsyn- legum breytingum á gildandi samningum.“ Síðan er nær heilt ár liðið og fullreynt er, að Alusuisse vill ekki ganga til móts við lágmarkskröf- ur íslenskra stjórnvalda til leiðréttingar á samningunum. Talsmenn Framsóknar hafa ein- mitt gagnrýnt það að hægt gangi í þvf efni, en nú neita þeir að beita þeim vopnum sem ein eru líkleg til að ná fram leiðréttingum á þessum fráleita samningi. Þetta eru alvarleg tíðindi, sem erfitt verður fyrir að bæta, því að jafn- hliða leggur formaður Framsókn- arflokksins til að gengið verði strax að kröfum sem Alusuisse hefur heimtað sér til hagsbóta, svo sem um að fá að taka nýjan hluthafa með 50% eignarhlut inn í álverið. Kaldar kveöjur til fólks sem borgar brúsann fyrir Alusuisse Þetta eru kaldar kveðjur til samstarfsaðila í ríkisstjórn, sem- lagt hafa sig fram um að ná sem víðtækastri samstöðu í þessu stór- máli, en enn kaldari eru þær til þess fólks sem nú ber síhækkandi byrðar af skattlagningu almenn- ings í þágu Alusuisse. A þetta öðru fremur við þá sem hita þurfa híbýli sín með raforku, en auk þess þarf að verja um 100 miljón- um króna í niðurgrciðslu á raf- orku úr ríkissjóði til að draga sárasta broddinn úr núverandi misrétti í húshitunarmálum. Hjörleifur sagði að hann myndi nú undirbúa málið til framlagningar á Alþingi, auk þess sem hugað verður að öðrum þáttum er snerta viðskiptin við Alusuisse og eru á valdi íslenskra stjórnvalda. 75 ára í dag Bakaras veinafélag Islands á 75 ára afmæli í dag, en félagið er eitt elsta stéttarfélagIlandinu. í blaðinu í dag er skýrt frá aðdragandanum að stofnun félagsins og gripið niður í sögu félagsins, sem m.a. hefur átt í lengsta verkfalli sem háð hefur verið hérlendis. Þessi mynd var tekin í Bakarameistaranum í Suðurveri í gær, þar sem þessir frísku sveinar voru að störfum. Talið frá v. Brynjar Sveinsson, Sveinbjörn Gunnarsson og Bo Walder sem er eini danski > bakarasveinninn í félaginu um þessar mundir. - My nd - eik. Efling verkamannabústaða frá 1980: Byrjað á 583 íbúðum á aðeíns þremur árum 1970-’80 voru byggðar 84 íbúðir á ári! Gífurleg aukning hefur orðið í byggingum verkamannabústaða víða um land á undanförnum árum. A síðasta áratug voru byggðar 842 íbúðir í vcrkamanna- bústöðum á landinu öllu eða 84 á ári til jafnaðar. Með nýju lögunum um Húsnæðisstofnun og eflingu fé- lagslegra íbúðabygginga urðu hins vegar þáttaskil. Síðan lögin tóku gildi hafa verið hafnar fram- kvæmdir við 583 íbúðir í 38 sveitarfélögum, þar af eru 40 leiguí- búðir í eigu sveitarfélaganna. Um áramótin síðustu var búið að af- henda 158 íbúðir og eru því nú í byggingu 425 verkamannabústaðir og lciguíbúðir svcitarfélaga víða um land. Hlutfall lána Húsnæðisstofnunar til nýrra íbúða hefur farið stöðugt vaxandi síðustu árin og er þá miðað við byggingarkostnað svonefndrar vísitöluíbúðar. Árið 1978 var lánshlutfallið 30.8%, árið 1979 33.5%, árið 1980 30.4%, 1981 32.7% og á síðasta ári náði þetta hlutfall 35.5% af byggingarkost- naði íbúðarinnar. Þetta kemur fram í grein Ólafs Jónssonar for- manns stjórnar Húsnæðisstofnun- ar í blaðinu í dag. Ólafur minnir á í grein sinni að fjárhagsgrundvöllur húsnæðislán- anna sé of veikur og að hann verði að treysta ef Húsnæðisstofnun ríkisins eigi að geta gegnt hlutverki sínu í þjóðfélaginu. Liður í þeirri eflingu er 100% hækkun framlaga ríkissjóðs til Byggingasjóðs ríkisins 1983 frá fyrra ári. Sjá grein Ólafs Jónssonar á bis. 4 í blaðinu í dag. - v. Alþýðubandalagið: Miðstjórnar- fundur 11. feb. Fundur verður haldinn í miðstjórn Alþýðubandalags- ins föstudaginn 11. febrúar kl. 20 í Sóknarsalnum Freyjugötu 27. Fundinum verður fram haldið á sama stað kl. 10 laugardaginn 12. febrúar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.