Þjóðviljinn - 05.02.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.02.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. — 6. febrúar 1983 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. 'Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigrlóur H. Sigurbjðrnsdóttir Atgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmunds- son, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víöir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar Áugíýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, óiafur Þ. Jónsson Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Sfmavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siöumúla 6 Reykjavik, simi 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Frentun: Blaðaprent h.f. r it st jornar gr ci n úr aimanakinu Pað sverfur til stáls • Á fimmtudaginn var dró til tíðinda innan ríkisstjórnar- innar, er Steingrímur Hermannsson hafnaöi fyrir hönd Framsóknarflokksins tillögu Hjörleifs Guttormssonar, iðnaðarráðherra, og Alþýðubandalagsins um einhliða aðgerðir af hálfu okkar íslendinga í því skyni að knýja fram hækkun á raforkuverði til álvers Alusuisse í Straumsvík. • Tillaga Hjörleifs í þessum efnum, sem lögð var fram í ríkisstjórninni í fyrri viku, gerði ráð fyrir að flutt yrði á Alþingi nú stjórnarfrumvarp þar sem kveðið yrði á um veru- lega hækkun raforkuverðsins til Alusuisse. Verðið sem Alu- suisse greiðir er nú innan við 20% þess sem almennings- rafveitunum er gert að greiða, en álverið kaupir um helming allrar þeirrar raforku sem hjá Landsvirkjun er framleidd. • Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokks- ins, hafnaði algerlega tillögu Hjörleifs um einhliða aðgerðir, en lagði í staðinn fram málamyndatillögu um áframhaldandi samningaþóf, þar sem við ættum fyrirfram að fallast á ýmsar veigamiklar kröfur Alusuisse án þess að nokkur trygging væri fengin fyrir sómasamlegri hækkun raforkuverðsins. • í viðtali við Þjóðviljann, sem birt er í dag, bendir Hjör- leifur á, að formaður Framsóknarflokksins hafi greinilega meiri hug á því að láta sverfa til stáls gegn samstarfsaðilum í ríkisstjórninni, heldur en gagnvart Alusuisse, og í viðtalinu við Þjóðviljann hefur iðnaðarráðherra m.a. þetta að segja um þá stöðu mála, sem nú er komin upp: • Alþingi mun gefast kostur á að fjalla um tillögu mína um einhliða hækkun á raforkuverði til álversins, fyrst Alusuisse heldur fast við þá afstöðu, að neita að failast á viðunandi hækkun í samningum. Og það er þjóðin sem síðan mun dæma. • Formaður Framsóknarflokksins segist bara vilja halda áfram því samningaþófi, sem staðið hefur yfir í tvö ár, og vill að við bjóðum Alusuisse þetta og hitt í forgjöf án þess að Alusuisse hafi samþykkt eyrishækkun á raforkuverðinu. Hann vill ekki gera kröfu um sómasamlega byrjunarhækkun að neinu skilyrði í samningum af okkar hálfu, heldur bara fallast á skilyrði Alusuisse. • Fyrst þetta er afstaða formanns Framsóknarflokksins þá verða þing og þjóð að skera úr. • Það kom greinilega fram á ríkisstjórnarfundinum, að þótt Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, væri ekki reiðubúinn til að mæla með því nú, að þetta frumvarp mitt verði flutt sem stjórnarfrumvarp, þá var afstaða hans í veigamiklum atriðum allt önnur en Steingríms. Forsætisráðherra tók m.a. skýrt fram, að við ættum alls ekki að gefa Alusuisse neitt undir fótinn varðandi þær kröfur, sem fulltrúar fyrirtækis- ins hafa borið fram, meðan Alusuisse fellst ekki á sanngjarna byrjunarhækkun raforkuverðs og áfangahækkanir í fram- haldi af því. - Og þetta er auðvitað það meginatriði, sem allir samningar hafa strandað á, þótt Steingrímur Hermannsson reyni að snúa málunum öfugt. Alusuisse hefur ekki viljað fallast á nokkra minnstu hækkun raforkuverðsins, og þess vegna hefur ekki verið um neitt að semja. • Ég tel að á ríkisstjórnarfundinum í fyrradag hafi gerst mikil og alvarleg tíðindi, þar sem ráðherrar Framsóknar- flokksins höfnuðu tillögum mínum um einhliða aðgerðir til leiðréttingar á orkuverðinu til Alusuisse. Þetta orkuverð er nú 12,1 eyrir á kwst., en á sama tíma er almenningsraf- veitunum gert að borga 65,40 aura fyrir kílówattstundina. • - Síðar í sama viðtali við Þjóðviljann segir Hjörleifur að þessi afstaða ráðherra Framsóknarflokksins feli í sér kaldar kveðjur til þess fólks sem nú ber síhækkandi byrðar af skatt- lagningu almennings í þágu Alusuisse, - og á það ekki síst við um þá mörgu, sem kynda hýbýli sín með raforku. k. sem brjóta beint í bága við þann sanna félgasanda sem hlýtur að eiga að vera aðalsmark íþrótta. Kannski er íþrótta- og bindindis- frömuðurinn Albert Guðmunds- son eitt grófasta dæmið, maður sem hefur fagurgala á vör, en er jafnframt einn stærsti brennivíns- og tóbaksinnflytjandi landsins. Eins og áður sagði er stöðugt 1 vitnað til útlanda, og í yfirlýsingu Skíðasambandsins um daginn er vitnað í fordæmi frá Noregi og Afram smjörlíki niður með teppin! Þegar ég var að alast upp var ég mikill áhugamaður um íþróttir og keppti m.a. á opinberum íþrótta- mótum. Þá kepptu Framarar í bláum peysum og hvítum buxum, KR-ingar í sínum svart-hvítu röndóttu búningum og Akurnes- ingar í gulum treyjum og svörtum buxum. Nú er öldin önnur. Það sem vekur mesta athygli á bún- ingum keppnismanna eru auglý- singar frá hinum ýmsu fyrir- tækjum. Þetta hefur mér ævin- lega þótt hvimleitt og raunar óþolandi. Ef ég væri enn í þrótta- maður og ætti að gera mig að gangandi auglýsingu fyrir Coca Cola, Sjóvá eða Morgunblaðið þættu mér það afarkostir. Nú veit ég ósköp vel að auglýs- ingar af þessu tagi eru fjáröflun- arleið fyrir íþróttafélögin sem sí- fellt berjast í bökkum fjárhags- lega. En er það ekki nokkuð dýru verði keypt að gera íþrótta- æskuna að beitu fyrir fólk til að það kaupi þvottaefni eða gos- drykk? Það samræmist a.m.k. tæplega fornum hugsjónum grískum um íþróttir sem stundum er enn reynt að halda á lofti, þó að þær séu að mestu útdauðar. Þeir sem stýra íþróttamálum hér vitna stöðugt til þess, að svona sé þetta gert í útlöndum og við verðum að fara eins að ef við eigum að vera samkeppnisfærir á vettvangi íþrótta. En ekki er spiil- ingin betri þótt hún komi utan frá, og til þess eru vítin að varast þau. Við siglum hraðbyri frá sannri áhugamennsku og félags- anda í íþróttum. Tilefni þessara hugleiðinga er upphlaup stjórnar Skíðasam- bands íslands út af tilskrifi í Þjóð- viljanum s.l. sunnudag um Nor- rænu fjölskyldusamkepnnina á skíðum 1983. Þar hefur stjórnin einfaldlega gefist upp á því verk- efni að halda þessa keppni og fal- ið hana voldugu og auðugu fyrir- tæki sem sér sér leik á borði til að auglýsa eigið ágæti í gegnum keppnina. Svo algjört er þetta af- sal að það er ekki einu sinni hald- inn blaðamannafundur til að kynna keppnina, né heldur send- ar út fréttatilkynningar um hana. Guðjón Friðriksson skrifar {þróttahreyfingin hér er að mörgu leyti komin út á villigötur þar sem fjármálabrask er farið að ráða ríkjum í stað heilbrigðs metnaðar og áhuga á líkamsrækt, samveru og keppni. Það þarf ekki annað en að líta á helstu forystu- menn hreyfingarinnar til að sjá hvert stefnir. Þar hafa náð völd- um pólitískir pótintátar og kaup- sýslumenn sem hafa hugsjónir að einkagróða fyrst og fremst að leiðarljósi. Nægir að nefna Svein Björnsson, forseta ÍSÍ, Ellert B. Schram, formann Knattspyrnusambandsins, Júlíus Hafstein, formann Handknattleikssambandsins, og Hreggvið Jónsson, formann Skfðasambandsins. Sumir þessara manna eru sjálf- sagt vel meinandi, en margir þeirra eiga þó hagsmuna að gæta Svíþjóð. Slíkur samanburður gerir málstaðinn bara ekkert betri. Þar sem atvinnumennskan er á háu stigi í íþróttum erlendis, svo sem í ensku knattspyrnunni, eru íþróttafélögin rekin sem hrein gróðafyrirtæki af harðsvír- uðum fjármálamönnum. Þar ganga leikmenn kaupum og söl- um eins og skylmingaþrælar, og stjórnvöld líta með velþóknun á allt heila klabbið. Hjá þeim er í gildi gamla slagorðið: Brauð og leiki fyrir fólkið! Þá gleymir það eymd sinni. Múgsefjunin í kring- um ensku knattspyrnuna er með ólíkindum. Það er kannski það ástand sem íslenskir íþróttafröm- uðir sækjast eftir? Nú veit ég að ungt fólk tekur þátt í íþróttum af lífi og sál, og kannski sárnar því þessi skrif mín. En það ætti ekki að láta mis- nota sig í þágu pólitískra frama- gosa og fjármálabraskara, manna sern hafa ekki tíma til að sjá um og skipuleggja fjölskyldukeppni á skíðum, en láta það eftir pólit- ísku dagblaði sem notar hana fyrst og fremst sem auglýsingu í sína þágu. Ég er nú hættur að fara á völ- linn, en horfi stundum á keppni í sjónvarpinu. Stundum veit ég ekki hvaða lið eru að keppa, því að framan á búningunum stendur Ljómasmjörlíki eða Axminster- teppi. Og þá verð ég bara að líta á þetta sem keppni milli smjörlíkis- ins og teppanna. Áfram smjör- líki! - niður með teppin!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.