Þjóðviljinn - 05.02.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.02.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. - 6. febrúar 1983 BORGARSPITALINN LAUSAR STÖÐUR Hjúkrunarfræðingar Lausar eru stööur á eftirtöldum deildum: DEILDARSTJÓRI B-ÁLMA Laus til umsóknar er staöa deildarstjóra á nýrri hjúkr- unardeild fyrir aldraöa í B-álmu (B-6). Umsóknarfrest- ur til 20. febrúar n.k. Á sótthreinsunardeild, afleysingastaöa, vinnutími 4 klst. virka daga. Á gjörgæsludeild, full vinna, hlutavinna. Á skurðdeild, full vinna, hlutavinna kl. 8.00 - 14.00 virka daga. Á svæfingadeild, full vinna, hlutavinna. Á skurðlækningadeild A-5, full vinna, hlutavinna. Á lyflækningadeild A-6, full vinna, hlutavinna. Á geðdeild A-2, full vinna, hlutavinna. Á hjúkrunar- og endurhæfingadeild Grensás, full vinna og hlutavinna, næturvakt. Einnig vantar hjúkrunarfræöinga og sjúkraliöa til vetr- arafleysingja á spítalann. Umsóknir ásamt upplýsing- um um nám og störf sendist hjúkrunarforstjóra. Nán- ari upplýsingar eru veittar á skrifstofu hjúkrunarfor- stjóra í síma 81200. Sérstök athygli er vakin á því að Borgarspítalinn býður hjúkrunarfræðingum, sem ekki hafa verið í starfi undanfarin ár upp á 3ja vikna starfsþjálfun. Laun verða greidd á starfsþjálfunartíma. SÉRFRÆÐINGUR í LUNGNALYFLÆKNINGUM Staða sérfræöings í lungnalyflækningum viö lyflækn- ingadeild Borgarspítalans er laus til umsóknar. Stað- an er hlutastaða (75%) og henni fylgir ákveðin kennslukvöð. Staðan veitist frá 1. júní n.k. eöa eftir samkomulagi. Upplýsingar um stöðuna veitir yfirlæknir lyflækninga- deildar Borgarspítalans. Umsóknir um stööuna, á- samt upplýsingum um námsferil og fyrri störf, sendist til stjórnar sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar fyrir 6. marz n.k. Reykjavík, 4. febr. 1983 Borgarspítalinn. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN FÉLAGSRÁÐGJAFI óskast til eins árs í hálft starf á öldrunarlækningadeild Landspítalans Hátúni 10B. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna fyrir 1. mars n.k. Upplýsingar veitir yfirfélagsráðgjafi öldrunarlækn- ingadeildar í síma 29000. DEILDARSJÚKRAÞJÁLFARI óskast við endur- hæfingardeild. Æskilegt aö umsækjandi hafi á- huga á aö vinna viö endurhæfingu gigtarsjúklinga. Upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari endurhæfingar- deildar í síma 29000. VÍFILSSTAÐASPÍTALI SJÚKRAÞJÁLFARI óskast frá 1. apríl eöa eftir samkomulagi. Húsnæöi í boði. Upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari í síma 42800. SJÚKRALIÐAR óskast til starfa viö Vífilsstaða- spítala. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 42800. GÆSLUVISTARHÆLIÐ í GUNNARSHOLTI Staða FORSTÖÐUMANNS Gæsluvistarhælisins í Gunnarsholti er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. apríl 1983 eöa eftir samkomu- lagi. Laun samkvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist skrif- stofu ríkissíptalanna fyrir 4. mars n.k. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 29000. RÍKISSPÍTALAR Reykjavík, 6. febrúar 1983. skráargatid Skömmu fyrir prófkjör Alþýðubanda- Iagsins í Reykjavík var fram- bjóðendakynning í Þjóðviljan- um og þar lýsti Guðmundur J. Guðmundsson yfir andstyggð sinni á því blaðri sem fram kæmi í slíkum kynningum. Sagðist hann þá heldur vilja lesaTarzan. Hagyrðingi nokkr- um varð að orði er hann las þetta: Tarzan lesa telur stoð, tafls í dimmum krókum. Glöggur maður Gvendur Joð og gjörkunnugur bókum. Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjanes- kjördæmi fór fram um síðustu helgi. Þar stefndi Gunnlaugur Stefánsson, fyrrv. þingmaður, hátt. Öflug kosningavél var sett í gang og ekkert til sparað. Hvorki fleiri né færri en þrír menn voru sérstaklega til kall- aðir frá útlöndum til aðstoðar. í þeim hópi var faðir Gunnlaugs, Stefán fyrrv. þingmaður Gunn- laugsson. nú viðskiptaráðu- nautur Islands í London, og tveir dyggir stuðningsmenn og félagar Gunnlaugs sem báðir erindi söngfélaganna kom að vísu fram að þeir hefðu hlotið ágæta dóma og því til áréttingar fylgdi ljósrit af sænsku dag- blaði, - frá 1968! Utvarpið hefur nú fengið langþráða heimild til þess að taka upp beint af borgarstjórnarfundum til notkunar í fréttatíma eins og tíðkast hefur á alþingi. Lengi vel móaðist Albert Guðmunds- son forseti borgarstjórnar við þessum tilmælum Ernu Ind- riðadóttur fréttamanns, en þeg- ar bréf barst frá fréttastjóra út- Guðmundur: Geir: Hluthafi Gjörkunnugur bókum f Hval h.f. Árni: Kratar tryggðu honum sætið Ólafur: Hefur stofnað Sjálfstæðis- félag Kctildalahrcpps Þeir alþingismenn sem undir urðu í atkvæðagreiðslunni um mót- mæli gegn samþykkt alþjóða- hvalveiðiráðsins um tíma- bundna stöðvun hvalveiða hafa margir hverjir gert mikið úr á- hrifum þrýstihópa á niðurstöðu Alþingis. Af þeirra hálfu hefur ekki verið vakin athygli á nær- veru forráðamanna Hvals h.f. í þinghúsinu né heldur þætti hluthafa í Hval h.f. á þingi. Til fróðleiks skal þess getið hér að meðal hluthafa og stofnenda Hvals h.f. voru þeir bræður Geir og Björn Hallgrímssynir sem nú fara væntanlega einnig með hlut föður síns í fyrirtæk- inu. Þegar litið er yfir hlutha- faskrána eins og hún var við stofnun fyrirtækisins fer ekki milli mála að þar fer gamla Reykjavíkuríhaldið sameinað, og er þar samankominn dálag- legur þrýstihópur. Brautin heitir málgagn Alþýðuflokksins í Vestmannaeyjum. í síðasta tölublaði er það upplýst að kratar hafi fjölmennt í prófkjör Sjálfstæðisflokksins um daginn til stuðnings Árna Johnsen. Telja þeir sig þar hafa launað íhaldinu lambið gráa frá próf- kjöri fyrir bæjarstjórnarkosn- ingar á síðasta ári, en þá mun íhaldið hafa haft veruleg áhrif á skipan lista Alþýðuflokksins. Árni Johnsen veit þá líklega hverjum hann á að þakka ef hann kemst á þing. y' 1 Vestfirðingi, málgagni Alþýðu- bandalagsins á Vestfjörðum, er sögð sú saga úr Selárdal að þar hefði það verið á orði haft að ólíkt hefðust þeir að bræðurnir Ólafur og Jón Baldvin Hanni- balssynir, Ólafur hefði dregið sig frá skarkala heimsins, en Jón Baldvin fengist við vanda alþjóðar. Þá gall Ólafur við: Jón bróðir leysir engan vanda, hann bara skilgreinir. Eftir öðrum leiðum hefur Skráargat- ið hlerað að Ólafur Hannibals- son hafi orðið hinn borubratt- asti þegár hann heyrði um klofningsframboð Sjálfstæðis- félags Ketildalahrepps og muni hann ætla sér nokkurn hlut í þeim herbúðum. Það er ekki að spyrja að þeim Hannibals- feðgum þegar einhvers staðar er boðið fram klofið. eru við nám á Norðurlöndum. En því miður dugði þetta ekki til. Gunnlaugur náði aðeins fjórða sæti og á ekki von á þing- sæti í bráð - nema hann kljúfi. Talið er nú víst að Gunnar G. Schram prófessor gefi kost á sér í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi og verður hann þar sem sérstakur kandi- dat Gunnars Thoroddsens for- sætisráðherra. Pólitíkin tekur stundum á sig undarlegar myndir. Guðmundur G. Þórar- insson hefur verið í miklum ham eftir upphlaup sitt í álmálinu, og það að honum var bolað af lista Framsóknar í Rvík. Ingi R. Helgason hrakti röksemdir hans í álmálinu lið fyrir lið, og því getur Guðmundur ekki gleymt. Til þess að hefna sín á Inga hef- ur hann nú flutt frumvarp í þinginu þar sem lagt er til að einkaréttur Brunabótafélagsins á brunatryggingum verði afn- urninn. Ingi hefur hins vegar upplýst að frumvarpið sé út í hött þar sem Brunabótafélagið hafi engan einkarétt á þessari tegund trygginga. Aumingja Guðmundur. Skráargatið hefur það eftir góðum og gegn- um Alþýðuflokksmanni að Framsóknarflokkurinn hafi hótað Gunnari Thoroddsen að ráðherrar flokksins gengju út úr ríkisstjórninni ef sú ýrði niður- staðan í kjördæmamálinu sem aðrir flokkar virðast nú vera að ná saman um. Gunnar Thor- oddsen kvað það í stakasta lagi, því að hann hefði tilbúna emb- ættismenn til að setjast í við- komandi ráðherrastóla, og hurfu þeir þá frá þessari hótun. Söngfélagar Strætisvagna Reykjavíkur duttu heldur betur í lukkupott- inn hjá borgarráði Reykjavíkur í síðustu viku. Þeir höfðu sótt um styrk og viti menn, - 50 þús- und krónur voru veittar með þremur atkvæðum. Albert og Magdalena sátu hjá. Það sem vekur athygli varðandi þessa styrkveitingu er. að þetta er ná- kvæmlega sama upphæð og Pólyfónkórinn fær úr borgar- sjóði þetta árið og þykir víst sumum ólíku saman að jafna. f varps samþykkti borgarstjórn að leyfa hljóðupptökurnar. Var Albert falið að taka ákvarðanir varðandi framkvæmd þeirra og lýsti hann yfir miklum áhuga til þess að gera aðstöðu frétta- manna útvarps sfem besta í borgarstjórn. M.a. þyrfti að koma upp hljóðeinangruðum klefa þar sem viðtöl gætu farið fram. Kom skrýtinn svipur kom á suma fréttamenn undir þess- ari ræðu. Guðjón heitinn Samúelsson, hirð- arkitekt Jónasar frá Hriflu, teiknaði aðalbyggingu Háskóla íslands. Þórir Kr. Þórðarson prófessor upplýsir í síðasta Fréttabréfi háskólans að tappi nokkur sem hefur það hlutverk að stöðva væng stálhurðanna í aðaldyrum beri nafn hans og sé nefndur „Guðjón“. Þetta nafn hafi tappinn fengið þegar Árni Pálsson prófessor hrasaði um hann og varð að orði: „Ó, hann Guðjón“. Sigurður Steinþórs- son jarðfræðingur,dóttursonur Jónasar frá Hriflu, tekur upp málsvörn fyrir „Guðjón“ í sama blaði og segir að tappi þessi gegni mikilvægu hlutverki, enda sé hann svo staðfastur í stöðu sinni að sé snarpur SV- vinur hafi það komið fyrir að vinstri vænghurðin fjúki upp og skekkist eða brotni þegar „Guðjón" tekur á móti. Þessum háska hafa starfsmenn há- skólans reynt að bægja frá með því að læsa framdyrunum þegar þannig stendur á veðri. Síðan segir Sigurður að mannlegu hugviti séu engin takmörk sett, og því hafi frést að bygginga- meistarar háskólans hyggist leysa vandann með því að byggja bíslag framan við aðald- yrnar, og yrði þá væntanlega gengt inn í það frá þremur hlið- um eftir því hvernig stæði á vindi. Síðan segir hann: „Von- andi er þessi saga ekki sönn, en hvort sem hún er það eða ekki vil ég benda á aðra lausn sem betur hæfir umgengni siðaðra manna við listaverk: að gera hægri- og vinstri væng framdy- ranna jafngilda, þannig að í SV- roki (sem tíðast er) sé vinstri vængurinn læstur en hinn hægri opinn, en í norðanátt haldist núverandi ástand. Þá þyrfti að setja niður tappa fyrir suðurv- ænginn, og mætti sá gjarnan heita „Maggi“ til minningar um bíslagið sem aldrei varð“. Þess skal hér að lokum getið til skýr- ingar að Maggi mun vera Maggi Jónsson arkitekt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.