Þjóðviljinn - 12.02.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.02.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 12. - 13. febrúar 1983 Omaklega vegið að blaðamönnum Þióðviljans Ólafur Gunnarsson framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað vegur ómaklega að Þjóðviljanum og blaðamönnum hans í Sjónarhornsgrein, sem birtist í blaðinu í gær, 11. febrúar. Fullyrðing hans um að Þjóð- viljinn sé ekki áhugasamur um innlenda atvinnustarfsemi ber ekki vott um sérstaka sanngirni í garð blaðsins. Daginn áður en grein Ólafs birtist, eða 10. febrú- ar, er í Þjóðviljanum 12 síðna blaðauki með fróðlegum og vönduðum viðtölum um sjávarút- Vegamál. Og að undanförnu hef- ur blaðið fjallað ýtarlega um vanda húsgagna- og innréttinga- framleiðslu í landinu, og það öðr- um fjölmiðlum betur og meira. Ólafur Gunnarsson fullyrðir einnig að blaðamenn Þjóðviljans geri sér far um „að gefa lesendum blaðsins ranga mynd af sjávarút- veginum". Hér kýs hann að horfa fram hjá sérritum Þjóðvilj- ans um sjávarútvegsmál á liðnum árum, kynningu hans á mögu- leikum í íslenskum sjávarútvegi í tengslum við áróður Alþýðu- bandalagsins fyrir íslenskri atvinnustefnu, og reglulegum skrifum Jóhanns J.E. Kúld um fiskimál. Einnig held ég að segja megi með sanni að blaðamenn Þjóðviljans standi síst öðrum starfsbræðrum sínum að baki í að vekja athygli á ýmsum jákvasðum nýjungum og tilraunum í sjávar- útvegi. Mætti t.d. minna á þann áhuga sem Þjóðviljinn hefur sýnt kolmunnaveiðitilraunum Magna Kristjánssonar gegnum árin. Ólafur Gunnarsson tekur tvö dæmi úr blaðinu til stuðnings þeirri staðhæfingu sinni að „alltof mikið sé af órökstuddum full- yrðingum um menn og málefni þegar sjávarútvegurinn á í hlut.“ Hann rekur skrif um erlent verkafólk á Djúpavogi og saman- burð á rækjuverði hér og í Noregi. Um fyrra dæmið er það að segja að þegar í heildina tekið verður ekki séð annað en um hafi verið að ræða blaðamennsku sem stenst helstu kröfur sem gera „Petta eru tvö lítil dœmi um þad hvernig blaðamenn pjóðviljans oft og tíðum virðast gera sér far um að gefa lesendum blaðsins ranga mynd af sjávarútveginum" Neikvæð skrif Þjóðviljans um sjávarútvegsmál Alþyðubandalagið hcfur jafn- an lagt á |iað áhcrslu. að flokkur- inn hafi scrstakan áhuga á inn- lcndri atvinnustarfscmi. Ekki fæ cg scð að blaðamönnum Þjóðvilj- ans (bl.Þ ) sé kunnugt um þetta áhugamál flokksins. Ég tel og ég held að flestir hljóti að vcra á somu skoðun. að sjávarútvegurinn sé hornsteinn innlendraratvinnustarfsemi. Þeir blaðamcnn, sem vilja efla þenn- an atvinnuveg, segja frá því sem vel hefur tekist og skýra fyrir al- menningi hver staða sjávarút- vcgsins er í íslenskum þjóðarbú- skap. Jafnframt er nauðsynlegt að benda á það, sem betur má fara og hverju stefna beri að. Flestir bl.Þ. gera ekkert af þessu. Þeir leita fyrst og fremst að því sem miður fer og blása það út langt um fram það sem eölilegt má teljast. Alltof mikið er af órökstudd- um fullyrðingunt um mcnn og máicfni þcgar sjávarútvcgurinn á í hlut. Ég ætla að ncfna hcr tvennt máli mínu til stuðnings: 1. Erlcnt vcrkafólk á Djúpa- vogi. A baksiðu Þjóðviljans 4. jan. 1983 cru fyrirsagnir eins og: „Svikin loforð og shcmur að- búnaður ', „Lög sett í fyrra, þver- brotin á Vestur-lslendingum". „Munnlegt samkomulag ekki haldið'*. Þetta eru stór orð. I ákafa sín- um við að koma höggi á atvinnu- rekendur brugðust bl.Þ. þeirri frumskyldu sinni. að kynna sér viðhorf beggja deiluaðila, áður en rokið er til og frétt sett í blað- ið. Á baksíðu Þjóðviljans næsta dag er síðan viðtal við formann verkalýðsfél. á staðnum og fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins sem í hlut á. Báðir voru undrandi á frétt þessari oggáfu að því er mér virtist fullnægjandi skýringu á þeim atriðum, ^evn kvartað var yfir. I Þjóðviljanum þ. 12. jan. er viðtal við Arnmund Backmann með yfirskriftinni, „Andi lag- anna þverbrotinn '. Lögfræðing- ar eiga oft erfitt mcð að koma sér saman um hvernigskilja bcri ein- stakar lagagreinar. En þegar þeir fara að tala um anda laga. hefur það auðvitað ekkert meö log- fræði að gcra, heldur eru þcir farmr að scgja til um það. hvað þcim finnst rétt óg hvaö rangt. Fréttin var semsagt ekki sann- leikanum samkvæm og hcfði aldrei átt að birtast. Eftir stcndur að þcir á Djúpa- vo^hafa ckkcrt gcrt af sér. Skrif bl.Þ. valda þó þvi. að lcscndur blaðsins telja án cfa að illa hafi vcrið farið mcð crlenda vcrká- fólkið. 2. Samanburður á rækjuvcrði hcr og í Noregi: í Þjóðviljanum þ. 7. jan. var grcin á forsíðu um þctta efni með fyrirsögninni: „Norðmcnn grciða 238% hærra vcrð". Þ. 11. jan. er síðan komið að einu uppáhalds viðfangsefni bl. Þjóðviljans en það cr að finn einhvern sökudólg þegar atvinnurekstur er annars vegar, í grein með fyrirsögninni: „Hver hirðir mismuninn?" Ólafur Gunnars- Frá félagi rækjuvinnslustöðva birtist grcinargerð í Þjóðviljan- um þ. 12. jan. með fyrirsögninni, „Villandi samanburður á rækju- verði". Þar er skýrt frá því, sem þeir sem til þekkja vissu raunar, að vcrðsamanburður á þann hátt sem gerður hafði verið í Þjóðvilj- anum þ. 7. jan. og 11. jan. er út í hött. Auk þess sem þar kemur fram, má bæta við að styrkur til norska sjávarútvegsins nemur hærri upphæð en útfiutningsverð- mæti allra frystra sjávarafurða frá íslandi. Fréttin er því alröng. En þó málið sé upplýst er án efa efst í huga lesenda Þjóðviljans þær ris- afyrirsagnir, sem gáfu í skyn, að eitthvað stórlega mikið væri að í þessu efni. Þetta eru tvö lítil dæmi um það hvernig bl.Þ. oft og tíðum virðast gcra sér far um að gcfa lesendum blaðsins ranga mynd af sjávarút- veginum. Eg er ekki frá þvi, að sumir þeirra hefðu gott af því að fá sér fri á Þjóðviljanum og fara í fisk- vinnu á Djúpavogi. Bæði gerðu þeir sjávarútvegin- um með þvf meira gagn en sem bl.Þ. og svo hitt að e.t.v. yrðu viðhorf þeirra til sjávarútvegsins jákvæðari þegar þeir koma aftur til starfa á Þjóðviljanum. ÓI.G. Ólafur Gunnarsson er fram- kvæmdastjóri Sildarvinnslunnar ,í Neskaupstað. verður til vinnubragða. Leitað er\ til beggja aðila og birt viðtal við lögfróðan mann, sem unnið hef- ur að réttindamálum erlends far- andverkafólks. Sú krafa sem Ólafur gerir til þess að leitað sé til beggja aðila áður en nokkuð er birt í blaðinu er algeng viðbára hjá þeim sem vilja þagga niður umræður í blöðum. Meginmáli skiptir að Þjóðviljinn tók viðtöl við fólk sem undir nafni vildi flytja kvartanir sínar í garð at- vinnurekenda inn á opinberan vettvang og blaðafulltrúa Al- þýðusambandsins. Fyrirsagnir voru settar í samræmi við efni textans. Síðan er leitað svara hjá viðkomandi atvinnurekanda og verkalýðsfélagi daginn eftir í blaðinu. Vera má að einhver orð í fréttatexta séu eins og þau kæmu frá blaðamanni Þjóðviljans, en blaðið er fyrst og fremst að kynna ólík viðhorf til sama máls. Samanburðurinn á rækjuverði hér og í Noregi er af sama toga. Maður sem hefur nákvæmar upp- lýsingar um rækjuverð í Noregi leitar til blaðsins og það vekur athygli á hreint ótrúlegum verðmun. Tölurnar sem Þjóðvilj- inn birti voru aldrei vefengdar en hinsvegar komu fulltrúar rækju- kaupenda með ýmiskonar skýr- ingar á þessum mun. Um sama leyti og fréttirnar af rækjuverðinu birtust í Þjóðvilj- anum var verið að ákveða verð á rækju í verðlagsráði sjávarút- vegsins. Þjóðviljinn hefur það fyrir satt að hugmyndir hafi verið uppi um 14% hækkun rækju- verðs en niðurstaðan varð nærri tvöfalt meiri verðhækkun í pró- sentum. Það skyldi þó ekki vera að fréttir Þjóðviljans um mismun á rækjuverði á íslandi og í Noregi eigi sinn þátt í niðurstöðunni? Að endingu þetta. Það má vera að fyrirtækjavaldið í Neskaup- stað geti ráðið því hvað birtist og hvað ekki í Austurlandi, mál- gagni Alþýðubandalagsins, en Þjóðviljinn birtir óhikað ólík við- horf og skoðanir, þó að þau séu ekki alltaf ritstjórn að skapi, og þó að fullyrðing standi á móti fullyrðingu. Við ætlum okkur ekki þá dul að geta skorið úr um SANNLEIKANN í hverju máli. Og vel gæti það komið til greina að senda blaðamenn til vinnu í Síldarvinnslunni gegn því að framkvæmdastjóri hennar setjist um hríð í blaðamannastól á Þjóðviljanum til þess að kynna sér blaðamennsku áður en hann sest niður og skrifar næstu grein. Það gæti líka komið honum í góð- ar þarfir næst þegar LÍÚ leitar á náðir fjölmiðla og býður þeim upp í árvissan “björgum-sjávar- útveginum“-dans, sem þeir eiga ásamt LÍÚ að stíga við stjórn- völd. Einar Karl Haraldsson ritstjóri skráargatið Davíð: Kurteis borgarstjóri Páll: Frumstæðar þjóðir á Finnbogi: Snýr sér að Blönduósi kvikmyndalistinni Maríanna: Sagðijá Afstaða forystumanna Framsóknar- flokksins í álmálinu síðustu vikur hefur komið mörgum spánskt fyrir sjónir. Skýringar eru þó á öllu, og hafa menn æ oftar rifjað upp í huga sér hvaða tengsl fyrr- verandi og núverandi forystu- menn í Framsókn hafa haft við forráðamenn íslenska álfélags- ins. Þegar upphaflegi samningur- inn við ísal var gerður gekk þá- verandi framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs, Steingrímur Hermannsson, gegn þingflokki Framsóknar og snerist á sveif með Jóhannesi Nordai og Co um að gera þá samninga sem íslend- ingar eru nú að súpa seyðið af. 1974 spunnust sögur um það, að þáverandi ráðherra Framsóknar, Halldór E. Sigurðsson, hefði keypt hús í Garðabæ á einstökum vildarkjörum - af ísal! Og þegar samningurinn frá 1966 var fyrst til endurskoðunar 1975 beitti núver- andi formaður flokksins sér fyrir því að glutra unninni taflstöðu niður í dautt jafntefli. Ja, hérna.... Fulltrúar erlendra stórfyrirtækja standa nú í biðröðum við dyr iðnaðarráð- herra og vilja samstarf við íslend- inga á sviði áliðnaðar og/eða yfir- taka rekstur Alusuisse hér á landi. Ekki þarf að taka fram, að þessi öflugu erlendu fyrirtæki telja sig geta gengið að þeim hug- myndum sem iðnaðarráðherra hefur lagt fram um raforku- verðið. í vikunni sem er að líða kom m.a. fulltrúi frá einu fjár- sterkasta ál- og súrálsfyrirtæki í heiminum til viðræðna við iðn- arðarráðuneytið, og fór vel á með mönnum. Páll Pétursson alþingismaður á Höllu- stöðum var nýlega á stjómmála- fundi á Blönduósi, en þar er hann ekki manna vinsælastur vegna andstöðu sinnar gegn Blönduvirkjun. Ekki bætti úr skák að á fundinum kom fyrir- spurn frá hvalveiðimanni sem spurði Pál hvers vegna hann hefði greitt atkvæði gegn því á alþingi að hvalveiðibanni yrði mótmælt, hvort hann væri í því að taka atvinnu af mönnum. Að því er sagan hermir mun Páll hafa brugðist hvatvíslega við og sagt að viðkomandi vissi greinilega ekki mikið um málið, því að skv. alþjóðasamþykktum yrði frum- stæðum þjóðum áfram Ieyft að veiða hval. Ekki fer spurnum af því hvernig fundarmenn brugð- ust við þessu svari. Kvikmyndalistin blómstrar nú æ meira á íslandi. í síðasta tölublaði Vestfirðings er frá því greint að Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerðarmaður í Reykjavík og Finnbogi Her- mannsson ritstjóri og kennari á ísafirði hafi nú hafist handa um að gera heildarmynd um síldar- ævintýrið á Djúpuvík á Ströndum, en það hófst um 1935 og stóð fram yfir stríð. Segir í fréttinni að í myndinni komi fram margt nú- lifandi fólk, auk þess sem skeytt sé inn gömlum filmubútum og ljósmyndum. Kaupmenn á íslandi hafa fyrir löngu tekið sálfræðina í þjónustu sína þegar þeir raða upp vörum í verslunum sínum. Þannig er yfirleitt sælgæti við höndina rétt við peningakass- ann, helst þar sem börn hafa það í seilingarfjarlægð sVo að þau geti nú suðað í foreldrum sem eru að kaupa í matinn. Vörumarkaður- inn hefur nú gengið skrefi lengra og hefur raðað upp leikföngum rétt áður en komið er að kassan- um til þess að æra börnin enn betur. Framsókn fékk heldur betur á snúðinn hjá borgarstjóra nú í vikunni þegar Keldnasamningurinn var til um- ræðu íborgarstjórn. Kallaði hann afstöðu minnihlutans gegn samn- ingnum endemis „sauðshátt" og klykkt svo út með því að segja, að þau Gerður Steinþórsdóttir og Kristján Benediktsson væru „full- trúar sauðkindarinnar" í borgar- stjórn Reykjavíkur! Hefur Davíð Oddsson síst orðið kurteisari í málflutningi eftir að hann tók við embætti borgarstjóra, og hafa borgarfulltrúar minnihlutans oft gert athugasemdir við þá titla sem hann velur borgarfulltrúum úr ræðustól. Hrokinn var síst minni hjá formanni Skip- ulagsnefndar, Vilhjálmi Vil- hjálmssyni, sem frægur er fyrir að hefja allar sínar ræður á því að segja að allar umræður sem á undan séu gengnar hafi verið lítils virði. Þegar Keldnasamningur- inn var til umræðu bætti hann um betur og hellti sér yfir borgarfull- trúa minnihlutans með orðavali sem sjaldan heyrist í borgar- stjórn. Vegna sérstakra tilmæla Vilhjálms mun Þjóðviljinn birta þessa ræðu hans þegar hún er komin í gegnum kérfið hjá rit- urum borgarinnar. Og svo er hér saga úr síðasta Vest- firðingi: „Ekki löngu eftir að Svavar Gestsson var orðinn heilbrigðis- og tryggingaráðherra í núverandi ríkisstjórn, var hann á ferð á Patreksfirði ásamt læriföður sín- um Kjartani Ólafssyni. Svo sem fara gerir með stjórn- málamenn þurfti að húsvitja á ýmsum stöðum, þar á meðal hjá öldungnum Þórði Guðbjartssyni. Eftir að knúð hafði verið dyra hjá Þórði mátti heimafólkið greina djúpa rödd frammi á gang- inum. „Ja, Þórður, eg er hérna með dreng úr ráðuneytinu.““ ✓ Ymsir úr gamla kratakjarnanum í Reykjavík stynja nú þungt. Það er ekki nóg með að flökkugosarn- ir Jón Baldvin og Bjarni Guðna séu sestir í 1. og 3. sætið á listan- um, heldur hefur nú enn ein aðskotamanneskja fundist til að setja í 4. sætið í stað Ágústs Ein- arssonar, sem hefur gengið í lið með Vilmundi. Það er Maríanna Friðjónsdóttir sem sameinar það tvennt sem nú þykir heppilegast: Hún er kona og hún er fjöl- miðlamaður. Hafa Jón Baldvin & Co gengið með grasið í skónum á eftir fjölmörgum konum og borið víða niður, en ávallt verið hrygg- brotnir. En nú virðist leitinni sem sagt vera lokið. j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.